Dagur - 15.10.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 15.10.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 15. október 1992 Fréttir Málmiðnaðarsvcinar, þ.e. vélvirkjar, stálsmiðir og blikksmiðir, fengu sveinsbréf sín afhent með viðhöfn um sl. helgi á Fiðlaranum. Það er orðin hefð að Félag málmiðnaðarmanna og vinnuveitendur sveinanna standi að því sameiginlega. Prófskírteini fengu þessir nýbökuðu sveinar hins vegar frá Verkmenntaskólanum að loknum prófum. Mynd: Robyn Kísiliðjan í Mývatnssveit: Beðið áfangaskýrslu verkefiiahóps - áður en frekari ákvarðanir verða teknar Iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytin sendu í gær frá sér fréttatilkynningu um náma- leyfi Kísiliðjunnar í Mývatns- sveit, vegna þess misskilnings sem vart hefur orðið í umfjöll- un fjölmiðla um gildistíma námaleyfis verksmiðjunnar. Um þetta mál var fjallað í Degi í gær og rætt m.a. við Jón Sig- urðsson, iðnaðarráðherra og þar kemur fram að ekki standi til að loka Kísiliðjunni og að verk- smiðjan hafi námaleyfi til ársins 2001. í fréttatilkynningu ráðuneyt- anna er þetta ítrekað. Þar segir ennfremur, að fyrir 31. mars á næsta ári, muni liggja fyrir áfangaskýrsla 3ja manna verk- efnahóps, sem skipaður var af umhverfisráðherra í vor að höfðu samráði við iðnaðarráðherra, um setflutninga og breytingar á þeim vegna kísilgúrnámsins og áhrif þeirra á lífríki vatnsins. í ljósi þeirrar skýrslu verða teknar ákvarðanir um mörk vinnslu- svæðis verksmiðjunnar á vatns- botninum. -KK Árskógsströnd: Rokkhátíð í imdirbúningi Kennaradeild við Háskólann á Akureyri: Búist við að málið verði tekið upp við fjárlagaumræðu Forsvarsmenn Háskólans á Akureyri og þingmenn Norður- landskjördæmis eystra binda miklar vonir við að við aðra og þriðju umræðu á Alþingi um fjárlög næsta árs verði kenn- aradeild við Háskólann tryggt fjármagn þannig að hægt sé að hefja kennslu strax næsta haust. Háskólanefnd Háskólans á Akureyri samþykkti í apríl á síð- asta ári að ráða starfsmann til að vinna að undirbúningi að stofnun kennaradeildar við skólann. Kristján Kristjánsson var ráðinn til þess og hóf hann störf í ágúst í fyrra. Fyrir réttu ári sendi hann síðan frá sér skýrslu um mögu- leikann á stofnun kennaradeildar við Háskólann, sem var strax vel tekið, m.a. af menntamálaráð- herra. Ákveðnar vonir voru við það bundnar að í fjárlögum yfir- standandi árs fengist heimild til stofnunar kennaradeildar á þessu hausti, en af því varð ekki. Ríkis- stjórnin samþykkti hins vegar í ágúst sl. 800 þúsund króna auka- fjárveitingu til að vinna áfram að undirbúningi að stofnun deildar- innar og í ljósi hennar gera bæði háskólamenn á Akureyri og þing- menn kjördæmisins sér vonir um að málið fái jákvæða afgreiðslu Alþingis við afgreiðslu fjárlaga næsta árs. óþh Heljarmikil rokkhátíð verður haldin á Árskógsströnd 14. nóvember nk., en undanfarin þrjú ár hefur frjálsíþróttadeild Ungmennafélagsins Reynis haldið árshátíð sína með þess- um óvenjulega hætti. Reynar verður ekki aðeins rokk á boðstólum á þessari árs- hátíð þeirra Reynismanna, held- ur ýmis blönduð tónlist þ.m.t. dægurlög í rólegri kantinum þannig að flestir ættu að geta fengið þar eitthvað fyrir sinn tónlistarsmekk. Allir flytjendur eru heimamenn eða tengdir þeim með einum eða öðrum hætti t.d. með giftingu. Fyrri rokkhátíðir hafa verið haldnar 1. desember en vegna prófanna í framhalds- skólunum á Akureyri var ákveð- ið að flýta hátíðinni um hálfan mánuð. GG Skaga^örður: Japanir vilja meira hrossakjöt - eftirspurn þó annað fram að áramótum Skagaströnd: Böm úr Höfðaskóla gengu 100 km - undir stjórn íþróttakennarans Helgina 2.-4. október fór íþróttakennarinn í Höfðaskóla á Skagaströnd, Karl Jacobsen, í langferð með nokkra nemendur sína. Þau gengu alls um 100 km á þremur dögum. Þátttakendur voru 11 börn úr 8., 9. og 10. bekk, sjö strákar og fjórar stelpur. Pau lögðu upp á föstudag um 10 km frá Blöndu- virkjun og gengu alla leið á Hveravelli. Tveir piltar í hópnum ákváðu að hætta förinni þegar þangað var komið eh hin börnin 9 héldu út alla ferðina. Á laugar- dag var gengin 12 tíma leið norð- an Langjökuls og gist í skála. Á sunnudag gekk hópurinn um 28-9 km á Grímstunguheiðina, en þangað voru þau sótt. Að sögn Karls var andinn góður í hópnum, þetta hefði verið erfitt, en þau hefðu rætt málin og eng- inn farið í fýlu. Hann sagði þau hafa verið vel útbúin og auk jjess hafa æft sig á undan með því að ganga skemmri vegalengdir. Þetta er annar veturinn sem Karl Jacobsen kennir við Höfðaskóla, en hann er danskur og hefur dvalið hér í rúmt ár. Hann kvaðst hafa ferðast nokkuð um hálend- ið, en ekki gengið svo langar ferðir sem þessa. Má vel vera að þetta verði fastur liður í framtíð- inni, en Karl sagði að nú ætti að æfa bjargsig fyrir 7.