Dagur


Dagur - 28.11.1992, Qupperneq 6

Dagur - 28.11.1992, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Laugardagur 28. nóvember 1992 Verða reynsluskírteini fyrir byrjendur í akstri til að bæta umferðarmenninguna? Ökumenn á fyrsta ári eru valdir að tíunda hveriu umferðaróhappi Umferðarmál og þá sérstak- lega umferðaröryggi eru stöðugt til umræðu í þjóðfélaginu, ekki síst þegar stór og mikil umferð- aróhöpp verða þar sem eignar- tjón verður mikið og slys á fólki, jafnvel dauðsföll. Orsak- ir umferðarslysa eru jafnvel eins margar og umferðarslysin og virðast aðfinnsluorð og umvandanir auk átaks í umferðaröryggi, sem helst fer fram á vegum Umfeðarráðs, ekki breyta miklu nema rétt á meðan átakið stendur yfir. Þegar skoðaðar eru skýrslur um aldursskiptingu slasaðra í umferðarslysum kemur í ljós að hlutur 17 til 20 ára þjóðfélags- þegna er hlutfallslega mjög stór. Árið 1991 voru skráð umferðar- slys hjá lögreglu alls 1153 og þar af voru 17-20 ára 285, eða 24,7% af heildinni, og hefur hlutur þessa aldurshóps verið svipaður á síðustu árum. Á skýrslum fyrstu átta mánuði þessa árs hafa alls verið skráð 984 slys á fólki í umferðinni, 583 karlar og 401 kona. Þar af eru 17-20 ára 283, eða 28,7% á meðan skráð umferðar- slys hjá aldurshópnum 25-64 ára eru 322, eða 32,7% af heildinni. Það þýðir með öðrum orðum 35 slys á hvern aldurshóp í hópnum 17-20 ára, en aðeins 5 í eldri aldurshópnum eða sjö sinnum færri. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs slösuðust 435 ökumenn og þar af voru ökumenn á aldrin- um 17-20 ára 139, eða 32% á móti 197 á aldrinum 25-64 ára, sem er 45% af heildinni. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs hafa alls verið skráð 2830 umferðarslys, þ.e. eignatjón, slys með meiðslum og dauðaslys. Af þessum slysum eru 164 skráð í Norðurlandskjördæmi eystra en 83 í Norðurlandskjördæmi vestra. Á þessu ári hafa 1088 öku- menn átt aðild að slysum með einum eða öðrum hætti, og þar af eru ökumenn fólksbifreiða flestir, eða 746; ökumenn bif- hjóla voru 47, reiðhjóla 55 og snjósleða 3. Kynskipting öku- manna er karlmönnum mjög óhag- stæð, eða 793 karlar á móti 295 konum, en hins vegar eru ekki til tölur um heildarfjölda ökumanna í umferðinni, en telja verður víst að karlar séu þar í nokkrum meirihluta. 9,3% þessara öku- manna eru með ökuskírteini á fyrsta ári, þ.e. eru 17 ára, 6,2% eru 18 ára og 24,7% 19 til 24 ára. Af þessum tölum má augljós- lega sjá að hlutur yngstu öku- mannanna í umferðaróhöppum er mjög hár, og það leiðir hugann óneitanlega að því hvort þeir séu nægjanlega vel undir það búnir að axla þá ábyrgð sem á þá er lögð með því að treysta þeim fyr- ir stjórn á ökutæki. En hvað er þá til ráða? Æfíngaakstur fyrir bflpróf í frumvarpi sem Þorsteinn Páls- son, dómsmálaráðherra, leggur fram á næstu dögum er gert ráð fyrir því að foreldrar og eldri systkini megi leiðbeina öku- nemendum við æfingaakstur. Ekki er hins vegar gert ráð fyrir að þessi æfingaakstur komi í stað venjulegrar ökukennslu undir leiðsögn ökukennara, heldur verði um viðbót að ræða sem miði að því að unglingar hafi fengið meiri reynslu þegar þeir leggja einir út í umferðina með spánýtt ökuskírteini upp á vasann. í athugasemdum með frum- varpi dómsmálaráðherra