Dagur - 11.12.1992, Side 8

Dagur - 11.12.1992, Side 8
8 - DAGUR - Föstudagur 11. desember 1992 NÝJAR BÆKUR Sól skín á krakka Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér barnabókina Sól skín á krakka eftir Sigrúnu Eldjárn. Sigrún hefur málað litmyndir í bókina, en hún er gerð að frumkvæði Rauða kross ís- lands og gefin út í samvinnu hans og Forlagsins. í kynningu Forlagsins segir: „Sögu Sigrúnar Eldjárn er ætlað að vekja athygli á ólíku hlutskipti barna í heiminum, en sagan segir frá Sunnu og Pétri sem fá að fara með mömmu og pabba til Eþíópíu í Afríku. Þá komast þau að því að allt er öðruvísi en heima á íslandi." Sól skín á krakka er 34 bls. og kostar kr. 980. Myndaatlas Iðunnar Iðunn hefur gefið út óvenjulega kortabók sem einkum er ætluð ungu fólki. Nefnist hún Myndaatlas Iðunnar og nær yfir öll lönd og álfur veraldar. Kortin í bókinni eru óvenjuleg að | því leyti að á þeim sjást ekki aðeins fjöll, ár, hverir og jöklar, heldur einnig stórbyggingar, áhugaverðir staðir, fólk, dýr, plöntur, fæðuteg- undir og þjóðaríþróttir. Hverju korti fylgir rammagrein með gagnlegum upplýsingum og margvíslegum fróðleik um viðkom- andi lönd. Þar eru litljósmyndirsem sýna landslag eða gróður og dýralíf. Einnig eru myndir af öllum þjóðfán- um og sagt frá frægum byggingum og sérkennilegum náttúrufyrirbær- um. Óskar Ingimarsson þýddi bókina. Draumur um ást Ut er komin hjá Hörpuútgáfunni skáldsagan „Draumur um ást“ eftir danska rithöfundinn Erling Poul- sen. Þetta er 17. bókin í bókaflokkn- um Rauðu ástarsögurnar. Á bóka- kápu segir m.a.: „Draumur um ást er sagan af Lenu Birk og baráttu hennar við að tryggja framtíð kjör- sonarins Kims. Hver gæti annast hann, þegar banvænn sjúkdómur drægi hana til dauða? Hún varð að taka örlagaríka ákvörðun, sem nán- ustu vinir hennar undruðust...“ Bókin „Draumur um ásf' er 170 bls. Þýðandi er Skúli Jensson. Milli vita Komin er út unglingabókin Milli vita eftir Þorstein Marelsson. „Söguhetjan er 15 ára strákur sem finnst veröldin stundum standa á haus og allt ganga sér í óhag. En þrátt fyrir allt er spennandi að vera unglingur og aldrei er lognmolla í félagahópnum. Gamansemi og bjartsýni einkennir söguna sem sýn- ir heim unglinga og foreldra þeirra frá raunsæju sjónarhorni," segir í kynningu útgefanda. Þorsteinn Marelsson hefur fengist við dagskrárgerð fyrir börn og ungl- inga og skrifað barnasögur. Þetta er fyrsta bók hans sem gefin er út af Máli og menningu. Bókin er 154 blaðsíður. Sagan um Svan Hjá Skjaldborg er komin út Sagan um Svan eftir Anders Jacobsson og Sören Olsson, höfunda hinna vin- sælu bóka um Bert og dagbækurnar hans. Svan er í fyrsta bekk í skólanum. Hann er nú þegar dálítið kvenna- gull. En það er leyndarmál. Ef strákarnir sem Svanur þekkir kæm- ust að því mundi hann deyja af smán. Sagan um Svan er ætluð yngri lesendum. Svanur er sjö ára og ævintýri hans í skólanum eru engu lík... Sagan um Svan kostar kr. 990. Heimskringla Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér ljóðabókina Heimskringlu eftir Þórarin Eldjárn. Sigrún Eldjárn myndskreytir. í kynningu Forlagsins segir: „Hér er ungum lesendum boðið inn í kynjaveröld ljóða og mynda sem systkinin Þórarinn og Sigrún töfra fram á síðurnar. í ljóðum Þórarins er Heimskringla heimsk og ringluð kind, og Grýla vermir stóla í Hamrahlíðarskóla. f fyrra kom út bókin Óðfluga þar sem Þórarinn og Sigrún lögðu saman hæfileika sína. Heimskringla er ekki síður forvitni- leg og furðuleg.