Dagur - 23.02.1993, Síða 16

Dagur - 23.02.1993, Síða 16
Prentum myndina þína á bol ^PediGmyndir? Skipagata 16 - 600 Akureyri - Sími 96 - 23520 Flotgallasundkeppni á Dalvík: Syndaselimir stungu Dalríkurbanana af Árleg keppni milli stýrimanna- deildarinnar á Dalvík, Stýri- mannaskólans í Reykjavík og vélskóladeildar VMA í flot- gallasundi fór fram í og við Dalvíkurhöfn sl. föstudag. Sig- urvegarar urðu Syndaselir frá Dalvík á tímanum 2.46:95, Dalvíkurbanar frá Reykjavík í öðru sæti á 3.05:20 og Hinn fóturinn frá VMA í þriðja sæti á 3.07:42 Keppnin fer þannig fram að fyrst eru hlaupnir 40 metrar eftir hafnarbakkanum, síðan klæða keppendur sig í flótgaila, stinga sér síðan til sunds í höfninni og synda þar 40 metra að gúmmí- björgunarbáti og klifra um borð. Keppnin hefur farið fram sl. fjög- ur ár, fyrsta árið vann sveit frá Reykjavík en þrjú síðustu árin hefur sveit frá Dalvík borið sigur úr býtum. Nemendur stýri- mannadeildarinnar eru nú stadd- ir í Reykjavík til náms í svo- kölluðum siglingasamlíki eða hermi sem er sá eini hérlendis. GG Hrönn EA-258 tekin að ólöglegum línuveiðum milli grunna norður af Skaga: „Vorum á Skagagrumii en lokun tilkynnt á Sporðagrunni“ - sagði Indriði Helgason, skipstjóri Landhelgisgæslan stóð Hrönn EA-258, 20 lesta bát frá Greni- vík, eign Heiðars Baldvinsson- ar á Grenivík að ólöglegum línuveiðum í lokuðu hólfí á Sporðagrunni sl. sunnudag. Hólfinu var lokað klukkan 19.00 laugardaginn 20. febrúar og er lokað I allt að eina viku eða til 27. febrúar nk. Hólfið teygir sig allnokkuð suður á Skagagrunnið og því ekki alfarið á Sporðagrunni en for- sendur lokunarinnar voru þær að 65% af afla sem kom af þessum miðum var undir við- miðunarmörkum sem eru 55 cm. „Við vissum ekki að þetta lok- aða hólf teygði sig svona langt inn á Skagagrunnið enda hefðum við þá ekki verið á þessum slóðum,“ sagði Indriði Helgason skipstjóri á Hrönn. „Málið er það að tilkynnt var um lokun á Sporða- grunni en við erum alls ekki þar heldur milli „grunna“ eins og kallað er, ofan við Staðargrunn- ið. Fjarlægðin þaðan sem við vor- um teknir og fram á Sporðagrunn samsvarar því að ef lokað hefði verið á Húnaflóanum þá hefðum við allt eins getað lent inni í þeirri lokun. Eins hefðum við getað lent inn í lokun á Fljótagrunninu. Við vorum á smá ræmu austan við hólf sem lokað var 7. febrúar sl. og ég hélt í fyrstu að Gæslan væri að taka mig í því hólfi en við vorum um hálfa mílu utan við það og gættum okkar auk þess sérstaklega að vera ekki teknir þar sem báturinn var í sínum síð- asta róðri á línu. Ég hringdi til Siglufjarðarradíós og bað um upplýsingar um lokunarsvæðið á Skagagrunninu en fékk það svar að það væri bara lokað á Sporða- grunninu. Ég er því alls ekki sátt- ur við það að hafa verið tekinn þarna og sendur í land.