Dagur - 17.02.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 17.02.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 17. febrúar 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200ÁMÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Heimsmeistarar! íslendingar eiga afreksfólk í fremstu röð á mörgum sviðum, ekki síst í íþróttum. Enda er það ávallt svo að þjóðin fylgist grannt með árangri „sinna manna" þegar þeir mæta mesta afreksfólki heims á stórmótum. Jafn- framt eru gerðar svo óhóflegar kröfur um árangur íslensku keppendanna að engu lagi er líkt. Þeir eiga helst að komast á verðlaunapall í hverri grein. Ef þeir standa undir væntingunum eru þeir „strákarnir okkar“ eða „stelpurnar okkar“ og þjóðin á í þeim hvert bein. Ef árangur íslensku keppendanna er hins vegar í eðlilegu hlutfalli við stærð þjóðarinnar gera margir grín að þeim og býsnast yfir þeim ósköpum að kosta þá til fararinnar. Þessa sögu þekkja allir íslendingar, því hún er í senn gömul og ný. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, segir máltækið. Nú hefur íslenska þjóðin nefnilega eign- ast afreksmenn á nýju sviði; afreksmenn sem skotið hafa starfsbræðrum sínum meðal stórþjóðanna ref fyrir rass svo um munar. Það fékkst staðfest í liðinni viku að ísland trónir nú í efsta sæti á vaxtalista OECD-landanna fjórtán; langt fyrir ofan lönd á borð við Ástralíu, Kanada, Svíþjóð, Spán, Frakkland, Ítalíu, Belgíu, Holland, Bandaríkin, England, Japan, Þýskaland og Sviss. íslendingar hafa eflaust aldrei skotið svo mörgum stórþjóðum aftur fyrir sig á afrekaskránni, nema ef vera skyldi árið sem við urð- um heimsmeistarar í bridds. Fyrsta sætið á vaxtalista OECD-þjóðanna er staðfest- ing á því að hér á landi eru raunvextir mun hærri en hjá hinum þjóðunum þrettán innan OECD. Þótt það fylgi ekki sögunni er ljóst að hærri raunvextir, en hér eru við lýði, eru einnig vandfundnir utan OECD-landanna. OECD- vaxtalistinn er því eins konar heimslisti yfir vaxtaokrara og við trónum á toppi hans, sem fyrr segir. Það er vart til að draga úr „ánægjunni" með þetta glæsta heimsmet okkar að þess er vafalaust langt að bíða að önnur þjóð komist með tærnar þar sem við höfum hæl- ana í þessum efnum. Raunvextir hér á landi eru nefnilega 7,4% um þessar mundir samanborið við 4,6% að meðal- tah hjá hinum OECD-þjóðunum. Munurinn er því rúm 70% og verður ekki unninn svo auðveldlega upp! Hér að ofan er vakin athygli á einstökum „árangri" okkar í vaxtakapphlaupi þjóðanna. Um leið er sjálfsagt að minnast þess að íslenska þjóðin hefur þurft að færa marg- ar og stórar fórnir til að komast í efsta sæti vaxtalistans. I fyrsta lagi hafa mörg þúsund milljónir króna skipt um eigendur; færst frá einstaklingum og fyrirtækjum um land allt yfir til fjármagnseigenda. Þessi eignatilfærsla hefur síðan hrundið af stað gjaldþrotahrinu, sem sér ekki fyrir endann á. í öðru lagi eiga hinir ógurlegu raunvextir stóran þátt í því hve atvinnuleysi hefur vaxið hratt hér á landi síðustu mánuði. Síðast en ekki síst hafa þeir, sem kapphlaupinu stjórna, þurft að ljúga þjóðina fulla svo þeir fengju og fái frið til að halda kapphlaupinu áfram. Núver- andi stjórnarherrar og aðrir sérfræðingar okkar í peninga- málum hafa jafnan sagt að ekki sé hægt að lækka vexti á íslandi vegna þess hve ríkissjóður sé rekinn með miklum halla. Nú hefur hins vegar verið upplýst að afkoma ríkis- sjóðs á íslandi er betri en í öllum hinum