Dagur - 19.11.1992, Qupperneq 11
Fimmtudagur 19. nóvember 1992 - DAGUR - 11
Mannlíf
Kaffihlaðborðið svignaði undan kræsingunum.
Ungmennafélagið Einingin í Bárðardal 100 ára:
Afmælishátíd í Bamaskólanum
Ungmennafélagið Einingin í
Bárðardal í S-Þingeyjarsýslu á
100 ára afmæli 6. desember
nk. Einingarfélagar og aðrir
velunnarar komu saman í
Barnaskólanum í Bárðardal sl.
laugardag og fögnuðu þessum
merku tímamótum í sögu
félagsins. Þar flutti Hjördís
Kristjánsdóttir, kennari og
húsfreyja í Lundarbrekku,
ágrip af sögu félagsins. í fram-
haldi af því hafði blaðamaður
samband við Hjördísi og fékk
hjá henni punkta um félagið og
hátíðina sl. laugardag.
Félagið var stofnað árið 1892,
upp út litlu söngfélagi sem var
búið að vera starfandi í Bárðar-
dal og var fyrst kallað Skemmti-
félagið Einingin. Markmið
félagsins var að standa fyrir
skemmtunum í sveitinni og eins
að berjast fyrir þeim málum sem
snertu Bárðardalinn og íbúa
hans, auk þess sem mikil áhersla
var lögð á að íbúar sveitarinnar
stæðu saman allir sem einn.
Eftir stofnun Ungmennafélags
Akureyrar 1906 og fleiri ung-
mennafélaga, breyttust áherslur í
starfi félagsins og aðaláherslan
lögð á skógrækt og íþróttastarf-
semi. Félagið hefur unnið að
gróðursetningu víða í Bárðar-
dalnum og einnig unnið að upp-
byggingu félags- og íþrótta-
aðstöðu við Barnaskólann. í dag
eru á milli 50-60 félagsmenn í
Einingu og eru þeir allir virkir.
Reglan er sú allir félagsmenn 10
ára og eldri, eru settir í einhverja
nefnd og taka þannig þátt í
félagsstarfinu.
Fyrsti formaður félagsins var
Sigurgeir Jónsson, sem þá bjó á
Stóru Völlum. Með honum í
stjórn voru Hlín Jónsdóttir á
Sandhaugum, sem síðar bjó með
Einari Benediktssyni síðustu ævi-
ár hans í Herdísarvík og Sigur-
geir Jónsson á Jarlsstöðum.
Núverandi formaður Einingar
er Steinn Jóhann Jónsson í Lyng-
holti.
Um 200 manns komu á afmælis-
fagnaðinn sl. laugardag og bárust
félaginu margar góðar gjafir og
kveðjur. Á meðal gesta voru
Pálmi Gíslason, formaður
UMFÍ, Hermann Sigtryggsson,
íþróttafulltrúi Akureyrarbæjar
og stjórnarmaður í ÍSÍ, auk full-
trúa nokkurra félaga innan HSÞ.
Hátíðin hófst með kaffidrykkju
kl. 20.30 og undir borðum var
flutt fjölbreytt dagskrá, sem stóð
í um 3V6 klst. Að síðustu var stig-
inn dans til kl. 04.00 um nóttina.
-KK
Veislugestir voru á öllum aldri.
María Kristjánsdóttir frá Halldórsstöðum, Þuríður og María Jónsdætur frá
Bjarnastöðum.
Þorrabragur frá 1961 var endurfluttur í afmælishóflnu.
Myndir: Ágúst Hilmarsson.
Skemmtiklúbburinn
Líf og fjör
Dansleikur
á Fiðlaranum, 4. hæð, laugardaginn
21. nóvember frá kl. 22.00-03.00.
Tríó Rabba Sveins sér um fjörið.
Skemmtiklúbburinn Líf og fjör
/>~...
/ íA lly %
y jyiy,
/A" Vs .
FIMMTUDAGUR
FORSKOTASÆLUNA
LANDSLAGSVEiSLA FRÁ KL. 20.00
OÐI VIKING-BRUGG >
M
m '
yyi.
! SYND OG VIÐTÖL VIÐ KEPPENDUR
BEIN ÚTSENDING Á BYLGJUNNI
. V .%< : / j i&jn-r ' /*>~
SjSÍ ' ? Idl fv -V
' í FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ
90. NÓVEMBER
HÚSIÐ OPNAÐ KL 18*00
TEKID Á MÓTI GESTUM MEÐ FORDRYKK Á KLAKÁ
xl
HEFST KL. 19.00
, S'
/ &
M A T S E Ð I L L *; v
GmFÍNNNÁUJAHRyGGYÖÐVI
MEÐ ROMMRÚSÍNUSÓSU
ÁVAXTAKRAP ,
NAUTALUND OG
LAMBAFILLET AÐ HÆTTIARGENTÍNU
PINA COLADA ÍS
y I MATREIÐSLUMENN:
ÓSKAR Á ARGENTÍNU OG JÓNAS ÞÓR
OPNAÐ AFTUR KL. 23.30
•:
!/ LAUGARDAGUR
Auglýsing í Degi
ber árangur