Dagur - 28.11.1992, Side 8

Dagur - 28.11.1992, Side 8
8 - DAGUR - Laugardagur 28. nóvember 1992 ■ Sjávarlíffræðingurinn Friðrik Sigurðsson í fram- kvæmdastjórastól Kísiliðjunnar í Mývatnssveit: „Mér kom ekki á óvart að fólk skiptist í tvo hópa hér á svæð- inu í skoðunum gagnvart Kísil- iðjunni. Ég hafði fylgst náið með umræðunni um Kísiliðjuna í nokkur ár og ég vissi að hverju ég var að ganga. Hins vegar hefur komið mér á óvart hve afstaða einstakra aðila er einörð, ýmist með eða á móti verksmiðjunni. En mér þykir afskaplega mikill styrkur fyrir mig að fínna þann mikla stuðn- ing sem Kísiliðjan hefur hér í sveitinni hjá langflestum, hvort sem eru starfsmenn eða aðrir,“ segir Friðrik Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar hf. í Mývatnssveit. Hann tók við framkvæmdastjórasætinu í Kísiliðjunni síðastliðið vor og stendur nú mitt í mikilli umræðu um stöðu fyrirtækis- ins, framtíð og ekki síður um umhverfísáhrif verksmiðjunnar. Ákváðum að hefja eigin sókn Fyrr í haust vakti nokkra athygli þegar for- ráðamenn Kísiliðjunnar hófu upp raust sína vegna vinnsluleyfis Kísiliðjunnar og bentu á að aðeins séu eftir fáeinir mánuðir af núver- andi vinnsluleyfi og því sé óvissa stjórnenda og starfsmanna mikil. í þessari umræðu kom einnig fram að stöðvun Kísiliðjunnar boðaði gjaldþrot sveitarsjóðs, svo mikil væru áhrif þessa fyrirtækis á samfélagið i Mývatnssveit. „Að mínu viti sem líffræðingur þá hafa ýmsar staðreyndir og vitneskja í þessu máli ekki komið nægilega skýrt fram og þess vegna ákváðum við að fara í sókn og koma okkar sjónarmiðum á framfæri þannig að þau geti orðið hluti af því sem taka verði til- lit til þegar rætt verður um framtíð fyrir- tækisins. Mér finnst málflutningurinn hafa verið þannig og afstaða manna, líka þeirra sem hafa eitthvað um ákvörðun í þessu máli að segja, að það sé alltaf verið að reyna að taka tillit til einhverra þátta og oftast er ein- blínt á svokölluð náttúruverndarsjónarmið og hins vegar þá andstöðu sem er hjá ein- stökum Mývetningum við þennan rekstur. Menn virðast alveg hafa gleymt þeim meg- inhluta Mývetninga sem byggja afkomu sína á Kísiliðjunni, ekki síst starfsmönnunum sjálfum. Pað er eins og aldrei eigi að taka tillit til þessara þátta, eins og slá megi striki yfír starfsmenn og þeir eigi engan rétt í mál- inu. Og þegar við snerum vörn í sókn í haust var mikill léttir fyrir okkur að heyra stuðningsraddir við þessa sóknaraðgerð og heyra að að þetta hefði þurft að gera fyrir löngu.“ Erum alls ekki í neinu stríöi viö Mývetninga - Var þá þessi málflutningur í haust til þess að sækja á móti andstæðingum verksmiðj- unnar heima fyrir eða bara til að vekja athygli stjórnvalda? „Við erum ekki í neinu stríði við Mývetn- inga. AIls ekki. Við erum að vekja athygli stjórnvalda og landsmanna á þessu máli. Mér finnst ástandið í atvinnu- og orkumál- um vera þannig nú að nauðsynlegt sé að stjórnvöld geri upp við sig í góðum tíma hvort þetta fyrirtæki eigi að fá að starfa eða ekki. Við töldum nauðsynlegt að benda á að eindaginn væri á næsta leiti og að hér væru ákveðin sjónarmið sem skiptu miklu máli. Við lifum ekki á fallegum myndum af Mývatni, því þó ferðamannaþjónustan eigi framtíðina fyrir sér verðum við að hafa í huga að ef ekki hefði hafist