Dagur - 19.11.1992, Page 1
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofuné •'hringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Boðað til framhaldsaðalfundar hjá
Laxósi hf. í Ólafsfirði:
Heimtur á haíheitar
laxi 3,5 prósent
- skilaði 21 tonni á markað
Uppsteypu á húsinu við Lindarsíðu er lokið. Á inn-
felldu myndinni eru fv. Aðalsteinn Óskarsson, formað-
ur Félags aldraðra, Aðalsteinn Júlíusson, eftirlitsmaður
og Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri. Myndir: Robyn
Byggingaframkvæmdir Félags aldraðra við Lindarsíðu á Akureyri:
Húsið komið í fulla hæð
Aðalfundur laxeldisfyrirtækis-
ins Laxós hf. í Ólafsfirði var
haldinn sl. mánudag. Þar var
síöan samþykkt að boða til
framhaldsaðalfundar um næstu
mánaðamót til að m.a. leita
leiða til að auka við hlutafé
fyrirtækisins meðal stærstu
hluthafanna, sem eru Ólafs-
fjarðarbær, KEA og Veiðifélag
Olafsfjarðarár.
Laxós hf. er hafbeitarstöð, og
voru heimtur á laxi í sumar
þolanlegar að sögn Þorsteins
Ásgeirssonar stjórnarformanns
fyrirtækisins, eða um 3,5%. í
haust hafa um 21 tonn farið á
markað, mestmegnis frosið, og
eru aðalviðskiptalöndin Þýska-
Blönduós:
EinstaMega
gott vatn
Á Blönduósi er fleira til fyrir-
myndar en sorpmálin. Vatnið í
vatnsbóli bæjarins er einstak-
lega gott neysluvatn. Þetta
kom í Ijós við rannsókn sem
gerð var á vatninu.
Ástæður þess að vatnið var
athugað var áhugi á útflutningi á
vatni til neyslu eftir að auglýst
var eftir vatni til sölu fyrir nokkru
síðan. Athugað var í framhaldi af
því um kostnað og vatnsþörf
sveitarfélagsins og vatnið var
rannsakað.
í ljós kom að vatnið á Blöndu-
ósi hefur heppilegt efnainnihald
og sýrustig að sögn Ófeigs Gests-
sonar bæjarstjóra. Ófeigur segir
að ákveðnir aðilar hafi sýnt mál-
inu áhuga, en alls óvíst sé um
framhaldið og því ekkert frekar
um það að segja á þessu stigi. sþ
„Okkur hefur gengið vel að fá
fólk til að koma á leitarráð-
stefnuna og það hefur greini-
lega áhuga á að nýta sér þarna
möguleikann á að koma eigin
hugmyndum á framfæri. Með
ráðstefnunni vonumst við til að
geta virkjað orku þessa fólks
til atvinnuuppbyggingar og
hrundið af stað sókn íbúanna í
eigin atvinnumáluin,“ segir
Elín Antonsdóttir, verkefnis-
stjóri átaksverkefnis í Eyja-
fjarðarsveit, Svalbarðsstrand-
land og Sviss. Skilaverð á laxin-
um er um 350 kr. á kg, sem Þor-
steinn telur vera ásættanlegt
verð.
Auka þarf við sleppingar til að
treysta betur rekstrargrundvöll
fyrirtækisins, en öllum fram-
kvæmdum verður hins vegar
haldið í algjöru lágmarki. Laxós
hf. rekur jafnframt seiðaeldisstöð
og eru þar nú um 300 þúsund
seiði, og eru uppi hugmyndir um
að tvöfalda þá tölu til aukningar
á sleppingum. Yfirstandandi ár
er fyrsta heila rekstrarárið og því
liggja ekki fyrir tölur um rekstrar-
kostnað seiðaeldisstöðvarinnar,
en þó er ljóst að hann er mjög lít-
ill miðað við það sem gengur og
gerist hjá öðrum eldisstöðvum.
í nýútkominni skýrslu Rann-
sóknaráðs ríkisins um fiskeldi
kemur fram að fyrr á árum villt-
ust hafbeitarlaxar lítið frá sleppi-
stað, en nú bregði svo við að allt
að 30% endurheimtra laxa úr
einstökum hópum eru teknir á
öðrum stað. Líklegt er talið að
þessu valdi breyttar sleppi- og
móttökuaðferðir og einnig benda
rannsóknir til að ratvísi laxins sé
háð stofnum. Nauðsynlegt er tal-
ið í dag að viðurkenna eignarrétt
hafbeitarstöðva á laxinum eftir
sleppingu seiða, eins og gert er
með lömb á afrétti.
Athyglisvert er að í hafbeit á
Suður- og Vesturlandi endur-
heimtist mestur hluti laxins (um
90%) eftir eins árs dvöl í hafi, um
10% laxins snýr aftur eftir
tveggja ára veru í hafi, en aðeins
einstaka laxar endurheimtast eft-
ir lengri en tveggja ára veru í
hafi. Á Norðurlandi heimtist
mun hærra hlutfall eftir tveggja
ára veru í hafi. Leita þarf allra
leiða til að halda kostnaði við
seiðaeldi í lágmarki, og er talið
að í hafbeit muni 45 kr. kostnað-
ur pr. stk. bera sig með um 6%
endurheimtum að jafnaði. GG
arhreppi, Grýtubakkahreppi
og Hálshreppi. Tveggja daga
leitarráðstefna fer fram á
Hrafnagili um helgina og þar
mæta til leiks um 60 manns úr
sveitarfélögunum fjórum.