“ Heimskringla er 34 bls. og kostar kr. 980. Flokkur tilraunabóka Skemmtilegar tilraunir er nýr flokk- ur tilraunabóka sem Mál og menn- ing gefur út. Bækurnar beina athygli barna að mismunandi eiginleikum efna. Hér er að finna hugmyndir að fjölmörg- um tilraunum og eru leiðbeiningar útskýrðar með ljósmyndum. Það sem til þarf eru einfaldir hlutir og efni sem finnast á hverju heimili. Bækurnar sem nú koma út heita Loft og Vatn. Hvor bók er 29 bls. að stærð. Litarím Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið út bókina Litarím. Tryggvi Olafsson gerði myndirnar en Þórarinn Eld- járn orti vísur um litina. Litarím kemur samtímis út í Danmörku á vegum Forlagsins Brpndum með texta eftir Peter Poulsen. „í bókinni lýsa þeir Tryggvi og Þórarinn öllum frumlitunum í myndum og kveðskap," segir í kynningu Forlagsins. „Hér fá lítil börn lykil að undraveröld litanna, og hnyttnar vísur auðvelda þeim að festa sér litina í rninni." Litarím er 28 bls. og kostar kr. 980. Fríða fram- hleypna kjánast Skjaldborg hefur sent frá sér bókina Fríða framhleypna kjánast, eftir dönsku skáld- og leikkonuna Lykke Nielsen. Þetta er sjötta bókin um Fríðu sem er óvenju athafnasöm níu ára gömul stúlka og hefur sérstaka hæfi- leika til að lenda í óvæntum ævintýr- um. Hún fer á klassíska tónleika með fulla fötu af skiptimynt og byggir snjóhús á tveimur hæðum. Uppátækin eru óendanleg og grát- brosleg. Fríða framhleypna kjánast kostar kr. 990. Allar mínar þrár Hörpuútgáfan hefur sent frá sér nýja ástarsögu, Allar mínar þrár, eftir Bodil Forsberg. Á bókarkápu segir m.a.: „Allar mínar þráf‘ er spennandi ástarsaga um stúlku, sem lendir í neti glæpa- manna. Þeir beita dáleiðslu og ofskynjunarlyfjum til þess að rugla fórnarlambið í ríminu. Ungur blaðamaður kemst fyrir tilviljun í málið, en hin flókna svikamylla virðist ekki auðleyst. „Allar mínar þrár“ er bók sem lýsir baráttu ungr-' ar stúlku og blaðamanns við harð- svíraða glæpamenn. Ástin er samof- in þeirri baráttu." Bókin er 176 bls. Þýðandi er Skúli Jensson. Elsa María og litlu pabbarnír Elsa María og litlu pabbarnir heitir barnabók sem Skjaldborg hefur gef- ið út. Elsa María á ekki bara einn pabba eins og flest börn, heldur sjö. Þeir eru svo litlir að ef hundur eltir þá eiga þeir ekki annarra kosta völ en að flýja upp í næsta tré... Bókin er prýdd fjölda litmynda sem höfundurinn, Pija Lindenbaum hefur sjálf gert. Bókin kostar kr. 990. Þjóðfélagið - Helgispjall Iðunn hefur gefið út nýja bók eftir Matthías Johannessen, skáld og rit- stjóra. Nefnist hún Þjóðfélagið - Helgispjall og er safn ritgerða og hugleiðinga höfundar. I kynningu útgefanda segir m.a.: „Víða er kveðið fast að orði í þess- ari bók og skoðunum hvergi leynt. Það fer þó aldrei á milli mála að hér heldur skáld á penna og „skáld eru höfundar allrar rýni,“ eins og Snorri Sturluson sagði forðum.“ Guðbergur Bergsson og Þóra Krist- ín Ásgeirsdóttir. Guðbergur Bergsson metsölubók Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið út bókina Guðbergur Bergsson met- sölubók. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir ræðir við skáldið. í kynningu Forlagsins segir: „„Þetta er engin ævisaga - og þó...