Dagur - 28.11.1992, Page 13

Dagur - 28.11.1992, Page 13
Laugardagur 28. nóvember 1992 - DAGUR - 13 Hvar er þín annálaða greind? Ólafur hvftnaði í framan. Vertu rólegur. Ég hef séð menn fara á taugum áður þegar þeir eru hrasddir um að falla. En það væri rangt af okkur að fara að skipta um áherslur í miðri baráttu. Hvað segir kosningastjórinn um þetta? Ólafur beindi máli sínu til Halldórs. Ég er sammála formanninum, sagði Haildór. Við erum á upp- leið. Sígandi lukka er best. Þórólfur fann að reiðin magn- aðist upp í honum. Nú ætla ég að segja meiningu mína. Ég er ekki að fara á taugum. Ég bara sé að kosningabaráttan hjá okkur er grútmáttlaus. í síðustu kosning- um vann flokkurinn stórsigur með því að leggja áherslu á þig, Ólafur, og góðan árangur ríkis- stjórnar, sem var vinsæl. Nú erum við með sömu aðferð en hún virkar ekki, meðal annars af því að stjórnin er ekki jafn vinsæl. Það er enginn munur á okkur og hinum flokkunum. Við erum að væla um lífskjör eins og tíðkast hefur í kosningum í ára- tugi. Við sýnum engin ný stefnu- mál og ekkert nýtt fólk. Okkur hundleiðist sjálfum á kosninga- fundunum og hvernig í ósköpun- um eigum við þá að ná til fólks? Þú samþykktir þessa áætlun sjálfur fyrir nokkrum vikum, Þórólfur. Það var farið að síga í Ólaf. Já, ég veit það. En ég er að segja að við eigum að breyta henni. Við eigum að leggja áherslu á aðra hluti hérna í Reykjavík. Við erum með atriði inni í kosningastefnuskránni sem við getum tekið út og keyrt upp. Eins og atkvæðavægið, baráttu gegn sjóðasukki og nýsköpun í iðnaði. Þú ert ótrúlegur græningi, sagði Ólafur og hló. Heldurðu að þetta séu ný mál? Þetta eru gaml- ar lummur eins og lífskjörin sem þú varst að gera grín að áðan. Og að auki fengjum við landsbyggð- ina upp á móti okkur. Þórólfur stóð upp og barði í borðið. Ég ætla ekki að deila við þig um aldursgreiningu á stefnu- málum. Þú hefur betri yfirsýn til að meta hvað er áratugagömul pólitík, bætti hann við hæðnis- lega. En ég er að segja þér hvað yngra fólkinu gæti þótt áhuga- vert. Það er ótrúlega þreytt þetta sífellda væl um lífskjörin. En ég nenni ekki að sitja lengur í þess- um saumaklúbbi. Ég er í kosn- ingabaráttu. Þórólfur stóð upp og fór út. Þegar hann kom út í bíl hringdi hann í Böðvar og bað hann að hóa saman innsta hringnum úr prófkjörinu. Biddu þá að koma heim til mín í kvöld klukkan níu. Ég skal hringja sjálfur í Sigrúnu. Næst hringdi hann í Guðmund bekkjarráðsformann. Böðvar hringir í þig á eftir. Við erum að kalla saman klíkufund í kvöld. Þetta er það sem mig langar að biðja þig að gera. Svo töluðu þeir saman þangað til Þórólfur stöðv- aði bílinn fyrir utan heima hjá sér. Klukkan níu voru allir komnir og sestir inn í stofu. Þórólfur setti bolla á borðið og jólaköku sem móðir hans sendi honum með Böðvari. Ég þakka ykkur fyrir að koma. Eins og þið hafið séð í skoðana- könnunum stendur þetta ekki nógu vel. Ég er örugglega fallinn nema að við gerum eitthvað. Og þegar ég segi við þá meina ég okkur hér inni því flokkurinn ætl- ar ekki að breyta um áherslur. Mig langar að heyra hugmyndir. Við þurfum að setja sinnep undir taglið á gömlu jálkunum. Þórólf- ur leit yfir hópinn: Hvað segir bekkj arráðsformaðurinn? Guðmundur nuddaði á sér gagnaugað. Ég held að þú ættir að fara í þína eigin kosninga- baráttu. Þú skalt leggja áherslu á vægi atkvæða, sukkið í sjóðakerf- inu og ný atvinnutækifæri. Og til að slá niður gagnrýnina frá lands- byggðinni skaltu tala um vald- dreifingu og sjálfstjórn kjördæm- anna. Þau veltu áfram fyrir sér hvernig þau gætu tekið frum- kvæðið. Böðvar stakk upp á að boða opinn fund í Austurbæjar- bíói. Sú tillaga var að sjálfsögðu felld enda myndi enginn mæta því vandamálið var einmitt það að enginn hafði áhuga á Þórólfi Jónssyni. Þau ræddu málið fram og til baka og að lokum var ákveðið að Þórólfur sendi tvær harðorðar greinar um þessi mál inn í DV og Morgunblaðið á mánudag. Það var líka ákveðið að birta tvær heilsíðuauglýsingar á miðvikudaginn í sömu blöðum með mynd af Þórólfi og góðum slagorðum með undirskriftinni Stuðningsmenn Þórólfs. Þórólfi tókst ekki að fá grein- arnar birtar í þriðjudagsblöðun- um en auglýsingarnar komu á miðvikudaginn. Þær voru eins í báðum blöðunum, með