Dagur - 17.02.1993, Blaðsíða 7

Dagur - 17.02.1993, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 17. febrúar 1993 - DAGUR - 7 Heimahlynning einstaklinga með krabbamein: Um tíma hefur farið fram sam- starf milli starfsfólks Fjórð- ungssjúkrahússins og Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri um hjúkrun í heimahúsum sem felst í aðhlynningu krabba- meinssjúklinga sem eru með sjúkdóminn á ólæknandi stigi. Það er blandaður hópur sem sinnir þessu málefni, þ.m.t. hjúkrunarfræðingar, læknar, geðlæknar, prestar og sjúkra- liðar. Upphaf þessa samstarfs er kynning um líknarfræðslu og heimahlynningu á vegum Heimahlynningar í Reykjavík á árinu 1989 og hefur þessi hópur sem áður er getið sinnt sjúklingum sl. þrjú ár í litlum mæli og stuðlað að fræðslu er tengist líknarmeðferð, svo sem verkjameðferð, sorg, hug- myndarfræði Hospice (líknar- meðferð) o.fl. Hugmyndafræði Hospice er ákveðið hugtak yfir meðferð sjúklinga þar sem lækning ákveð- ins sjúkdóms er ekki lengur möguleg og hjá hópnum á Akur- eyri er sérstaklega verið að hugsa um aðhlynningu krabbameins- sjúklinga þótt fleiri glími við ólæknandi sjúkdóma. Segja má að þetta starf hafi farið hægt af stað en hafi verið smám saman að vinda upp á sig, en ekki er gott að gera sér hugmyndir um hvernig það þróast og hvort aðhlynningin muni í framtíðinni beinast að fleirum en krabbameinssjúkling- um. arar til þessa starfs og í framhaldi af því myndað sér skoðanir og gert sér grein fyrir því hvernig hægt væri með sem hagkvæm- asta hætti að sinna þessu starfi sjúklingar eða aðstandendur þeirra snúið sér ef þeir vilja leita aðstoðar? Þær stöllur telja nauðsynlegt að starfsemin geti verið það víð- ustu en vart hefur orðið við það að fólk hefur ekki vitað hvert eigi að leita í þessum tilfellum. Þær upplýsingar er að fá hjá læknum og hjúkrunarfólki Heilsugæslu- skyldur eru lagðar þeim á herðar til þess að sjúklingurinn geti ver- ið sem lengst heima meðal ást- vina sinna. Áríðandi er að bæði sjúklingur og aðstandendur geri sér ljóst að þrátt fyrir þessa líkn- arhjúkrun þá lokast engar leiðir til þess að sjúklingur geti lagst inn á sjúkrahús og fengið þá meðferð sem þar er veitt. Heima- hlynningin er sjúklingnum algjör- lega að kostnaðarlausu. Oft finnst sjúklingi að hann sé að leggja óþarflega miklar byrðar og skyldur á sína nánustu ættingja með því að vera heima. Með stuðningi heimahlynningar er það í flestum tilfellum léttara fyr- ir hann að taka þá ákvörðun að vera heima. Ekki er hægt að ætlast til að sjúklingur eða aðstandendur hafi þá þekkingu eða aðstæður til að hafa frumkvæði og framkvæmd á eigin meðferð og því þurfa að vera tiltækar upplýsingar um meðferð þannig að hægt sé að finna viðunandi lausn fyrir sjúkl- inginn. Sjúklingi og aðstandend- um er kennt að gera það sem þeir geta af umönnun og meðferð og hjálpar það oft fólki til að losna við kvíða og ótta eftir því sem mögulegt er. Það er oft vandamál hvernig á að umgangast og tala við sjúkling með ólæknandi sjúk- dóm og oft einangrar sjúklingur- inn sig og vill ekki vera byrði á aðstandendum. Hjúkrunarfræðingarnir Valgerður Jónsdóttir, Vigdís Steinþórsdóttir og Elísabet Hjörleifsdóttir hafa haft frum- kvæði að því að blönduðum hópi sem sinnir málefnum krabbameinssjúklinga hefur verið komið á fót. Mynd: gg Geftir fólki möguleika á lengri dvöl heima með Qölskyldunni Hjúkrunarfræðingarnir Val- gerður Jónsdóttir, Vigdís Stein- þórsdóttir og Elísabet Hjörleifs- dóttir segja að þær hafi verið að kynnast viðhorfum hverrar ann- þannig að það kæmi krabbameins- sjúklingunum og aðstandendum þeirra að sem bestum notum. En hvert geta krabbameins- feðmin að allir þeir sem eru með ólæknandi krabbamein og vilja dvelja sem lengst heima hjá ætt- ingjum geti notið þessarar þjón- Hljómsveitin Herramenn: Skemmtir Islendingum í Stuttgart Skagfirska hljómsveitin Herramenn er nú á förum til Þýskalands tO að