Dagur - 17.02.1993, Blaðsíða 3

Dagur - 17.02.1993, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. febrúar 1993 - DAGUR - 3 Fréttir Byggingafyrirtækið SS Byggir á Akureyri afhenti fyrir helgina húsnæðisnefnd Akureyrar 5 íbúðir í Vestur- síðu 16. A myndinni er hluti starfsmanna SS Byggis sem vann við íbúðirnar svo og undirverktakar. Á inn- felldu inyndinni er Heimir Jóhannsson, annar eigenda SS Byggis ■ eldhúsi einnar íbúðarinnar en öll tré- smíðavinna var einnig í höndum fyrirtækisins. Myndir: Robyn Skagafjörður: Ráðstefna um atvinnumál Nú er í undirbúningi ráðstefna um atvinnumál í Skagafirði. Þar verður staða atvinnumála í héraðinu rædd og möguleikar skoðaðir. Það eru aðilar frá verkalýðsfélögum, fyrirtækj- um, Sauðárkróksbæ og sveit- arfélögum sem að ráðstefnunni standa. Þórólfur Gíslason kaupfélags- stjóri K.S. á Sauðárkróki átti hugmyndina að ráðstefnunni. Að tilhlutan Kaupfélagsins hefur verið stofnuð nefnd til að vinna að undirbúningi. Sæti í henni eiga aðilar frá Sauðárkróksbæ, Héraðsnefnd Skagfirðinga fyrir hönd hreppanna, Verkamanna- félaginu Fram sem eru stærstu launþegasamtökin og Kaupfélagi Skagfirðinga sem er stærsti atvinnurekandinn í sýslunni. Til- gangur ráðstefnunnar er „að draga upp þá mynd sem er og þá möguleika sem framundan eru, bæði á sviði atvinnumála og allt það sem tengist atvinnumálum, þ.e. opinber stjórnsýsla, skóla- mál og fleira,“ sagði Þórólfur í samtali við blaðið. „Okkur finnst atvinnulífið hér hafa verið í þokkalegu jafnvægi, en sjálfsagt eru margir í óvissu hvort atvinnulífið sé í lagi eða hvort við erum seinni í niður- sveiflunni,“ sagði Þórólfur þegar hann var inntur eftir því hvernig hugmyndin að ráðstefnunni var tilkomin. Það þykir því full ástæða til að ræða stöðuna og hvað sé hægt að gera til eflingar atvinnulífinu. Undirbúningur ráðstefnunnar er á frumstigi og ekki búið að ákveða dagsetningu, en ætlunin er að halda hana fljót- í DAGS-LJÓSINU Afgreiðsla Atvinnutryggingasjoðs: „Verkeftii sett í gang eins fljótt og auðið er“ - segir bæjarstjórinn á Húsavík Atvinnutryggingasjóður hefur samþykkt umsókn Húsavíkur- bæjar um sex verkefni til atvinnusköpunar í sumar. Unnið verður að verkefnunum á tímabilinu júní-ágúst og er kostnaður við þau áætlaður rúmlega 5,6 milljónir. Einar Njálsson bæjarstjóri sagði að hinsvegar væri ekki rétt að ekkert yrði gert í atvinnumál- um af þessum toga fyrr en í sumar. „í okkar umsókn, sem var samþykkt, var gerð grein fyrir því að þessi verkefni sem þegar væri búið að skilgreina væri bara hluti verkefnanna, og við áskild- um okkur rétt til að koma með! fleiri verkefni síðar. Það er opið' af hendi sjóðsins og starfshópur hefur verið settur í gang,“ sagði Einar. í starfshópnum eru tveir menn frá Atvinnumálanefnd, tveir frá Verkalýðsfélaginu og framkvæmdastjóri Atvinnuþróun- arfélagsins, sem jafnframt er for- maður hópsins. „Hópurinn gegnir því hlut- verki að fara yfir hugmyndir sem fram hafa komið um atvinnu- skapandi verkefni, með það fyrir augum að setja verkefni í gang eins fljótt og auðið er,“ sagði bæjarstjóri. Verkefnin sem þegar hafa ver- ið ákveðin á komandi sumri fel- ast í: Sáningu grasfræs og dreif- ingu áburðar á mela, alls 20 vinnuvikur. Niðurstungu rofa- barða og sáningu, alls 40 vinnu- vikur. Áburðardreifingu á mólendi þar sem búið er að planta trjám, alls 20 vinnuvikur. Niðurrifi gamalla girðinga í Grásteinsheiði, alls 20 vinnuvik- ur. Landverndunarverkefni í Mývatnssveit, alls 30 vinnuvikur. Tilraunir með dreifingu lífræns áburðar úr fiskslógi, alls fjórar vinnuvikur. IM Opna Flugleiðamótið: Siglflrð- ingarnir í sjötta sæti Sveit Glitnis sigraði á Opna Flugleiðamótinu í bridds en sveit Sparisjóðs Siglufjarðar varð í 6. sæti. Siglfirðingar leiddu eftir sex umferðir en Glitnismenn voru þá í 25.