Dagur - 11.12.1992, Page 12
12 - DAGUR - Föstudagur 11. desember 1992
Eymatog og steinbítstak
- æviminningar Guðbrands Hlíðar, dýralæknis
Eyrnatog og steinbítstak, heitir nýútkomin bók, sem hefur að
geyma æviminningar Guðbrands Hlíðar, dýralæknis. Sagan er
skráð af Asgeiri Guðmundssyni.
Guðbrandur Hlíðar á til dýralækna að telja, því að fyrsti, lærði
dýralæknirinn hér á landi, Teitur Finnbogason, var langafi hans, og
faðir Guðbrands, Sigurður Hlíðar, var einnig dýralæknir. í bókinni
segir Guðbrandur m.a. frá æskuheimili sínu á Akureyri og störfum
sínum sem dýralæknir á Norðurlandi en þeim varð hann að hætta
vegna veikinda. Hann segir einnig frá námi sínu í Kaupmannahöfn
á stríðsárunum. Þar lenti Guðbrandur í klóm þýsku leyniþjónust-
unnar og drógu þau samskipti langan dilk á eftir sér og hafði örlaga-
rík áhrif á ævi hans.
Börn Guðrúnar og Sigurðar Hlíðar á eins árs afmæli Jóhanns, 25. ágúst
1919. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Gunnar, Brynja, Jóhann, Skjöldur
og Guðbrandur.
Hér á eftir birtum við tvö
kaflabrot úr „Eyrnatog og stein-
bítstak“. Fyrst úr 2. kafla bókar-
innar, þar sem Guðbrandur rifjar
upp bernskuminningar:
Bernskuárin
Fyrstu minningar mínar eru frá
ágústmánuði 1918, þegar ég var
tæpra þriggja ára. Mismunandi er,
hversu snemma menn muna til
sín, og minnist ég þess að hafa
lesið einhvem tíma, að Jón
Arason biskup hafi munað eftir
eigin skím. Ég læt mér nægja að
benda á, að þess er hvergi getið,
hvenær Jón var skírður, en annars
ætla ég mér ekki að keppa við
þann kaþólska andans mann í einu
eða neinu.
Á útbrekkunni á Akureyri vom
tvö hús, sem umfram önnur skiptu
máli, Breiðablik og Æsustaðir.
Tún nokkuð stórt lá á milli þeirra,
og var það vitanlega erfðafestu-
land, en þessu túni var skipt
nokkum veginn jafnt á milli
húsanna, hvað nytjar varðaði. Að
vísu var lítið hús neðan til í tún-
jaðrinum, þar sem bjó Kristján
Helgason, sem kallaður var „afi.“
Hann starfaði í kjötbúð K.E.A.,
þeirri gömlu með gyllta nauts-
hausnum yfir hurðinni. Ég held,
að Kristján hafi verið ekkjumaður,
en hann átti uppkomna dóttur,
sem Freyja hét. Hún hafði numið
úskurðarlist hjá Geir Þormar og
átti margs konar tæki til tré-
skurðar. Læddist ég oft inn í kjall-
arann til hennar og skoðaði mun-
ina, sem hún hafði skorið út af
hagleik sínum. Hrifnastur varð ég
af hermönnum í litklæðum með
slíðruð sverð. Mikið langaði mig
að eiga svona muni og vonaðist til
þess, að Freyja gæfí mér einn
slíkan - en þetta var útúrdúr frá
minningarbrotinu frá 1918.
Allir, sem vettlingi gátu valdið,
vom í heyskap á túninu milli
Breiðabliks og Æsustaða. Lokið
var við að sæta heyið á túni okkar,
og pabbi hafði stungið þríarma-
kvísl í eitt sætið. Slík verktök hefi
ég aldrei séð fyrr eða síðar, en þau
gætu hafa tíðkast í Eystrihrepp í
Ámessýslu. Við áttum indælan
hvolp, er Kolur hét, og héldum
við hópinn lengi og vel. Ég ætlaði
að flýja Kol í leik okkar og stökk
upp í eitt sætið, en þá vildi ekki
betur til en svo, að miðarmur
kvíslarinnar stakkst gegnum rist-
ina á hægra fæti. Ég man, að ég
var borinn inn í skyndi og lagður í
rúm mömmu, sem lá þá á sæng að
Jóhanni bróður mínum, er fæddist
skömmu síðar. Sárið greri, en
áberandi örið hefur fylgt mér alla
tíð síðan.
