Dagur - 17.02.1993, Blaðsíða 12

Dagur - 17.02.1993, Blaðsíða 12
Starfsmenn K. Jónssonar & Co. funduðu með verkalýðsfélaginu: Laun um 7,5% lægri en atvinnuleysisbætur - eftir uppsögn kaupaukasamninga Snjóbros! Mynd: -KK Menntamálaráðuneytið: Mælt með Guðríði Sigurðardóttur sem ráðuneytisstjóra - skólameistararnir Jón Hjartarson og Tryggvi Gíslason meðal umsækjenda Verkalýðsfélagið Eining á Akureyri boðaði þá starfs- menn Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar & Co. á Akur- eyri sem eru í Einingu til fund- ar síðdegis í fyrradag í Alþýðu- húsinu. Þar var rædd uppsögn fyrirtækisins á kaupaukasamn- Prentsmiðjan Ásprent: Vill heildar- stefiiu varðandi útboð á vegum bæjarms Prentsmiðjan Ásprent á Akur- eyri hefur sent bréf til bæjar- yfirvalda á Akureyri þar sem bent er á nauðsyn þess að Akureyrarbær móti heildar- stefnu varðandi útboð á vegum bæjarins og hlutdeild fyrir- tækja á Akureyri í þeim. Rósa Guðmundsdóttir hjá Ásprenti segir að þessu erindi hafi verið tekið vel. „í þessu bréfi bendum við til dæmis á verk eins og ársskýrslu Akureyrarbæjar, sem við höfum verið að rífast út af í mörg ár. Við bendum á að Akureyrarbær semur við auglýsingastofur um umsjón verks og þar með er verk- ið algjörlega komið úr umsjón bæjarins. Ekkert er fylgst með því t.d. hvar verkið er prentað og í mörgum tilfellum fá prentsmiðj- ur hérna í bænum ekki tækifæri til að gera tilboð í verkið. Okkur finnst eðlilegt að við höfum tæki- færi til þess eins og prentsmiðjur utan Akureyrar að senda inn tilboð. Þannig væri allrar sann- girni gætt,“ sagði Rósa Guð- mundsdóttir. Hún sagði að dæmi væri um fleiri nýleg verk sem aðilar á Akureyri hafi látið vinna en prentsmiðjur á Akureyri ekki fengið að bjóða í. Nærtækt dæmi væri dagatal Kaupfélags Eyfirð- inga fyrir 1993. „Það kom fram í athugasemd frá markaðsdeild KEA í þessu sambandi að verð- tilboð héðan í þetta verk hafi ver- ið allt að 40% hærri en frá prent- smiðjum í Reykjavík. Ég spyr bara hvernig hægt sé að fullyrða svona þegar prentsmiðjum hér í bænum var ekki gefið tækifæri til að bjóða í verkið,“ sagði Rósa. óþh Maður fannst látinn Maður sem leit var hafin að frá Akureyri síðdegis á mánudag fannst látinn þá um kvöldið. Mannsins var saknað á mánudag og var leit fljótlega hafin. Sem fyrr segir bar leitin árangur á mánudagskvöld og var maðurinn þá látinn. ingi við Einingarfélaga, en með uppsögn hans lækka laun starfsmanna frá 17% og allt upp í 25%. Stjóm K. Jónssonar & Co. var að loknum fundin- um send ályktun vegna þessa máls en stjórnarformaður félagsins vildi ekki tjá sig um efni ályktunarinnar, taldi það ekki mál fjölmiðla. Verkalýðs- félaginu hefði hins vegar verið sent svar í gærmorgun um efni ályktunarinnar. Milli 60 og 70 Einingarfélagar starfa hjá niðursuðuverksmiðj- unni en heildarstarfsmannafjöldi mun vera um 80 manns. Á fund- inum í Alþýðuhúsinu kom fram að starfsmenn sýna skilning á því að nú steðji vissir rekstrarörðug- leikar að fyrirtækinu en margir líta svo á að kynna hefði átt fleiri leiðir til úrbóta samhliða upp- sögn kaupaukasamningsins. Það kom hins vegar fram mikil óánægja með að kaupaukasamn- ingnum skyldi sagt upp en upp- sögnin tekur gildi hálfum mánuði eftir formlega tilkynningu. Til samanburðar má geta þess að atvinnuleysisbætur í dag fyrir þann sem hefur á sl. 12 mánuðum skilað a.m.k. 1700 vinnustundum eru kr. 2.140,64 á dag og teljast vinnudagar 21,67 sem gera kr. 46.388 á mánaðartímabili. Við það geta bæst barnabætur sem nema kr. 85,63 á dag fyrir hvert barn undir 18 ára aldri. Byrjunar- laun samkvæmt kauptaxta eru kr. 248,75 sem þýðir kr. 43.123 á mánuði eða 7,5% lægri laun en atvinnuleysisbæturnar. Eftir þriggja ára starf eru greiddar kr. 258,69 eða kr. 44.847 sem ekki nær heldur heildarupphæð atvinnuleysisbóta. GG Fyrri umræða um fjárhags- áætlun Dalvíkurbæjar fyrir árið 1993 fór fram í gær. Skatt- tekjur bæjarins eru áætlaðar 149 milljónir króna, og þar af eru útsvör 91 milljón króna, aðstöðugjöld 29 milljónir og fasteignaskattar 21,3 milljónir króna og er hér um nettótölur að ræða. Aðrir skatttekjur eru Iægri en úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga koma 7,7 milljón- ir króna. Skatttekjur Dalvíkurbæjar lækka milli ára en því veldur fyrst og fremst Iækkun útsvarprósent- unnar úr 7,5% í 7% sem veldur 6 til 8 milljóna króna lægri tekjum hjá bæjarsjóði, en einnig lækka skatttekjur vegna