segir m.a.: „Talið er að það sé að veru- legu leyti reynsluleysi um að kenna að ungir ökumenn lenda oftar í umferðaróhöppum en aðr- ir ökumenn. Ástæða þessa sé í sjálfu sér ekki vanþekking á umferðarreglum eða léleg öku- kennsla heldur fyrst og fremst of lítil reynsla í akstri. Er talið að úr þessu megi bæta með með því að heimila nemanda að æfa sig í akstri með leiðbeinanda sem þeg- ar hefur hlotið reynslu í akstri þannig ökutækis. Slík heimild er fyrir hendi í nokkrum löndum og er talin hafa skilað árangri." í frumvarpi dómsmálaráðherra er einnig gert ráð fyrir að tíma- mörk æfingaaksturs fyrir bílpróf verði rýmkuð. Samkvæmt því mega unglingar hefja ökunám sex mánuðum fyrir 17 ára afmælis- daginn í stað þriggja mánaða, sem núgildandi lög kveða á um. Reynsluskírteini til byrjenda í akstri í frumvarpi til laga um breytingar á umferðarlögum sem, Stein- grímur J. Sigfússon þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra er fyrsti flutningsmaður að, er gert ráð fyrir að ökuskírteini verði þrenns konar: Reynsluskírteini, bráðabirgðaskírteini og fulln- aðarskírteini. Reynsluskírteini verði gefið út til byrjenda og gildi í sex mánuði. Handhafa þess er óheimilt að stjórna bifreið nema í fylgd með honum sé einstakling- ur, handhafi fullnaðarskírteinis og a.m.k. 21 árs að aldri. Bráða- birgðaskírteini er gefið út að loknum gildistíma reynslu- skírteinis og gildir í tvö ár. í greinagerð með frumvarpinu segir m.a.: „Horfast verður í augu við þá staðreynd að tíðni óhappa og slysa er óheyrilega mikil meðal yngstu ökumann- anna og þar af verða sorglega mörg alvarleg slys á fyrstu vikum eða mánuðum sem menn stjórna ökutækjum." Með viðveru reyndari stjórnenda telja flutn- ingsmenn að byrjendur með reynsluskírteini í höndum séu stöðugt minntir á stöðu sína. Það er mjög útbreidd skoðun að ökuprófið sé meingallað og skriflegi þáttur þess gangi aðal- lega út á það að hengja menn í orðalagi en ekki að komast að því hvort viðkomandi hafi skiln- ing á viðfangsefninu. Það er löngu orðið tímabært að íslenskir ökumenn vakni til meðvitundar um það að þegar akstri er ekki hagað eftir settum reglum þá geti fólk slasast, örkumlast og jafnvel látist. Notkun stefnuljósa virðist oft vera á reiki hjá mörgum öku- mönnum og eru þeir eldri þar síst eftirbátar þeirra yngri. Hve oft hafa ökumenn ekki sést nota stefnuljós um leið og beygja er tekin eða jafnvel ekki fyrr en í sjálfri beygjunni, og algengt er að stefnuljós eru notuð sem for- gangsljós t.d. þegar mikið liggur á að komast milli akreina eða frá bílastæði. Það virðist því miður teljast til undantekninga að stefnuljós séu notuð til að aka út úr hringtorgi hvað þá þegar ekið er inn í bílastæði. Er ökukennslunni ábótavant? En hvað er þá til ráða? Stend- ur ökukennslan alls ekki undir nafni, eða þarf fyrst að koma til hugafarsbreyt- ing hjá öku- mönnum? Krist- inn Örn Jónsson hefur haft öku- kennslu á hendi til marga ára á Akureyri og hann segir: „Það má alltaf bæta ökukennsluna og hún þarf að vera í sífelldri endurskoð- un en ég tel hana í nokkuð góðu lagi. Ef prófin yrðu þyngd mundi ástandið lagast því þá þyrftu nemendur að leggja meira á sig til að ná prófinu og vera betur undirbúnir að fara út í umferðina og þá á ég sérstaklega við akstur- inn.