“ Hrönn EA landaði rúmum tveimur tonnum á Dalvík á sunnudagskvöldið og fór fiskur- inn til vinnslu hjá Fiskverkun lóhannesar & Helga. Afrit var tekið af vigtarnótum hjá hafnar- voginni á Dalvík en framkvæmd- in var ekki með vilja eða vitund sýslumannsembættisins f Eyja- firði að sögn Eyþórs Þorbergs- sonar fulltrúa. Aflinn var mældur af varðskipsmönnum og sá fiskur sem flokkaðist undir 55 cm, þ.e. undirmál, reyndist vera liðlega 50% af aflanum. Fiskur sem hingað til hefur verið talin sæmi- legur línufiskur hefur verið 50 cm og stærri og hefur oft fengist ágætur fiskur á svipuðum slóðum og Hrönnin var á. Báturinn fer nú í slipp hjá Slippstöðinni Odda á Akureyri og síðan á snurvoð í næsta mánuði. „Staðreyndin er sú að það væri hægt að loka öllu svæðinu frá Horni og austur á Langanes ef talið væri reglulega úr öllum bát- um þegar þeir koma að landi. Það er aðeins hugsanlegt að tog- ararnir mundu sleppa með stærri fisk en þetta. Þetta er sú stærð á fiski sem hefur verið að veiðast fyrir Norðurlandi undanfarin ár en þeir í ráðuneytinu láta hins vegar eins og andskotinn núna. Ég held að ástæðan sé sú að þeir eru að stoppa bátana af með tvö- földun á línunni enda hafa lokan- ir aldrei verið fleiri en nú í vetur. Þessi lokun á Sporðagrunni var númer 51 og megnið af þeim er hér fyrir norðan,“ sagð Indriði Helgason skipstjóri á Hrönn EA. GG O VEÐRIÐ Veðurstofa íslands gerir ráð fyrir hvassri vestanátt um allt Norðurland í dag. Vestantil verður rigning oa slydduél er líður á daginn. A Norðaustur- landi verður rigning á stöku stað og hægt fer kólnandi. Kerfið veltir vöngum yfir umsóknum um fé til atvinnuskapandi verkefna: Starfshópur settur í málið - algjört sambandsleysi, segir forseti baejarstjórnar Akureyrar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum sl. föstudag aö skipa þriggja manna starfshóp til aö skoða nánar þær umsóknir sem stjórn Atvinnu- leysistryggingasjóðs hefur þeg- ar afgreitt vegna atvinnuskap- andi verkefna á Akureyri, Húsavík og í Reykjavík. Þess- ari skoðun verður hraðað, að sögn Daggar Pálsdóttur, lög- fræðings í heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytinu. Sigríður Stefánsdóttir, forseti bæjar- stjórnar Akureyrar, undrast gang þessa máls. í starfshópnum eru Dögg Páls- dóttir, fulltrúi heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins, Bragi Guðbrandsson, fulltrúi félags- málaráðuneytisins, og Ólafur Hjálmarsson, fulltrúi fjármála- ráðuneytisins. „Starfshópnum er falið að skoða nánar þessar umsóknir vegna þess fordæmisgildis sem afgreiðsla þeirra hefur. Menn vilja fara varlega í þetta, en ríkis- stjórnin tók ekki afstöðu til umsóknanna með þessari afgreiðslu. Við munum hittast á morgun (í dag) og ég reikna með að við skilum okkar áliti til trygg- ingaráðherra í vikunni. Við ger- um okkur grein fyrir því að þetta þarf að afgreiða með hraði. Við munum skoða þær umsóknir sem liggja fyrir og stjórn Atvinnu- leysistryggingasjóðs hefur afgreitt. Þetta eru umsókn frá Húsavík, Reykjavík og tveir þættir umsóknar frá Akureyrar- bæ,“ sagði Dögg. Hún sagðist reikna með því að heilbrigðisráð- herra myndi aftur leggja málið fyrir ríkisstjórnina nk. föstudag. „Ég undrast mjög gang þessa máls,“ sagði Sigríður