Dagur - 28.11.1992, Side 19

Dagur - 28.11.1992, Side 19
Laugardagur 28. nóvember 1992 - DAGUR - 19 Stjörnuspá - eftir Athenu Lee Spáin gildir fyrir helgina Helgarspáin Cdf?Vátnsberi \ !>m (20.Jan.-18. feb.) J Helgin verður skemmtileg; það verður nóg að gera með vinun- um. Sjálfsagt kemur þú ekki öllu í verk sem þú ætlaðir en það kemur ekki að sök. Ljón (23. Júlt-22. ágúst) ) Fólk f kringum þig er viðkvæmt, sérstaklega tekur það illa gagn- rýni. Þú kemst að þeirri niður- stöðu að best sé að halda sig sem mest í einrúmi. Happatölur eru 3, 17 og 35. (Fiskar (19. feb.-20. mars) Fiskar eru rausnarlegt fólk en gættu þfn á að ofgera þér ekki. Þér hættir til að taka of mikið að þér fyrir aðra og fá það aldrei endurgoldið. ) Hrútur (21. mars-19. apríl) ) Ný tengsl skapa hagsmuna- árekstra sem tengjast grónu ást- arsambandi. Reyndu að miðla málum eftir bestu getu og slak- aðu á síðdegis. Naut (20. apríl-20. mal) Ferðalög og fjarlægðir tengjast þér sterkt um helgina, hvort sem þú sjálfur verður á ferðinni eða færð heimsókn langt að. Meyja (23. ágúst-22. sept.) 0 Stundum hitta ótrúlegustu hug- myndir f mark en þú kemur ekki fram með þá réttu. íhugaðu vel allt sem þú lætur fara frá þér því annars skapar þú óróa f kringum Þig- Vog (23. sept.-22. okt.) ) Láttu ekki rólega byrjun helgar- innar slá þig út af laginu. Þetta batnar þegar líður á og þú munt skemmta þér vel á laugardag. Sporðdreki) (23. okt.-21. nðv.) J Þetta er kjörinn tími til samninga- gerðar eða að koma góðri hug- mynd í framkvæmd. Þá ættu peningamálin líka að ganga vel þessa dagana. (M Tvíburar ^ V f°fl|n»|j (21. mal-20. Júnl) J Heimilið verður í brennidepli um helgina. Þú kemur miklu í verk. Einhver nákominn þér skiptir um skoðun og mun það bæta mjög stöðu mála. Bogmaður\ (22. núv.-21. des.) J Hafir þú skipulagt helgina skaltu byrja snemma því óvæntar tafir koma upp á yfirborðið. Senni- lega tengjast þær seinkunum eða tillitsleysi. Krabbi 'N (21. júnl-22. Júll) J Jákvæðar breytingar sem tengj- ast fólki og stöðum sem þú þekk- ir vel, draga mjög úr leiðindum. Ræktaðu tengsl þín við fólk með sömu áhugamál og þú. ( % Steingeit AP (22. des-19.Jan.) J Sameiginlegar ákvarðanatökur og góð samvinna reynast nauð- synlegar ef helgin á að takast vel. Happatölurnar eru 2, 14 og 33. Afmælisbarn laugardagsins Framundan er annatími og þú mátt búast viö mörgum slíkum tímabilum á árinu. Hins vegar fer árangurinn alveg eftir því hvernig þú sjálfur tekur á málum þótt ein- hver heppni sé líka fyrirsjáanleg. Þú kynnist nýju fólki sem mun veita þér mikla ánægju. Afmælisbarn sunnudagsins Það breytist ekkert við það eitt að eiga afmæli og hafir þú búist við því, verður þú fyrir miklum vonbrigðum. Þér mun ekki ganga allt í haginn en samt sem áður ættir þú að vera sæmilega ánægður með árangurinn um mitt árið. Vertu hagsýnn í peningamálum og fjárfestu skynsamlega. Afmælisbarn mánudagsins Óþolinmæði mun einkenna upphaf ársins hjá þér og löngun til að sjá árangur erfiðis liðins tíma segir til sín. Því er hætta á vanhugsuðum ákvörðunum, en tíminn verður þér hliðhollur. Þá skaltu gæta þess að vera ekki of dómharður í garð fólks sem þú þekkir ekki mjög vel. í heildina verður árið ánægjulegt í ástarmálum. Myndina gerði Aðalsteinn Þórsson, nemandi á síðasta ári í málunardeild Myndlistaskólans á Akureyri. Myndin er unnin undir þeim hughrifum sem sálnarusk sr. Svavars kallaði fram. Ég heyri stundum sagt að það sé leiðinlegt að fara í messu. Mig langar að taka fram strax að ég er ekki þeirrar skoðunar að messur eigi að vera drunga- legar, stirðar og fram úr hófi alvarlegar. Þvert á móti. Ég er á hinn bóginn ekki viss um að messa þurfi endilega að vera „skemmtileg“. Maður er eiginlega orðinn hundleiður á öllum þeim innantóma gáska, sem nútíminn þarf að klessa á alla skapaða hluti. Af hverju þarf allt að vera svo óumræðilega gaman? Ef þú ætlar að eiga einhverja möguleika nú á dögum, þarftu að vera hress, skemmtilegur og fyndinn. Þess vegna reyna allir að vera skemmti- legir og fyndnir í kringum þig, en fáum tekst það, því maður er sjaldnast skemmtilegur og raunverulega fyndinn, þegar maður rembist við það. Stundum talar fólk um negramessurnar í Ameríku. Það séu sko messur! Þar er fjör og þar er gaman! Þetta er ákaflega mikill misskilningur. Það sem er á ferðinni í negramessunum í henni Ameríku á ekkert skylt við skemmtun. Þar er trúarhiti á ferðinni og einlæg trúargleði. Fólk er ekki að skemmta sér þar saman, heldur lofa Guð sameiginlega. Og enda þótt fólk sé ekki að skemmta sér beinlínis í slíkum messum, leiðist því hreint ekki. Það eiga margir erfitt með að skilja, en staðreyndin er sú, að maður getur haft það reglulega gaman, þótt maður sé ekki að skemmta sér. Eins getur verið bara reglulega gaman í venjulegri, íslenskri messu, þar getur verið gott og notalegt að vera, þót skemmtiatriðin séu af skornum skammti. Spurningin er kannski sú hvort við séum mót- tækileg fyrir eitthvað annað en hinn innantóma tilgerðargáska. „Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið giaðir.“ (Filippíbréfið 4,4) Sálnarusk Sr. Svavar A. Jónsson Ef... ■ 1 ... - maður hefði ekki svona ofboðslega T mikið að gera, M JM. - maður væri kominn á eftirlaun, - maður væri betri í fótunum, - maður væri ekki svona heyrnardaufur, - einhver gæti ekið manni, - maður þyrfti ekki að sofa út, - kirkjan væri þægilegri, - kirkjan væri hlýrri, - kirkjubekkirnir væru ekki svona harðir, - helgisiðirnir væru skemmtilegri, - lögin í messunni væru í takt við nútímann, - textarnir væru skiljanlegri, - prédikunin væri ekki svona löng, - kirkjugestirnir væru ekki svona miklir hræsnarar, ...fyndi maður ábyggilega einhverjar aðrar ástæður fyrir því að fara ekki í kirkju á sunnudögum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.