Dagur - 26.03.1993, Blaðsíða 1

Dagur - 26.03.1993, Blaðsíða 1
Loksins niðurstaða í Eyjaíjarðarferjumálimi: Vegagerðin samdi við Eystein Þ. Yngvason Vegagerð ríkisins undirritaði í gær samning við Eystein Yngva- son um rekstur Eyjafjarðar- ferjunnar en nokkur ágreining- ur hefur verið uppi um rekstur hennar. Eysteinn átti lægsta tilboð í reksturinn þegar verk- ið var boðið út og hugðist nota fyrrum Breiðafjarðarferju, Arnes, til verksins en í samn- ingnum sem undirritaður var í gær eru ákvæði um að notað verði skipið Sæfari sem verið hcfur í þessum rekstri en um það verður gerður sérstakur leigusamningur. Samningstím- inn er 2 ár, frá 15. apríl 1993 til 14. apríl 1995. Björn Ólafsson deildarstjóri þjónustudeildar Vegagerðar ríkisins segir að grunnurinn að samningnum sé tilboð Eysteins í Austur-Húnavatnssýsla: Átaksverkefiiið Framtak hættir 1. apríl - virkni áfátt skv. skýrslu verkefnisstjóra Vindhælishr., tóku sig saman um „markaðssetningu stóðrétta“. Þrátt fyrir áð ýmislegt hafi far- ið af stað tengt átaksverkefninu, er svo að sjá á skýrslunni að Baldur telji ekki nógu skipulega hafa verið staðið að málum og að virkni sé ónóg, fólk bíði eftir lausnum með hendur í skauti. sþ Átaksverkefnið Framtak í A- Hún., ásamt tveimur hreppum í Skagafirði, mun Ijúka starf- semi sinni 1. aprfl nk. og af því tilefni hefur Baldur Valgeirs- son framkvæmdastjóri Fram- taks skilað skýrslu um árangur verkefnisins. I skýrslunni kem- ur m.a. fram að þó nokkur árangur hafí orðið af starfsem- inni, hafi vantað nokkuð á þátttöku og virkni almennings. Framtak er samstarfsverkefni allra hreppa í A-Hún., auk Seylu- og Lýtingsstaðahrepps í Skagafirði. Það hóf starfsemi sína árið 1991 og hefur nú starfað í tvö ár. Framkvæmdastjóri verk- efnisins er Baldur Valgeirsson og er það kostað til helminga af sveitarfélögunum og Byggða- stofnun. í skýrslu Baldurs kemur m.a. fram að engin „leitarráð- stefna“ hafi verið haldin í upp- hafi og því erfitt að setja sér markmið fyrirfram. Menn vænti e.t.v. of mikils af slíku átaksverk- efni, en ekki sé nóg að standa og horfa á. „Ekki má líta á átaks- verkefni sem einhverja allsherj- arlausn á atvinnumálum lands- byggðarinnar. Heldur er þetta þrotlaus vinna einstaklinga og fyrirtækja ef árangur á að nást“, segir í lokaorðum skýrslunnar. Ýmiskonar starfsemi var reynd í samvinnu við átaksverkefnið, bæði á vegum einstaklinga og með samstarfi. í A-Hún. fór af stað átak í ferðamálum, svo og smærri fyrirtæki eins og fata- hreinsun á Blönduósi og skeifu- verksmiðja í Svínavatnshreppi. Vinnsla úr fjallagrösum er nú í athugun, en það hófst einmitt í tengslum við Framtak. Fleiri smærri fyrirtæki tengjast Fram- taki, m.a. vélaverkstæði í Lýt- ingsstaðahr. og fyrirhuguð veit- ingasala í Glaumbæ. í bæði A- Hún. og Skagafirði fóru konur af stað með námskeið og starfsemi í handiðnum og nytjalist. Veiði- félag Svartár var endurvakið og tveir hreppar, Engihlíðar- og rekstur Eyjafjarðarferjunnar en síðan bætist ofan á það kostnaður vegna þessara skipabreytinga en upphæðin liggi milli lægsta og næstlægsta tilboðsins. Tilboð Eysteins hljóðaði upp á 59 millj- ónir króna en það næstlægsta sem kom frá Smára Thorarensen í Hrísey hljóðaði upp á 77 milljón- ir króna. „Við erum mjög ánægð- ir með að samningar skulu nú loks vera í höfn og vonum að allir hlutaðeigandi aðilar séu ánægðir en við höfum hlustað á rök allra og viljað teygja okkur eins langt og mögulegt er í samkomulags- átt“ sagði Björn Ólafsson. Jónas Vigfússon sveitarstjóri segir þessa niðurstöðu ásættan- lega en sett var á oddinn að Sæ- fari yrði áfram í siglingum milli Hríseyjar, Grímseyjar og lands. „Við óskuðum eftir því að öllum tilboðum yrði hafnað og þessi mál yrðu skoðuð betur og gengið frá lausum endum. Við vitum ekki ennþá hverjir halda vinn- unni en það koma a.m.k. skip- stjóri og vélstjóri norður. Sæfari verður leigður á 10 milljónir króna og því er allur samanburð- ur á tilboðunum óraunhæfur" sagði Jónas Vigfússon. GG Geiri Péturs ÞH við bryggju í Slippstöðinni á Akureyri. Mynd: KK Pórshöfn: Ný vimislulína í Geira Geiri Péturs ÞH-344 hefur verið í slipp á Akureyri