stórri andlitsmynd af Þórólfi og fyrir neðan var textinn: Þórólf á þing. Við heimtum sama atkvæðisrétt og fólkið úti á landi. Við höfnum gæluverkefnum í dreifbýlinu. Við krefjumst nýrra atvinnutækifæra. Ungt fólk í Reykjavík. Stuðn- ingsmenn Þórólfs Jónssonar. Þórólfur var allan daginn á vinnustaðarfundum en varð var við það að á kosningaskrifstof- unni veltu menn þessum auglýs- ingum mikið fyrir sér. Á kosn- ingastjórnarfundi klukkan fimm varð allt vitlaust. Ásrún talaði fyrst. Ég hélt að við hefðum ákveðið á fundinum fyrir helgi að breyta ekki um áherslur. Nú sýn- ist mér að upp sé komin ný kosn- ingabarátta. Erum við að þessu sem flokkur eða einstaklingar? Ég er búin að vera í kosningabar- áttu oft en ég hef aldrei lent í svona. Þetta er yfirgengilegt. Hún hvessti augun á Þórólf. Ef þessari einkaauglýsingaherferð linnir ekki þá... Ólafur greip fram í fyrir henni. Ég vil biðja menn að vera rólega hér. Hann beindi orðum sínum til Þórólfs. Ég vil fá skýringar á þessum aug- lýsingum sem voru í blöðunum í dag. Ég ætla ekki að rekja sím- tölin sem ég hef fengið út af þeim en segi aðeins að okkar fólki úti um land er ekki skemmt. Ég segi líka eins og Ásrún að ég hélt að við hefðum komist að niðurstöðu um þetta mál á föstudaginn. Þórólfur talaði hægt og yfirveg- að. Þetta er framlag stuðnings- manna minna en ég tek auðvitað á því fulla ábyrgð. Ég verð að segja að mér finnst það undarlegt að kvartað sé undan því að aug- lýsingar veki athygli en það er svo sem í takt við annað í þessari kosningabaráttu. Ég skal biðja mína menn að halda aftur af sér en ég neita að sitja undir því að verið sé að rjúfa samstöðu. Mínir stuðningsmenn styðja þennan flokk og hans stefnumál heils hugar ekki síður en þið. Og þeir i eru ekki ómerkilegri flokksmenn en þeir sem hafa verið hér og vermt bekkina lengur. Fundurinn leystist upp skömmu síðar. Ólafur dró Þórólf afsíðis og sagði: Þú verður að stoppa þessar auglýsingar. Ann- ars fer allt upp í loft, kosninga- baráttan fer í vitleysu og þér verður kennt um allt. Þá áttu aldrei möguleika aftur í þessum flokki. Daginn eftir birtust greinarnar í DV og Morgunblaðinu. Þar lagði Þórólfur út af sömu áhersl- um og voru í auglýsingunum. Það varð titringur í flokknum en ekki uppreisn. Um kvöldið hringdi Þórólfur í blaðamanninn sem hann þekkti á DV og fékk hann til að koma með sér á vinnustaðarfund á föstudagsmorguninn. Fundurinn var í stórri vélsmiðju í Reykja- vík. Þórólfur flutti stuttan inn- gang um atriðin þrjú, atkvæðis- réttinn, sóunina og nýju atvinnu- tækifærin. Hvað áttu við með sóun? Get- urðu nefnt okkur einhver dæmi? spurði fullorðinn maður. Þið þekkið dæmin. Það eru togarar keyptir í smáþorp úti á landi en það er enginn kvóti til þess að nýta þá. í ofanálag eru settir milljónatugir í að endur- nýja frystihúsið á staðnum og þangað kemur aldrei branda. Norður á Akureyri byggðu menn upp heilan skóla, útgerðarskóla, sem þó var til í Reykjavík. Það var engin þörf á að byggja skól- ann á Akureyri. Kaupverð húss- ins og laun fyrir kennarana námu milljónatugum. Hvers hagur var það? Þjóðarinnar eða nokkurra einstaklinga fyrir norðan? Þið vitið svarið. Annað dæmi frá Akureyri er lungnadeildin sem þar var sett upp. Það vantaði enga lungnadeild. Sonur frammá- manns á staðnum varð að koma úr framhaldsnámi í lungnalækn- ingum í Svíþjóð og pabbi hans og mamma vildu að hann settist að á Akureyri. Til viðbótar þurfti að ráða hjúkrunarfólk. Þetta var ekki byggt af umhyggju fyrir lungnaveikum Akureyringum heldur handa pólitískum gælu- dýrum og fáeinum fjölskyldum. Á ég að nefna fleiri dæmi? Vorum að taka heim úrval af stórglœsilegum ítölskum leðursófasettum og hornsófum verð • Margar tegundir og litir VISA raðgreiðslur Sófasett 3+1+1 • Módel 865 • Kr. 133.200 stgr. 1/örubær :z—r Bk h úsgagnaverslun sími as-Biaia NOTAÐU PENINGANA ÞÍNA í EITTHVAÐ ÁNÆGJULEGRA EN drAttarvexti Við minnum á gjalddaga húsnæðislána sem var 1. NÓVEMBER 1- DESEMBER______ leggjast dráttarvextir á lán með byggingavísitölu. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK ■ SlMI 696900 Ferskar fréttir með morgunkaffinu Áskriftar'ST 96-24222 ...alltaftilað tryggja atvinnu I

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.