Dagur - 11.12.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 11.12.1992, Blaðsíða 1
Háskólinn á Akureyri: Grænt ljós á kennara- nám strax næsta haust - stór dagur, segir Haraldur Bessason, rektor Með bréfi dagsettu í gær og undirrituðu af Olafi G. Einars- syni, menntamálaráðherra, og Arna Gunnarssyni, skrifstofu- stjóra í menntamálaráðuneyt- inu, var Háskólanum á Akur- eyri veitt heimild til að hefja kennslu við kennaradeild við skólann haustið 1993. Guð- mundur H. Frímannsson, sem unnið hefur að undirbúningi að stofnun deildarinnar, segist vonast til að hægt verði að taka inn að minnsta kosti 35 nem- endur í deildina næsta haust. í bréfi menntamálaráðuneytis- ins til Háskólans kemur fram að miðað sé við þriggja ára nám „á grundvelli skýrslu nefndar um kennaradeild á Akureyri dagsett 4. júní sl. Deildin leggi fyrst um sinn áherslu á almennt kennarar- nám, einkum með tilliti til skóla- starfs í grunnskólum á lands- byggðinni.“ „Þetta er vissulega mjög stór dagur í sögu Háskólans á Akur- eyri,“ sagði Haraldur Bessason, rektor skólans. „Þetta festir skól- ann mjög í sessi,“ bætti hann við. Hann sagði að strax í dag yrði hafinn undirbúningur að stofnun kennarardeildarinnar. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvaða húsnæði deildin komi til með að ráða yfir, en það verði væntan- lega gert fljótlega. „Strax eftir áramót verður aug- Bæjarráð Ólafsijarðar: „Ekkert samkomulag enn í FiskmarsmáJinu“ - segir Guðbjörn Arngrímsson Óskar Þór Sigurbjörnsson, for- seti bæjarstjórnar Ólafsfjarðar segir lok starfa Sigurðar Bjöms- sonar, bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokks, í bæjarstjórn al- gjörlega óafgreitt mál. Eins og fram hefur komið í blaðinu getur bæjarfulltrúi ekki leyst sig undan störfum í bæjar- stjórn með eigin yfírlýsingu heldur þarf bæjarstjórn að greiða atkvæði um beiðni um lausn en það var ekki gert á bæjarstjórnarfundinum síðast- liðinn þriðjudag. Sigurður Björnsson stjórnaði sjálfur fundi í bæjarstjórninni á þriðjudag þar sem Oskar Þór þurfti að sækja fund í Reykjavík á sama tíma. Jafnframt tilkynn- ingu sinni um óformlegt brott- hvarf úr bæjarstjórn tilkynnti Sigurður að Óskar Þór hafi verið tilnefndur í hans stað í bæjarráð og stendur sú ákvörðun þrátt fyr- ir að bæjarstjórn verði að fjalla á formlegan hátt um brotthvarf Sigurðar úr bæjarstjórn. Bæjarráð kom saman til fundar síðdegis í gær og voru starfslok Sigurðar Björnssonar þar ekki á dagskrá að sögn Guðbjörns Arn- grímssonar bæjarráðsmanns. „Það hefur engin afsögn borist frá Sigurði og málið því ekki af- greitt. Ekkert samkomulag hefur heldur náðst um lok í Fiskmars- málinu, en á fundinum var reynt að ná samkomulagi um það“ sagði Guðbjörn Arngrímsson. „Eina mál á dagskrá bæjarstjórn- arfundar, sem væntanlega verður á þriðjudag, eru umræður við heilbrigðisráðuneytið um breyt- ingar á starfsemi Hornbrekku sem til stendur að gera að einni stofnun í stað tveggja. „Það er unnið að lausn á starfs- lokum Sigurðar Björnssonar en ég verst allra frétta á meðan“ sagði Óskar Þór Sigurbjörnsson. JÓH/GG Húsvíkingum plgar iim sex Húsvíkingum fjölgaði um 6 á tímabilinu frá 1. des. 1991 til 16. sept. 1992. Hagstofan er að reikna út breytingar á íbúa- fjölda til 1. des. sl. en Guð- 'mundur Níelsson, bæjarritari, j sagðist ekki þora að segja til um niðurstöðuna en einhver hreyfíng hefði verið á fólki, hvort sem hún þýddi fjölgun eða fækkun íbúa í bænum. Húsvíkingar voru 2484 þann 16. sept. sl. Þá höfðu 84 flutt til bæjarins frá 1. des. ’91. en 94 flutt úr bænum. Það höfðu 32 Húsvíkingar fæðst en 16 látist á sama tímabili. IM lýst staða forstöðumanns og reikna má með að frá þeirri ráðn- ingu verði gengið á vordögum. Síðan verður leitað eftir kennur- um og undirbúningi verður hald- ið áfram að öðru leyti,“ sagði Guðmundur Heiðar Frímanns- son. Hann sagðist vonast til að í það minnsta 35 nemendur verði teknir inn í kennaradeildina næsta haust. „Helst hefði ég vilj- að taka inn allt að 50 nemendur og að 35 nemendur verði útskrif- aðir á hverju ári.