Dagur - 17.02.1993, Blaðsíða 11

Dagur - 17.02.1993, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 17. febrúar 1993 - DAGUR - 11 ÍÞRÓTTIR Halldór Arinbjarnarson Þýska knattspyrnan: Eyjólfur Sverrisson talinn eiga fast sæti í liðinu - keppnin í úrvalsdeildinni hefst um helgina Keppni hefst að nýju í þýsku úrvalsdeildinni um næstu helgi og þá leika Eyjólfur Sverrisson og félagar í Stuttgart við Hamburger. Ekkert hefur ver- ið leikið í úrvalsdeildinni sl. 2 mánuði en tíminn notaður til ælinga. Eyjólfur Sverrisson skoraði 3 mörk í 2 æfingaleikj- um í Portúgal fyrir stuttu og virðist eiga tryggt sæti í liðinu. Eyjólfur hefur verið að festa sig í sessi sem einn af betri miðju- mönnum Evrópu og að undan- förnu hefur hann leikið vinstra megin á miðjunni. Stuttgart er nú í 7. sæti deildarinnar og hefur frammistaða liðsins valdið nokkr- um vonbrigðum, en liðið er þýskur meistari sem kunnugt er. Bayern Múnchen er í efsta sæti með 25 stig, 6 stigum á undan Stuttgart. Bocciamót á Húsavík: Fjáröfluimi gekk vonum framar Kristbjörn Óskarsson fór fremstur í flokki boccialiðs Völsungs. Akureyrarmót í svigi og stórsvigi Um helgina var haldið boccia- mót á Húsavík. Mótið var haldið í samvinnu útskriftar- árgangs Framhaldsskólans og bocciadeildar Völsungs og var ijáröflunarleið þessara aðila. Mótið stóð yfir frá 10 á laugar- dagsmorgni og lauk seinni partinn. Fjáröflunin gekk mjög vel og mótið ekki síður. Keppnisfyrir- komulag var þannig að útskrift- arnemar og meðlimir boccia- deildar kepptu innbyrðis og inn á milli var skotið viðureignum milli tveggja fyrirtækja. Úrslit urðu þau að bocciadeildin sigraði samanlagt í viðureignum sínum við útskriftarárganginn. Leikar fóru 17:15. Úrslit í viðureignum fyrirtækja og stofnana urðu þessi: Bæjarstjóri-Sýslumaður 6:3 Kiwanis-Sambýli starfsf. 4:9 Landsbanki-íslandsbanki 7:3 Lögregla-Slökkvilið 11:7 Íþróttakennarar-Útskriftarnemar 8:7 Foreldarar-Boccialið 6:5 Kiwanis-Sambýli starfsf. 11:2 Eldri borgarar-Boccialið 8:4 Dagur-Víkurblaðið 5:2 Eyjólfur Sverrisson á fullri ferð í leik með Stuttgart. Hann var á skotskónum í Portúgal fyrir skömmu. í frétt af Akureyrarmóti í svigi og stórsvigi í gær féllu niður nöfn þeirra sem höfnuðu í þremur efstu sætunum í svigi 12 ára drengja. Þetta voru þeir Jóhann Þór- hallsson sem varð fyrstur á tíman- um 1:04,23, Ólafur Ragnar Sig- urðsson varð annar á 1:18,13 og í 3. sæti varð Erlingur Óðinsson á tímanum 1:40,99. Aukin samvinna aðildarfélaga UMSE framan Akureyrar: Stoftiiui íþróttadeildar í burðarliðnum Aðildarfélög UMSE hyggja nú á aukna samvinnu á íþrótta- sviðinu. í bígerð er að stofna sérstaka íþróttadeild nokkurra félaga. Ekki er endilega talið að þessi aukna samvinna sé fyrirboði sameiningar félag- anna, heldur telja menn hyggi- Landsliðið í handknattleik: Þorbergur velur hópinn sem fer til Frakklands - fyrsti leikur á fimmtudag Bjarki Sigurðsson, hornamaðurinn snjalli, kemur nú á ný inn í landsliðið eft- ir langvinn meiðsl. Þorbergur Aðalsteinsson, lands- liðsþjálfari í handknattleik, hefur valið 16 leikmenn sem fara með landsliðinu til Frakk- lands og taka þátt í Tournoi