OECD-Iöndunum, að Japan frátöldu! Hver og einn verður að vega það og meta hvort fórnirn- ar, sem færðar hafa verið til að ná efsta sæti okurvaxta- listans, eru réttlætanlegar. Dagur telur að svo sé ekki og að við værum betur komin án þessa heimsmets. BB. Nokkur orð til Sigbjöms Gunnarssonar, alþingismanns Tilefni þessa greinarkorns er fundur sem Alþýðuflokkurinn boðaði til á Hótel KEA laugar- daginn 13. febrúar sl. í upphafi kynnti fundarstjóri frummælend- ur sem voru Jón Baldvin Hanni- balsson, utanríkisráðherra og Sigbjörn Gunnarsson, alþingis- maður flokksins í kjördæminu. Fundarstjóri kvað þennan fund vera lið í fundaherferð flokksins í öllum kjördæmum. Sigbjörn reið á vaðið og ræddi mikið um efnahagsástandið í Færeyjum og hélt ég um tíma að fundurinn hefði verið boðaður á röngum stað. Þar kom að Sig- björn ræddi um efnahagsástandið á íslandi og þá ósanngirni og óbilgirni sem stjórnarandstæð- ingar hefðu í frammi og sagði að þeir hefðu uppi stór orð og merk- ingarlaus. Þessi orð greiptust mér í minni því að það voru einmitt stór orð Sigbjörns og merkingar- laus sem varð hvatinn að þessari grein. Ég hef löngum vitað að stjórn- málamenn hafa verið kennurum miður hollir hvað snertir bætt launakjör og hafa ekki talið þá verðuga þokkalegra launa fram að þessu og er það sjónarmið út af fyrir sig og lítið við því að segja. En ummæli Sigbjörns í garð kennarastéttarinnar eru með þeim eindæmum að ég get ekki þagað. Nú man ég ef til vill ekki ummælin orðrétt en inntak- ið var þetta: Samningar launþega við atvinnurekendur eru lausir. Launþegar eru famir að hugleiða verkföll „og kennarar ríða þar á vaðið eins og oft áður, kennurum væri nær að fara að vinna fyrir laununum sínum og snúa sér að ólæsinu“. í framhaldi af þessu vitnaði hann í frétt sem birtist í sjónvarpinu þar sem Ragnhildur Ríkharðsdóttir kennari sagði að kennarar hefðu orðið varir við Magnús Aðalbjörnsson. aukið ólæsi í grunnskólanum. Ég vil benda þingmanninum á að ólæsi getur stafað af mörgum samverkandi þáttum og einn þátturinn og ekki sá grennsti er sá hvernig stjórnvöld hlú að barnmörgum fjölskyldum og þeim er standa höllustum fæti í þjóðfélaginu og einnig hvemig tekjuskiptingin er í þjóðfélaginu, ekki síst á samdráttartímum. Ég vil einnig benda þing- manninum á að kennarar í K.I. hafa aldrei „riðið á vaðið í verk- föllum“ eins og hann orðaði það. Kennarar í K.í. voru félagar í BSRB í verkfallinu 1984 og er það í eina skiptið sem félagar í K.í. hafa farið í verkfall og var það í samfloti allra ríkisstarfs- manna. Nú hefur fulltrúaráð K.í. heimilað stjórn K.í. að leita eftir verkfallsheimild hjá félögum og er það allt annað mál. Fulltrúa- ráðið telur það líklega nauðvörn þar sem samninganefnd ríkisins hafði ekkert við samninganefnd K.í. að ræða. Verkfallsheimild er eitt og verkfall er annað. Hver framvindan verður, er erfitt að segja til um og er ekki síst undir því komið hvernig stjórnvöld bregðast við í stjórnun lands og lýðs. Ég gat þess í upphafi að fund- arstjóri hefði kynnt fundinn sem lið í herferð krata. Ég er raunar ekki búinn að átta mig á því enn við hverja herforingjalið krata er að berjast. Það skyldi þó aldrei vera að riddaralið flokksins væri í svipuðum herleiðangri og ónefndur riddari í bók Cervantes og með jafn miklum árangri, Ef tilgaugurinn hefur verið sá að berja á launþegum hefði verið betur heima setið en af stað farið. Alla vega finnst mér það illt