“ Hvaða skoðun hefur þú á þeim hugmyndum að leyfa foreldrum eða eldri systkinum að leiðbeina við æfingaakstur og að ökunám hefjist þremur mánuðum fyrr en nú er? „Ég sé engan tilgang með því en í dag er það algengt að krakk- arnir séu að hefja ökunám mán- uði fyrir 17. afmælisdaginn og þá eru ökutímarnir teknir þéttar og ég tel það alveg eins gott eins og að teygja þennan tíma upp í hálft ár. Ég sé heldur ekki hvernig á að framkvæmda það að þau séu í æfingaakstri á sama tíma og öku- kennarinn er að kenna þeim. Ökukennarar eru skyldaðir að hafa sérstakan öryggisbúnað í kennslubifreiðinni auk þess sem við ættum að vera þjálfaðri í að leiðbeina verðandi ökumönnum heldur en foreldrar. Hví ættu þeir ekki að hafa sama útbúnað? Ég held að skynsamlegast væri að fyrst lærði nemandinn hjá öku- kennara, tæki síðan ökupróf og fengi loks bráðabirgðaskírteini í einhvern ákveðinn tíma, t.d. tvo mánuði og fengi á þeim tíma aðeins að aka undir eftirliti for- eldris eða eldra systkinis. Hvað varðar tíð umferðaróhöpp hjá yngstu ökumönnunum vil ég vitna til orða eins prófdómara, sem hér var eitt sinn, en hann sagði: „Það má alltaf bæta öku- kennsluna en ef allir nemendur ækju eins og í prófinu þá væru engin vandamál í umferðinni." Stór þáttur í tíðum umferðar- óhöppum yngstu ökumannana er eftirlitsléysið í umferðinni, og mér finnst að lögreglan þurfi að fylgjast miklu betur með umferð- inni en raun ber vitni í dag. Hve oft má ekki sjá ökumenn í hróka- samræðum sitjandi í bifreiðum sínum á miðri akrein og valda þar með umferðartöfum? Hvar er lögreglan í slíkum tilfellum? Hún þarf að taka á svona málum sem og ýmissi annarri „ómenningu“ í umferðinni en ekki fylgjast aðgerðarlaus með úr fjarlægð," segir Kristinn Örn Jónsson öku- kennari Aðgerðir í stað orða munu bæta umferðarmenninguna Þórarinn B. Jónsson for- stöðumaður Sjóvá-Almennra hf. á Akureyri segir umferðina vera mjög „stressaða" og að ökukennsl- unni hafi eitt- hvað hrakað gegnum tíðina en það sé ekki einhlít skýring á allt of hárri tíðni umferðaróhappa sem yngstu ökumennimir verða valdir að. Kannski eigi vaxandi agaleysi á heimilum stærri hlut í þessu vandamáli en almennt sé reiknað með og nauðsynleg forsjá heimil- ana sé oft ekki til staðar vegna langs vinnudags. Þórarinn telur að skrá þurfi inn á ökuskírteinið, eins konar punktakerfi, ökuferil viðkomandi, þannig að það sé ekki sjálfgefið að ökumaður sem hefur valdið mörgum óhöppum á sínu fyrsta ári fái skírteinið endurnýjað umyrðalaust. „í þessu máli þarf aðgerðir í stað orða, og það fyrr en seinna ef við viljum aflétta þeirri umferðarómenningu sem vissu- lega ríkir hér,“ segir Þórarinn B. Jónsson. GG Slasaöir og látnir í umferðinni á íslandi á árunum 1978-1991 Samkvæmt skráningu lögreglu 1153 Fjöldi 1000-- 900 800-- 700-- 600 — 500 - 400-- 300 200 •- 100 -- 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 Látnir Mikið slasaðir Lítið slasaðir || UMFERÐAR 'RÁÐ Þetta súlurit sýnir vel nauðsyn þess að lialdið sé uppi stöðugri umferðarfræðslu og þyrfti að sinna betur þætti skól- anna í þeim efnum. Árið 1983 var Norrænt umferðarár en á árinu 1991 var ekkert umferðarátak í gangi

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.