“ segir Guðbergur. Engu að síður kemur hann víða við og lýsir á ógleymanlegan hátt reynslu bernsk- unnar í Grindavík, trúr þeirri skoð- un sinni að það landslag og um- hverfi sem maðurinn elst upp við í æsku verði að hugarfylgsni, skap- gerð og þankagangi hans síðar á ævi. Hann rekur síðan veru sína í Reykjavík og á Spáni, lýsir kynnum sínum af spænskum bókmenntum og menningu, leiðinni til skáldskap- ar og örlæti listarinnar, og fjallar tæpitungulaust um muninn á heims- menningu og heimóttarskap. Bókin geymir einnig merkar heimildir um SUM-félagsskapinn og þann tíðar- anda sem ríkti á íslandi er fyrstu skáldsögur Guðbergs komu út.“ Guðbergur Bergsson metsölubók er 227 bls., prýdd miklum fjölda mynda. Jón Ásgeir Hreinsson hann- aði kápu. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Verð kr. 2.980. Árstíðaferð um innri mann Komin er út ný ljóðabók eftir Matthías Johannessen. Nefnist hún Árstíðaferð um innri mann og er það Iðunn sem gefur bókina út. Matthías hefur sent frá sér á ann- an tug ljóðabóka, en auk þeirra hef- ur hann víða komið við á ritvellin- um og sent frá sér m.a. samtalsbæk- ur, skáldsögur, smásögur og ritgerð- ir. Maístjarnan og fleiri lög Vaka-Helgafell hefur gefið út bók- ina Maístjaman og fleiri lög. Bókin hefur að geyma safn laga Jóns Ásgeirssonar tónskálds við ljóð Halldórs Laxness. Nú geta unnend- ur þeirra í fyrsta sinn fundið þau á einum stað í útsetningu fyrir söng- rödd og píanó. Gunnar Baldursson hannaði kápu á bókina Maístjarnan og fleiri lög en Magnús Hjörleifsson ljósmyndaði. Bókin kostar kr. 1.230. Út í hönd Út í hönd nefnist skáldsaga sem útgáfufyrirtækið Fróði hf. hefur nú gefið út. Bókin er eftir dönsku skáldkonuna Synnöve Söe og er í íslenskri þýðingu Steinars J. Lúð- víkssonar. Þetta er önnur bók Söe sem kem- ur út á íslensku en í fyrra gaf Fróði hf. út bókina / tætlum. Sögusvið Út í hönd er lítið veit- ingahús í New York þar sem lífið gengur sinn vanagang en eigi að síð- ur er veitingahúsið heimurinn í hnotskurn. Aðalsöguhetjan ergeng- ilbeinan Coco sem dreymir um að verða leikkona. Inn í hversdagsleika veitingahússins kemur síðan ungur, heimilislaus drengur sem fólkið, og þá ekki síst Coco, tekur miklu ást- fóstri við. Skyndilega opnast Coco nýir möguleikar. Þegar hún kemur síðar í heimsókn í veitingahúsið hafa þar orðið miklar breytingar... Út í hönd er 152 blaðsíður og kostar kr. 1.890. Thelma - saga Thelmu Ingvarsdóttur Iðunn hefur geilð út bókina Thelma - saga Thelmu Ingvars- dóttur. Rósa Guðbjartsdóttir skráði. „Þetta er saga stúlkunnar úr Skerjafirðinum sem sautján ára gömul hélt ein út í heim til að láta drauma sína rætast. Hún var kjör- in fegurðardrottning Norðurlanda og var um skeið ein eftirsóttasta fyrirsæta heims. Hún kynntist tignarmönnum og frægum stjörn- um, ferðaðist um heiminn og skreytti forsíður tískublaða, giftist ungum og glæsilegum auðmanni og lifði við velsæld og allsnægtir. En eftir nær tuttugu ára hjóna- band komst hún að því að ham- ingjan er hverful, önnur kona hafði tekið manninn hennar frá henni,“ segir í frétt frá útgefanda. Bókin er prýdd Ijölda mynda. Ef einhverjir eru eftir... Þeir aðilar sem hafa áhuga á að senda jólakveðjur í Degi og ekki hefur verið haft samband við, er bent á afgreiðslu blaðsins. Opið frá kl. 8-17 virka daga og föstudaga frá kl. 8-16. auglýsingadeild sími 24222.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.