Annað minningabrot hefir
festst í mér frá haustinu 1918. Eitt
kvöldið var okkur systkinunum
leyft að fara sem snöggvast út á
tröppur og horfa í suðausturátt yfir
Garðsárdalinn. Gaf þar heidur bet-
ur á að líta. Dimmur hausthiminn-
inn lýstist upp af snöggum
leiftrum. Kötlugosið 1918 var
hafið.
Ári síðar, um vorið, man ég vel
eftir hvíthærðum öldungi í ryk-
frakka, með svartan kúluhatt á
höfði og staf í hendi, sem kom
neðan Eyrarlandsveg og virtist
sjóndapur. Ég sat úti á stétt og var
að leika mér. Gamli maðurinn
staldraði við og sagði: „Gubbi
minn, viltu leiða mig að Barði?“
Þar á Barðshominu bjuggu þá
María Flóventsdóttir og maður
hennar Júlíus Kristjánsson í torf-
kofa. Síðar vissi ég, að þessi
öldungur var séra Matthías
Jochumsson þjóðskáld og klerkur,
þá háaldraður. Hann staldraði við
hjá Maríu á Barði, hvfldi sig og
fékk kaffisopa og rölti síðan áfram
suður Eyrarlandsveg til Stein-
gríms sonar síns.
- Nú þegar ég staldra við þessa
minnismynd úr lífi mínu, minnist
ég þess, að faðir minn sagði mér
löngu síðar eftirfarandi sögu:
Það var eitt sinn á fyrstu
embættisárum hans á Akureyri, að
hans var vitjað skamman veg fram
í Eyjafjörð. Þá átti pabbi hesta
sem oft síðar, og bauð hann séra
Matthíasi að koma með sér. Þegar
heim var haldið, létu þeir klárana
lötra og margt bar á góma, þar á
meðal trúmál. Pabbi flíkaði aldrei
trúarskoðunum sínum og ekki
heldur þá, en allt í einu varpaði
hann fram eftirfarandi stöku:
Flýi önd vor feigðarlönd
frjáls afböndum meina,
fyrst má rönd af furðuströnd
fyrir höndum greina.
Þjóðskáldið sagði: „Skrambans
vel ort, Sigurður."
En áfram með bemskuminn-
ingamar.
Tveimur ámm síðar átti eftir-
farandi atburður sér stað:
Ysti hluti túns pabba var ekki
sléttaður, og vom þar móar. Við
krakkamir uppgötvuðum, að þúfu-
tittlingur hafði verpt þar í
móunum fimm eggjum í hreiður
sitt. Fylgdumst við nú gætilega
með framvindu í því máli. Einn
daginn vom fimm smáungar
komnir úr eggjunum. Við tíndum
maðka og flugur og lögðum á
hreiðurbarminn, og ekkert annað
komst að í huga okkar en þessi
dásemd náttúmnnar.
Foreldrarnir urðu gæfir, þegar
þeir sáu, að við vildum þeim að-
eins vel. Dag nokkum, er við
vitjuðum hreiðursins, voru fo-
reldramir á bak og burt, en ungar-
nir lágu dauðir þar. Aðkomuköttur
hafði framið þetta ódæði. Þetta
var sorgardagur hjá okkur krökk-
unum. Við fómm heim, fengum
ferhymdan, rauðlakkaðan blikk-
kassa, sem mamma notaði undir
smákökur, og hreina hvíta blúndu-
gardínu. Litlu líkin fimm vom
vafin í þetta lín og lögð í kassann.
Síðan héldum við krakkamir í
halarófu með kistuna og sungum
sorgarljóð bamsins. Ég var prest-
ur, hinir mynduðu líkfylgdina.