síð- ustu daga. Verið er að skipta um vinnslulínu fyrir rækju- frystingu. Geiri er 182 tonna togskip, búið frystivélum og frystir allan rækjuafla um borð, stærri rækjan fer á Japansmarkað en mest af annarri rækju hefur farið til vinnslu hjá K. Jónsson. „Þetta verður mikil breyting. Það var sett upp vinnslulína í upphafi til að prófa þetta, og nú er búið að nota hana í fjögur ár. Við erum að gera vinnuaðstöð- una manneskjulegri,“ sagði Sigurður V. Olgeirsson, skip- stjóri á Geira P. Sigurður reikn- ar með að vinnu við skipið verði lokið nú um helgina, en auk vinnslulínunnar er unnið að smáviðhaldsverkefnum. Skipið fer væntanlega til veiða á ný í næstu viku. „Vonandi fer veðr- áttan að breytast, en hún hefur verið skelfilega Ieiðinleg frá því um miðjan nóvember," sagði Sigurður. IM Skagstrendingur og Nýsir hf.: Frekari samvinna við Namibíumenn Ráðgjafarfyrirtækið Nýsir hf. og Skagstrendingur hf. munu halda áfram samstarfi við Namibíumenn í útgerðarmál- um. Þessi mál voru rædd á fundum með fulltrúum nýstofnaðs útgerðarfyrirtækis í Namibíu og sendiherra Nami- bíu í gær. Sveinn Ingólfsson framkvæmdastjóri Skagstrend- ings segir að næsta skrefið sé að skipuleggja samvinnuna og vinna að stofnun félags innan- lands, hér sé um að ræða hags- munamál fyrir íslendinga. Þrír fulltrúar frá hinu nami- Hippar á Sæluviku Krakkarnir í 8.-10. bekk í Gaggó á Sauðárkróki sýndu hæfileika sína á Sæluvikunni og engin spurning að þar komu fram margar upprennandi stjörnur. A sýningunni voru karaoke-söngatriði fyrirferðarmest þar sem Elvis Presley, Madonna, Supremcs og margir fleiri komu fram í „eigin persónu“. Einnig var atriði frá „blómaskeiðinu“ á 8. áratugnum, en tískan í dag er ekki ósvipuð því sem þá var. Sæluvikunni lýkur á sunnudaginn. Hún hefur verið vel sótt, ekki síst Heimiskvöld sl. þriðjudag. Þar voru fjölbreytt atriði og stemmning eins og best gerist á Sæluviku að sögn. sþ bíska útgerðarfyrirtæki, ásamt sendiherra Namibíu hafa verið hér á landi og átt viðræður við fulltrúa Skagstrendings og Nýsis. Að sögn Sveins hefur verið ákveðið að byrja með útgerð tveggja skipa og síðan fiskvinnslu og munu íslendingar aðstoða við það. Sveinn sagði að ákveðið hefði verið að athuga um íslenskt hlutafé inn í fyrirtækið. Einnig sagði hann að fyrirtækið vantaði fleiri skip, þar sem það fengi auk- inn kvóta, en Namibíumenn eru að auka afkastagetu sína úr 50 þús. tonnum í 120-200 þús. tonn í veiðum á lýsingi. Sveinn sagði fiskifræðinga telja að stórauka megi veiðar á þessari tegund. Því séu möguleikar á að Namibíu- menn kaupi gömul íslensk skip. „Það er reiknað með að við vinnum okkar heimavinnu núna og hittumst aftur seinnihlutann í maí. Tíminn þangað til verður notaður til að undirbúa stofnun á einhverju félagi sem hugsanlega yrði íslenski aðilinn í þessu máli. Það fer eftir áhuga íslenskra útgerðarmanna, iðnrekenda og annarra sli'kra, hvernig til tekst“, sagði Sveinn. „Við höfum áhuga á nýjungum og við teljum að þarna séu möguleikar, ekki bara fyrir okkur, heldur fyrir íslend- inga að selja sína þekkingu“, sagði Sveinn um ástæðuna fyrir áhuga Skagstrendings hf. á sam- vinnu við Namibíumenn. „Ég vil gjarnan að það komi fram að LÍÚ styrkti ferð okkar til Namibíu í nóvember s.l.. Mér finnst líka mega koma fram að Namibíumenn leita til íslendinga vegna þess að þeir íslendingar sem vinna þarna á vegum Þróun- arsamvinnustofnunarinnar hafa kynnt sig ákaflega vel og unnið þarna gott starf“, sagði Sveinn að lokum. sþ Þjóðhátíðargjöf Norðmanna: Þrír styrkir norður Nemendur við Gagnfræða- skóla Akureyrar, Ræktunar- félag Norðurlands og nemend- ur við Lundarskóla á Akureyri voru meðal þeirra sem fengu styrki úr sjóðnum Þjóðhátíðar- gjöf Norðmanna, en tilkynnt var um styrkúthlutun í gær. Þrjátíu og tvær umsóknir bár- ust sjóðsstjórn og auk þeirra þriggja styrkja sem komu í hlut Norðlendinga fengu fimm aðilar styrki. Ráðstöfunarfé sjóðsins var að þessu sinni rúm 800 þús- und krónur. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins skal ráðstöfunarfé ráð- stafað til að styrkja hópferðir til Noregs. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.