Dagur - 19.11.1992, Page 7

Dagur - 19.11.1992, Page 7
Fimmtudagur 19. nóvember 1992 - DAGUR - 7 verður öll starfsemi Sjafnar undir i einu þaki í fyrsta skipti frá árinu 1963. Um nokkurra ára bil fram- leiddi fyrirtækið svamp upp í Grófargili og síðan úti í Austur- síðu meðan Akureyri var eitt stærsta húsgagnaframleiðslu- svæði landsins. Pegar öll hús- gagnagerð dróst verulega saman hér þá minnkaði markaður fyrir svamp að sama skapi. Nú eru svampskurðartækin leigð út og fer sú starfsemi fram í húsnæði Sjafnar, en svampurinn er fram- leiddur fyrir sunnan. í dag eru um 70 starfsmenn hjá Sjöfn og þar af eru 11 starfsmenn hjá söluskrifstofu fyrirtækisins í Goðatúni 4 í Garðabæ. Starfs- mannafjöldinn eykst nokkuð yfir sumartímann, bæði vegna sumar- afleysingafólks og eins er þá mest eftirspurn eftir málningarvörum fyrirtækisins, en þá liðlega þre- faldast framleiðslan á málningar- vörum. Framleiðsla á hreinlætis- vörum er hins vegar miklu jafnari en áður var, þegar t.d. stórinn- kaup voru gerð á haustin af hreinlætisvörum fyrir skólana. Á rannsóknarstofunni, fv: Geir Óskarsson, Ingimar Friðriksson, Kristinn Sigurharðarson, Börkur Gunnarsson og Aðalsteinn Jónsson. Mynd: gg Ný sótthreinsiefni „í samstarfi við Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins, Sjávarútvegs- deild Háskólans á Akureyri og Útgerðarfélag Akureyringa hf. hefur nýju sóthreinsiefni í matvælaiðnaði, BARRA, verið komið á markaðinn. Ef rétt er að blöndun staðið og BARRI þann- ig borinn á í styrkleikanum 150 ppm, er ástæðulaust að skola hann af, heldur er hann látinn liggja á yfirborðinu yfir nótt eða á meðan vinnsla liggur niðri. Að morgni má hefja vinnslu án þess að frekari aðgerða sé þörf. Auk þess hefur FANTUR, bæði rauð- ur og hvítur, notið mikilla vin- Kvenfélagið Framtíðin: sælda hjá matvælaframleiðend- um.“ Öflug rannsóknarstofa Á rannsóknarstofu Sjafnar vinna að jafnaði 3-4 starfsmenn og þar fer fram eftirlit með framleiðsl- unni, auk þess þróunarstarfs sem segja má að sífellt sé unnið að hjá Efnaverksmiðjunni Sjöfn. Auk þess vinnur einn efnafræðingur á lagernum í Garðabæ sem tækni- legur ráðgjafi fyrir viðskiptavin- ina. Þess utan ferðast hann milli staða og gefur ráð til þeirra sem starfa þar, t.d. í matvælaiðnaði, sjúkrahúsum og öðrum þeim stöðum þar sem hreinlætis er mest gætt.“ Texti: Geir Guðsteinsson Nú hefur Kaupfélag Eyfirðinga gert tilboð í hlut Sambandsins í Sjöfn. Er það ekki ánægjulegt fyrir stjórnendur og starfsmenn ef eigandinn verður alfarið norð- lenskur? „Það er hið besta mál fyrir Norðlendinga að haldið skuli í við suðvesturhorn landsins í framleiðslu á hreinlætsvörum og málningu af þeim myndarbrag sem ég vil álíta að sé gert hér í Sjöfn. Það hafa ekki önnur íslensk einkafyrirtæki í þessari liðngrein fleiri sérlærða starfs- Imenn á sínum snærum en Sjöfn, en hjá keppinautunum eru 1 til 2 efnafræðingar á móti 4 til 5 hér. Ef aðrir aðilar, sérstaklega sam- keppnisaðilar, næðu meirihluta í fyrirtækinu er sú hætta alltaf fyrir hendi að öll starfsemin yrði flutt suður og þar með fjöldi atvinnu- tækifæra. Þetta fyrirtæki hefur alltaf verið rekið með góðum árangri, hagnaði allflest árin, og staðið af sér alla samkeppni í 60 ár. Það er því langt frá því nein nauð að teljast eigandi að Efna- verksmiðjunni Sjöfn,“ segir Aðalsteinn Jónsson fram- kvæmdastjóri. GG Anna Mary Jónsdóttir útskýrir notkun á límyfirbreiðslum fyrir viðskiptavini á lagernum við Austursíðu. Mynd: Robyn Jólamerkið 1992 komið út Með bættum samgöngum hafa pantanir einnig orðið tíðari og smærri. Auk söluskrifstofunnar í Garðabæ rekur Sjöfn þjónustu- miðstöð fyrir málara við Snorra- braut