Dagur - 17.02.1993, Blaðsíða 2

Dagur - 17.02.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 17. febrúar 1993 Fréttir Þessi verklegi Toyota jeppi var á meðal tjölmargra bfla á bílasýningu hjá Bflasölunni Stórholti um heigina en fyrirtækið er umboðsaðili Toyota á Akureyri. Þar voru sýndir 9 sérútbúnir jeppar frá Toyota og einn óbreyttur og vöktu þeir mikla athygli þeirra fjölmörgu gesta sem komu á sýninguna. Auk þess voru sýndir fjölmargir aukahlutir fyrir slíka bfla, sem einnig vöktu mikla athygli. Mynd: Robyn Fokker 50 á íslandi í eitt ár Mánudaginn 15. febrúar var nákvæmlega eitt ár frá því fyrsta Fokker 50 skrúfuþota Flugleiða hf. kom til landsins og var gefið nafnið Asdís á Akureyrarflugvelli. Sjötíu þús- und farþegar hafa flogið með flugvélinni á árinu. Samkvæmt upplýsingum frá Flugleiðum hf. hefur Ásdís flogið í meira en 1700 klukkustundir á fyrsta aidursári sínu og lent ein- um 2600 sinnum. „Ásdís og stall- systur hennar, Freydís, Sigdís og Valdís, mörkuðu tímamót í sögu innanlandsflugs þegar þær komu til landsins og hafa reynst hús- bændum sínum einstaklega vel á þessu fyrsta ári í þjónustu Flug- leiða,“ sagði talsmaður Flugleiða hf., Margrét H. Hauksdóttir. ój Eyjaijörður: Héraðsráð undirbýr stoftmn byggðasamlags um sorpeyðingu A næsta fundi Héraðsnefndar Eyjafjarðar, sem verður vænt- anlega í júní nk., er stefnt að því að Héraðsráð Eyjafjarðar leggi fram drög að samþykkt- um fyrir væntanlegt byggða- samlag um sorpeyðingu í Eyja- firði, en eins og fram kom í Degi sl. laugardag var sam- þykkt á fundi Héraðsnefndar að stefna að stofnun slíks byggðasamlags. Að því er stefnt að byggðasamlag hefji rekstur á þessu ári. „Ég held að sé alveg ljóst að það mun gerast eitthvað mark- vert í þessum hlutum á næstu mánuðum, sem viðkemur úrbót- um á urðunarstað á Glerárdal, spilliefnum og væntanlega líka úrvinnslu, sem snýr að pappír og plasti. Það á eftir að ræða hversu víðtækt byggðasamlagið verður og hvaða þætti það tekur að sér,“ sagði Halldór Jónsson, formaður Héraðsráðs Eyjafjarðar og bæjarstjóri á Akureyri. Urbætur eru aðkallandi varð- andi þrjá þætti. í fyrsta lagi að ganga betur frá umhverfi urðun- arstaðar á Glerárdal, í öðru lagi að undirbúa móttöku brota- málma í Krossanesi við Akureyri og í þriðja lagi að koma upp mót- tökustöð fyrir spilliefni. Varðandi frágang á urðunar- stað á Glerárdal sagði Valdimar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Eyjafjarðar, að þar væri af hálfu tæknideildar Akureyrarbæjar unnið að undir- búningi úrbóta. „Það þarf að byrja á því að veita sigvatni úr jarðveginum frá urðunarstaðn- um. Síðan þarf að ganga frá undirlagi og girða haugana af. Það er mikilvægt að vinna þetta vel, enda er talað um að urða sorp þarna næstu árin,“ sagði Valdimar. Ákveðið er að hafa í framtíð- inni tvo móttökustaði í Eyjafirði fyrir brotamálma, annars vegar í Olafsfirði og hins vegar í Krossa- nesi við Akureyri. Valdimar segir að töluverða jarðvinnu þurfi til að ganga frá móttökusvæðinu í Krossanesi. Skipta þurfi um jarð- veg og malbika um 200 