Dagur - 26.03.1993, Blaðsíða 6

Dagur - 26.03.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 26. mars 1993 Jarðvarmi - hlýsjávareldi: Til hagsbóta fyrir íslenskt dreifbýli - Guðmundur Örn Ingólfsson sjávarlíffræðingur í spjalli Nýlega var stofnað svokallað Undirbúningsfélag um hlýsjáv- areldi á Sauðárkróki. Er ætlunin að ala fisktegund sem er okkur Islendingum lítt kunn. Þessi fisktegund heitir Dicentrarchus labrax eða vartari á íslensku. Vartari þykir ekki lystaukandi nafn og hefur því verið ákveð- ið að kalla fiskinn barra í sam- ræmi við evrópsk heiti hans. Hlýsjávareldi í Skagafirði hef- ur verið til umræðu allt frá árinu 1989. Fóru fram kannanir á veg- um Átaks hf. á Sauðárkróki og Guðmundar Arnar Ingólfssonar sjávarlíffræðings og í samvinnu við Frönsku Hafrannsóknastofn- unina (IFREMER} og Sjávar- útvegsstofnun H. I. Kom yfir- maður IFREMER til Skagafjarð- ar sumarið 1991 ásamt Erni D. Jónssyni. Þá var ákveðið að stofna starfshóp á vegum Sjávar- útvegsstofnunar og lauk sá hópur störfum sl. vor. Athuganir benda til að íslenskur jarðvarmi geri „þauleldi á hlýsjávartegund við 25° C tæknilega mögulegt og fjár- hagslega hagkvæmt og sam- keppnisfært við kvíaeldi í Mið- jarðarhafi, einkum ef notaðar eru ónýttar laxeldisstöðvar“, seg- ir í greinargerð Guðmundar Arn- ar um niðurstöður starfshópsins. Á grundvelli þessarar niðurstöðu var „Undirbúningsfélag um eldi hlýsjávartegunda á Sauðárkróki hf.“ stofnað 8. okt. sl. til að undirbúa stofnun framkvæmda- félags. Hlutafé og styrkir eru 2,1 milljón króna. í stjórn félagsins eru Gísli Halldórsson framkvæmdastjóri Slátursamlags Skagfirðinga, Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri Skjaldar hf., Páll Pálsson framkv.stjóri Hitaveitu Sauðár- króks, auk varamanna og Guð- mundur Örn er framkvæmda- stjóri félagsins. Sauðárkróksbær hefur lagt til 400 fermetra hús- næði á vægri leigu og eigendur Fljótalax eru reiðubúnir til við- ræðna um nýtingu mannvirkja fyrirtækisins, sem nú standa auð. Innflutningsleyfíð er stórt mál Guðmundur Örn Ingólfsson framkvæmdastjóri hins nýja félags var beðinn um að fræða okkur nánar um hlýsjávareldið. „Við erum búnir að fá húsnæði hér í bænum og fyrirheit um fyrirgreiðslu. Fólk hér á Sauðár- króki virðist vera mjög spennt fyrir þessu verkefni og væntir ein- hvers af þessu og ég vil ekki bregðast þvf. Innflutningsleyfi er atriði sem menn hafa álitið stóru hindrunina. Ég fór ásamt Gísla Halldórssyni dýralækni á Sauðár- króki og tveimur sérfræðingum frá Keldum suður að Miðjarðar- hafi og við heimsóttum rann- sóknastöðvar IFREMER. Þar var metin áhætta m.t.t. sjúkdóma vegna innflutnings. Niðurstaðan er jákvæð. Yfirdýralæknir er búinn að gefa umsögn um inn- flutning á hrognum eða seiðum og við erum búnir að fá innflutn- ingsleyfi. Stjórnir IFREMER og H.í. hafa samþykkt að gera samstarfs- samning til 3-5 ára. Barraverk- efnið verður uppistaðan í sam- starfinu, en samningurinn er einnig opinn fyrir öðrum sviðum lagareldis. Ég átti fund með starfsmönnum IFREMER um væntanleg rannsóknarverkefni í rannsóknastöðinni hér og við settum niður hvað og hvernig við ætluðum að vinna. Þær hug- myndir þurfa að hljóta samþykki yfirmanna IFREMER, en ís- lensku aðilarnir hafa samþykkt þær fyrir sitt leyti. Franska sendi- ráðið styður okkur og fylgist náið með málinu, svo og bæjarstjórnin hér á Sauðárkróki.“ Þekkingin fyrst „Pað eru í rauninni vísinda- mennirnir sem ráða því hvað verður gert. Rekstur kerfisins á samningstímanum miðast ein- göngu við upplýsingaöflun. Ég kalla þetta rannsóknasel hérna. Við erum að byggja upp rann- sóknastöð, en ætlum ekki að vera með sjálfstæða vísindastefnu. Verkefnið hljóðar upp á litla seiðastöð hér á Sauðárkróki og 10 tonna rannsóknakerfi, þ.e. 10 tonn á ári. Meiningin er að flytja þessa tegund inn, rannsaka hana hér, alla tæknilega og líffræðilega þætti. Það verður gert undir stjórn vísindamanna IFREMER og Háskólans. Samvinna einka- fyrirtækisins og þessara tveggja opinberu stofnana verður þannig Guðmundur Örn