Utan girðingar, fyrir sunnan hús-
ið, var rauðmálaður bmnahani, og
við hann tókum við hæfilega gröf.
I hana lögðum við kistuna, köku-
kassann, með líkunum fimm. Að
lokinni hæfilegri bæn til himna-
föður og með tilheyrandi sorgar-
söngli voru ungamir jarðsettir. Ég
bað Guð að taka ungana til sín og
hugga syrgjandi foreldra. Á leiðið
settum við kransa úr fíflum og
sóleyjum. Þessi jarðarför er mér
minnisstæð, og vafalaust má finna
þama ryðgaða kistuna enn í dag.
Á þessum ámm var rafmagn
ekki komið og því ekki til að
dreifa, að útvarp og enn síður
sjónvarp glepti eða tefði fyrir
háttatíma okkar krakkanna, sem
venjulega var um áttaleytið á
kvöldin. Þegar þetta var, hafði
mamma alltaf tvær stúlkur á vist.
Sú er gætti okkar krakkanna, var
María Emilsdóttir, systir Tryggva
Emilsonar, sem margir þekkja af
skrifum hans. Hin stúlkan vann
eldhúsverkin, og hét hún Þorbjörg
Jónsdóttir, kölluð Tobba, ættuð úr
Skagafirði, systir Bjöms Jóns-
sonar verkalýðsleiðtoga og síðar
alþingismanns og ráðherra.
Ég á margar skemmtilegar
endurminningar af samskiptum
mínum við þessar stúlkur. Eins og
áður hefur komið fram, var amma
mín dönsk að ætt og uppmna og
talaði ætíð dönsku. Hún bjó hjá
okkur á Akureyri hálft árið og var
hinn helming ársins í Hafnarfirði
eða Reykjavík. Ég held, að það sé
ekki ofsögum sagt, að við
krakkamir skildum lítið sem
ekkert af því, sem hún talaði til
okkar. Raunar skildu Tobba og
Maja ekkert af því, sem hún sagði
heldur. Einhverju sinni sagði
amma við Tobbu, þegar komið
var að kaffinu eftir matinn: „Vil
De tage koppeme ind?“ Aumingja
Tobba kom alveg af fjöllum og
minnstu munaði, að hún sækti
hlandkoppana og kæmi færandi
hendi með þá inn til gestanna. Það
hefði verið félegur fjandi fyrir
ömmu!
Á þessum árum bámst foreldr-
ar mínir mikið á og lifðu hátt á
þeirrar tíðar vísu. Þau vom ýmist í
boðum eða með gesti heima,
þannig að við krakkamir vomm
mikið upp á Tobbu og Maju
komnir, ekki síst fyrir það, að
amma talaði einungis dönsku.
Þannig háttaði til í húsinu á
Eyrarlandsvegi, að brattur stigi lá
frá eldhúsinu, sem var á neðri
hæð, upp á loftið. Þegar amma fór
suður, hafði hún við tiltektir fleygt
ýmsu pappírsmsli á gólfið í her-
bergi sínu, sem var í norðanverðu
húsinu á efri hæð. Þegar amma
var farin, fór ég inn í herbergið og
freistaði þess að finna eitthvað
bitastætt, eitthvað verðmætt til að
nýta. Ég fann kertisstubb í drasl-
inu og eldspýtur á borðinu. Þetta
var skömmu áður en rafmagn var
lagt í húsið.
- Eins og gefur að skilja, sat ég
ekki auðum höndum og góndi á
kertið, heldur kveikti á því, en var
svo óheppinn að missa það niður í
bréfadraslið á gólfinu. Það var
auðvitað ekki að sökum að spyrja,
eldurinn læsti sig í pappírinn á
gólfinu, án þess að ég kæmi
nokkmm vömum við, og þaðan í
;síð gluggatjöld, sem vom fyrir
1 glugganum.