fermetra Rússar til starfsþjálfunar í sjávarútvegi: Dvelja í þrjá mánuði á vegum ýmissa sjávar- útvegsfyrirtækja á Evjafjarðarsvæðmu í dag koma til Akureyrar þrír Rússar frá Murmansksvæðinu að tilhlutan Atvinnumála- nefndar Akureyrarbæjar sem dvelja munu á Akureyri og nágrenni næstu þrjá mánuði og verða þeim fyrst og fremst kynntar sem flestar hliðar sjávarútvegsmála á íslandi. Það er Iðnþróunarfélag Eyja- fjarðar sem mun hafa veg og vanda af gestunum fyrstu vik- una en þá verða þeir á nám- skeiði þar sem kynnt verður atvinnulífið á Eyjafjarðar- svæðinu og á það jafnt við um iðnað, landbúnað og sjávar- utveg. Þá tekur við vikudvöl í Háskólanum á Akureyri og mun Stafnbúi, félag sjávarútvegsnema við Háskólann, kynna þeim sjáv- arútvegsmál. Að loknum þessum hálfa mánuði hefst bein starfs- þjálfun í ýmsu tengdu sjávar- útvegi og er hugmyndin að þeir dvelji í hálfa aðra viku hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og taki þar virkan þátt í vinnslu- störfum. Síðan liggur leiðin til Söltunarfélags Dalvíkur þar sem þeir munu starfa við rækju- vinnslu og þaðan liggur leiðin til Niðursuðuverksmiðju K. Jóns- 0t$da Síðustu dagar útsölunnar Enn er hægt að gera dúndurkaup Til dæmis: Moon-Boots st. 20-35, verð frá kr. 1.038,- Skíða- og snjógallar st. 8-14, verð kr. 4.560,- Kuldaskór, leður st. 30-45, verð frá kr. 2.754,- Cosmo-körfuboltaskór st. 36-45, verð kr. 2.100,- IIIEYFJÖRÐ Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 sonar & Co. á Akureyri. Áætlað er að verja viku til að kynna Rússunum ýmis þjónustustörf á Akureyri, m.a. smábátaútgerð. í fyrstu viku eftir páska tekur við sjómennska en uppi eru áætlanir um að senda þá miðin, bæði með ísfisk- og frystitogara. Það eru nokkur stór fyrirtæki hér á Eyjafjarðarsvæðinu sem bera hitann og þungann af starfs- þjálfun rússnesku gestanna, en það er hins vegar Atvinnumála- nefnd Akureyrarbæjar sem hefur umsjón með dagskránni. Þessi fyrirtæki eru Iðnþróunarfélag Éyjafjarðar, Háskólinn á Akur- eyri, Útgerðarfélag Akureyringa, K. Jónsson & Co., Samherji og Slippstöðin Oddi, en síðastnefnda fyrirtækið mun sjá um kynning- una á þjónustu við sjávarútveg- inn og verður víða leitað fanga af því tilefni. GG Félag nýrra íslend- inga við Exjafjörð - stofnfundur í húsnæði Háskólans á Akureyri laugardaginn 20. febrúar Hópur útlendinga sem búsettir eru við Eyjafjörð vinna nú að stofnun félags sem ber nafnið Félag nýrra íslendinga við Eyjafjörð. Fjölsóttir undirbún- ingsfundir voru haldnir í des- ember á sl. ári sem og í janúar í ár. Þann 20. febrúar verður stofnfundurinn haldinn í hús- 1 næði Háskólans á Akureyri við Þórunnarstræti. „Fimm manna undirbúnings- nefnd hefur unnið að stofnun félagsins og fyrirmyndin er sótt til Reykjavíkur. Á undirbúnings- fundunum hafa allt að fimmtíu jmanns mætt þannig að áhuginn er mikill. Þau eru mörg vanda- málin sem útlendingar búsettir á íslandi eiga við að glíma og félagsskapur sem þessi, er við ætlum að stofna, á að létta félags- mönnum róðurinn auk þess sem ýmislegt verður á dagskrá funda til