Dagur - 17.02.1993, Blaðsíða 1

Dagur - 17.02.1993, Blaðsíða 1
76. árgangur ■ Miðvikudagur 17. febrúar 1993 • 32. tölublað Vel klæddur í fötum frá ernabudin HAFNARSTRÆTI92 602 AKUREYRI SÍMI96-26708 BOX 397 BERNHARDT 7he Tuilor-I.iH)k Tekist á við tuminn. Mynd: -KK Mikil svellalög víða: Hætta á kalskeirnndiim fer vaxandi með hverjum degi - segir Bjarni E. Guðleifsson, ráðunautur Listasafn Akureyrar: Haraldur Ingi Har- aldsson ráðinn „Ég er afar ánægður og stoltur yfir því að mér sé veitt þetta traust. Þetta er vissu- lega mjög spennandi starf,“ sagði Haraldur Ingi Haraldsson, nýráðinn forstöðumaður Lista- safns Akureyrar. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í gær að ráða hann í stöðuna til næstu fjögurra ára. Atkvæði féllu þannig í leynilegri atkvæöa- greiðslu að Haraldur Ingi fékk 6 atkvæði, Kristinn G. Jóhanns- son 4 og Ásta Kristbergsdóttir 1 atkvæði. Átta sóttu um stöðu forstöðu- manns væntanlegs listasafns í Grófargili. Menningarmálanefnd bæjarins fjallaði um umsækjendur á þrem fundum og féllu atkvæði um þá þannig að Kristinn G. Jóhannsson, myndlistarmaður á Akureyri, hlaut 3 atkvæði, Harald- ur Ingi 1 atkvæði og einn nefnd- armaður greiddi ekki atkvæði. Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar kom fram það álit Sigfríðar Porsteinsdóttur (B) að þær fjórar konur sem sótt hefðu um stöðuna væru fyllilega hæfar til að gegna henni. Sigfríður lagði til að mál- inu yrði aftur vísað til menning- armálanefndar og bæjarstjóra og jafnréttisfulltrúa falið að kynna nefndarmönnum markmið jafn- réttisáætlunar bæjarins. Auk Sig- fríðar studdu Þórarinn E. Sveins- son (B) og Jakob Björnsson (B) þessa tillögu, en fimm voru á móti. Þá var gengið til skriflegrar atkvæðagreiðslu, að beiðni Þór- arins E. Sveinssonar, og féllu atkvæði eins og áður er getið. Haraldur Ingi Haraldsson er Akureyringur, en nú búsettur í Reykjavík. Hann lauk námi frá Myndlista- handíðaskólanum og las jafnframt sagnfræði í HÍ utan- skóla. Hann hélt síðan til Hollands í framhaldsnám í listum. Haraldur Ingi hefur haldið tíu einkasýning- ar. Eiginkona hans er Kolbrún Jónsdóttir, píanókennari. óþh Viking Brugg: Hófanna leitað á Bretlandsmarkaði Hætta á kali í túnum fer nú vaxandi dag frá degi. Mikil svellalög mynduðust víða í des- embermánuði og jafnvel fyrr á sumum stöðum þar sem snjó- þungt er. Þrátt fyrir hlákur undangengna daga hafa svell ekki náð að eyðast og sumstað- ar hafa þau jafnvel vaxið þar sem snjór og hjarn hafa blotn- að í þíðu en síðan runnið í svell þegar fryst hefur aftur. Talið er að jarðklaki sé aftur á móti ekki meiri en venja er í meðal- Boðinn hefur verið út annar áfangi við viðbyggingu Hvamms, dvalarheimilis aldr- aðra á Húsavík. Um er að ræða lokafrágang hússins, sem nú er um það bil að verða fokhelt. Verktaki við fyrri áfanga er Jónas Gestsson. Húsið á að afhendast fullbúið vorið ’94. í húsinu eru 16 búsetu- réttaríbúðir fyrir aldraða og þar að auki sameiginlegt rými, sam- komusalur og nýtt anddyri fyrir Hvammsheimilið í heild. Heild- arflatarmál byggingarinnar er 1900 fm, og er hún á þremur hæðum. Tilboð í bygginguna verða opnuð 5. mars. „Þetta eru þjónustuíbúðir í búseturéttar- kerfinu á tveimur efstu hæðun- um, eins og dvalarheimilið hefur verið með, en á neðstu hæð eru íbúðir eins og í Hvammsheimil- inu. Það er mikil eftirspurn eftir íbúðunum og fá færri en vilja,“ árferði - meðal annars vegna þeirra snjóa- og svellalaga sem verið hafa. Bjarni E. Guðleifsson, ráðu- nautur, sagði í samtali við Dag að vegna hinna miklu svellalaga sem nú eru sé meiri hætta á kali en oft áður. Ef svell liggi í meira en þrjá mánuði samfleytt sé veruleg hætta á að grös fari að kafna og nú séu orðnir um tveir mánuðir síðan megnið af svellalögunum lagðist