Fátt var annað til ráða en hrópa
á hjálp og það án tafar. Svo heppi-
lega vildi til, að hleri var milli
herbergisins og eldhússins á neðri
hæðinni. Ég opnaði hann með
erfiðismunum og hrópaði:
„Tobba, Tobba, eldur, eldur.“
Báðar vom vinnukonumar afar
samvisku- og vinnusamar. Þannig
var Þorbjörg á sínum stað í eld-
húsinu, þegar ég hrópaði. Hún var
fljót að átta sig, fyllti vatnsfötu í
snatri og flýtti sér sem mest hún
mátti til að slökkva eldinn, og
tókst henni það snilldarlega. Ég
má vart til þess hugsa, hvað hefði
gerst, ef skjótra viðbragða Tobbu
hefði ekki notið við í þessum
hrakfömm mínum.
Foreldrar mínir voru ekki
heima, þegar þetta átti sér stað,
vom einhvers staðar í boði. Eins
og nærri má geta, varð ég afar
skelkaður og þó enn hræddari við
að verða hýddur duglega, þegar
þau kæmust að hinu sanna. Ég
læddi mér því í rúmið og þóttist
sofa, þegar ég heyrði þau koma
heim. Ekki var ég flengdur í það
skiptið og ekki heldur síðar fyrir
uppátækið. Hvort það var fyrir
það, að Tobba tók á sig sökina,
eða hitt að ég átti afmæli daginn
eftir, verður sennilega ósvarað
héðan af. En ég lá lengi andvaka,
meðan ég var hálft í hvom að bíða
eftir typtuninni, en loks sigraði
svefninn. Mér til óblandinnar
ánægju sá ég sleða bundinn við
rúmið mitt, þegar ég vaknaði um
morguninn. Ég man, að ég hugs-
aði með mér, að trúlegast væri
hann afmælisgjöf frá mömmu og
pabba fremur en verðlaun fyrir
íkveikjuna.
Ekki gaf Maja Tobbu neitt
eftir. Þær vom báðar yndislegar,
hvor á sinn hátt. Maja sagði okkur
fallegar og spennandi sögur, og
vom það oft framhaldssögur.
Klukkan hálfníu hætti hún, slökkti
ljósið og sagði okkur að biðja
bænimar okkar og þá myndu
englar guðs vaka yfir okkur.
Eitt sinn lagði hún hlustimar
við dymar og heyrði mig þá fara
með eftirfarandi bæn: „Góði Guð,
láttu englana fara, svo Maja mín
geti haldið áfram að segja okkur
sögur." Margar sögur hefur María
sagt síðar af mér sem smápeyja.
Mér þótti sérstaklega vænt um
Maríu. Hún kenndi mér að lesa og
skrifa. Þegar ekki var lengur þörf
fyrir bamfóstru, giftist María fyrri
manni sínum, sem hét Friðgeir
Jónsson. Geiri var indælismaður
og Maríu samboðinn. Þau vom
fátæk og leigðu sér ódýrar íbúðir á
Akureyri. Þau komu oft í heim-
sókn til okkar í Lækjargötu 3.
Bæði störfuðu þau í Gefjun. Nú
rofnaði samband okkar við þau,
og get ég vart rakið ævi þeirra
hjóna sem skyldi.
Þó hefi ég ljósa mynd af af-
drífaríkum atburði. Ég var í fyrsta
bekk Gagnfræðaskóla Akureyrar
og var á leið í skólann eftir há-
degismat. Þá sá ég, að nokkrir
menn komu utan brekku og bám
bömr á milli sín. María gekk við
hlið þeirra. Ég spurði hana, hvað
væri um að vera, og þá sagði hún
mér, að á bömnum væri Geiri
maður hennar. Hann hafði flækst í
reim í vél í Gefjun og slasast
mikið. Fylgdin var á leið suður á
sjúkrahús. Þar lést Geiri.
Eftir þetta ákvað María að fara
til íslandsbyggða í Kanada, því að
þar bjuggu ættingjar hennar. Hún
undi sér ekki þar og kom aftur
heim til íslands árið 1930.
Skömmu síðar kynntist hún