Dagur - 17.02.1993, Blaðsíða 6

Dagur - 17.02.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 17. febrúar 1993 Vestfirðingakórinn á fullu „gasi“. Konurnar í skemmtinefndinni taka lagið en þær eru Anna Guðrún Jónsdótt- ir frá Enni í Strandasýslu, Inga Lára Backmann frá Patreksfirði og Þórunn Jónsdóttir frá Veðrará í Önundarfirði. Framan við þær situr Sæmundur Bjarnason, fyrrum skólastjóri í Hrísey og Þelamörk. Konuna í eldhúsdyrun- um tókst hins vegar ekki að nafngreina. Myndir: gg l||| Mývatnssveit Föstudagur 19. febrúar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Hótel Reynihlíð kl. 21. Viðtalstími verður í Seli sama dag frá kl. 13-15. Allir velkomnir. Guðmundur Bjarnason, Valgerður Sverrisdóttir, Jóhannes Geir Sigurgeirsson og Guðmundur Stefánsson. Framsóknarffokkurinn. Aðalfundur Aðalfundur Fullrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri verður haldinn í Kaupangi v/Mýrarveg fimmtu- daginn 18. febrúar nk. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestur fundarins verður Halldór Blöndal, samgöngu- og landbúnaðarráðherra. Stjórn Fulltrúaráðs. Veislustjórinn Pétur Pétursson fór að vanda létt með að kitla hlátur- taugar gestanna. pönnukökur, kleinur, flatbrauð o.fl. Meðal skemmtiatriða var spurningakeppni milli fulltrúa frá þeim sýslum sem mynda Vest- firðina og sigraði fulltrúi Norður- ísfirðinga en spurningarnar voru allar tengdar landafræði Vest- og hefur á þessum þremur ára- tugum haldið sólarkaffi fyrir þá sem með einum eða öðrum hætti rekja ættir sínar til Vest- fjarða eða hafa tengst Vest- firðingum. Þátttaka hefur verið nokkuð misjöfn gegnum tíðina en þegar félagið bauð til sólarkaffis laugar- daginn 6. febrúar sl. í Lóni á Akureyri var húsfyllir og skemmtu menn þar sér prýðilega um leið og notið var hefðbund- inna veitinga sem eru rjóma- Hjónin Jónatan Ólafsson ættaður frá Bolungarvík og Sigrún Halldórsdóttir sem ólst upp í Súðavík. Friðrik Vagn Guðjónsson læknir þandi nikkuna þegar lagið var tekið. fjarða. Sérstakur kór söng en hann hefur þá sérstöðu að æfing- ar standa yfir í tiltölulega stuttan tíma fyrir sólarkaffið og þannig er tryggt að enginn verður leiður á ströngum æfingum. Stjórnandi er Gaflarinn og „tengdasonur Patreksfjarðar“ Atli Guðlaugs- son. Veislustjóri var Húnvetning- urinn Pétur Pétursson en hans betri helmingur er Bolvíkingur. Hjónin Sigrún Halldórsdóttir, sem er fæddur Súðvíkingur, og Jónatan Ólafsson Bolvíkingur fluttu til Akureyrar frá Bolungar- vík 1971 og hafa í þessa tvo ára- tugi sótt allar sólarkaffiskemmt- anir. „Frá því að ég man eftir hefur alla tíð verið haldið sér- staklega upp á það að sæist til sól- ar en það var 24. janúar ef bjart var. Þess var ekki minnst með neinni samkomu heldur hélt hver og einn upp á það heima hjá sér með því að baka pönnukökur og þannig var það einnig í Súðavík. Mér finnst að gegnum tíðina hafi mest borið á Barðstrendingum og Strandamönnum á sólarkaffinu og það eru Patreksfirðingar öðr- um fremur sem eiga heiðurinn að kórnum sem er alveg ómissandi hluti af sólarkaffinu,“ segir Jónatan Ólafsson. „Mér finnst að við Vestfirðingar getum verið stoltir af uppruna okkar og ég fullyrði að vestfirskir sjómenn hafa oft á tíðum skarað fram úr öðrum,“ segir Jónatan Ólafsson. GG í mörgum þröngum fjörðum I líða oft nokkrar vikur eða og dölum landsins, einkum á mánuðir í skammdeginu svo að Vestfjörðum og Austfjörðum, | sólin sést ekki yfir fjallabrúnir. Þegar hún svo birtist aftur var og er víða venja að halda upp á það með kaffi og pönnukök- um. Tímasetning var mjög misjöfn eftir staðsetningu ein- stakra bæja svo vart var um sameiginlega hátíð að ræða í heilu byggðarlagi. Á síðari árum hafa hins vegar einstök átthagafélög tekið upp þann sið að hafa svokallað sólarkaffi einhvern daginn í nánd við endurkomu sólarinnar í þeirra heimasveit. Vestfirðingafélag- ið á Akureyri var stofnað 1964 Við þetta borð má m.a. sjá Dýrfirðing, Aðalvíking og Súðvíking. Höndum krækt saman og sungið af hjartans lyst. F.v.: Ólafur Þórðarson, Bjarncy Gísladóttir, Krístín Pálsdóttir, Alda Þorgrímsdóttir, Bragi Sigurðs- son, Áslaug Kristinsdóttir og Þórhallur Matthíasson. Raftækjaversl u n Til sölu raftækjaverslun á Akureyri með góðum umboðum og tryggum viðskiptavinum. Möguleiki á sölu reksturs meö eða án húsnæöis á mjög góðum staö í bænum. Athugið sveigjanleg greiðslukjör. Nánari upplýsingar veittar hjá fasteignasölunni. Fasteignasalan hf., ||3 Gránufélagsgötu 4, efri hæð Sími 96-21878, fax nr.: 96-11878. Opið frá kl. 10-12 og 13-17. Traust þjónusta í 20 ár. Sólarkaffi Vestfirðinga: Æfingar Vestfirðingakórsins standa það stutt að enginn verður leiður

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.