Dagur - 26.03.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 26.03.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 26. mars 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRlMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Hrikalegar aíkomu- horfur í sjávarútvegi Afkomuhorfur í íslenskum sjávarútvegi hafa í langan tíma ekki verið jafn dökkar og um þessar mundir. í nýjasta fréttabréfi Landssambands íslenskra útvegs- manna kemur fram að botnfiskveiðar eru reknar með 11,5% halla að meðaltali um þessar mundir. Samkvæmt útreikningum L.Í.Ú. er afkoma bátaflotans og ísfisktogar- anna sýnu verst, en þar er hallinn um 12 af hundraði, en rekstur stærri togara og frystiskipa er enn sem komið er réttu megin við núllið. Þessar nýjustu fregnir af afkomu útgerðarinnar eru vægast sagt uggvænlegar og til að bæta gráu ofan á svart er staða fiskvinnslunnar litlu betri. Hún er einnig rekin með tapi, þegar á heildina er litið, þótt ekki sé nákvæm- lega ljóst hve mikill tapreksturinn er. Ástæður þessarar öfugþróunar eru eflaust fjölmargar og samverkandi. Þyngst vegur auðvitað að aflaheimildir hafa minnkað, afurðaverð lækkað og vaxtabyrði fyrirtækja í sjávarútvegi aukist. Það er til dæmis staðreynd að verð á botnfiski hef- ur að meðaltali lækkað um 7 af hundraði á erlendum mörkuðum frá áramótum og um 5 af hundraði innan- lands. Á sama tíma hafa einstakir kostnaðarliðir útgerð- arinnar ýmist hækkað eða staðið í stað. Gasolía hefur t.d. hækkað um tæp 17% frá því í september 1992 og hafnar- gjöld um 4% að meðaltali. Sem dæmi um vaxtabyrðina má nefna að talið er að gengisfellingin í nóvember síðastliðnum hafi aukið skuld- ir útgerðarinnar um 23 milljarða króna í einu vetfangi! Útgerðin, eins og annar atvinnurekstur í landinu, þurfti að greiða 11 % raunvexti að meðaltali á síðasta ári. Af því leiðir að greiðslubyrði hennar hefur aukist um þrjá millj arða króna við gengisfellinguna í nóvember, þegar litið er til heils árs. Skuldir útgerðarinnar eru nú þegar komnar langt yfir hættumörk og munu halda áfram að aukast við núverandi aðstæður. Gengisfelling getur því ekki leyst vanda útgerðar og fiskvinnslu, hvorki nú né síðar, því þótt fleiri krónur fáist fyrir afurðirnar, hækka skuldirnar að sama skapi. Þar með eykst greiðslubyrðin, eins og fyrr segir, sem þó er ærin fyrir. Það er kunnara en frá þurfi að segja að íslendingar byggja afkomu sína að langmestu leyti á þessum tveimur megingreinum sjávarútvegsins, útgerð og fiskvinnslu. Þegar illa árar í höfuðatvinnugreinunum ríkir kreppa á öðrum sviðum efnahags- og atvinnulífsins. Núverandi ríkisstjórn lýsti því yfir í upphafi valdaferils síns að hún hygðist ekki skipta sér af málefnum atvinnuveganna. Sú stefna hennar hefur ekki aðeins reynst röng heldur einnig afar dýrkeypt. Dýrmætur tími hefur liðið án þess að ríkisstjórnin gripi í taumana og skapaði undirstöðu- atvinnuveginum viðunandi rekstrarskilyrði. Hrikalegar afkomuhorfur í sjávarútvegi tala sínu máli um aðgerðar- leysi hennar. Nú er hins vegar svo komið að ríkisstjórnin er nauðbeygð til að söðla um taka á vanda sjávarútvegs- ins. Að öðrum kosti er svartnættið eitt framundan í þjóð- félaginu. BB. Hvað er að