Dagur - 23.02.1993, Síða 5

Dagur - 23.02.1993, Síða 5
Þriðjudagur 23. febrúar 1993 - DAGUR - 5 Ejjafjarðarsvæðið tekur þátt í verkefhinu „Et levende Norden“ - kynningarfundur í íþróttahöllinni á Akureyri nk. fimmtudag Nýlega var ákveðið að Eyja- fjarðarsvæðið yrði þátttakandi af hálfu íslands í norrænu verkefni fyrir 10-16 ára börn skólaárið 1993-1994. Verkefn- ið hefur vinnuheitið „Et levende Norden“. Það er norræna ráðherra- nefndin sem hefur haft forgöngu að þessu verkefni, en megin til- gangur þess er að gefa börnum og unglingum kost á að hitta og starfa með listafólki frá ýmsum stöðum á Norðurlöndum. Lögð verður áhersla á að kynna á hverjum stað listgreinar sem lítið hefur verið hægt að sinna þar. Einnig gefst tækifæri til að kynn- ast listgreinum á nýstárlegan hátt í tengslum við þetta verkefni og víkka þannig sjóndeildarhring þátttakenda. Undirbúningsnefnd hafíð störf Auk Eyjafjarðarsvæðisins taka eftirtalin svæði á Norðurlöndum þátt í verkefninu: Norður- Þrændalög í Noregi, Wármlands lán í Svíþjóð, Wasa lán í Finn- landi, Viborg amt í Danmörku, Álandseyjar, Færeyjar, Græn- land (óvíst ennþá hvaða svæði) og suðurhlutar samabyggðar í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Undirbúningsnefnd hefur tek- ið til starfa hér á Eyjafjarðar- svæðinu með fulltrúum frá Akur- eyri, Eyjafjarðarsveit og Dalvík. Stefnt er að kynningarfundi fyrir fulltrúa frá grunnskólum, sér- skólum, félagsmiðstöðvum, félagasamtökum o.fl. nk. fimmtudag, 25. febrúar, nk. kl. 19 í íþróttahöllinni á Akureyri. Þangað er einnig velkomið lista- fólk af svæðinu og aðrir sem kynnu að hafa áhuga á að kynn- ast þessu verkefni. Listafólk af Eyjafjarðar- svæðinu hefur forgang Þegar ráðið verður listafólk til að vinna að þessu verkefni á hinum ýmsu svæðum á Norðurlöndum, þá mun listafólk af Eyjafjarðar- svæðinu að öðru jöfnu hafa viss- an forgang við ráðningu á lista- fólki frá Islandi. Gefst listafólki þar skemmtilegt tækifæri á tíma- bundnum verkefnum á nýjum slóðum. í undirbúningsnefndinni hér á Eyjafjarðarsvæðinu eru: Ingólfur Ármannsson, skóla- og menning- arfulltrúi, Akureyri, Atli Guð- laugsson, tilnefndur af Héraðs- nefnd Eyjafjarðar, Dröfn Frið- finnsdóttir, tilnefnd af íþrótta- og tómstundaráði Akureyrar, Guð- mundur Óli Gunnarsson frá Tónlistarskólanum á Akureyri, Guðmundur Ármann Sigurjóns- son frá Myndlistarskólanum á Akureyri, Lárus Zophoníasson frá Amtsbókasafninu á Akureyri, Sunna Borg frá Leikfélagi Akur- eyrar og Sveinbjörn Steingríms- son, tilnefndur af Héraðsnefnd Eyjafjarðar. (Frattatilkynning) Akureyri: Öskudags- fagnaður í Dynheimum Á morgun, öskudag, heldur Zontaklúbburinn Þórunn hyrna sinn árlega öskudagsfagnað fyrir börn í Dynheimum. Dagskráin hefst kl. 14 og lýkur kl. 17. Margt verður til skemmtunar, m.a. hæfileikakeppni og grettukeppni. Vegleg verðlaun eru í boði. Einnig verða veitt verðlaun fyrir bestu búningana. (Fréttatilkynning) Lesendahornið Ibúi í Glerárhverfi: Misnotkun á félagslega kerfínu Lesandi í Glerárþorpi hringdi og vildi gera athugasemdir við grein í Degi nýlega þar sem rætt var var Guðríði Friðriksdóttur varð- andi vaxtahækkanir í félagslega kerfinu. Lesandinn sagðist leggja þann skilning í greinina að þeir sem lægstu launin hefðu bæru úr býtum 100 þúsund krónur á mán- uði og er þar vafalaust rætt um heildartekjur í fjölskyldunni en mjög margar fjölskyldur eru neð- an við þau mörk. „Greiðslubyrðin lækkar hjá þessum hóp við vaxtahækkunina og eins er Guðríður með viðmið- un við 150 þúsund króna laun og vissa lántöku í upphafi og enn- fremur með 200 þúsund króna mánaðartekjur. Ég er að velta því fyrir mér hvað aðilar með 200 þúsund króna mánaðartekjur eru yfirleitt að gera í þessu kerfi. Það eru niðurgreiddir vextir í Bygg- ingarsjóði verkamanna og menn með 200 þúsund króna mánaðar- tekjur eiga ekki að hafa mögu- leika á láni í félagslega kerfinu