yfir. í snjóþyngri sveitum sagði Egill Olgeirsson, stjórnar- formaður Dvalarheimilis aldr- aðra sf. í samtali við Dag. IM „Niðurfelling á krókaleyfi og línutvöföldun er ávísun á bull- andi atvinnuieysi, fjölskyldu- uppflosnun, gjaldþrot og byggðaröskun. Ég vona að Alþingi, sem við íslendingar höfum kosið okkur til heilla, sé ekki svo heillum horfíð að samþykkja þá draumsýn for- manns og hagfræðings LÍÚ, að leggja beri af krókakerfið og Iínutvöföldunina,“ segir séu dæmi um að svellalög hafi myndast í nóvember og jafnvel í október. Því fari kalhættan nú vaxandi dag frá degi og ef svellin taki ekki upp á næstu vikum megi búast við nokkrum eða jafnvel verulegum kalskemmdum í vor. Þó geti hættan verið minni vegna þess hversu svellin lögðust snemma yfir en gróður er ekki eins viðkvæmur fyrir svellaiögum á fyrri hluta vetrar og þegar lengra líður. Bjarni sagði að vegna góðrar veðráttu undanfarna tvo vetur hafi engar kalskemmdir orðið og eldri skemmdir víðast hvar grónar. Því hafi tún verið óvenju falleg á síðasta sumri og veðrátt- an næstu vikur geti ráðið úrslitum um hvort land haldist óskemmt vegna kals. Bjarni sagðist ekki hafa mælt jarðklaka nú en kvaðst telja að ekki væri um meiri klaka í jörð en í venjulegu árferði að ræða þar sem snjóa- og svellalög- in hlífi jörðinni nokkuð fyrir frosti. ÞI Sigurður Gunnarsson, trillu- karl á Húsavík. Sigurður segir, að það kerfi sem trillusjómenn eigi að búa við verði að vera innan ákveðins ramma og um þann ramma verði að nást samkomulag. „í mínum huga ætti slíkt að nást. Einfald- lega þarf að ræða við smábáta- sjómenn, en það hefur „tvíhöfða- nefndin" látið ógert og hún hefur ekki einu sinni rætt við sjávarút- Forsvarsnienn bjórverksmiðj- unnar Yiking Brugg á Akur- eyri hafa síðustu vikur og mán- uði unnið stíft að því að vinna framleiðsluvörum fyrirtækisins markað á erlendri grundu. Fyrstu tilraunir til útflutnings voru til Svíþjóðar en nú er Bretlandsmarkaður í gaum- gæfilegri athugun. Magnús Þorsteinsson, markaðs- stjóri hjá Viking Brugg, vildi hvorki játa því né neita að fyrir- tækið væri að leita hófanna á Bretlandsmarkaði og kvaðst í rauninni ekkert ætla að láta hafa eftir sér fyrr en fyrsti gámurinn væri farinn af stað, þannig að vegsnefnd Alþingis, sem er lögbrot, ef ég hef skilið rétt Matt- hías Bjarnason alþingismann,“ segir Sigurður Gunnarsson. Sigurður bendir á samþykkt Fiskiþings, frá í haust, sem útgangspunkt til lausnar. Þar var rætt um að fjölga banndögum, leyfa 180 veiðidaga á ári, þar af 92 daga í maí, júní og júlí. „Fiskiþing var með fleiri hug- myndir það er lýtur að smábáta- þessar fregnir fengust ekki stað- festar. Samkvæmt heimildum Dags eru samningaumleitanir um dreifingu á talsverðu magni af Viking-bjór á Bretlandsmarkaði langt komnar og líklegt að fyrsta sendingin fari af stað um næstu mánaðamót. Auglýsingastofa í Bretlandi mun vera að markaðs- setja nýtt vörumerki því „Viking“ hefur frekar ruddalega ímynd í Bretlandi og er sennilega ekki sú ímynd sem forsvarsmenn Viking Brugg vilja leggja upp með, en eins og áður segir vildi Magnús ekkert láta hafa eftir sér um málið. SS útgerð og ég lít svo á að þingið hafi kveðið upp úr með að trillu- sjómaðurinn þarf 30 tonn hið minnsta sér og sínum til lífsviður- væris. íslenskir ráðamenn ættu nú að taka mið af samþykktum Ríó-ráðstefnunnar þar sem rík áhersla var lögð á að efla smá- bátaútgerð, því staðreyndin er sú, að smábátaútgerð er hag- kvæmasti útgerðarmátinn og að auki vistvænn,“ segir Sigurður Gunnarsson. ój Húsavík: Útboð hjá Dvalar- heimili aldraðra Afnám krókakerfis og línutvöfóldunar: Ávísun á atvinnuleysi, gjaldþrot og byggðaröskun - segir Sigurður Gunnarsson, trillukarl á Húsavík

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.