Stefáns- dóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar. „Mér virðist vera um algjört sambandsleysi að ræða á milli stjórnar Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs og hugmynda trygg- ingaráðuneytisins og ríkisstjórn- arinnar. Það var ekkert samráð haft um þessa afgreiðslu við Sam- band íslenskra sveitarfélaga og það fólk sem unnið hefur að þessu máli. Ég fæ ekki skilið af hverju þetta er allt í einu orðið ráðuneytis- og ríkisstjórnarmál. Með þessu áframhaldi verður sjálfsagt hægt að láta árið líða án þess að afgreiða þetta mál,“ sagði Sigríður. óþh Blönduós: Framkvæmdir haftiar vid brimvamargarð Framkvæmdir eru nú hafnar við brimvarnargarðinn á Blönduósi. Verktakinn, Viggó Brynjólfsson frá Skagaströnd, er nú að leggja slóð að grjót- námi við bæinn Enni. Að sögn Ófeigs Gestssonar bæjarstjóra á Blönduósi hófst verkið fyrir helgi. Búið er að samþykkja verkáætlun, bæði af hálfu bæjarins og Hafnamála- scofnunar. Fyrsta verkið er að leggja slóð að grjótnámu í landi Ennis og hefja undirbúning að grjótflutningum. Jafnframt er verið að koma fyrir tækjum í Uppsalanámu í Vatnsdal, að sögn Ófeigs. Ekki náðist í Viggó Brynjólfsson. sþ Loðnu landað hjá öllum norðlensku verksmiðjunum: Nýtt ævintýri stóð stutt Bjarni Ólafsson AK, Jón Finnsson RE og Sigurður VE lönduðu hjá Sfldarverksmiðj- um ríkisins á Siglufirði í gær um 3600 tonnum en um helg- ina lönduðu þar alls 6 bátar 5465 tonnum. Heildarlöndun á Siglufírði er þá orðin 20.800 tonn eftir áramótin en heildar- loðnukvótinn er nú 820 þúsund tonn, hefur hækkað um 180 iþúsund tonn. Eftir er að veiða af þeim kvóta 365 þúsund tonn. Hákon ÞH frá Grenivík land- aði 1100 tonnum af loðnu í gær í Krossanesi en lokið var við að bræða um miðnættið það magn sem þar hafði áður verið landað. Heildarlöndun á þessu ári í Krossanesi eru 5.200 tonn. í gær lönduðu á Raufarhöfn þrír bátar, Hilmir SU, Þórður Jónasson EA og Guðmundur Ólafur ÓF 3.110 tonnum en heildarlöndun á Raufarhöfn er nú komin í 21.300 tonn. í gær landaði á Þórshöfn Berg- ur VE 510 tonnum en þá hafði ekki verið landað þar síðan á föstudag er ísleifur VE landaði þar 724 tonnum og Svanur RE 684 tonnum. Með þessum lönd- unum er heildarlöndun á Þórs- höfn komin í 11.300 tonn en hluti aflans fer nú til frystingar. Súlan EA landaði í gær á Seyð- isfirði 710 tonnum sem fékkst út af Stokksnesi, en veður var frem- ur slæmt á þeim slóðum, sunnan barningur. Nokkrir bátar hafa verið á veiðum út af Suðaustur- landi, í nýrri loðnugöngu, en eru nú flestir komnir vestur undir Reykjanes þar sem ekkert fékkst í gær. Það litla sem bátarnir urðu varir við lá við botninn og dreifði sér síðan. Þessi loðnuganga virð- ist ekki vera á vesturleið, a.m.k. í bili, eins og sú ganga sem nú er verið að veiða úr út af Þorláks- höfn og Vestmannaeyjum. Lönd- unarbið er nú orðin hjá loðnu- verksmiðjunum á Suðvesturlandi þannig að ef áframhald verður á loðnuveiðum má búast við auk- inni ásókn í löndun hjá norð- lensku verksmiðjunum. GG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.