Dagur


Dagur - 17.03.1993, Qupperneq 2

Dagur - 17.03.1993, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 17. mars 1993 Fréttir Ólafsfjörður: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráð hefur samþykkt að halda sama fyrirkomulagi og verið hefur á endurgreiðslu vegna tannlækninga barna 6 ára og yngri, þ.e. að bæjar- sjóður endurgreiði til foreldra það sem sjúkratryggingardeild greiðir ekki. Tannlækningar barna 6 ára og yngri verði for- eldrum því aö kostnaðarlausu. ■ Bæjarráði hefur borist erindi frá UÍÓ, þar sem félag- ið tilnefnir Kjartan Porkels- son, Svövu Jóhannsdóttur og Ragnar Sigurð Ólafsson sem fulltrúa í stjórn Afreks- og viðurkenningarsjóð Ólafs- fjarðar. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að segja upp samningi um vinnumiðlunarskrifstofu og atvinnuleysisskráningu við Einingu. Uppsögnin tekur gildi 1. júní nk. Jafnframt er óskað eftir viðræðum við stjórn Einingar um annað samningsform um rekstur vinnumiðlunarskrifstofu og atvinnuleysisskráningu en nú gildir. ■ Bæjarráði hefur borist bréf frá Launanefnd sveitarfélaga, þar sem fram kemur að nefnd- in hefur ákveðið að vera í samstarfi með ríki og Reykja- víkurborg í komandi kjara- samningum gagnvart þeim félögum sem ákveðið hafa að vera í „samfloti“ innan BSRB. ■ Bæjarráði hefur borist bréf frá félagamálaráðuneytinu, þar sem gerð er grein fyrir afgreiðslu Jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga vegna umsókna Ólafsfjarðarbæjar í stofnfram- lög úr sjóðnum. Jöfnunarsjóð- ur hefur úthlutað Ólafsfjarð- arbæ til framkvæmda kr. 4.300,000 til íþróttahúss og kr. 620.000 til grunnskóla. ■ Á fundi hafnarstjórnar nýlega var upplýst að tilboð hafi verið opnuð í stál til hafn- argerðarinnar sem áætluð er í ár og næsta ár. Samþykkt var að veita Hafnamálastofnun umboð til að semja um efnis- kaup á hagkvæmasta grunni. ■ A sama fundi var lagður fram ársreikningur síðasta árs og samkvæmt stöðu um sl. áramót kemur fram að skuld hafnarsjóðs við bæjarsjóð er kr. 10.523.000. Samþykkt var að leggja til við bæjarstjórn að skuldin verði greidd með yfir- töku tiltekinna lána hjá bæjar- sjóði. 11.-27- mars Borgarhólsskóli Húsavík - Lifandi skógar - Sungið um umhverfisvernd: Sjöundu bekkingar taka lagið með 70 norskum jafnaldra gistivinum Nemendur sjöunda bekkjar Borgarhólsskóla takast nú á við eitt umfangsmesta verkefni sem tekið hefur verið fyrir á vegum skólans; uppsetningu á norska söngleiknum Lifandi skógum, sein þýddur var sér- staklega fyrir skólann af Emelíu Baldursdóttur, kennara í Eyja- firði. Grunnþema verksins er umhverfisvernd og leikurinn var settur upp í Noregi fyrir atbeina norsku skógræktarinn- ar og landbúnaðarráðuneytis- ins. Leikstjóri er Guðrún Kristín Jóhannsdóttir, María Sigurðardóttir aðstoðar við leikstjórn og Line Werner er söngstjóri. „Þetta er klukkutíma söngleik- ur, mjög spennandi. Flutt eru 14 lög og það voru gerðar sérstakar útsetningar. Hljómsveit skipuð nemendum úr Borgarhólsskóla og Framhaldsskólanum leikur. J>að er margt gott fólk sem starfar við uppsetninguna og fram koma allir 56 nemendur þessa fjöl- mennasta árgangs f skólanum. Þetta er heilmikill viðburður og kannski eitt það allra besta sem við höfum ráðist í, en það hefur ýmislegt verið gert hér um tíð- ina,“ sagði Halldór Valdi- marsson, skólastjóri í samtali við Dag. Tvær sýningar verða á verkinu á miðvikudag, á hinni árlegu skólaskemmtun sjöundu