Dagur - 26.03.1993, Blaðsíða 5

Dagur - 26.03.1993, Blaðsíða 5
Föstudagur 26. mars 1993 - DAGUR - 5 Lifandi skógar á Húsavík: Nemendur Borgarhólsskóla frumsýndu á skolaskemmtun Fjórar sýningar voru á verkinu og áheyrendur hrifust mjög af frammistöðu barnanna. Myndir: im Þegar þú hugsar eitt ár fram í tímann skalt þú gróðursetja hrís. Þegar þú hugsar til tíu ára skaltu gróðursetja blóm. Þegar þú ltugsar hundrað ár fram í tímann skaltu gróðursetja skóg og þekkingu. Svo segir kín- verkst máltæki sem héraðs- skógarmeistaranum í Sogn og Fjordale í Noregi flnnst eiga vel við þegar fjallað er um söngleikinn Lifandi skóga sem frumsýndur var af nemendum sjöunda bekkjar Borgarhóls- skóla í síðustu viku. Verkið var sýnt á árlegri skóla- skemmtun sjöunda bekkjar, alls fjórum sýningum, tveimur nem- endasýningum og tveimur almennum. Á skemmtuninni komu einnig fram nemendur fyrsta bekkjar, sem sungu ákaf- lega fallega, hljómsveit undir stjórn Árna Sigurbjarnarsonar og skólakórinn sem Line Werner stjórnaði. Hápunkturinn var sýning á Lif- andi skógum. Þar fóru allir 56 nemendur sjöunda bekkjar með hlutverk, auk hljómsveitar. Guðrún Kristín Jóhannsdóttir er leikstjóri og Line Werner söng- stjóri. Þarna er ráðist í mikið þrekvirki, uppsetningu viða- mikillar og skemmtilegrar sýn- ingar þar sem aðalþemað er umhverfisvernd. Verkið er flutt af miklum krafti og leikgleðin leynir sér ekki, ómæld vinna barnanna, kennara þeirra og for- eldra liggur að baki þessari sýn- ingu. Sýningar á verkinu voru vel sóttar og hlutu góðar undirtektir og það verðskuldað. Á sumardaginn fyrsta munu 70 norskir krakkar frá skólunum í Norfjordeil og Hjelle ganga til liðs við sjöundu bekkinga Borg- arhólsskóla og sýna Lifandi skóga á Húsavík. Norsku krakk- arnir munu dvelja á Húsavík, sem gistivinir jafnaldra sinna frá 20. til 23. apríl. Þau hafa sett upp verkið heima í Noregi og hafa lært söngtextana á íslensku. Áætluð er hringferð með börnin, að Laxá, Mývatni, Kröflu og Dettifossi. í ferðaáætluninni eru Húsvíkingar kynntir fyrir þeim sem verðug fyrirmynd annarra íslendinga hvað landgræðslu og endurheimt landkosta varðar. Áætlað er að ungu Norðmennirn- ir og félagar þeirra á Húsavfk vinni ýmis verkefni í tengslum við gróðurvernd og trjárækt, m.a. í samstarfi við Húsgull. Frá Húsavík halda börnin til Akraness og Reykjavíkur, þar sem þau sýna Lifandi skóga með börnum úr Akranessskólanum. IM Sviðsmynd úr Lifandi skógi sem sjöundu bekkingar Borgarhólsskóla settu upp á skólaskemmtuninni. Veiðifélag Eyjafjarðarár Forsala veiðileyfa Umsóknareyðublöð fyrir veiðileyfi í Eyjafjarðará sumarið 1993 liggja frammi í versluninni Eyfjörð Akureyri, útibúum Búnaðarbankans Akureyri og í versluninni Veiðimanninum Hafnarstræti 5, Reykjavík. Umsóknir þurfa að berast stjórn veiðifélagsins fyrir 20. apríl nk. Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár, Hvammi, Eyjafjarðarsveit, 601 Akureyri. Aðalfundarboð Framhaldsaðalfundur Hluta- bréfasjóðs Norðurlands hf. vegna ársins 1992 verður haldinn föstudaginn 2. apríl 1993 á Hótel KEA klukkan 13.15. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. grein samþykkta félagsins. Tillaga um breytingu á 11. og 12. grein samþykkta félagsins. Á fundinum verður kynnt fjárfest- ingarstefna félagsins, m.a. gagn- vart óskráðum félögum. Stjórn Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf. HYunoni ...til framtiðar GRANDEUR SDNATA ^LANTRA pnny LANDBÚNAÐARVHLAR HF. ÁRMÚLR 13. SÍMI: 68 12 00 BEINN SÍMI: 3 12 36 T#LVUTÆICI verða með kynningu á HYunoni mmm ff1 Bílasýning f dag föstudag 26. mars kl. 14.00-19.00 og laugardag 27. mars kl. 10.00-18.00 Grandeur 3.0 L 24 v. WBILASALAN BIIAVAL GLERARGOTU 36 - SIMI 21705 tölvum tiáða dagana KyNNÍNq /Aaarud -meiriháttar gott! ÞÓRSHAMAR HF SÖLUUMBOÐ GLERÁRGÖTU 36 • SÍM111036

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.