Dagur - 28.11.1992, Side 21

Dagur - 28.11.1992, Side 21
4ra herbergja íbúð til leigu frá áramótum. Upplýsingar í síma 24895 milli kl. 17 og 19 laugardag. 3ja herb. íbúð á Brekkunni til leigu frá 1. des., með húsgögn- um. Nánari upplýsingar í síma 12082 eftir kl. 19.00. Þriggja herbergja raðhúsaíbúð er til leigu í Glerárhverfi. Upplýsingar veittar í síma 21258 eftir kl. 18.00 Góð 3ja herbergja íbúð til leigu frá 1. des. nk. í Tjarnarlundi. Leigutími er 1 ár. Uppl. í síma 22841 milli kl. 12-13. Verslunarhúsnæði í Miðbæ Akur- eyrar til leigu. Húsnæðið er ca. 40 fm á góðum stað í göngugötunni. Laust um ára- mót. Áhugasamir leggi nafn og símanúmer inn á afgreiðslu Dags merkt: Verslunarhúsnæði í Miðbæ fyrir þriðjudaginn 1. des- ember ’92. Öllum fyrirspurnum verður svarað. 4ra manna fjölskyldu bráðvantar húsnæði strax. Helst í Síðuhverfi. Uppl. i síma 25584 eftir kl. 16. 4ra-5 herb. húsnæði óskast á leigu. Helst í Glerárhverfi. Vinsamlegast hringið í síma 96- 11853. Óska eftir að leigja 2ja-3ja herb. íbúð. Uppl. i símum 12227 og 24539. Vinna - Leiga. Gólfsögun, veggsögun, malbiks- sögun, kjarnaborun, múrhamrar, höggborvélar, loftpressur, vatns- sugur, vatnsdælur, ryksugur, loft- sugur, háþrýstidælur, haugsuga, stíflulosanir, rafstöðvar, mini-grafa, dráttarvél 4x4, pallaleiga, jarðvegs- þjöppur, steypuhrærivélar, hefti- byssur, pússikubbar, flísaskerar, keðjusagir o.fl. Ný símanúmer: 96-11172, 96-11162, 985-23762, 984-55062, símboði. Húsgagnabólstrun - Bílaklæðningar. Leðurlíki-áklæði og sérpantanir á ýmsum tegundum áklæða. Látið fagmann vinna verkið. Bólstrun Einars, Reykjasíðu 22, sími 25553. Klæði og geri við bólstruð húsgögn. Áklæði, leðurliki og leðurlúx. Sérpöntunarþjónusta á Akureyri. Mikið úrval. Stuttur afgreiðslufestur. Vísaraðgreiðslur í allt að 12 mánuði. Bólstrun Björns Sveinssonar. Geislagötu 1, Akureyri, sími 25322. Bólstrun og viðgerðir. Áklæði og leðurlíki I miklu úrvali. Greiðsluskilmálar. K.B. Bólstrun, Strandgötu 39, sími 21768. SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS RAUÐI KROSS ÍSLANDS Basar • Basar. Kökubasar, hlutavelta og kaffisala verður I Freyvangi, sunnudaginn 29. nóvember kl. 15.00. Starfshópurinn Hagar hendur verð- ur einnig með sölu á munum sínum. Kvenfélagið Aldan-Voröld. Basar. Köku- og laufabrauðsbasar Slysavarnafélagsins verður hald- inn að Laxagötu 5, laugardaginn 28. nóvember nk., kl. 14. Kenni á Nissan Sunny Sedan 4x4. Tímar eftir samkomulagi. Útvega öll náms- og prófgögn. Greiðslukjör við allra hæfi. Anna Kristín Hansdóttir, ökukennari, sími 23837 og bíla- sími 985-33440. □KUKENN5LR Kenni á nýjan Galant 2000 GLSi. Útvega öll gögn sem með þarf. Bók lánuð. Greiðslukjör. JÓN 5. RRNRBDN Sími 22935. Kenni allan daginn og á kvöldin. BORGARBÍÓ ® 23500 B0RGARBÍÓ Salur A Salur B Laugardagur Kl. 9.00 Lygakvendið Kl. 11.00 Lostæti Sunnudagur Kl. 3.00 Prinsessan og durtarnir Kl. 9.00 Lygakvendið Kl. 11.00 Lostæti Mánudagur Kl. 9.00 Lygakvendið LÖSTÆTi Laugardagur Kl. 9.00 Hvítir geta ekki troðið Kl. 11.00 Universal Soldier Sunnudagur Kl. 3.00 Öskubuska Kl. 9.00 Hvítir geta ekki troðið Kl. 11.00 Universal Soldier Mánudagur Kl. 9.00 Hvítir geta ekki troðið Efst íhuga ÓPC |- iorl?no\/nn P.