- 26. sæti en þeir tóku gífur- legan endasprett. Það voru engir smákallar sem skipuðu sveit Glitnis, eða þeir Helgi Jóhannsson, Guð- mundur Hermannsson, Aðal- steinn Jörgensen, Björn Ey- steinsson og Ragnar Magnús- son. Röð efstu sveita varð þessi: 1. Glitnir 190 stig. 2. Hol- land 186. 3. Zia Mahmood 182. 4. S. Ármann Magnússon 181. 5. Norge - Landsbréf 180. 6. Sparisjóður Siglufjarðar 179. 7.-8. Landsbréf, Sigurður ívarsson 176. 9. Belladonna 172. Þá má geta þess að sveit Búnaðarbankans á Sauðár- króki varð í 16.-18. sæti með 161 stig. SS Álitsgerð stjórnar Eyþings - samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra: Sameiningammræðan fái nauðsynlegan tíma Stjórn Eyþings, samtaka sveit- arfélaga í Norðurlandskjör- dæmi eystra, vill að næsta skref í umræðu um sameiningu sveitarfélaga verði að skipa nefnd til að gera uppkast að nýrri verka- og tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Nefnd- inni verði einnig falið að móta hugmyndir að því hvernig fara skuli með mismunandi eigna- og skuldastöðu sveitarfélaga við sameiningu. Við skipun þessarar nefndar leggur stjórn Eyþings áherslu á að jafnræðis verði gætt. Þetta kemur fram í áliti stjórn- ar Eyþings um skýrsluna „Aukið hlutverk sveitarfélaga“, sem kom út í október á síðasta ári. Þar er einnig lagt til að félagsmálaráð- herra leggi fram frumvarp á Alþingi til breytinga á 10. grein sveitarstjórnarlaga er miði að því að einfalda málsmeðferð við sameiningu sveitarfélaga. Stefnt verði að því að lögin fáist sam- þykkt á vorþingi. Samningar viö ríkið haldi Álitsgerð stjórnar Eyþings er víðtæk og tekur til margra þátta. Rík áhersla er lögð á nauðsyn þess að samningar ríkis og sveit- arfélaganna um verkaskiptingu haldi og til þess að tryggja það verði sett inn ákvæði í stjórnar- skrá og jafnframt komið á fót sér- stökum stjórnsýsludómstóli. Einnig er lögð áhersla á að réttur sveitarfélaga og íbúa þeirra til sjálfsákvörðunar verði virtur eins og kostur er. Varðandi verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga leggur stjórn Eyþings til að sveitarfélögin hafi einkum með höndum staðbundin verkefni, en ríkisvaldið annist verkefni sem hagkvæmt er að leysa á landsvísu. Tekið er fram að verkaskipting ríkis og sveitar- félaga skuli vera skýr og hver málaflokkur heyra eftir því sem kostur er aðeins undir einn aðila. Um breytingu á mörkum sveitar- félaga segir í álitsgerðinni: Stjórn Eyþings telur jákvætt að fram fari umræða um breytingu á mörkum sveitarfélaga enda leiði sameining sveitarfélaga til: efl- ingar á sveitarfélögum stjórn- sýslulega, bættrar og jafnrar þjónustu við íbúana, betri mögu- leika sveitarfélaga til að sinna verkefnum sínum og jöfnunar á stöðu sveitarfélaga innbyrðis. Skiptar skoðanir um grunnskólann Nánar er fjallað um einstök verk- efni. Fram kemur að skiptar skoðanir séu á því innan Eyþings hvort rétt sé að færa rekstur grunnskólans alveg til