-10. bekk. sþ Mikil eftirspurn er eftir hrossa- kjöti á Japansmarkað og segir Gísli Halldórsson sláturhús- stjóri hjá Slátursamlagi Skag- firðinga að búið sé að tryggja magn fram undir jól. Eftir það sé óvíst um framhaldið. Gísli sagði að ekkert hefði verið slátrað af hrossum í þrjár vikur, þar sem haustslátrun á sauðfé sé yfirstandandi og ekki hafi fengist hross. Nú sé hrossaslátrun að hefjast á ný og hafi tekist að fá nógu mörg hross til að anna eftir- spurn næstu 5-6 vikur. Eftirspurn eftir hrossakjöti á Japansmarkað er mjög mikil, mun meiri en hægt er að anna að sögn Gísla. Sagði hann menn fremur trega til að láta frá sér hross til slátrunar og þyrfti að verða bót þar á ef fram- hald ætti að verða á sölunni. sþ Verkalýðsfélag Húsavíkur: Um 50 ræstingakonur á námskeiði íþróttahúsið Hrafnagili - Freyvangur: Afinælishátíð UMSE og BSE nk. laugardag í tilefni af 70 ára afmæli Ung- mennasambands Eyjafjarðar og 60 ára afmæli Búnaðar- sambands Eyjafjarðar verður haldin vegleg afmælishátíð í tvennu lagi nk. laugardag, 17. október. Fyrri hluti hátíðarinnar verður í íþróttahúsinu á Hrafnagili og hefst kl. 14 og stendur til u.þ.b. SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna! úxr™ kl. 16 og verður þar boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjöl- skylduna. Síðari hluti hátíðarinnar verð- ur í félagsheimilinu Freyvangi og hefst kl. 21 með afmæliskaffi, góðu skemmtiefni og pínulitlum ræðustúfum, þrælæfðum. í lok samsætisins mætir hljómsveitin Menning frá Dalvík á staðinn og spilar bæði gamalt og nýtt og auk þeirra kemur harmonikuleikari á staðinn með ekta valsa. Allir fá endurgjaldslaust inn á skemmtunina í íþróttahúsinu, en óhjákvæmileg gjaldtaka fyrir kvöldkaffið og dansleikinn verð- ur kr. 1200. Þrátt fyrir ágæta for- skráningu í kaffisamsætið eru enn mörg sæti laus og vonumst við til að sem flestir sjái sér fært aö koma. (Fréttatilkynning) „Það eru 52 konur sem sitja námskeiðið en enginn karl- maður. Það voru þó nokkrar konur sem höfðu samband við mig og báðu mig að senda mönnum sínum bréf og bjóða þeim að mæta, því þeir bæru því við þegar þyrfti að þrífa heimilin að þeir kynnu það ekki,“ sagði Aðalsteinn Bald- ursson, varaformaður Verka- lýðsfélags Húsavíkur, aðspurð- ur um aðsókn að námskeiði fyrir ræstingafólk. Námskeiðið hófst sl. mánudag og stendur í tíu daga. Þar er kennt í tveimur hópum, hvorum hóp í 40 tíma. „Það eru kennd mannleg samskipti, sem er stór og mikill þáttur. Ræstingar eru kenndar, hvernig eigi að ræsta hin ýmsu gólfefni, hvaða hrein- gerningarefni á og má nota og í hvað miklu magni. Fjallað er um líkamsbeitingu og starfsstelling- ar, sem er einn mikilvægasti þátt- urinn að mínu mati. Farið er yfir sýkingavarnir. Rætt um vinnurétt °g tryggingamál. Meðferð hættu- legra efna og hvernig varast skuli slys af þeirra völdum. Að lokum er kennd sjálfstyrking. Reynt er að taka það helsta sem við höld- Hluti ræstingafólksins á námskeiðinu. Mynd: IM um að höfði til þessa fólks,“ sagði Aðalsteinn, aðspurður um efni námskeiðsins. Þetta er fyrsta námskeiðið sem haldið er í nýinnréttuðu húsnæði Verkalýðsfélagsins að Garðars- braut 26. „Ahugínn kom mér mjög á óvart og við erum mjög ánægðir með undirtektirnar, og að geta startað með þessu nám- skeiði í nýja húsnæðinu. Við- brögð ræstingakvennanna eru alveg til fyrirmyndar og á nám- skeiðinu eru konur á öllum aldri,“ sagði Aðalsteinn. Aðalsteinn sagði að í næstu viku fengi félagið Ara Skúlason, hagfræðing hjá ASÍ, til að flytja fyrirlestur um EES. Námskeið í ræðumennsku og fundarstjórn væri á döfinni og námskeið fyrir starfsfólk í mötuneytum. Bæði minni og stærri námskeið eru á döfinni hjá félaginu síðar í vetur. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.