ó innRhiRniic I — Ol lOAfí — fiQ Laugardagur 28. nóvember 1992 - DAGUR - 21 Óskar Þór Halldórsson Burt með z afsíðum íslenskra dagblaða! Árið 1974 tóku gildi lög éem kváðu á um að bókstafurinn z skyldi ekki lengur kenndur í íslenska skólakerfinu. Áður höfðu verið harðar deilur um þessa lagasetningu í sölum Alþingis og sýnd- ist sitt hverjum. Margar tilfinnaþrungn- ar ræður voru fluttar um málið, þeirra eftirminnilegust var ræða Sverris Her- mannssonar, núverandi bankastjóra Landsbankans, er hann talaði máli z- unnar samfleytt í margar klukkustund- ir. En þrátt fyrir andstöðu Sverris og annarra íhaldssamra þingmanna varð niðurstaðan sú að strika yfir þennan ónauðsynlega bókstaf, enda heldur léttvæg rök fyrir notkun hans. Eðlilega voru skiþtar skoðanir í röðum skóla- manna um z, en flestir voru dauðfegnir að losna viö að kenna nemendum flóknar reglur um notkun hennar. Átján árum eftir að hætt var að kenna z í íslenska skólakerfinu sést hún ennþá vaða uppi í tveim af áhrifa- mestu prentmiðlum landsins, DV og Morgunblaðinu. í DV minnist ég þess að hafa séð z í leiðurum ákveðinna leiðarahöfunda, en ég man ekki til þess að hafa séð hana í fréttaskrifum. í Mogganum er z hins vegar áberandi jafnt í leiðurum, Reykjavíkurbréfi sem fréttskrifum. Þar á bæ er dagskiþunin greinilega sú að þeir sem vilja skrifa z gera það. Ég hika ekki við að segja að þessi z- dýrkun DV og Mogga er óábyrg og ber vott um hallærislega íhaldssemi. Þess- ir áhrifamiklu fjölmiðlar verða, hvort sem þeim líkar það betur eða verr, að taka tillit til þess að þessi bókstafur er ekki lengur kenndur í skólakerfinu og unglingar nú til dags, og reyndar fólk komið yfir tvítugt, hefur aldrei lært notkun hans í skrifmáli. Z er því óþekkt fyrirbæri í augum unga fólksins og það horfir spurnaraugum á z-fyrirsagnir í Mogganum! Svo mikið er z-æðið hjá þeim Moggamönnum að á dögunum gerðust þeir svo grófir að birta leiðara úr Degi í Staksteinum og settu z þar sem leiðarahöfundur hafði skrifað s. Leiðarann birtu þeir innan gæsalappa, eins og leiðarahöfundur Dags hefði skrifað textann með z, sem hann gerði náttúrulega alls ekki. Kannski er þetta óþarfa viðkvæmni, en svona vinn- ubrögð geta ekki talist eðlileg. Ég læt mér ekki detta í hug að flestir þeirra sem lærðu að skrifa z hafi hætt því í kjölfar lagasetningarinnar árið 1974. Hins vegar verður að mínu mati að gera þá kröfu til fjölmiðla, sem hafa vissulega mikil áhrif, að þeir taki mið af lagasetningu í landinu á hverjum tíma. Mér finnst því sjálfsögð krafa að z verði útrýmt af síðum íslenskra dagblaða. Akureyrarprestakall: Helgistund verður á Fjórðungssjúkrahúsinu nk. sunnudag, 29. nóv- ember, kl. 10 f.h. Þ.H. Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju verður nk. sunnudag, kl. 11 f.h. Kveikt verður á fyrsta aðventuljós- inu. Öll börn eru velkomin og for- eldrar eru einnig hvattir til þátttöku. Guðsþjónusta verður í Akureyrar- kirkju nk. sunnudag, 29. nóvember, kl. 14. 