Dagur - 23.02.1993, Blaðsíða 7

Dagur - 23.02.1993, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 23. febrúar 1993 - DAGUR - 7 - skoruðu 93 stig í síðari hálfleik Þrórsarar unnu stórsigur á liði Bolvíkinga þegar liðin mættust á Bolungarvík sl. Iaugardag. Þórsarar höfðu yfírburði á öll- um sviðum og sigruðu með 101 stigs mun, 160:59. Þar með hafa Þórsarar unnið stórsigur tvær helgar í röð, en um síð- ustu helgi unnu þeir Hött með 54 stiga mun. Islandsmet hjá Þór - sigurinn gegn Bolvíkingum sá stærsti í meistaraflokki í körfubolta Davíð Hreiðarsson skoraði 30 stig fyrir Þór. Nokkuð víst þykir að árangur Þórs á laugardaginn sé íslandsmet. Aldrei fyrr hefur verið jafn mikill munur í keppni á íslandsmóti í meist- araflokki. Gamla metið settu Haukar í leik gegn Borgnes- ingum og var það 160:70. Það munar því 11 stigum á því og stigaskori í leiknum á laugardaginn. Líkast til verður þetta met seint slegið. Ekki er heldur ólíklegt að aldrei áður hafi verið skoruð 93 stig í einum hálfleik, þó það hafi ekki feng- ist staðfest. Þórsarar geta því vel við þennan árangur unað. „í raun er kannski lítið hægt að segja um svona leik,“ sagði Þórir Jón Guðlaugsson, annar þjálfari Þórs. Þórsarar voru einfaldlega miklu betri, eins og tölurnar sýna. Staðan í hálfleik var 67:31 fyrir Þór og í þeim síðari tóku þeir endanlega öll völd á vellin- um og skoruðu þá 93 stig, sem er afar sjaldgæft í körfubolta. Davíð Hreiðarsson var stigahæst- ur Þórsarar með 30 stig og Birgir Ö. Birgisson stóð eins og klettur í Ivörninni og hirti um 30 fráköst. Stig Þórs skoruöu: Davíð Hreiðarsson 30, Konráð Óskarsson 25, Arnsteinn Jóhannesson 19, Örvar Erlendsson 17, Azuolas Zeduikis 16, Helgi Jóhannesson 15, Einar Valbergsson 14, Hafsteinn Lúðvíksson, Einar H. Davíðsson 6 og .Birgir Ö. Birgisson 6. Konráð Óskarsson og lærisveinar hans hjá Þór fóru létt með Iið Bolvíkinga á laugardaginn. Konráð skoraði 25 stig. Mynd: Robyn íslandsmótið í handknattleik, 4. flokkur: KA-krakkar unnu tvöfalt Um helgina var mikið um að vera í KA-húsinu en þar fór þá fram keppni í 4. flokki Islands- mótsins í handknattleik karla Bikarkeppni kvenna í blaki: KA-stelpur í úrslit - unnu HK 3:2 en töpuðu 3:0 í deildinni KA-stelpur komust á föstu- dagskvöldið í úrslit í bikar- keppninnar í blaki með 3:2 sigri á liði HK. Það horfði ekki vel í byrjun því HK-stelpur unnu tvær fyrstu hrinurnar áður en KA komst inn í leik- inn. Með mikilli baráttu og sterkum sóknarleik náðu þær síðan að vinna sigur og munu mæta Víkingsstelpum í úrslit- um, að öllum líkindum 6 mars. Sigur HK í tveimur fyrstu hrin- unum var mjög sanngjarn. Liðið var mun samstilltara en KA-liðið sem virkaði dauft og áhugalaust. Það var sérstaklega vörnin sem var betri hjá HK og var það raun- ar mest allan leikinn. Fyrsta hrin- an fór 10:15 og sú næsta 8:15, en sú hrina var með eindæmum löng. KA skipti um gír í 3. hrinu og gerði út um hana á mjög skömm- um tíma. KA skoraði 7 fyrstu stigin, komst í 14:4 og vann 15:5. Næsta hrina var jöfn í byrj- Bikarmót í skíðagöngu: Norðlendingar fóru heim með 7 af 11 verðlaunum Á laugardaginn var haldið á ísafírði bikarmót SKI í skíða- göngu og keppt í 3 yngri flokk- um hjá strákum og 1 hjá stelpum. Til keppni voru skráðir 23 en nokkur afföll urðu. Verður var gott og færi einnig. Keppt var með frjálsri aðferð. Norðlendingar mættu sterkir til leiks og unnu til 7 verðlauna af 11 á mótinu. í efstu sætunum í hverjum flokki urðu: Stúlkur 13-15 ára, 3,5 km: 1. Svava Jónsdóttir, Ól. 14,06 2. Heiðbjört Gunnólfsdóttir, Ól. 14,09 Drengir 13-14 ára, 5 km: 1. Hafliði Hafliðason, Sigl. 17,01 2. Jón G. Steingrímsson, Sigl. 17,07 3. Helgi Jóhannesson, Ak. 17,58 Drengir 15-16 ára, 7,5 km: 1. Arnar Pálsson, ís. 20,32 2. Hlynur Guðmundsson, ís. 22,17 3. Albert H. Arason, Ól. 22,45 Piltar 17-18 ára, 15 km: 1. Gísli E. Árnason, ís. 40,53 2. Árni F. Elíasson, ís. 43,27 3. Kári