Dagur - 15.10.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 15.10.1992, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 15. október 1992 - DAGUR - 13 Minning ■=[}= Kristján Guðmundsson Fæddur 20. mars 1931 - Dáinn 11. október 1992 Kveðja frá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. Listasafn íslands: Finnsk aldamótalist Sunnudaginn 11. þ.m. lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar Kristján Guðmundsson, vélstjóri, Vallargerði 4 b, hér í bæ, eftir erfiða sjúkdómslegu. Kristján hóf ungur störf hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. þann 30. mars 1951, eða 10 dög- Dagana 15., 16. og 17. október nk. fer fram landssöfnun á veg- um Kiwanishreyfingarinnar á íslandi. Þetta er í sjöunda sinn sem Kiwanismenn bjóða K-lyk- ilinn til sölu og í öll skiptin hef- ur söfnunarfé verið varið til að bæta aðstöðu geðfatlaðra. Árið 1974 var komið á fót vernduðum vinnustað á lóð Kleppsspítala og var það fyrsti vinnustaður sem eingöngu er ætl- aður geðfötluðum. Söfnunarfé K-dags 1977 rann einnig til Berg- iðjunnar en svo nefnist þessi verndaði vinnustaður. Árið 1980 og 1983 var veitt fé til að reisa fyrsta áfangaheimili fyrir geðfatlaða við Álfaland í Reykjavík. Þar dvelst fólk sem útskrifað er af geðdeildum sjúkrahúsanna og stundar vinnu á almennum vinnumarkaði. BORGARBÍÓ Salur A Fimmtudagur Kl. 9.00 Lethal Weapon 3 Kl. 11.00 Höndin sem vöggunniruggar Föstudagur Kl. 9.00 Lethal Weapon 3 Kl. 11.00 Höndin sem vöggunniruggar Salur B Fimmtudagur Kl. 9.00 Kálum þeim gömlu Kl. 11.00 Ár byssunnar Föstudagur Kl. 9.00 Kálum þeim gömlu Kl. 11.00 Ár byssunnar Væntanleg er íslenska stórmyndin „Sódóma Reykjavik... “ BORGARBÍÓ S 23500 um eftir tvítugs afmæli sitt, á tog- aranum Kaldbak EA 1. Kristján var síðan svo til óslitið á skipum félagsins þar til 14. mars 1958 að hann kom í land og gerðist starfs- maður í frystihúsi okkar og var hann starfsmaður þess fram að því að hann lést. Kristján var völundur til allra smíða og viðgerða og þekktur fyrir alúð sína og samviskusemi Árið 1986 var unglingadeild- inni við Dalbraut komið á fót, ásamt því að fé var veitt til geð- deildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Fyrir ágóða af K-degi 1989 var keypt raðhús í Reykjavík þar sem nú er starfrækt sambýli. Einnig voru þá hafnar endurbæt- ur við sambýli Geðverndarfélags Akureyrar að Álfabyggð 4. Að þessu sinni er ætlunin að reisa hús á lóð Kleppsspítalans sem ætlað er sem stækkun á Bergiðjunni. Húsið er um 150 ferm. að flatarmáli á tveimur hæðum. Þar munu starfa 20 til 25 manns að framleiðslu á ýmsum þeim vörum sem Bergiðjan fram- leiðir. Þar má nefna gangstéttar- hellur, rennusteina, sekkjaða mold og m.fl. Einnig mun ljúka endurbótum við sambýlið á Akureyri en þar geta dvalið 8 manns. gagnvart öllum verkum sínum. Við sendum eftirlifandi eigin- konu hans, Ástu Valhjálmsdótt- ur, stjúpbörnum og ættingjum hugheilar samúðarkveðjur er við með þessum línum viljum þakka góðum drengskaparmanni störf hans hjá okkur. Blessuð sé minning hans. Útgerðarfélag Akureyringa hf., Gunnar Ragnars. Á fyrri K-dögum hafa selst 300 þúsund lyklar. Árið 1989 seldust 58 þúsund lyklar og lætur nærri að söfnunarfé fyrir K-daga sé 90 milljónir króna á núvirði. Lands- menn hafa alltaf tekið vel undir beiðni Kiwanismanna um stuðn- ing til handa geðfötluðum sem reyndar er stærsti einstaki hópur fatlaðra í landinu og kannski sá hópur sem erfiðast á með að vinna sjálfur að sínum málum. Það er því einlæg von okkar að fimmtudaginn 15. október taki fólk um land allt vel á móti sölu- mönnum K-Iykils, en þann dag fer fram húsasala. Föstudaginn 16. og laugardaginn 17. verða Kiwanismenn og -konur við sölu við alla stórmarkaði og aðra þá staði þar sem fólk kemur saman. Jafnframt sölu á K-lykli fer þessa sömu daga fram kynning á málefnum geðfatlaðara í landinu með ýmsum hætti. Fréttatilkynning Laugardaginn 17. október kl. 15 verður opnuð sýningin Finnsk aldamótalist í Lista- safni íslands. Sýningin er hald- in í tilefni af 75 ára afmæli finnska lýðveldisins og kemur frá Listasafninu í Ábo. Á sýningunni eru verk eftir alla helstu listamenn Finna um síð- ustu aldamót. Meðal verkanna eru nokkrir þjóðardýrgripir Finna sem þeir hætta sjaldan á að sýna erlendis. Tímabilið 1880- 1910 hefur verið kallað „Gullöld- in“ í finnskri myndlist því þá var mikil gróska í listunum og óvíða á Norðurlöndum voru jafn marg- ir frábærir listamenn starfandi og í Finnlandi. List aldamótakynslóðarinnar gegndi stóru hlutverki í þjóðern- isbaráttu Finna og nægir í því sambandi að nefna verk Akseli Gallens-Kallela um atburði sem greint er frá í Kalevalabálkinum. Þá verða einnig á sýningunni verk eftir Helenu Schjerfbeck, sem nú á dögum er álitin einn merkasti listamaður á Norður- löndum. Fyrir skömmu héldu þrjár ungar stúlkur á Akureyri hlutavcltu til styrktar Barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og söfnuðu þær alls 1.137 krónum. Á myndinni eru Sandra B. Þráinsdóttir og Heiðdís Norðfjörð en á myndina vantar Telmu Axelsdóttur. Mynd: kk Þessir ungu og hressu akureyrsku drengir héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Hjálpræðishernum og söfnuðust alls kr. 2.400. Strákarnir heita Birgir Þór Þrastarson, Jón Benedikt Gíslason og Kristinn Frímann Jakobsson. Mynd: Robyn Styrktarfelag vangefinna á Norðurlandi Áríðandi félagsfundur verður haldinn að Iðjulundi, mánudaginn 19. októ- ber, kl. 20.00. Mætiö stundvíslega. Stjórnin. DAGSPREIMT Strandgötu 31 • Akureyri • -a- 24222 & 24166 BENEDIKT INGIMARSSON, Hálsi, Eyjafjarðarsveit, er lést 8. október sl., verður jarðsunginn að Saurbæjarkirkju, föstudaginn 16. október kl. 13.30. Vandamenn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, KRISTDÓRS VIGFÚSSONAR, Aðaistræti 7, Akureyri. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki að Hjúkrunarheimilinu Seli og séra Birgi Snæbjörnssyni. Kristín Stefánsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Kjörorð landssöfnunar Kiwanis 15.-17. október: Gleymum ekki geðsjúkum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.