í Reykjavík. Harðnandi samkeppni Markaðshlutdeild Sjafnar hefur verið mjög stór á undanförnum árum í gólfefnum og er alltaf að aukast, en þar er þekktast Uretankvars, gólftex, auk mest seldu gólfmálningar á íslandi, E- 21, sem er bæði mjög sterk og meðfærileg. En hefur orðið breyting á markaðshlutdeild Sjafnar á undanförnum árum? „Það hefur orðið breyting á markaðshlutdeildinni en ekki stór breyting á magninu, en tals- verður innflutningur á sér stað á málningu og málningarvörum og samkeppnin við innflutninginn hefur því mjög harðnað. Við telj- um okkur fyllilega samkeppnis- færa í gæðum og nokkurn veginn í verði, en það birtast öðru hverju á markaðnum alls konar tilboð og söluherferðir, þar sem verð vörunnar er það lágt að við- komandi söluaðili rétt hefur fyrir kostnaði,“ segir Aðalsteinn Jónsson. „Auðvitað gætum við keyrt niður verðin á okkar framleiðslu og staðið uppi slyppir og snauðir, en það er hreint engin skynsemi í því. Við höfðum sent menn t.d. til Póllands og Noregs til að leggja Uretankvars á vinnslu- dekkin í togurunum og ég álít að okkar efni sé komið á um 70% af íslenska togaraflotanum. Það er orðið við ramman reip að draga í hreinlætisvörunum vegna sí- aukins innflutnings og eins vegna þess að verslunin er að færast á sífellt færri hendur. Þessar stóru verslanir vilja stofna til beinna sambanda við erlenda fram- leiðendur og flytja vöruna inn sjálfir og leggja á hana heildsölu- og smásöluálagningu. Með því setja þeir okkur stólinn fyrir dyrnar, annað hvort verðum við að lækka verð vörunnar það mik- ið að ekkert er upp úr þeim við- skiptum að hafa ellegar verður ekkert af viðskiptum. Ég álít að þessir erfiðleikar verði viðvarandi þangað til versl- un við „kaupmanninn á horninu" verður á ný hafin til vegs og virð- ingar. Erlendis er þeim verslun- um reyndar hægt og bítandi að fjölga og sú þróun kemur hingað í tímans rás. Markaðshlutdeild okkar hefur eðlilega minnkað í þessari sam- keppni, kringum 1960 voru íslenskar sápuverksmiðjur með allt að 70% af markaðnum og Sjöfn var með um helming þess, en í dag er þetta hlutfall snöggt- um lægra og það kæmi mér á óvart ef það hlutfall væri hærra en 35%. Sú ánægjulega þróun hefur hins vegar átt sér stað að hér hjá Sjöfn hefur verið lögð sérstök áhersla á að betrumbæta vörur fyrir stofnanir, iðnaðinn, fiskiðnaðinn og kjötiðnaðinn og þar hefur fyrirtækið stórbætt markaðshlutdeild sína.“ Kvenlelagið Framtíðin á Akureyri hefur gefið út hið árlega jólamerki sitt. Merkið gerði myndlistarkonan Halla Haraldsdóttir. Jólamerki Kvenfélagsins Framtíðarinnar er til sölu í Póst- húsinu á Akureyri, í Frímerkja- húsinu og Frímerkjamiðstöðinni í Reykjavík. Auk þess sjá félags- konur um sölu á Akureyri. Allur ágóði af merkjasölunni rennur í elliheimilissjóð. Ástæða er til að hvetja sem flesta til að láta jólamerki Kven- félagsins Framtíðarinnar prýða jólapóstinn í ár og styrkja þannig hag þeirra öldruðu. j Ú 1. í N i <> 9 2 I Ó L i X \i *> <> Z i Ó L I N J Ú L i N í 9 9 2 } 6 .1. J N 19 9 2 J Ú U H Jólamerki Kvenfélagsins Framtíðarinnar, jólin 1992. Tónleikar á Dalvík og í Skjólbrekku Björk Jónsdóttir, sópransöng- kona og Svana Víkingsdóttir, píanóieikari, halda tónleika á Dalvík í kvöld og Skjólbrekku í Mývatnssveit annað kvöld. Tónleikarnir í Dalvíkurkirkju í kvöld, fimmtudaginn 19. nóvember, hefjast kl. 21 og tón- leikarnir í Skjólbrekku annað kvöld verða á sama tíma. Á efnisskránni er píanótónlist eftir Chopin og söngverk eftir Bizet, Brahms, Markús Krist- jánsson, Árna Thorsteinsson, Pál ísólfsson og Verdi. (Úr fréttatilkynningu) Björk Jónsdóttir.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.