Dagur - 17.02.1993, Blaðsíða 5

Dagur - 17.02.1993, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 17. febrúar 1993 - DAGUR - 5 Breytingarnar á togaranum Harðbaki EA-303: Sú ákvörðun að yinna verkið í Póllandi sparaði ÚA 40 milljónir - svar frá Gunnari Larsen, tæknistjóra Útgerðarfélags Akureyringa, við lesendabréfi ónir króna. í frávikatilboðinu var gert ráð fyrir að verkið yrði unnið á öðrum tíma en fram var tekið í útboðslýsingu, tíma sem ekki hentaði Útgerðarfélaginu. í september 1992 samþykkti stjórn félagsins að ganga til samninga við pólsku skipasmíða- stöðina Nauta. Þessi samþykkt var gerð á grundvelli kostnaðar- áætlunar, sem hljóðaði upp á 91,2 milljónir króna. Sambæri- legur kostnaður ef verkið hefði verið unnið hér heima var áætl- Þar sem að kostnaður vegna breytinga á togaranum Harðbaki EA-303 hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og ekki alltaf farið rétt með stað- reyndir í þeirri umræðu, ætla ég að rekja gang mála hér á eftir. Tilboð pólsku stöðvarinnar „Nauta“ hljóðaði upp á um 37 milljónir kr. (676.070,- $). Tilboð Slippstöðvarinnar hljóðaði upp á 66,6 milljónir króna, auk þess skilaði Slippstöðin frávikatilboði sem hljóðaði upp á um 63 millj- aður 119 milljónir króna, það er munur upp á um 28 milljónir króna. Ráðgert var að sandblása skip- ið á þessu ári (þ.e. 1993), en eftir að ljóst var að skipið færi til Pól- lands var ákveðið að láta sand- blása það strax. Kostnaður við sandblástur í Póllandi er um 576 kr./m (9$/m ), en hér heima ekki undir 2.400 kr./m! þ.e. um fjór- faldur munur. Endanleg kostnaðaráætlun var því svohljóðandi: Roy S. Shannon: Morðvopn á nokkur hundruð og níu krónur Það datt bæklingur frá leikfanga- verslun inn um bréfalúguna heima hjá mér í morgun. Hann er í öll- um regnbogans litum og prentaður á góðan pappír. En það var samt tvennt sem stakk mig svo illilega að ég gat ekki stillt mig um að taka mér penna í hönd. í fyrsta lagi er gert ótrúlega lít- ið úr okkur sem ætlast er til að verslum upp úr þessum bæklingi, það enda nefnilega öll verð á 9 krónum!! Heldur kaupmaðurinn virkilega að við séum svona for- áttuvitlaus að við skynjum ekki verð sem endar á 9? Heldur hann að við höldum að 199 krónur séu bara rúmur hundrað kall en að tvö hundruð og ein sé þá hátt í þrjú hundruð? Eða er þetta bara svona skemmtileg tilviljun að þegar búið er að reikna verðið út samkvæmt fyrirfram ákveðinni aðferð þá standi öll verð á þessari einu tölu? Getur ekki einhver reiknifróður sagt mér hverjar líkumar eru til þess að 236 útreiknaðar tölur endi allar á „9“? Ég veit mætavel að þetta er aðferð sem virkar ágæt- lega á ýmsar erlendar þjóðir, til dæmis Bandaríkjamenn, en ég vil bara vona að við séum ennþá á hærra plani en þeir í sambandi við auglýsingaskrum og blekkingar við kúnnann. Hitt sem ég má til að fá útrás á, er að enn er verið að selja bömum vopn. Það er alltaf verið að tala um afvopnun. Þá sjáum við fyrir okkur að verið sé að eyða tröll- vöxnum eldflaugum með kjam- orkusprengjur. En hvar á að byrja afvopnunina? Væri ekki nær að byrja á byrjuninni og afvopna bömin? Við