de France, fjögurra landa móti í borginni Becancon. Hópurinn er skipaður eftir- töldum leikmönnum: Guðmundur Hrafnkelsson, Val. Bergsveinn Bergsveinsson, FH. Sigmar Þ. Óskarsson, ÍBV. Konráð Olavson, Dortmund. Gunnar Beinteinsson, FH. Gústaf Bjarnason, Selfossi. Geir Sveinsson, Val. Bjarki Sigurðsson, Víkingi. Héðinn Gilsson, Dússeldorf. Einar G. Sigurðsson, Selfossi. Patrekur Jóhannesson, Stjörnunni. Júlíus Jónasson, Paris SG. Gunnar Gunnarsson, Víkingi. Guðjón Árnason, FH. Sigurður Bjarnason, Grosswaldst. Sigurður Sveinsson, Selfossi. Fyrsti leikur íslendinga verður nk. fimmtudag 18. febrúar kl. 18.30 að íslenskum tíma. Þá verður leikið gegn Tékkum. Dag- inn eftir kl. 18 verða andstæðing- arnir Svisslendingar og á sunnu- daginn kl. 14.30 mætast Frakkar og íslendingar. legra að sameina krafta sína og nýta betur þjálfara og annað. Félögin sem hér um ræðir eru Vorboðinn, Framtíðin, Árroðinn og Æskan á Svalbarðsströnd. Reyndar munu margir úr Vor- boðanum þegar hafa gengið yfir í Framtíðina. íþróttadeildin sem þessi félög ætla að stofna, á að hafa sjálfstæðan fjárhag en verð- ur að sjálfsögðu styrkt af félögun- um sjálfum. Til að þetta gangi í gegn þarf að samþykkja stofnun deildarinnar á aðalfundum hvers félags og síðan leggja hana undir ársþing UMSE, sem að þessu sinni verður 27. febrúar nk. Sum félögin hafa þegar gefið samþykki sitt. Sú var t.d. raunin á aðalfundi Framtíðarinnar sl. sunnudag. Bragi Konráðsson, fráfarandi formaður félagsins, sagðist telja næsta víst að af stofnun íþróttadeildarinnar yrði og einnig taldi hann stjórn UMSE ekki vera málinu afhuga. Fyrirhugað er að æfingar verði til skiptis á Svalbarðsströnd, Hrafna- gili og jafnvel víðar, til að ferða- kostnaður dreifist jafnar niður. Körfubolti, drengjaflokkur: þór keppti í Vestmaimaejium Um sl. helgi var haldið fjölliða- mót í drengjaflokki í Vest- mannaeyjum. Týr sá um mót- ið, sem var í C-riðli, en til þess voru mætt lið frá IR, Val og Þór Akureyri. Þórsurum gekk ekki sérlega veð að þessu sinni. Þeir unnu Val-b 59:48 en töpuðu 61:66 fyrir ÍR og 55:78 fyrir Tý. Eiður Pálmason var stigahæstur Þórs- ara með 50 stig, Þórður Stein- dórsson skoraði 43, Haukur Kjartansson 27, Guðbrandur Þorkelsson 23, Jón Guðnason 14, Elvar Óskarsson 14 og Hermann Rúnarsson 4. Blönduós: Uppsveifla í öflu íþróttalífl Mikil uppsveifla hefur orðið í íþróttalífi Blönduósinga og nágrannabyggða með tilkomu íþróttahússins á Blönduósi. Skemmst er að minnast Iands- leiksins sem þar fór fram um áramótin og hyggja menn jafn- vel á frekari landvinninga í þeim efnum. Um næstu helgi verður nýbak- aður íslandsmeistari í badminton, Broddi Kristjánsson, staddur á Blönduósi og mun þá verða með æfingar í íþróttahúsinu bæði á sunnudag og laugardag. Eftir helgina er síðan von á Torfa Magnússyni, landsliðsþjálfara í körfuknattleik, í svipuðum erindagjörðum. Vitað er að forráðamenn íþróttamála á Blönduósi hafa hug á að kanna möguleika þess að fá leiki og jafnvel heilan riðil, í HM í handknattleik 1995. Sú vinna mun þó vera á algeru frumstigi enn sem komið er.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.