skemmtunar. Stofnfundurinn verður laugar- daginn 20. febrúar kl. 20,00 í húsnæði Háskólans á Akureyri við Þórunnarstræti og ég vil hvetja allt erlent fólk við Eyja- fjörð að mæta. Mikils er um vert að heyra frá sem flestum, fólki með mismunandi reynslu. Á stofnfundinum mun Ólafur Odds- son, heilsugæslulæknir, flytja erindi er fjallar um réttindi útlendinga til heilsugæslu á ís- landi og Félagi nýrra íslendinga við Eyjafjörð verður kosin stjórn,“ segir Patrecía Turner, sem á sæti í undirbúningsnefnd- inni. ój svæði. Valdimar segir að hugmyndir séu um að koma upp móttöku á spillefnum á einum stað á Akur- eyri. Nefnd um sorpmál í Eyja- firði hafi sett fram þá hugmynd að taka fyrst í stað á móti spilli- efnum við áhaldahús bæjarins. Síðar kæmi til greina að hafa móttöku í tengslum við gáma- svæði og endurvinnslu við Réttarhvamm. Um þetta hafi þó engin ákvörðun ennþá verið tekin. óþh Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Umhverfisnefnd hefur samþykkt að Skólagarðar Akureyrar verði hér eftir í umsjón forstöðumanns Ungl- ingavinnu og að umhverfis- stjóri breyti starfslýsingu tii samræmis. Nefndin leggur jafnframt til að staða forstöðu- manns Unglingavinnu og skólagarða verði auglýst laus til umsóknar. ■ Atvinnumálanefnd hefur borist tilboð frá Auglýsinga- stofunni Auglit um endur- prentun á bæklingi fyrir ferða- menn, sem atvinnumálanefnd hefur gefið út undanfarin ár. Jafnframt var lagt fram tilboð frá Finni Birgissyni um nýtt kort i bæklinginn. Samþykkt var að endurútgefa bæklinginn á 5 tungumáium eins og síðast- liðið sumar en hafna tilboði Finns. Ómar Pétursson vék af fundi undir þessum lið. ■ Kjaranefnd samþykkir að framvegis verði færð sérstök fundargerðarbók fyrir Fræðslu- sjóð STAK og Akureyrarbæj- ar. Afgreiðsiur stjórnar Fræðslusjóðs verða ekki lagð- ar fyrir bæjarstjórn, þar sem afgreiðslur stjórnarinnar eru endanlegar. Fundargerðabók- in verði í vörslu Starfsmanna- deildar Akureyrarbæjar. ■ Skólanefnd samþykkti á fundi sínum nýlega, eftirfar- andi tiliögu frá Kolbrúnu Þormóðsdóttur, varðandi akstur á skólalóðum: „Skóla- nefnd beinir þeim tilmælum til starfsmanna Akureyrarbæjar og annarra að aka ekki vél- knúnum ökutækjum utan skipulagðra akstursieiða á skólatíma nema með leyfi við- komandi skólastjóra. Skóla- r.efnd óskar eftir því við tæknideild að sett verði upp umferðarskiiti sem ákveða og leiðbeina um lóð hvers skóla.“ ■ Á fundi bæjarráðs nýlega voru lagðir fram „minnis- punktar" frá menningarfull- trúa um ritun og útgáfu á sögu Gagnfræðaskóla Akureyrar. „Minnispunktarnir" eru teknir saman í tilefni af erindi frá því í nóvember sl. frá stjórnend- um GA til skólanefndar, þar sem leitað er stuðnings til rit- unar og útgáfu á sögu skólans. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu eins og það liggur fyrir. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að fela byggingadeild að láta hanna tengibyggingu við Bugöusíðu 1. Um er að ræða tengingu íbúða aldraðra við þjónustukjarna að Bugðusíðu 1.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.