Jóhannesson, Ak. 47,30 un en þegar staðan var 4:4 sagði KA skilið við HK og breytti stöð- unni á skammri stund í 13:4. HK náði aðeins að klóra í bakkann en 15:7 sigur KA var aldrei í hættu. Það þurfti því að gera út um leikinn með oddahrinu og hún var eins og oddahrinur eiga að vera, jöfn og spennandi. Jafnt var á öllum tölum f byrjun en KA þó yfirleitt heldur á undan. í síð- ari hluta hrinunnar munaði lengstum tveimur stigum. Jasna Popovich gerði síðan út um leik- inn með fallegu smassi er hún skoraði 15. stigið fyrir KA, en þá hafði HK skorað 12. Þar með tryggði KA sér rétt til að leika til úrslita um bikarinn. Auðvelt hjá HK á laugardaginn Eitthvað virtist bikarleikurinn sitja í KA-stelpum þegar þær mættu HK á laugardaginn. Allt gekk á afturfótunum hjá liðinu, einbeitingin var engin og HK vann auðveldan sigur í þremur hrinum, 15:12,15:8 og 15:4. „Við náðum einfaldlega ekki saman og gerðum ekkert til að spyrna við fótum. Ég held að allt liðið hafi leikið undir getu. En við erum bjartsýnar á framhaldið og ætlum okkur að laga það sem þarf að laga,“ sagði Halla Halldórsdóttir fyrirliði KA um leikinn. og kvenna. KA átti lið í báðum flokkum. Nýttu þau sér heima- völlin vel og höfnuðu bæði í 1. sæti. Það verður að teljast glæsilegur árangur og viður- kenning fyrir það uppbygging- arstarf sem unnið hefur verið hjá félaginu. Bæði lið höfðu unnið Norður- landsriðil 4. flokks og tóku nú þátt í 2. deildar keppninni. Með sigrinum eru liðin komin í 1. deild. Þar verður nú keppt í tveimur 5 liða riðlum hjá báðum kynjum. Efstu tvö lið úr hvorum riðli keppa síðan til úrslita um íslandsmeistaratitilinn. Strákarnir unnu öruggan sigur í öllum sínum leikjum. „Það sem réði úrslitum var að við vorum í miklu betra formi og breiddin var einnig meiri. Þeir keyrðu oftast yfir andstæðingana í síðari hálf- leik. Það kom í ljós á þessu móti að það skiptir meira máli hvað gert er á æfingum heldur en að spila sem flesta leiki. Ekki höfð- um við leikreynsluna, svo mikið er víst. Mínir strákar höfðu grunnatriðin á hreinu, sem sum hin liðin skorti,“ sagði Jóhannes Bjarnason þjálfari KA sem getur vissulega verið ánægður með árangurinn. Eins og hann tók fram þá á þó enn eftir að reyna á hvernig liðið stendur sig meðal þeirra allra bestu. Markahæstir í liði KA voru Halldór Sigfússon með 31 mark, Heimir Arnason skoraði 15, Þórir Sigmundsson 12 og Arnar Árnason 8. Stelpurnar í KA urðu einnig efstar. Þær töpuðu einum leik en fóru engu að síður áfram þar sem þær voru með betra markahlut- fall en Víkingur og FH. Einvarð- ur Jóhannsson þjálfari stelpn- anna var ánægður með árangur- inn. „Stelpurnar stóðu sig vel og ég var ánægður með leik þeirra. Við vissum auðvitað lítið hvar við stóðum fyrir mótið og því erf- itt að segja hvort árangurinn hafi komið á óvart. Við töpuðum mjög naumlega á móti Víkingi en fórum engu að síður áfram og því ekki hægt annað en vera ánægð- ur.“ Markahæstar hjá KA voru Ingibjörg Harpa með 6 mörk, Anna Bryndís Blöndal með 7 og þær Sólveig Rósa og Sigríður Rafna með 6 hvor. Að lokum fylgja svo úrslit leikja hjá báðum flokkum: 4. flokkur karla: KA-Fylkir KA-KR KA-UBK KA-Selfoss KA-Víkingur 4. flokkur kvenna: KA-FH KA-Víkingur KA-UMFA FH-UMFA UMFA-Víkingur FH-Víkingur 22:13 19:10 18:8 14:9 21:13 12:9 9:10 16:2 14:8 1:17 10:7 Gönguátak: , Gengiðfrá íþróttahöUinni í kvöld í kvöld verður í fyrsta skipti farið af stað með gönguhóp á Brekkunni en slíkur hópur hef- ur þegar verið stofnaður í Glerárhverfí. Gengið verður frá íþróttahöllinni og lagt af stað kl. 18. Þetta framtak er á vegum trimmnefndar ÍBA og mun ein- hver frá nefndinni leiða gönguna. Allir eru að sjálfsögðu hvattir til að mæta og fá sér röskan göngu- túr í góðum hópi. Á eftir er síðan upplagt að bregða sér í sund. Körfubolti 1. deild: Yfirburðir Þórsara í 101 stigs sigri á BoMkingum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.