gerast? Opið hús hjá krötum Jafnaðarmannafélag Eyjafjarðar verður með opið hús í JMJ-húsinu á Akureyri á morgun, laugardag, kl. 10.30-12. Sigbjöm Gunnars- son, alþm. verður til viðtals. Heitt kaffi á könnunni. Kaffihlaðborð í KA-heimilinu Næstkomandi sunnudag kl. 15-17 stendur Foreldrafélag KA fyrir kaffihlaðborði í KA-heimilinu á Akureyri. Ágóðinn rennur til starfs yngri flokka félagsins. Verð kr. 400 fyrir fullorðna og kr. 200 fyrir böm. Allir em hjartanlega velkomnir. Sunnudagskaffi í Lóni Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð verður með sunnudags- kaffi í Lóni við Hrísalund á Akur- eyri nk. sunnudag kl. 15-17. Fólk er hvatt til að mæta stundvíslega. Embla með köku- basar og flóamarkað Kiwanisklúbburinn Embla verður með kökubasar og flóamarkað á morgun, laugardag, kl. 14 að Laxagötu 5 á Akureyri. Margir forvitnilegir munir verða í boði, t.d. sokkabandabelti og sokkar í ýmsum litum, hanskar og margt fleira. Skákfélagið með 10 og 15 mínútna mót Mikið verður um að vera hjá Skákfélagi Akureyrar um helgina. í kvöld kl. 20 verður 10 mínútna mót, á morgun kl. 13.30 verður laugardagsæfing fyrir böm og unglinga (stigamót að auki) og á sunnudag kl. 14 verður 15 mín- útna mót. Taflmennskan verður að sjálfsögðu í húsakynnum Skákfé- lagsins við Þingvallastræti. Manneldisfræðsla á nýjum nótum Akureyrardeild Svæðameðferðar- félags íslands stendur fyrir kynn- ingu á nýstárlegri heilbrigðis- fræðslu á morgun, laugardag, kl. 14 í húsakynnum Guðspekifélags- ins að Glerárgötu 32 á Akureyri. Ingibjörg Bjömsdóttir, skólastjóri Heilsuskólans sf. og Hallgrímur Þ. Magnússon, læknir, munu kynna starfsemi skólans og þær nýjungar í matarvenjum og lífsstfl, sem Heilsuskólinn boðar. Bólumarkaðurinn á sínum stað Að venju er Bólumarkaðurinn að Eiðsvallagötu 6 á Akureyri opinn á morgun, laugardaginn 27. mars, kl. 11-15. Fjölmargir söluaðilar bjóða vaming sinn á sannkölluðu Bólumarkaðsverði. Nú líður að páskum og fermingar framundan. Hægt er að gera góð kaup á ferm- ingargjöfum, t.d. plöttum, skraut- munum, lopapeysum og mörgu fleira. Mikið um að vera í 1929 í kvöld verður diskósýningin Glimmer í 1929, 16 manna sam- spil hljóðfæraleikara og söngvara með tilheyrandi ljósaskrauti. Hús- ið verður opnað kl. 22.30 og hefst sýningin um kl. 23. Annað kvöld verður skemmtun ætluð fyrir kon- ur. Berlindales, sem samanstendur af fimm íturvöxnum karlmönnum, koma fram. Kynntar verða snyrti- vörumar Maria Galland frá Vöru- húsi KEA og konur fá rósir frá Laufási. Húsið verður opnað kl. 22.30 fyrir konur, en almennur dansleikur hefst á miðnætti. Vinir Dóra í Kjallaranum Sjallinn verður lokaður í kvöld vegna einkasamkvæmis, en annað kvöld verður söngleikurinn Evíta á sviðinu og Rokkbandið leikur fyrir dansi á eftir. Vinir Dóra, sem án efa er ein besta blúshljómsveit landsins, leikur í Kjallaranum í kvöld og annað kvöld. Karakter á KEA Hljómsveitin Karakter leikur fyrir dansi á Hótel KEA á Akureyri annað kvöld, laugardagskvöld. Hótel KEA minnir á leikhúsmat- seðilinn fyrir kr. 2.100 og 2.500 kr. á laugardagskvöldum, en þá er dansleikur innifalinn. Fríða og dýrið í Borgarbíói Um helgina kl. 21 sýnir Borgarbíó á Akureyri myndimar Fríða og