ef þeirra greiðslumat er byggt á raunhæfum forsendum. Sam- kvæmt núgildandi lögum á Hús- næðisnefndin að endurmeta greiðslugetu kaupendanna og ef hún er þá orðin yfir þessum mörkum þá eiga vextirnir að hækka og síðan sjálfkrafa á þriggja ára fresti upp frá því. Mér er ekki kunnugt um að Hús- næðisnefndin hafi nokkurn tíma beitt þessum ákvæðum og þar með er hún að leggja blessun sína yfir misnotkun á þessu kerfi sem starfað er eftir í dag“. Kennarasamband íslands Kennarar - Atkvæðagreiðsla Allsherjaratkvæöagreiösla félagsmanna Kennara- sambands íslands um verkfall kennara í grunnskól- 'um og framhaldsskólum fer fram í skólunum þriðju- daginn 23. og fimmtudaginn 25. febrúar 1993. Kennarar sem eru í náms- og veikinda- eöa barns- burðarleyfi geta kosið í skólunum eða á skrifstofu Kennarasambands íslands, Laufásvegi 81 í Reykja- vík. Kjörstjórn Kennarasambands íslands. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Verkmenntaskólinn á Akureyri auglýsir Getum bætt við þátttakendum á námskeið í ger- bakstri og saumum á glæsiflíkum sem hefjast fimmtudaginn 25. febrúar. Upplýsingar á skrifstofu skólans sem er opin frá 8-15, sími 11710. 3 Greiðsluáskorun Til íbúa Hálshrepps og eigenda fasteigna í Háls- hreppi gjöld vegna, fasteignaskatts, sorpsgjalds, útsvara og aðstöðugjalds fyrir 1989, 1990, 1991 og 1992 og voru fallin í gjalddaga 15. nóvember 1992 að greiða nú þegar, eða semja um greiðslu skuldar sinnar innan 15 daga frá birtingu áskorunnar þessar- ar. Gjaldendur geta búist við innheimtuaðgerðum án frekari fyrirvara, fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjald- anna, ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, að liðnum 15 dögum frá birtingu áskorunnar þessarar. Athygli er vakin á því að auk óþæginda hefur inn- heimtuaðgerð í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Illugastöðum 22. febrúar 1993. Oddvitinn Hálshreppi. Enn um hreinlæti í matvöruverslunum: Ekki hægt að sverta heila stétt Sigurður Sigmarsson (231029- 4949) vildi koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum vegna lesendabréfs í DEGI 9. febrúar sl.: „Svo sannarlega mál að linni er fyrirsögn greinar Elísabetar Kveðja frá launamanm Enn eru válynd veður víða nú Kári kveður kuldaleg ljóðin sín. Punglega taktinn treður trauðla úr handfylli hleður hnípin er þjóðin mín. Pjóðin á víst í vanda valtir við stjórnvölinn standa staurblindir Viðeyjarmenn. Verðum áð fella þá fjanda fólkið vart orkar að anda álögin auka þeir enn. Við skulum skipta um spor sýna afoss þróttmikið þor þar til að birtir á ný. Sjáum hér vilja og vor verkefni, starfsemi, slor svartsýnin hverfur með gný. Launamaður. Hjörleifsdóttir í Degi nýverið og vitnar hún í grein Brynjólfs Brynjólfssonar sem bar tiltilinn Erum við hugsunarlausir trassar og sóðar?. Ég get ekki orða bundist þegar hún ræðst á afgreiðslufólk í matvöruverslun- um með svívirðingar og dylgjur, eða eins og hún segir: „Hve oft sést jafnvel afgreiðslufólk bora upp í nefið á sér fyrir framan við- skiptavininn og snerta síðan á einhverri matvöru." Vill Elísabet ekki nefna þessa matvöruverslun eða verslanir og það fólk sem um ræðir. Hún getur ekki svert heila stétt nema sanna sitt mál ella biðja afgreiðslufólkið opinber- lega afsökunar." Kærar þakkir! Akureyri 8. febrúar 1993. „Kærar þakkir og hlýjar kveðjur fær sá sem fann lyklaveskið mitt í síðustu viku og kom því á lög- reglustöðina. Það er yndislegt að vita af fólki í kringum sig, sem gerir sér svona ómak, óbeðið, og án þess að vita hverjum það er að gera greiða.“ Margrét Jónsdóttir. Krákkar Verðlaun fyrir besta sönginn. Blikkrás vcitir 8 liAuin verOlaun fyrir besta sönáinn á Öskudaginn frá kl. 8-líá. Vcrðiaunin verða Pizza á Greifanum. I dómncfnd vcrða starfsmenn Blikkrásar. Ekkert tillit er tekið til búninga. H* BLIKKRÁS HF. f

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.