aðstöðugjalds. Rekstrargjöldin lækka hins vegar líka, eða um 7 milljónir króna milli ára, þannig að það kemur nokkuð á móti lækkandi skatt- tekjum. Álmenn rekstrargjöld eru áætl- Umsóknarfrestur um embætti ráðuneytisstjóra í menntamála- ráðuneytinu rann út mánudag- inn 15. febrúar. Fjórtán umsóknir bárust þar á meðal frá Jóni Hjartarsyni, skóla- meistara Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðár- króki og Tryggva Gíslasyni, skólameistara Menntaskólans á Akureyri. Menntamálaráð- herra, Ólafur G. Einarsson, hefur Iagt til við forseta Islands að Guðríður Sigurðardóttir, M.Ed., verði skipuð ráðuneyt- isstjóri. uð 170,6 milljónir, tekjur ýmissa málaflokka 59,6 milljónir þannig að nettórekstragjöld nema 111 milljónum króna. Greiðslubyrði lána hjá Bæjarsjóði Dalvíkur verður nettó 2,1 milljón þannig að til ráðstöfunar verða eftir fjár- magnsliði 37 milljónir. Gjald- færðar fjarfestingar hjá Dalvík- urbæ eru að upphæð 28,6 millj- ónir og eignfærðar fjárfestingar 62,8 milljónir og á móti koma tekjur að upphæð 10 milljónir. Fjárfesting alls á árinu 1993 hjá bæjarsjóði verður því að upphæð 81,5 milljónir króna. Fjárvöntun sem nemur 44 milljónum króna er mætt með tekjum að upphæð 14,5 milljón- um sem samanstendur af stofn- framlagi úr Jöfnunarsjóði, upp- gjörssamningum og breytingum á skammtímakröfum sem greiðast munu á árinu. Jafnframt verður fjárvöntuninni mætt með 30 milljóna króna lántöku. Heildar- Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Arnarsyni, aðstoðarmanni menntamálaráðherra voru umsækjendur þessir: Árni Gunn- arsson, skrifstofustjóri í mennta- málaráðuneyti, Bessí Jóhanns- dóttir, framkvæmdastjóri, Bjarni Daníelsson, skólastjóri Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, Dögg Pálsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneyti, Erlingur Bertelsson, lögfræðingur í menntamálaráðuneyti, Guðríður Sigurðardóttir, ráðunautur menntamálaráðherra í skólamál- um, Hörður Lárusson, deildar- stjóri í menntamálaráðuneyti, tekjur bæjarsjóðs, vatnsveitu, hitaveitu og hafnarsjóðs eru áætl- aðar 200 milljónir króna og til ráðstöfunar á vegum þeirra eru 58,5 milljónir eftir fjármagnsliði og er ráðgert að fjárfesta fyrir 100,7 milljónir á vegum allra þessara stofnana Dalvíkurbæjar. Stærsta fjárfestingin verður áframhald byggingar sundlaugar en til þeirrar framkvæmdar fara 43 milljónir en hún verður vænt- anlega tekin á notkun á árinu 1994. Til götu- og holræsagerðar verður varið 11 milljónum og til hafnarinnar 8,5 milljónum en til- laga til ráðstöfunar á þeirri fjár- hæð liggur enn ekki fyrir. Fyrir dyrum standa stórframkvæmdir vegna endurnýjunar á aðveitu- æðinni frá Hamri og hafa þegar verið keypt rör til framkvæmdar- innar en gert er ráð fyrir að um helmingur aðveituæðarinnar verði lagður á komandi sumri. Aðrar einstaka framkvæmdir verða minni í sniðum. GG Jón Hjartarson, skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, Reynir Karlsson, íþróttafulltrúi ríkisins, Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneyti, Tryggvi Gíslason, skólameistari Mennta- skólans á Akureyri, Þórunn Haf- stein, deildarstjóri í menntamála- ráðuneyti. Auk þessara umsækj- anda sóttu tveir sem óskuðu nafnleyndar. Menntamálaráðherra hefur ákveðið að leggja til við forseta íslands að Guðríður Sigurðar- dóttir, M.Ed., verði skipuð ráð- uneytisstjóri í menntamálaráðu- neytinu frá 1. mars 1993 að telja. Guðríður hefur meistarapróf frá Harvardháskóla í Bandaríkj- unum, B.A. próf frá Háskóla íslands og kennarapróf frá Kennaraskóla íslands. Hún hefur kennt á grunn- og framhalds- skólastigi og við Háskóla íslands. Þá hefur Guðríður unnið að rannsóknum á sviði uppeldis- og menntamála. Síðastliðið ár hefur hún verið ráðunautur mennta- málaráðherra í skólamálum. ój Akureyri: Árekstur á Strandgötu Árekstur varð á mótum Hjalt- eyrargötu og Strandgötu á mánudagskvöld. Fólk hlaut skrámur en ekki var um alvar- leg meiðs) að ræða. Tvær bifreiðar rákust á á mót- um Hjalteyrargötu og Strandgötu um klukkan 20.30 á mánudags- kvöld. Fólk var flutt á slysadeild með skrámur en að sögn lögregl- unnar á Akureyri er ekki talið að um nein alvarleg meiðsl hafi ver- ið að ræða. Talsverðar skemmdir urðu á ökutækjum. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Dalvíkurbæjar: Skatttekjur 149 mUljónir króna - sem er 6-8 milljóna króna lækkun milli ára

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.