sveitar- félaga. Sveitarfélög geti haft bæði stjórnunarlegan og faglegan ávinning af því að yfirtaka grunn- skólann. Við yfirtöku verði þó að gæta þess að fjármunatilfærsla miðist við raunverulegar þarfir skólastarfsins en ekki ástand dagsins í dag. Hins vegar sé sú hætta fyrir hendi að menntunar- framboð verði mismunandi vegna misjafnra möguleika sveit- arfélaga til að uppfylla kröfur af hendi löggjafans. Varðandi heilsugæsluna, öldr- unarþjónustu og málefni fatlaðra kemur fram í álitsgerðinni að stjórn Eyþings telji marga þætti þessara málaflokka til þess fallna að flytja þá yfir til sveitarfélag- anna, en telur að skoða beri upp- byggingu og skipulag þeirra betur áður en breytingar verði gerðar. Nýta megi þekkingu sem fáist hjá reynslusveitarfélögum við endur- skipulagningu þessara mála- flokka. Verkaskipting í hafnamálum verði í aðalatriðum óbreytt Stjórn Eyþings telur samkvæmt álitsgerðinni að ríkið eigi áfram að reka framhaldsskóla og sjúkrahús og fella eigi niður þátt- töku sveitarfélaga í stofnkostnaði þessara málaflokka. í hafnamálum er lagt til að verkaskipting verði í aðalatriðum óbreytt, þ.e. að rekstur verði á hendi hafnarsjóðanna, en fjár- festingunni skipt á milli ríkis og sveitarfélaga. Þá telur stjórn Eyþings að uppbygging og rekst- ur mannvirkja til flugsamgangna eigi áfram að vera verkefni ríkis- ins. í álitsgerð Eyþings er fjallað um tekjustofna sveitarfélaga og kemur fram áhersla stjórnar Eyþings um að breyting á útsvarsprósentu, ef til komi, leiði ekki til aukinnar skattlagningar íbúanna. Um aðstöðugjaldið seg- ir að mjög vandlega verði að skoða hvað komi í stað þess. Þá er tekið undir það sjónarntið að beri að efla Jöfnunarsjóð sveitar- félaga, „enda ekki séð að með öðrum hætti náist nauðsynleg jöfnun milli sveitarfélaga.“ Sveitarstjórnarstigið verði eflt í lokaorðum álitsgerðar stjórnar Eyþings er ítrekuð jákvæð af- staða til þess að skoða allar hug- myndir er leiði til eflingar sveit- arstjórnarstigsins, en jafnframt er það álit látið í ljós að þau tímamörk sem lögð eru til í nefndri skýrslu frá í október séu of knöpp. „Réttara væri að gefa sér lengri tíma, sem jafnframt mætti nýta til ntargvíslegra úrbóta, t.d. í samgöngumálum, sem mjög víða er forsenda stækk- unar sveitarfélaga." Stjórn Eyþings vill skoða hugmyndina um reynslusveitarfélög og telur að þannig geti fengist þýðingar- miklar upplýsingar. Jafnframt hafnar stjórnin hugmyndum um að skipta sveitarfélögum í tvo flokka hvað varðar verkefnatil- færslu og telur að sömu verka- skiptareglur eigi að gilda fyrir öll sveitarfélög, annað muni leiða til frekara misvægis í þjónustu við íbúa landsins en nú er. Vilji íbúanna ráði í umræðu um sameiningu Um sameiningu sveitarfélaga segir í álitsgerð stjórnar Eyþings að mikilvægt sé að þannig verði staðið að málum að vilji íbúanna ráði en „ekki verði um lögboðna þvingun að ræða.“ Um samein- ingarkosningar segir orðrétt: „Stjórn Eyþings leggur til þá breytingu á fyrirkomulagi kosn- inga að „meirihluti atkvæðis- bærra manna“ þurfi til að sam- þykkja eða fella tillögu að sam- einingu, þó skal einfaldur meiri- hluti ráða, ef kosningaþátttaka er 75% eða meiri. Skiptar skoðanir eru á því innan Eyþings hvort telja beri atkvæði sérstaklega í hverju sveitarfélagi, óháð íbúa- fjölda þeirra.“ óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.