1. sunnudagur í aðventu. Organisti: Dagný Pétursdóttir. Sálmar: 29, 60, 58, 57 og 557. Þ.H. Kvenfélag Akureyrarkirkju hefur súkkulaði, kleinur og kaffi á borð- um í Safnaðarheimilinu eftir guðs- þjónustu. Ennfremur verða basar- munir til sölu. Æskulýðsfélagið heldur fund í Kap- ellunni nk. sunnudag kl. 17. Nýir félagar velkomnir. Mætið vel. Biblíulestur verður í Safnaðarheim- ilinu nk. mánudag 30. nóvember kl. 20.30. Sjálfstæðir fyrirlestrar. Allir velkomnir. Fögnum nýju kirkjuári með öflugu safnaðarstarfi. Akureyrarkirkja. Glerárkirkja. Biblíulestur og bænastund verður laugardag kl. 13.00. Nk. sunnudag verður barnasam- koma kl. 11.00 og guðsþjónusta kl. 14.00. Æskulýðsfélagið verður með fund kl. 17.30 sama dag. Sóknarprestur. Möðruvallaprestakall. Aðventukvöld verður haldið í Bakkakirkju á fullveldisdaginn, 1. desember nk. Kór Bægisár- og Bakkakirkju syngur nokkur að- ventu- og jólalög undir stjórn Birgis Helgasonar organista. Lesin verður jólasaga auk þess sem börn úr Tón- listarskóla Eyjafjarðar leika á hljóð- færi. Ræðumaður verður séra Birgir Snæbjörnsson. Eftir athöfnina verða seld friðarljós frá Hjálpar- stofnun kirkjunnar. Sóknarprestur. Möðruvallaprcstakall. Aðventukvöld verður haldið í Bæg- isárkirkju 1. sunnudag í aðventu, 29. nóvember nk., kl. 21.00. Kór Bægisár- og Bakkakirkju syngur nokkur aðventu- og jólalög undir stjórn Birgis Helgasonar organista. Ræðumaður verður Jón Viðar Guð- laugsson. Eftir athöfnina verða seld friðarljós frá Hjálparstofnun kirkj- unnar. Sóknarprestur. t Útfararþjónustan á Akureyri, Kambagerði 7. Opið kl. 13-17, sími 12357 og símsvari þess utan. Boðin er alhliða útfararþjónusta. □ HULD 599211307 IV/V H.V. I.O.O.F. 15 = 17411271/4 = VB Guðspckifélagið Akureyri. Jólafundur félagsins verður haldinn á morgun, sunnud. 29. nóv. kl. 15.30, að Glerárgötu 32, 4. hæð (gengið inn að sunnan). Jólahugvekja, ljóða- lestur, kaffiveitingar. Félagar takið með ykkur gesti. Stjórnin. Hjálpræðisherinn. Laugard. 28. nóv. kl. 21.00 bæn og lofgjörð. Sunnud. 29. nóv. kl. 11.00 helgunarsamkoma. Kl. 13.30 sunnudagaskóli. Kl. 19.30 bæn. Kl. 20.00 almenn samkoma. Mánud. 30. nóv. kl. 16.00 heimila- samband. Miðvikud. 2. des. kl. 17.00 fundur fyrir 7-12 ára. Fimmtud. 3. des. kl. 20.30 biblía og bæn. Allir eru hjartanlega velkomnir. HVÍTASUmmKJAtl v/5HARDSHllD Laugardagur 28. nóv. kl. 23.30 miðnætursamkoma fyrir ungt fólk. Sunnudagur 29. nóv. kl. 11 barna- kirkjan, allir krakkar velkomnir, sama dag kl. 15.30 vakningarsam- koma, frjálsir vitnisburðir. Barnagæsla verður á sama tíma fyrir krakkana. Allir eru hjartanlega velkomnir. Mánudagur 30. nóv. kl. 20.30 brauðbrotning. SJÓNARHÆÐ ,/T HAFNARSTRÆTI 63 Laugardagur 28. nóv.: Laugardags- fundur fyrir 6-12 ára kl. 13.30. Ás- tirningar og aðrir krakkar, verið dugleg að mæta! Unglingafundur kl. 20. Allir unglingar velkomnir. Sunnudagur 29. nóv.: Sunnudaga- skóli í Lundarskóla kl. 13.30. Allir krakkar velkomnir. Samkoma á Sjónarhæð kl. 17. Allir eru hjartan- lega velkomnir. KFUM og KFUK, Sunnuhlíð. “ * Sunnudagur 29. nóvem- fir ber. Almenn samkoma kl. 20.30. Ræðumaður séra Gunn- laugur Garðarsson. Allir velkomnir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.