Dagur - 26.03.1993, Blaðsíða 12

Dagur - 26.03.1993, Blaðsíða 12
Leikhúsgestir Nú leika Vínartónar u m Smiðjuna Akureyri, föstudagur 26. mars 1993 „ V í n a r d ú e 11" Marineraður skelfiskur á íssalati m. ristuðu brauði „Dónártónar" Nauta- og grísalund m. bakaðri kartöflu og rauðvínssósu Kaffi og konfekt Verð kr. 2100 Hópar 10 og fleiri kr. 1900 Erum byrjaðir að taka niður pantanir er slysagildra" Þær slöllur Ragnheiöur Guðmundsdóttir (t.v.) og Rannveig Kristjáns- dóttir viö Andapollinn á Akureyri. Fjær sést hólminn þar sem telpan var í sjálfheldu. Mynd: Rohyn Menntaskólinn á Akureyri: Útlit fyrir færri nem endur á næsta ári „Þetta „Við viljum fyrst og fremst vekja athygli foreldra og for- ráðamanna barna á því að ísinn á Andapollinum getur verið mjög varhugaverður, eins og kom í Ijós á þriðju- daginn,‘( sögðu þær Ragn- heiður Guðmundsdóttir og Rannveig Kristjánsdóttir, sem komu lítilli telpu til bjargar sl. þriðjudag þar sem | hún var blaut og köld í sjálf- heldu úti í hólmanum á Andapollinum. Þær Ragnheiður og Rann- veig, sem báðar eru á fimm- tánda ári og stunda nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri, voru á leið í kennslusund í Sundlaug Akureyrar þegar þær heyrðu hróp og köll barna við Andapollinn. Þær brugðu skjótt við og í ljós kom að lítil telpa hafði farið á þunnum ís út í hólmann á Andapollinum og ísinn brotnað undan henni rétt við hólmann. Ragnheiður sagði að telpan hafi verið rennblaut og köld og mjög hrædd og því hafi hún ákveðið strax að freista þess að ná henni til baka. Hún komst út í hólmann, en vegna þunga þeirra beggja brotnaði ísinn undan þeim á leið til lands Mikil eftirspurn er eftir leigu- íbúðum í eigu Akureyrarbæj- ar, en bærinn á um 110 íbúðir. Fyrr í þessum mánuði var út- hlutað fimm íbúðum, þar af tveim nýjum fjögurra herbergja íbúðum í Vestursíðu. Um þessar fimm íbúðir bárust 44 umsóknir. Guðrún Sigurðardóttir, hjá Félagsmálastofnun Akureyrar- bæjar, segir að þessi fjöldi umsókna sé ekkert einsdæmi, alltaf sé jafn mikil eftirspurn eftir leiguíbúðum. Guðrún segir að allskonar fólk sæki um þessar íbúðir, ekki síst fólk sem ekki ræður við að greiða húsaleigu á almennum markaði. „Astæðurnar eru margvíslegar. Oft er um að ræða lágar tekjur og miklar skuldir,“ sagði Guðrún. Hún sagði að í mörgum tilfellum væri um að ræða ungt fólk, fólk með stórar fjölskyldur eða fólk sem orðið hafi fyrir fjárhagsleg- © VEÐRIÐ Búist er við stormi á norðvest- ur- og norðausturmiðum og kólnandi veðri á láði og legi. Suðvestan skúrir og síðan slydduél með morgninum á Norðvesturlandi en hæg breytileg og norðlæg átt og slydda er líða tekur á daginn. Hæg breytileg átt og slydda verður í dag á Norðaustur- landi. og sagði Ragnheiður að mun dýpra væri við hólmann en hún hefði ímyndað sér og stórhættu- legt litlum krökkum. Rannveig kom stöllu sinni til hjálpar og í sameiningu tókst þeim að ná telpunni upp úr um skakkaföllum. Leiga fyrir þessar íbúðir eru lágar. Mánaðarleiga fyrir tveggja herbergja íbúð er um 11 þúsund ísköldu vatninu og fékk björg- unarleiðangurinn því farsælan endi. Eftir stendur, að mati þeirra Ragnheiðar og Rann- veigar, að þarna er slysagildra, sem fuli ástæða sé Ail að vara við. óþh krónur, um 13 þúsund krónur fyrir þriggja herbergja íbúð og um 16 þúsund krónur fyrir fjög- urra herbergja íbúð. óþh Útlit er fyrir að færri nemend ur hefji nám við Menntaskól ann á Akureyri næsta haust en eru í skólanum á yfirstandandi skólaári. Árgangurinn sem út- skrifast úr grunnskólum á Norðurlandi eystra í vor er fámennari en síðustu árgangar en hins vegar er von á fjöl- mennum árgangi 1995 og aftur árið 2000. Vonast er til að hluti af nýbyggingu við MA verði tekinn í notkun haustið 1995 og þar með ætti að vera hægt aö mæta vaxandi eftirspurn eftir skólavist. Sem kunnugt er hefur Mennta- skólinn á Akureyri búið við þröngan húsakost mörg undan- farin ár og af þeim sökum hefur ekki verið hægt að taka inn alla þá nýnema sem sótt hafa um skólavist þótt þeir hafi uppfyllt þau skilyrði sem sett eru. Að sögn Valdimars Gunnars- sonar, aðstoðarskólameistara MA, eru um 635 nemendur í skólanum á yfirstandandi skóla- ári en útlit er fyrir að þeir verði um 620 næsta haust. Nýnemar verða þá um 150 í stað 165 sem þýðir að það fækkar um eina bekkjardeild