spila á þorra- blóti Islendingafélagsins í Stuttgart. Þeir félagar hafa annars nóg að gera við að spila og segjast uppteknir all- ar helgar. Blaðamaður leit við á æfingu hjá Herramönnum nýverið. Þeir voru að æfa fyrir utan- landsferðina, en kváðust annars á leið suður þar sem þeir verða við upptökur á sumarsmellun- um. Þeir halda svo til Þýska- lands á fimmtudag til að skemmta á þorrablóti íslend- ingafélagsins í Stuttgart nk. laugardagskvöld. Einnig munu þeir koma fram í klúbbi þar í borg á sunnudagskvöldið. Að sögn þeirra félaga bauðst þeim einnig að fara til Svíþjóð- ar að skemmta á þorrablóti þar eins og þeir gerðu í fyrra. Þeir ætla þó að láta Stuttgart nægja þetta árið, enda slíkar ferðir meira til tilbreytingar en sem gróðavegur. Hljómsveitina Herramenn skipa þeir Arnar Kjartansson, Birkir L. Guðmundsson, Hörð- ur G. Ólafsson, Kristján Gísla- son og Svavar B. Sigurðsson. sþ Herramenn: Ætla að láta Stuttgart nægja þetta árið utan lands. stöðvarinnar og einnig hjá lækn- um og hjúkrunarfólki Fjórðungs- sjúkrahússins. Þar sem heima- hjúkrunin getur enn ekki boðið upp á sólarhringsþjónustu þá kemur heimahlynningin þar til skjalanna og brúar það bil sem skapast t.d. á kvöldin og nóttunni ýmist með vitjunum eða bak- vöktum. Þeir læknar eða hjúkr- unarfræðingar sem hafa haft við- komandi sjúkling í meðferð geta bent sjúklingnum á hvert skuli leita sé óskað eftir þjónustunni. Viðbót við heilbrigðisþjónustuna Þess ber að geta að heimahlynn- ing er hrein viðbót við þá þjón- ustu sem krabbameinssjúklingar njóta hjá heilbigðisþjónustunni eins og t.d. hjá heimahjúkrun Heilsugæslustöðvarinnar eða Fjórðungssjúkrahúsinu og það gerir þeim kleyft að vera lengur heima og jafnframt veikari heima. Það er hins vegar lykilatr- iði í þjónustu heimahlynningar að fjölskylda sjúklingsins taki virkan þátt í aðhlynningunni t.d. með því að vera þess fullkomlega meðvituð í hverju aðhlynningin felst því augljóst má vera að ekki er hægt að dvelja allan sólar- hringinn hjá sjúklingnum. Bak- vaktir tryggja að möguleikar eru á að leita strax hjálpar ef nauðsyn krefur og auðvelt er að ná sam- bandi því hún er með símboða- kerfi. Skyldur aðstandenda Eitt hið fyrsta sem gert er þegar beðið er um aðhlynningu er að sest er niður með aðstandend- um og þeim gert ljóst hvaða Lengri dvöl í heimahúsum Þessi aðstoð þýðir í raun að sjúklingurinn getur verið heima um tíma en getur þurft að fara á sjúkrahús tímabundið og síðan aftur heim. Þá þarf sú hugsun ekki að eiga sér stað að ef farið er á sjúkrahús þá eigi sjúklingurinn ekki þaðan afturkvæmt því með umræddri aðstoð er þeim mögu- leika alltaf haldið opnum og í sumum tilfellum deyr hann heima. Það er ekki eingöngu meðferð sjúklingsins sem höfð er í heiðri heldur er einnig verið að fyrirbyggja alvarleg áföll hjá maka og fjölskyldu sjúklingsins. Jafnframt er að nokkru leyti kom- ið í veg fyrir að upp komi sú sekt- arkennd hjá ættingjunum að kannski hefði verið hægt að gera meira til að koma til móts við óskir sjúklingsins. Allir vita hversu dýrmætt það getur verið í minningunni að hafa átt sameig- inlega jólahátíð, páska eða aðrar gleðistundir í fjölskyldunni. Ekki er vitað hversu margir eru í þörf fyrir þessa þjónustu en nú þegar hægt verður að bjóða upp á örugga sólarhringsþjónustu þá skýrast nokkuð línur. Það er enn allóljóst í hugum margra hvað felst í heimahlynningu krabbameinssjúklinga og jafnvel óljóst hverjir eigi þess kost að njóta hennar. í Reykjavík hefur sams konar starfsemi verið síðan 1987 og er mjög vaxandi og þykir orðið sjálfsagður hlutur í heildar- meðferð á krabbameinssjúkling- um. Segja má að krabbameins- sjúkdómurinn spyrji ekki um ald- ur og því leitar fólk á ýmsum aldri eftir þessari aðstoð, ekki síst fólk á miðjum aldri sem vill vera heima og hafa hönd í bagga með fjölskyldulífinu eins lengi og mögulegt er. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.