hlut- skipti manns sem er að hefja póli- tískan feril að koma fram með svona hroka og stóryrðum. Betra Ég gat þess í upphafi að fundarstjóri hefði kynnt fundinn sem lið í her- ferð krata. Ég er raunar ekki búinn að átta mig á því enn við hverja her- foringjalið krata er að berjast. Það skyldi þó aldrei vera að riddaralið flokksins væri í svipuð- um herleiðangri og ónefndur riddari í bók Cervantes og með jafn miklum árangri. er að temja sér háttu þeirra þingmanna sem eru málefnalegir og rökfastir en ekki þeirra er tala áður en þeir hugsa. Með þökk fyrir birtinguna, Magnús Aðalbjörnsson. Höfundur er aðstoðarskólastjóri Gagn- fræðaskóla Akureyrar. Lesendahornid________________________________ Árni Valur Viggósson: Meira um himdaskítinn í Innbænum - svar til Halldórs Guðlaugssonar Kæri Halldór. Þakka þér fyrir að vekja athygli á skrifum mínum um hundaskít- inn í Innbænum. Margir hafa komið að máli við mig og þakkað mér fyrir þessi skrif og virðast fleiri vera sárir og reiðir en ég. Þetta hundaskítsmál virðist nefnilega vera útbreiddara en ég Jóhanna Daðadóttir hringdi: „Eins og kunnugt er á Akur- eyrarbær meirihluta í Krossa- nesverksmiðjunni og því er það grátlegt að Súlan skyldi ekki fá löndun um daginn þegar báturinn kom norður af loðnumiðunum því þessir menn eru ekki oft heima og vilja nýta þau tækifæri sem nýtast til þess að dvelja hjá fjölskyldunni. Súlan landaði 11 sinnum í Krossanesi frá hausti og fram til jóla enda fer Súlan til loðnuleitar strax á haustin. Frá 6. janúar 1992 til marsloka landaði hélt. Ekki vissi ég að útlendingar byggju í nágrenni við mig, það er reyndar ekki þjóðerni hundeig- enda sem þetta mál snýst um, heldur framkoma þeirra og mannasiðir. Og þótt ég geti auð- veldlega giskað á ýmiss konar atferli manna af fótaförum þeirra Súlan ekki nema þrisvar þar sem ekki fékkst löndun „heima“ oftar. Sigurður fer hins vegar ekki á veiðar fyrr en eftir áramótin og ekki stendur á leyfi til löndunar fyrir hann hér. Það er því aug- ljóst að Sigurður hefur ákveðinn forgang til löndunar í Krossanesi en heimabátum vísað frá þó nóg sé þróarrýmið. Við eigum að taka Vestmannaeyinga okkur til fyrirmyndar og taka fyrst og fremst við heimabátum til löndunar þegar eitthvað veiðist“. í snjónum, þá get ég ekki enn les- ið þjóðerni þeirra á sama hátt. Ég á bágt með að skilja hvers vegna þú tekur þessi skrif mín svona nærri þér. Þú segist koma að ruslatunnunni við heimili mitt í hverri viku og ef þú ert þar ekki alltaf í myrkri, þá hefur þú örugglega séð nóg af hundaskít þar til þess að vita að ég er að fara með rétt mál. Og ekki ætla ég blessuðum sorphreinsurunum að þeir spræni utaní ruslatunnur bæjarbúa. Þetta eru hlægilegar dylgjur hjá þér og mér finnst þetta mál alvarlegra en svo að menn geti verið með einhverja aulafyndni í sambandi við það. Augljóst er að einhverjir hafa farið að hugsa málið eftir að þín grein birtist í Degi, því síðan hef ég ekki séð hundaskít á lóðinni. Ég ætla svo ekki að ræða þetta frekar við þig, Halldór minn, á opinberum vettvangi, en þér er velkomið að líta inn hjá mér við tækifæri og við getum rætt þessi mál yfir grænum Braga og góðum kleinum. P.s. Litli puddle-hundur gömlu hjónanna, sem ég leigi hjá, kúkar á þar til gerðum stað inni, þar sem fyllsta hreinlætis er gætt. Árni Valur Viggósson, Aðalstræti 19. „Þeir sem taka svona ákvarðanir geta átt sig“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.