dýrið og Geðklofinn. Klukkan 23 verða sýndar myndimar Singles og Svikarefir. Á bamasýningum á sunnudag kl. 15 verður sýnd mynd um Tomma og Jenna. Páskabingó NLFA Náttúmlækningafélag Akureyrar heldur bingó í húsi aldraðra nk. sunnudag kl. 17. Ágóðinn rennur í byggingarsjóð Kjamalundar. Meðal vinninga em flugfar, kjöt- vinningur og páskaegg. Kór Menntaskólans við Hamrahbð á Húsavík Kór Menntaskólans við Hamra- hlíð undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur heldur tónleika í Húsavíkurkirkju nk. sunnudag kl. 14. Á efnisskránni em íslensk og erlend tónverk, m.a. mótettan Lobetiden Herm eftir J.S. Bach og fjórar slóvaskar þjóðvísur eftir Béla Bartók. Einnig flytur kórinn negrasálma og þjóðlög frá ýmsum löndum. Óbókvartett á Húsa- vík og Akureyri Óbókvartett, skipaður Kristjáni Þ. Stephensen, óbó, Bryndísi Páls- dóttur, fiðlu, Ingvari Jónssyni, ví- ólu og Bryndísi Höllu Gylfadótt- ur, selló, heldur tónleika í Húsa- víkurkirkju kl. 17 á morgun og á sama tíma á sunnudag í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju. Fluttur verður óbókvartett K.370 og tveir þættir úr skemmtitónlist (diverti- meto) eftir Mozart ásamt verkinu Aubade eftir Svíann Lars Erik Larsson og fantasíu eftir Bretann Benjamin Britten. Aðgöngumiða- sala við innganginn. Háskólakórinn á Akureyri, Húsa- vík og Dalvík Um helgina gefst Norðlendingum kostur á að hlýða á söng Háskóla- kórsins undir stjóm Hákons Leifs- sonar. I dag syngur kórinn fyrir nemendur Menntaskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri og í kvöld kl. 20.30 heldur kórinn tónleika í sal tónlistarskólans á Húsavík. Á morgun, laugardag, kl. 16 heldur Háskólakórinn tón- leika í Dalvíkurkirkju. Á efnis- skránni em íslensk verk af ólíkum toga, s.s. sálmar, tvísöngslög, ný- jar útsetningar á gömlum þjóðlög- um svo og ný verk sem sum hafa gagngert verið samin fyrir kórinn. Frumsýning á Leðurblökunni Leikfélag Akureyrar fmmsýnir í kvöld Leðurblökuna eftir Johann Strauss í þýðingu Böðvars Guð- mundssonar. Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir. Leikmynd og bún- inga hannaði Karl Aspelund. Lýs- ing er í höndum Ingvars Bjöms- sonar og Roar Kvam er hljóm- sveitarstjóri og útsetti tónlist. Einsöngvarar og leikarar em Jón Þorsteinsson, Ingibjörg Marteins- dóttir, Guðrún Jónsdóttir, Steinþór Þráinsson, Aðalsteinn Bergdal, Þuríður Baldursdóttir, Michael Jón Clarke, Már Magnússon, Sig- urþór Albert Heímisson, Bryndís Petra Bragadóttir og Þráinn Karls- son. Önnur sýning er annað kvöld. Sýning á Mazda og Suzuki Um helgina verður sýning á Mazda 121 og breyttum og upp- hækkuðum Suzuki Vitara jeppa ásamt öðmm gerðum Suzuki bif- reiða hjá B.S.A. hf. Laufásgötu 9 á Akureyri. Opið verður á morgun og sunnudag kl. 13-17 báða dag- ana. Sýning á Hyundai í dag, föstudag kl. 14-19, og á morgun, laugardag kl. 10-18, verður sýning á fimm gerðum af Hyundai bifreiðum að Glerárgötu 36 á Akureyri. Einnig verður þar kynning Tölvutækja á Hyundai tölvum og Coca Cola og Maarud verða sömuleiðis með vörukynn- ingu. Óbókvartettinn f.v.: Auður Hafsteinsd., Ingvar Jónas., Bryndís H. Gylfad. og Kristján Stephensen.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.