Dagur - 19.11.1992, Síða 8

Dagur - 19.11.1992, Síða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 19. nóvember 1992 Aðalbjörg Sigurðardóttir ^wdiiijorg aigurðardottir - ættuð Palmadóttir hlýða á dagskráratriði. úr Fljótum til vinstri og Steingerður Félag aldraðra á Akureyri minntist 10 ára afmælis síns með hóf! í Húsi aldraðra á sunnudaginn var. Félagið var stofnað 3. október 1982 og var fyrsta félag sinnar tegundar sem stofnað var hér á landi. Um 150 manns sóttu afmælis- hófið en félagar í Félagi aldr- aðra eru nú um 600. í afmælishófinu flutti Aðal- steinn Óskarsson, formaður félagsins, ágrip af sögu þess, Sig- ríður Schiöth, stjórnaði almenn- um söng og Óskar Pétursson, tenórsöngvari, söng einsöng auk fleiri atriða. Auk þess að vera fyrsta félag aldraðra á landinu er félagið á Akureyri hið eina er staðið hefur fyrir byggingu íbúða fyrir aldraðra. Þegar félagið var fimm ára var hafist handa um þjónustuíbúðir aldraðra við Víði- lund á Akureyri og nú, á tíu ára afmælinu, er verið að gera fok- heldar 35 íbúðir af 70 sem félagið gengst fyrir að reisa í Glerár- hverfi. ÞI Herluf Ryel „Lúffi í Margar gómsætar kökur ™ru á boðstólum og hér nær ...........bita. Gránu“ ser <?„a,nfnunÖ1 "r..afmælishófinu - dansherrar onefndum „domum“. voru Sigurður og Hekla ásamt Skagafjörður: Skagfirskt söngfólk sameinast - á Kóramóti skagfirskra kóra sl. laugardag Skagflrðingar eru frægir söngmenn og sönnuðu söng- áhuga sinn sl. laugardags- kvöld. Þá var haldið Kóra- mót skagfirskra kóra í Mið- garði og tóku fjórir kórar þátt í því, alls um 200 manns. Húsið var troðfullt og var söngfólkinu vel tekið. Að sögn Björgvins Jónssonar á Sauðárkróki kom hugmyndin upp á stjórnarfundi f kirkju- kórnum. Slíkt kóramót var síð- ast haldið árið 1980 og hafði þá verið haldið einu sinni áður. Fjórir kórar komu fram á mót- inu, samkór fólks úr nokkrum kirkjukórum í sýslunni undir stjórn Sólveigar S. Einarsdótt- ur, Karlakórinn Heimir einnig undir stjórn Sólveigar ásamt Tomasi Higgerson undirleikara, Kirkjukór Sauðárkróks, stjórn- andi og undirleikari var Rögn- valdur Valbergsson, og Rökk- urkórinn sem Sveinn Árnason stjórnaði, undirleikari var Tom- as Higgerson. Kynnir var sr. Hjálmar Jónsson. Að lokum sungu allir kórarnir saman. Að lokinni söngdagskrá var dans- leikur þar sem hljómsveitin Miðaldamenn lék fyrir dansi. Sagði Björgvin að samkoman hefði í alla staði heppnast ein- staklega vel. sþ Kirkjukór Sauðárkróks, einn þeírra sem fram komu á kóramótinu. Karlakórinn Heimir, einn þeirra kóra sem fram komu. Jón Benediktsson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Akureyri: Gaf 8,5 milijónir króna til fiknarmála - Þakkarávarp „Hinn 18. júní 1991 lést Jón Benediktsson, fyrrverandi yfir- lögregluþjónn á Akureyri, Laxa- götu 9, háaldraður. Hann lét eftir sig erfðaskrá, þar sem hann arfleiddi eftirtaldar stofnanir að eigum sínum: Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri, Dvalarheimilið Hlíð, Sólborg, Bjarg og Náttúrulækn- ingafélag Akureyrar, en allar eru stofnanirnar á Akureyri. í árslok 1989 hafði hann gefið þessum stofnunum kr. 1.000.000 hverri, en arfurinn nemur til við- bótar rúmum 700.000,00 í hlut. Már Magnússon með fyrirlestur Samtök um sorg og sorgarvið- brögð standa fyrir fyrirlestri í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í kvöld, fimmtudaginn 19. nóvember, kl. 20.30. Már Magnússon, sálfræðingur, talar um missir og skólann. Allir eru velkomnir á þennan fyrirlest- ur. Fyrir þennan höfðingsskap og hlýhug, sem hann sýndi þessum stofnunum, vilja þær nú þakka og votta minningu hans virðingu," segir í frétt frá stofnununum fimm. Landslags- keppninni þjófstartað í KjaJlar- anum í kvöld í kvöld veröur keppninni um Landslagið 1992, sem fram fer í Sjallanum annað kvöld, þjóf- startað í Kjallaranum. Öll myndböndin og lögin sem taka þátt í keppninni verða sýnd og leikin og verða keppendur teknir tali. Bein útsending verður á Bylgjunni og Viking Brugg býður gestum upp á mjöð úr flösku og ýmislegt annað verður til skemmtunar. (Fréttatilkynning)

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.