bekk- inga. Ennfremur verður verkið sýnt á fimmtudags- og föstudags- kvöld kl. 20.30 á sal skólans. í vetrarlok koma 70 norskir krakkar frá tveimur skólum í Suður-Noregi til Húsavíkur. Bréfaskriftir eru þegar hafnar milli norsku og húsvísku krakk- anna. Norsku krakkarnir hafa sett upp sama söngleikinn og þeir hafa lagt það á sig að læra íslensku textana. Þrjá síðustu vetrardagana munu norsku ung- mennin æfa með krökkunum á Húsavík og á sumardaginn fyrsta verður efnt til sýningar þar sem norsku og húsvísku börnin flytja söngleikinn saman. Norsku börn- in verða gistivinir jafnaldra sinn á Húsavík. Að sögn Halldórs hafa foreldrarnir á Húsavík lagt hönd á plóginn við undirbúning heim- sóknarinnar og búningasaum fyr- ir sýninguna. „Umhverfisvernd er grunnþema verksins og við viljum horfa í víðara samhengi á hið mikla um- hverfisátak sem verið er að vinna hér í skógræktarmálum og friðun. Líka má líta á uppsetn- ingu verksins sem innlegg til þess verkefnis," sagði Halldór. IM Launamál fyrrum bæjarstjóra á borði Bæjarráðs Ólafsíjarðar: Bæjarstjora sairniíngi sem Bæjarráð Ólafsfjarðar fjallaði á fundi sínum sl. mánudag um álitsgerð sem bæjarstjóm Olafs- fjarðar óskaði eftir að Björn Jósef Arnviðarson hdl. gerði vegna launakröfu Bjarna Kr. Grímssonar, fyrrverandi bæjar- stjóra, sem sagt var upp störfum í lok síðasta árs. Bæjarráð ályktaði ekki um málið en ítr- ustu kröfum Bjarna um sex mánaða laun auk sex mánaða biðlauna var hafnað af bæjar- stjórn Ólafsfjarðar á sínum tíma. „Það var gerður samningur við mig þegar ég kom til starfa á miðju síðasta kjörtímabili sem gilti til loka þess. Eftir kosning- arnar 1990 voru ákveðnar for- sendur breyttar fyrir samningn- voru greidd laun samkvæmt lá á borði forseta bæjarstjómar um og niðurstaðan varð sú að gerð voru drög sem ekki voru formlega samþykkt. Nú skilst mér að gamli samningurinn eigi nú að gilda en það er þeirra mál en staðreyndir málsins eru aðrar,“ sagði Bjarni Kr. Grímsson. Sigurður G. Guðjónsson hrl., sem er lögmaður Bjarna Kr. Grímssonar, segir að málið snúist ef til vill aðeins um það að menn setjist niður og ræði saman. „Það var búið að bjóða honum mörg- um sinnum samning sem tryggði honum sex mánaða laun auk sex mánaða biðalauna ef til uppsagn- ar kæmi og sá samningur lá á borði forseta bæjarstjórnar til- búinn til undirskriftar en var aldrei formlega afgreiddur þótt laun væru greidd samkvæmt hon- um þannig að það er eins og verið sé slást um málið slagsmálanna vegna. Það á að taka fram upp- sagnarfrest í ráðningarsamning- um og ef það er ekki gert þá gildir hið gagnstæða, þ.e. ótímabundinn samningur sem var var í þessu til- felli,“ sagði Sigurður G. Guðjóns- son. „Með álitsgerðinni vildum við fá fram mat á því hver staða bæjarins yrði ef Bjarni gerði kröfur á bæinn um sex mánaða biðlaun auk sex mánaða launa í stað þriggja mánaða launa og þriggja mánaða biðlauna sem þýðir um 1500 þúsund króna við- bótargreiðsla. Við vildum líka vita hvort lagaleg staða okkar væri sú að rétt væri að semja í málinu,“ sagði Hálfdán Kristjáns- son bæjarstjóri í Ólafsfirði. GG Skák Hraðskákmót íslands: efstu sætin Þijú Hraðskákmót Islands var hald- ið að Deildakeppninni lokinni og voru keppendur yfir fímm- tíu talsins. Félagar í Skákfélagi Akureyrar náðu þeim frábæra árangri að raða sér í þrjú efstu sætin og áttu raunar fimmta sætið líka. Margeir Pétursson, stórmeist- ari, fór fyrir sínum mönnum, en