á fyrsta ári. „Undanfarin ár hafa verið teknir inn 190-200 nýnemar þannig að við stöndum uppi með stóra hópa í efri bekkjunum og með sama áframhaldi hefðum við sprengt allt utan af okkur. Þetta sveiflast dálítið eftir fæðingar- árgöngum og ég vona að aðsókn- in minnki eitthvað svo ekki þurfi að vísa fleiri nemendum frá en hefur þurft,“ sagði Valdimar. Hann sagði að á næstunni yrði hugur efstubekkinga í grunnskól- um til framhaldsnáms kannaður og þá yrði frekar hægt að meta það hvað búast megi við mörgum umsóknum í júníbyrjun. Stærstur hluti nemenda í MA kemur frá Norðurlandi eystra og því ræður stærð útskriftarárgangs í grunn- skólum þar mestu um nemenda- fjöldann, svo og húsrýmið í Menntaskólanum. SS Hönnun nýs leikskóla á Akureyri: Ákveðið að ræða við Pál og Gísla Félagsmálaráð Akureyrarbæj- ar samþykkti á fundi sínum sl. miðvikudag að gengið verði til viðræðna við Arkitektastofuna í Grófargili, þ.e. arkitektana Pál Tómasson og Gísla Krist- insson, um hönnun nýs leik- skóla á Akureyri. Félagsmálaráð hafði óskað eft- ir verðhugmyndum um fullnaðar- hönnun (bæði verkfræði- og arkitektateikningar) að byggingu 650 fermetra leikskóla í Gilja- hverfi og var gengið út frá því að byggingarkostnaður yrði ekki hærri en 95 þúsund krónur á ferm. Auk Arkitektastofunnar í Grófargili bárust verðhugmyndir frá Teiknistofunni Formi hf., Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks hf., Arkitektastofu Finns Birgissonar og Arkitektastofu Svans Eiríkssonar. Náist samningar við Arkitekta- stofuna í Grófargili er við það miðað að hönnun verði lokið eigi síðar en 1. júlí nk. og fyrsti áfangi fari því í útboð í sumar. óþh Úrvinnslan hf.: Nýtt fyrirtæki stofiiað á Akureyri Nýtt atvinnufyrirtæki var stofnað á Akureyri í gær. Nefnist það Úrvinnslan hf. og verður megin verkefni þess í fyrstu að endurvinna úrgang úr plasti og pappír en síðar verður einnig hugað að endurvinnslu úr fleiri tegund- um úrgangs. Fyrirtækið mun í upphafi framleiða kubba til notkunar í vörubretti, en síð- ar er stefnt að fleiri vöruteg- undum svo sem lektum, kant- staurum, skrautgirðingum I garða og brennslukubbum. Það eru Úrbótamenn hf., sem unnið hafa að undirbún- ingi stofnunar þessa fyrirtæk- is og notið til þess samstarfs við Iðnþróunarfélag Eyja- fjarðar og fleiri aðila. Yfir 20 aðilar hafa skráð sig fyrir hlutafé í hinu nýja fyrirtæki að upphæð 15 milljónir króna og stefnt er að því að hlutafé verið um 20 milljónir króna. Úrvinnslan hf. verður stað- sett að Réttarhvammi 3 við Akureyri og hefur Fram- kvæmdasjóður Akureyrarbæjar lagt andvirði húsnæðisins fram sem hlutafé. Heildar kostnaður við stofnun fyrirtækisins er um 23 milljónir króna í fyrsta starfsáfanga og af því eru um 18 milljónir vegna kaupa á véla- samstæðu til framleiðslunnar. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir við húsnæði hins nýja fyrirtækis hefjist í næsta mánuði en áformað er að reisa stórt tjald vestan húsnæðisins við Rétarhvamm til að geyma hrá- efnið - plast- og pappírsúrgang á meðan hann býður endur- vinnslu. Vélasamstæða til fram- leiðslunnar er væntanleg til landsins í maí. Mun hún þá strax verða sett niður og áætlan- ir byggja á að vinnsla hefjist fyr- ir lok júnímánaðar. Með stofnun hins nýja fyrir- tækis er verið að slá tvær flugur í einu höggi. Mjög brýnt er orð- ið að draga úr umfangi úrgangs og auka endurnýtingu og endur- vinnslu margvíslegra efna. Með stofnuninni er einnig verið að Frá stofnfundinum á Akureyri í gær. styrkja atvinnulífið hér á Akur- eyri. Þótt aðeins sé gert ráð fyr- ir að fjórir einstaklingar starfi við það í fyrstu hyggja stofn- endur þess á að færa út kvíarnar þegar reynsla er fengin af fyrstu framleiðslunni eftir því sem markaðsaðstæður leyfa. í stjórn hins nýja fyrirtækis verða Ás- geir Magnússon, framkvæmda- Mynd: PI stjóri Iðnþróunarfélags Eyja- fjarðar, formaður, Þórarinn Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Gúmmívinnslunnar og Benóný Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Gámaþjónust- unnar í Reykjavík. Fram- kvæmdastjóri verður Valdimar Gunnarsson, umbúðatækni- fræðingur. ÞI Félagsmálastofnun Akureyrar: Mikil eftirspum eftir leiguíbúðuin - á annað hundrað slíkar íbúðir í eigu bæjarins

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.