íslendingar erum oft að monta okkur af því að við eig- um ekki her og höfum aldrei lent í styrjöld við nokkra þjóð. Til hvers eiga bömin okkar þá að vera með vopnaskak með byssum og alls kyns fleiri útrýmingarvopnum sem eru upprunnin úr þjóðfélög- lýsinganna, að þekkja hismið frá kjamanum og eigum við þó að vera orðin nógu þroskuð til að velja og hafna. En blessuð böm- in, hvemig eigum við að útskýra fyrir þeim að við eigum ekki að kaupa viðbjóð eins og enskuböl- vandi electróníska herriffla þó þeir séu auglýstir eins og ýmislegt Myndin úr bæklingnum sem greinarhöfundur gerir að umtalsefni. um þar sem hermennska og vopnaburður er sjálfsagður hlutur? Hvers eiga forráðamenn bama að gjalda að borið er inn í hús til þeirra snepill eins og þessi þar sem stórar litmyndir eru af alls- konar morðvopnum í höndum smákrakka? Auglýsingar eru til þess gerðar að láta þann sem þær sér og heyrir finnast að það sem auglýst er, sé ómissandi og nauðsynlegt hverj- um þeim sem til er höfðað. Nógu illa gengur okkur fullorðna fólk- inu að þræða í gegnum skóg aug- sem við getum illa verið án? Og kostar ekki nema nokkur hundruð og níu krónur, ha? Og hvemig eigum við að útskýra fyrir þeim að þetta er bara til þess að kaup- maðurinn græði soldið meira, hvaða aðferðum sem þarf að beita til þess. Nei, nú er mál að stinga við fótum og ganga til liðs við ýmis félög sem hafa það meðal annars á stefnuskrá sinni að afvopna heim- ilin. A skal að ósi stemma. Roy S. Shannon. Höfundur býr á Akureyri. Brynjólfur Brynjólfsson: Skrýtin viðbrögð - athugasemd vegna pistilsins Krafan er í helgarblaði Dags Eins og lesendur Dags hafa séð, hef ég skrifað greinar í Dag um ýmislegt sem hefur vakið athygli mína í umhverfinu. Ég hef ekki ætlast til eða reiknað með nein- um sérstökum viðbrögðum blaðs- ins af því tilefni. Nú hefur það gerst í tvígang, með ekki löngu millibili, að ég fæ viðbrögð, sem mér finnst vera háð, í tilefni þess- ara skrifa. Ég veit ekki og hef ekki kynnt mér hver skrifar pistil með yfir- skriftinni “Krafan er“. Ef þetta á að vera spaug, þá er eitthvað að, annað hvort ræður blaðamaður- inn ekki við þetta vandasama form eða ég er svona skyni skroppinn. Ég hef það þó mér til málsbóta, að ég hef lesið flest það sem Kristinn G. Jóhannsson, skólastjóri, hefur skrifað í blaðið og haft af því ánægju en hann ræður greinilega við þetta form. Ég hitti mann á förnum vegi fyrir löngu. Hann sagði mér að á Degi starfaði maður, sem ætti að hafa með höndum rannsóknar- blaðamennsku og sér sýndist ég geta lent í því að ögra þessum manni í starfi óvart. Ef tilgáta mannsins, sem ég hitti, er rétt, þá þykir mér það slæmt, því það var ekki tilgangurinn með þessari áráttu minni að skrifa. Ég ætla ekki að láta blaðamann á Degi hrekja mig af ritvellinum, enda er það trúlega eitthvað annað sem honum er ætlað þarna á blaðinu. Hvort þessi pistill er dul- argervi hans til þess að ná til þeirra sem hann langar til, veit ég ekki en mér fyndist ástæða til að leggja þennan pistil niður því hann laðar trúlega ekki fólk að til að skrifa. Ég hef komið töluvert á skrif- stofur