Elín segir að mikill undirbún-
ingur hafi staðið að undanförnu
og var fyrirkomulag leitarráð-
stefnunnar kynnt nýverið í dreifi-
bréfi til íbúa í sveitarfélögunum
fjórum. Leitarráðstefnulíkanið
hefur verið notað í öðrum
atvinnuátaksverkefnum á land-
Framkvæmdum við sjö hæða
hús að Lindarsíðu 2 í Glerár-
hverfi núðar samkvæmt áætl-
un. í gær lauk bygginga-
verktakinn, S.S. Byggir hf.,
við að steypa húsið upp, en
það er reist fyrir Félag aldr-
aðra á Akureyri
Sigurður Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri S.S. Byggis hf. seg-
Næg atvinna hefur verið hjá
frystihúsi Jökuls á Raufarhöfn
að undanförnu og er nú svo
komið að tæpast hefst undan
að vinna þann afla sem berst á
land vegna skorts á starfsfólki.
Einkum vantar konur til að
vinna við pökkun og snyrtingu
inu en ráðstefnustjóri á Hrafna-
gili verður Örn Daníel Jónsson,
deildarstjóri í Háskóla íslands,
en hann hefur talsverða reynslu
af hliðstæðum leitarráðstefnum.
íbúum sveitarfélaganna var
boðið að tilkynna þátttöku og
voru viðbrögð góð. Elín segir að
enn sé hægt að skrá sig á ráð-
stefnuna, hún er að því leyti opin
en þátttakendur verða að sitja
alla ráðstefnuna, bæði á föstudag
og laugardag. Átaksverkefninu
hefur verið gefið nafnið Vaki.
ir að mjög auðvelt verði að skila
húsinu fullbúnu á réttum tíma,
þ.e. að hausti. í vikunni verður
hafist handa við að glerja og unn-
ið er að einangrun hússins að
utanverðu. Er því lýkur verður
húsið sprautuhúðað og strax eftir
áramót hefjast framkvæmdir
innanhúss.
„f mars hefst vinna við Lindar-
síðu 4. Grunnurinn er þegar
og hefur nú verið brugðið á
það ráð að vinna í frystihúsinu
á laugardögum til að bjarga
aflaverðmætum.
Þorsteinn Óli Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Jökuls, sagði í
samtali við Dag að nú væri verið
að vinna í pakkningar á Banda-
ríkjamarkað og þar sem um dýr-
ari vöru væri að ræða en fyrir
Evrópumarkaðinn krefðist fram-
leiðsla hennar meiri vinnu. Á
meðan unnið var fyrir Evrópu-
markaðinn hefði hafst vel undan,
en miðað við núverandi ástand
væri skortur á vinnuafli til að
starfa við snyrtingu og pökkun í
frystihúsinu. Þorsteinn Óli sagði
að Jökull hefði haft ríflegan
kvóta að undanförnu, sem tæp-
lega hefði náðst að veiða, en nú
væri útlit fyrir að togarinn myndi
ljúka við kvótann fyrir áramót.
Áflasamdrátturinn mýndi þó
ekki koma niður á fiskvinnslunni
og atvinnuástandinu - að minnsta
kosti ekki fyrst um sinn.
Guðmundur Guðmundsson,
sveitarstjóri á Raufarhöfn, sagði
að telja yrði almennt atvinnu-
ástand gott. Nokkrir karlmenn
væru þó af og til á atvinnuleysis-
skrá og væri þar fyrst og fremst
um að ræða lausráðna menn, sem
störfuðu við loðnubræðsluna, og
veiðarnar hverju sinni réðu því
kominn. Helst hefðum við viljað
byrja strax að steypa húsið upp.
Slíkt er þó ekki hægt þar sem við
verðum að framkvæma sam-
kvæmt gerðri áætlun. Það eina
sem ekki hefur staðist hér á bygg-
ngarreitnum er að Akureyrar-
lær hefur ekki ráðist í malbikun-
arframkvæmdir sem ráðgert
var,“ segir Sigurður Sigurðsson,
framkvæmdastjóri. ój
nokkuð um atvinnumöguleika
þeirra. ÞI
Bólstaðarhlíðarbrekkan:
Stefat að út-
boði í byijun
næsta árs
Nýr vegur um Bólstaöarhlíð-
arbrekku verður boöinn út í
byrjun næsta árs, að sögn
Jónasar Snæbjörnssonar, um-
dæmisverkfræðings Vegagerð-
arinnar á Sauðárkróki.
„Það er ekki alveg komið á
hreint með legu vegarins. Teng-
ingar við Svartárdalinn eru tölu-
vert flóknar og þetta erum við að
ræða við landeigendur Bólstaðar-
hlíðar og Gils og sveitarstjórn
Bólstaðarhlíðarhrepps,“ sagði
Jónas.
Annað stórt verkefni í umdæmi
Vegagerðarinnar á Sauðárkróki
er ný brú yfir Hrútafjarðará.
Staðsetning nýrrar brúar hafði
verið sett inn á skipulag, en ýmsir
lýstu óánægju með það. „Þetta
mál er í endurskoðun, en það er
stefnt að því að bjóða út bygg-
ingu brúarinnar á næsta ári,“
sagði Jónas. óþh
Atvinnuátaksverkefnið Vaki:
Leitarráðsteftia haldin á
Hrafnagili um helgina
- „hrundið af stað sókn íbúanna í eigin atvinnumálum,“
segir verkefnisstjórinn
Raufarhöfn:
Konur vantar til starfa í frystihúsið
- almennt atvinnuástand nokkuð gott