tilSA hann hefur um nokkurt skeið teflt fyrir Skákfélag Akureyrar. Hann tapaði ekki skák, fékk 17 vinninga af 18 mögulegum og sigraði örugglega. í 2. sæti varð Margeir Pétursson. Deildakeppnin, 1. deild: A-sveit Skákfélags Akureyrar í 2. sæti Seinni hluti Deildakeppni Skáksambands íslands fór fram í Reykjavík um síðustu helgi. Skákfélag Akureyrar var með fjórar sveitir í keppninni og náði A-sveitin ágætum árangri í 1. deild, varð í 2. sæti á eftir A-sveit Taflfélags Reykjavíkur sem skipuð var stórmeisturum á efstu borðum. A-sveit SA sigraði lið USAH í 5. umferð með 7 vinningum gegn 1 og í 6. umferð vannst sigur á sveit Taflfélags Kópavogs 5Vi gegn 2Vi. í síðustu umferð vann SA lið Garðbæinga með 5 vinn- Skákfélag Akureyrar var með tvær sveitir í 2. deild í Deilda- keppninni og var gengi þeirra misjafnt. B-sveitin hafnaði í 4. sæti eftir að hafa verið lengst af í 2. sæti en slæmt tap í síð- ustu umferð gerði útslagið. C-sveit Skákfélags Akureyrar ingum gegn 3, en Garðbæingar sigruðu einmitt í keppninni í fyrra eftir harða baráttu við A- sveit Skákfélags Akureyrar. Röð sveita í 1. deild varð sem hér segir: 1. A-sveit TR 44Vi v. 2. A-sveit SA 35 v. 3. Skáksamband Vestfjarða 28Vi v. 4. A-sveit Garðabæjar 26V2 v. 5. B-sveit TR 24 v. 6. A-sveit Skákfélags Hafn- arfjarðar 23 v. 7. USAH 22'/2 v. 8. A-sveit Taflfélags Kópavogs 20 v. og féll sveitin í 2. deild. Bestum árangri í A-sveit Skák- félags Akureyrar náðu Margeir Pétursson, Gylfi Þórhallsson og varð í 8. sæti og féll í 3. deild. Sveit UMSE varð í 7. sæti en Taflfélagið Hellir sigraði og fer upp í 1. deild. Bestum árangri í B-sveitinni náði Rúnar Sigurpálsson sem fékk 2 vinninga af 3 á 1. borði en Helgi P. Gunnarsson fékk flesta vinninga í C-sveit, V/i af 2. Bogi Pálsson sem fengu 2 vinn- inga í 2 skákum, Þórleifur K. Karlsson sem fékk 3 vinninga í 3 skákum og Ólafur Kristjánsson sem fékk 2Vi af þremur möguleg- um. SS Allir þeir sem sjá um skóla- skák innan grunnskólanna á Norðurlandi eystra eru beðnir að tilkynna til sýslustjóra hið allra fyrsta um úrslit og þátt- töku innan síns skóla. D-sveit SA keppti ásamt fjór- um sveitum í úrslitum 3. deildar. Lenti sveitin í 3.-4. sæti en Tafl- félag Vestmannaeyja sigraði og flyst upp í 2. deild. Stefán Ragn- arsson og Sveinbjörn Sigurðsson fengu flesta vinninga í D-sveit- inni eða 2 af 3. SS Rúnar Sigurpálsson SA með 13 vinninga, í 3. sæti Jón Garðar Viðarsson SA með 12 vinninga, 4. Helgi Áss Grétarsson TR ÍV/i v., 5. Þórleifur K. Karlsson SA W/i v. og 6. Guðmundur Gísla- son Vestfjörðum 11 /2 v. Óhætt er að segja að þetta hafi verið glæsilegur lokahnykkur hjá Skákfélagsmönnum. SS Sýslustjóri á Akureyri er Guð- mundur Víðir Gunníaugsson, í Eyjafjarðarsýslu Albert Sigurðs- son, Akureyri, í Suður-Þingeyj- arsýslu Sigurjón Benediktsson, Húsavík, og í Norður-Þingeyjar- sýslu Angantýr Einarsson, Rauf- arhöfn. Áformað er að sýslumótum verði lokið fyrir mánaðamót mars/apríl og kjördæmismóti fyr- ir 20. apríl. Landsmótið verður á ísafirði 6.-9. maí. Úr Norðurlandskjördæmi eystra hafa tveir skólar þátttökurétt, þ.e. þeir sem sigra í hvorum aldursflokki í kjördæmismótinu. í sýslumótum eiga allir þeir er sigra í skólamótum innan sinnar sýslu þátttökurétt og sigurvegar- ar sýslumóta eiga rétt til þátttöku á kjördæmismóti. SS Deildakeppnin, 2.-3. deild: Erfitt hjá noröanmönnuin Skólaskák 1993 HHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.