blaðsins í sambandi við þessi skrif mín og átt þar mjög góðu að mæta bæði hjá Braga Bergmann ritstjóra og starfs- mönnum hans. Þetta fólk laðar mann að sér með góðri og alúð- legri framkomu. Ég hef fengið ýmislegt að heyra vegna þessara skrifa minna eins og við var að búast og tek ég því vel, en þetta finnst mér ekki passa. Brynjólfur Brynjólfsson. Höfundur er matreiöslumeistari á Akur- eyri. Harðbakur EA-303. Liður 1: Tilboðsverð var 37 millj., aukaverk voru áætluð 15% af tilboðsverði. Aukaverk eru ýmis smærri verk sem ekki eru unnin innan tilboðs heldur Samkvæmt samningi skyldi verkinu lokið þann 8. janúar og stöðin greiða 0,5% af samnings- upphæð í dagsektir fyrir hvern dag sem afhending dragist talið Liður 1. Tilboðsverð + áætluð viðbótarverk (15%) 42,4 millj. (779.000-$) Liður2. Sandblástur (hlutur Nauta) 3,7 millj. (67.400-$) Liður3. Sandblástur (hlutur ÚA, málning) 3,5 millj. Liður4. Annar kostnaður ÚA 48,8 millj. Samtals: 98,4 millj. samkvæmt reikningi eða eining- arverði. Liður 4: Allur kostnaður ÚA sem ekki er innan tilboðs svo sem hönnunarkostnaður, ferða- og eftirlitskostnaður, vinna eigin verkstæða svo og allt efni, tæki og búnaður sem ÚA leggur til vegna verksins. Vegur þar þyngst spilkerfi upp á 25 milljónir króna. Eins og áður hefur komið fram stóðst þessi áætlun. frá og með 12 janúar. Það má gera ráð fyrir að þegar allt er talið hafi sú ákvörðun að vinna verkið í Póllandi sparað félaginu um 40 milljónir króna. Þarna var því tekin rétt ákvörð- un, sem styrkir stöðu félagsins og stuðlar að því að tryggja atvinnu- öryggi þeirra 450 starfsmanna, sem hjá félaginu starfa. Gunnar Larsen, tæknistjóri Útgerðarfélags Akureyringa. LETTIB h Árshátíð Hestamannafélagsins Léttis verður í Laugarborg, laugardaginn 20. febrúar og hefst kl. 21.00 stundvíslega. Matur ★ Skemmtiatriði ★ Dans. Miðasala í Hestasporti, Helgamagrastræti 30. Takið miða tímanlega. Takið með ykkur gesti og skemmtum okkur saman eina kvöldstund. Skemmtinefnd. Nýársleikur L Radíónausts INf.O Spennandi leikur um góðar vörur á frábæru verði NíesIu Ivœr viÉur verðum við með stórkostlegt vörutilðoð sem stendur yfir vifa í senn tfimmtud.-fimmtud.). Ef þú kemur og faupir fressar tilfaðsvörur, jpá lendir nafn þitt í lukfapotti. Föstudaginn 5. mars kl. 17.00 verður dregið u'í að viðstöddu fjölmenni í verslun okfar eitt nafn og fcer viðkomandi endurgreidda l>á vöru sem keypt var á einhverju ftessara vörutilboða. INNO-HIT RR 6450 LW Tilboðsverð kr. 19.800 eða kr. 2.612,- á mánuði í 8 mánuði* ✓ Ferðatæki með geislaspilara, útvarpi og tvöföldu segulbandi ✓ Geislaspilari með lagavali ✓ Útvarp með AM, FM, LW ✓ Hraðupptaka milli kasetta • vextir og lántökukostnaður ekki inni í verðinu ELECTROLUX RYKSUGA LITE 1630 Tilboðsverð kr. 9.900 “‘r ✓ 1000 wött ✓ Stiglaus stillanlegursogkrafur ✓ Inndraganleg snúra ✓ Mjög létt ✓ lnnbyggðir fylgihlutir Mundu eftir því að dregið verður úr lukkupottinum föstudaginn 5. mars kl. 17.00 Þú gætir fengið endurgreitt ____rK__ grelðslu- RdDIONAIIST kjör Geislagötu 14 • Sími 21300

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.