“ Guðmundur sagði að væntanlegt kennaranám myndi veita sömu réttindi og nám í Kennaraháskólanum, þó svo að gert væri ráð fyrir að það yrði í nokkru frábrugðið kennaranámi syðra. Karl Steinar Guðnason, for- maður fjárlaganefndar Alþingis, sagði á Alþingi í gær að mennta- málaráðherra hafi lagt til í ríkis- stjórn að 5 milljónum króna verði varið til kennaradeildar við Háskólann á Akureyri á næsta ári, en fjárlaganefnd muni taka afstöðu til þeirrar tillögu milli 2. og 3. umræðu um fjárlög næsta árs. óþh Þau Sigurveig Jónsdóttir og Þráinn Karlsson í hlutverkum sínum í „Útlend- ingnum“, eftir Larry Shue í þýðingu Böðvars Guðmundssonar, sem Leik- félag Akureyrar frumsýnir 27. desember nk. Mynd: Robyn ígulkeraveiðar að hefjast við Grenivík: „Forðast þarf í framtíðmni að skaða sjávarbotmnn og lífríkið“ - segir Jón B. Jónasson í sjávarútvegsráðuneyti Aö undanfömu hafa rannsóknir farið fram í sjónum við Greni- vík á gjöfulum ígulkeramiðum, sem þar eru, með vinnslu á Japansmarkað í huga. Það eru bandarískir aðilar sem hafa staðið að þessum rannsóknum að undanförnu. Fjórir kafarar frá Reykjavík munu safna ígulkerjunum en hafa bæki- stöð í Hrísey, þar sem ekkert húsnæði var að hafa á Greni- vík. Gunnar J. Ásgeirsson segist ekki vita nákvæmlega hvar tínsl- an fari fram, en Bandaríkja- mennirnir verða með þeim fyrstu dagana til að leiðbeina þeim um staðarval o.fl., en þeir eru einnig kaupendur að hrognunum. ígulkerin verða send héðan til Stykkishólms til vinnslu, en þar eru ígulkerin brotin og hrognin tekin úr og sett í neytenda- pakkningar. Síðan verða þau flutt á markað í Japan. Tekinn verður á leigu bátur úr Hrísey til aðstoðar köfurunum og til að safna saman aflanum. ígulkerið safnar forðanæringu í kynkirtlana sem menn sækjast svo eftir. Þegar svo hin eiginlega egg- og svilamyndun hefst að ein- hverju marki þá eru kynkirtlarnir síður hæfir til átu. Samkvæmt því er hentugasti veiðitíminn frá septembermánuði og fram í mars. Tíminn rétt fyrir hrygn- ingu, á meðan hrygningin varir og rétt eftir að hrygningin er afstaðin, er því afar óhentugur til ígulkeraveiða. Sólmundur Einarsson, fiski- fræðingur, segir að ígulkera- vinnsla geti orðið arðsamur atvinnuvegur að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, sem eru aðallega: Öruggur aðgangur að veiðisvæðum, þar sem hægt sé að athafna sig í nánast hverskonar veðrum, þannig að afhending afurða verði örugg. Grisja þarf ákveðin svæði og reyna þannig að yngja upp ígulkerastofninn stað- bundið þannig að afurðir hans verði verðmeiri. Verkunaraðferðir ígulkera eru ýmsar, þó algengast að kynkirtl- arnir eru saltaðir á sérstakan hátt og varðveittir í alkóhóli eða gufu- soðnir og frystir. Einnig eru þeir frystir í þeim tilgangi að þeirra sé neytt síðar hrárra. „Úlendingar verða að hafa starfsleyfi hérlendis útgefið af félagsmálaráðuneytinu, en það er hins vegar ekki óheimilt að þeir séu í samstarfi við íslenska aðila um veiðar og vinnslu á ígulkerum. Erlendum ríkisborg- urum er einnig óheimilt að stunda veiðar í íslenskri fiskveiði- lögsögu," segir Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarút- vegsráðuneytinu. Engin lög eða reglugerðir hindra í dag veið- ar á ígulkerum en í ráðuneytinu hefur þetta mál verið töluvert til umræðu og hafa verið haldnir fundir með ýmsum aðilum. „Allir sem fara út í þessa vinnslu þurfa að hafa vinnsluleyfi og bát sem hefur almenna aflaheimild en ekki krókaleyfi. Nokkrar áhyggj- ur hafa verið hér í ráðuneytinu vegna þess hve öll veiðitækni er enn lítt þróuð og hvaða veiði- tækni er heppilegust til að valda sem minnstum skaða á sjávar- botninum og lífríkinu í sjónum." Hafrannsóknastofnun hefur þær rannsóknir til meðferðar og einnig hvaða tími sé heppilegast- ur til veiða með tilliti til útflutn- ings, því það er í raun út í bláinn að stunda veiðar þegar hrogna- fyllingin er aðeins 2-3% þegar hún getur orðið 14% þegar best lætur. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.