dæling í Ytri- Flóa þá væri það svæði líklega orðið að mýri núna. Mývatn hefði ekki mikið aðdráttarafl fvrir ferðamenn sem mýri eða drullupyttur. Eg tel því nauðsynlegt að Kísiliðjan starfi hér áfram og að lífríki Mývatns og rekstur fyrirtækisins fari vel saman. Ég held að á svona stað eins og Mývatnssveit, þar sem landbúnaður hefur verið stór hluti af þeim atvinnuvegum sem skipta mestu máli og síð- ar ferðamannaþjónustan í auknum mæli, sé nauðsynlegt að hafa fyrirtæki sem er rót- festa í atvinnulífinu og ekki er háð árstíða- bundnum sveiflum. Það væri æskilegt að hér væru fleiri fyrirtæki en Kísiliðjan og Lands- virkjun, sem væru stórir vinnuveitendur á svæðinu. Svo er ekki og þá stöðu verðum við að horfast í augu við í dag,“ segir Friðrik. Áhugi á að Kísiliðjan taki beinan þátt í atvinnuuppbyggingu í Mývatnssveit Friðrik segir augljóst vandamál fyrir Kísil- iðjuna að mökum starfsmanna reynist erfitt að fá atvinnu á staðnum. Af þessum sökum hefur stjórn Kísiliðjunnar rætt að undan- förnu um að ráðast í atvinnuuppbyggingu á svæðinu enda hafi lögum um Kísiliðjuna verið breytt þannig að fyrirtækinu sé nú heimilt að fjárfesta í öðrum atvinnurekstri. Ekki þurfi að efast um burði Kísiliðjunnar til að leggja sitt af mörkum við sköpun nýrra atvinnutækifæra en á meðan óvissa ríki um starfsemi fyrirtækisins í framtíðinni verði þetta mál í biðstöðu. „Menn hafa kannski fyrst og fremst verið að horfa til þess að nýta þekkingu Kísiliðj- unnár í nýtingu á jarðgufu. Ég vil vekja athygli á að Kísiliðjan er sjálf annar stærsti aðilinn í heiminum í nýtingu á jarðgufu til iðnaðarframleiðslu. Annar möguleiki er að finna önnur jarðefni hér í náttúrunni til að vinna úr verðmæta útflutningsafurð. Við lokum ekki augunum fyrir áhugaverðum möguleikum en það er eðlilegt að horft sé til frekari iðnaðar á svæðinu því þá erum við að tala um atvinnuuppbyggingu sem ekki er árstíðabundin. Um þetta hefur ekki verið tekin ákvörðun en möguleikarnir eru vissu- lega til alvarlegrar skoðunar hjá stjórn félagsins og að tryggri framtíðarstarfsemi Kísiliðjunnar fenginni þá mun líklega ekki standa á okkur að vinna að sköpun nýrra atvinnutækifæra í Mývatnssveit sé um hag- kvæma fjárfestingu að ræða.“ Höfum skilað 16 milljörðum króna í þjóðarbúið í umræðu af því tagi sem uppi hefur verið um Kísiliðjuna gleymist oft að nefna vægi fyrirtækjanna fyrir þjóðarbúið. Kísiliðjunni hefur gjarnan verið stillt uppi á stokk og hún vegin og metin út frá umhverfisþáttum. Sjaldnar hefur hún verið skoðuð í ljósi gjaldeyrissköpunar. Friðrik víkur talinu að þessari hlið fyrirtækisins og segir: „Við megum ekki gleyma því að Kísiliðj- I an stendur fyrir hálfu prósenti af útflutn- ingstekjum þjóðarinnar og við erum því marktæk stærð í þjóðarbúskapnum. Á tím- um minnkandi þjóðartekna þá er Kísiliðjan mikilvæg þar sem við erum að vinna heima- ; fengið hráefni með innlendri orku. 99,9% af 1 tekjum fyrirtækisins eru í beinhörðum gjaldeyri. Og ef skoðað er út frá vísitölu vöru og þjónustu þá munu gjaldeyristekjur * Kísiliðjunnar við síðustu áramót hafa num- ið 16 milljörðum króna frá upphafi. Það eru 1 250 milljónir króna á starfsmann frá upphafi : og það framlag til gjaldeyrissköpunar mega

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.