Ingólfsson, sjávar- líffræðingur. að við leggjum til allan eldisbún- að en þekkingin kemur frá stofn- ununum. En að samningstíman- um loknum á einkafyrirtækið að vera með þekkingu og fullbúna stöð til að framleiða og fara út í þennan atvinnurekstur. Þetta er kjarninn í okkar hugmyndum um hvernig opinberir aðilar og einkaaðilar geta unnið saman og hagnast báðir. Síðan gæti þessi rannsóknastöð verið hér áfram ef allir aðilar eru sammála. Hver tegund á sinn ævitíma á markaðnum og við nýtum okkur það með því að skipta um. Við ætlum okkur f framtíðinni að framleiða það sem markaðurinn biður um. Við förum mjög var- lega, við ætlum ekki að hætta meiru en sem nemur stöðinni hér á Sauðárkróki. Síðan ætlum við að byggja þetta upp stig af stigi, fara út í 50 tonna framleiðslu í Fljótalaxi þegar við metum að öruggar þekkingarlegar forsend- ur séu fyrir því og síðan í fulla starfsemi, í um 100 tonn.“ Hvers vegna barri? „Þetta verkefni á sér tvær hliðar, val á tegund og þá tækni sem not- uð er. Við gáfum okkur sem for- sendu að taka í eldi vel þekkta tegund. Valið stóð á milli þriggja tegunda, barra, sandhverfu og gullbrana, barrinn er öruggastur og hagkvæmastur. Hann er fyrir það fyrsta mest rannsakaða teg- und sjávarfiska í Evrópu. Það eru meiri líffræðileg vandamál hjá hinum tveimur tegundunum. Barrinn er mjög þekktur sem lúxusvara, helmingur hans, 8000 tonn, kemur úr eldi. Eldisfiskur- inn gengur mjög vel á markaðn- um, ekki sfður en villtur. Verðið í dag er 950-1000 krónur, hefur lækkað úr 1200 krónum. Því er hinsvegar spáð að þetta verð haldist. Arðsemisathuganir okk- ar benda til þess, ekki síst ef við notum aflagða laxeldisstöð, þá verði góður hagnaður og við þol- um umtalsverða verðlækkun. Við eigum margar fiskeldisstöðvar í landinu sem verða ekki til eftir u.þ.b. 10 ár. Það er nauðsynlegt að koma þessum stöðvum í gagn- ið áður en þær verða eyðilegging- unni að bráð.“ Sameiginlegir hagsmunir íslendinga og Frakka „ísland á mikla sérstöðu varð- andi eldi á landi, það er óvíða jafn umfangsmikið. Við höfum alla þekkingu sem þarf til að ala fisk á landi. Vandamálið er hins vegar skortur á umhverfisstýr- ingu og mikil orkunotkun á fram- leitt kíló af fiski. Endurbætur á núverandi laxeldisstöðvum sem fela í sér endurnýtingu á eldissjó, svokallað nýtingarkerfi, sparar bæði dælingarorku og gerir okkur kleift að stjórna umhverfi lífver- anna, þ.m.t. eldishitastigi. Þetta þýðir að við getum alið lífverurn- ar við kjörhita sem hámarkar vaxtarhraða og einnig að mögu- legt verður að ala aðra tegund með annan kjörhita í sama kerf- inu án þess að kosta neinu til. Meginþungi rannsókna á sviði eldistækni í dag liggur á þessu sviði. Frakkar eru að færa eldið úr kvíum á land vegna mengun- arvandamála. Hagsmunir þessara tveggja landa liggja saman, Frakkar þurfa á þeirri mengunar- vörn að halda sem felst í endur- nýtingartækninni, við þurfum aukna tæknivæðingu til að tjónka við óblíða náttúru, einkun lágt náttúrulegt hitastig. Framtíðin mun leiða í ljós að eldishitastig er ekki afgerandi fyrir val á tegundum. íslenskur jarðvarmi gefur okkur ótvírætt forskot á aðrar þjóðir. Kostnaður við að halda 25 g í endurnýtingar- kerfinu er einungis 3% af heild- arframleiðslukostnaði, sem verð- ur að teljast óverulegt. Ef við getum leyst þetta vandamál fyrir barrann, sem við vitum að við getum, þá mun þetta nýtast í framtíðinni í strandeldi á laxi.“ Onýttar auðlindir í Skagafírði „Samkvæmt okkar áætlunum mun stofn- og rekstrarkostnaður hér á Sauðárkróki í eitt ár verða um 30 milljónir. Inni í því er kostnaður vegna samskipta við Frakka. Aðilar hér á Sauðár- króki leggja fram allan stofn- kostnað, eða 11 milljónir. Við höfum, ásamt Sjávarútvegsstofn- un H.Í., sótt um til Byggðastofn- unar og Rannsóknaráðs. Við ætl- um að fá hinn eiginlega rann- sóknakostnað úr sjóðum. Franska sendiráðið mun styðja okkur, sem áður. Við höfum einnig sótt um til Comett sem er Evrópusjóður. Verkefnið sjálft er stílað inn á Evrópusjóði og í því sambandi högnumst við á IFREMER. Ef IFREMER skrif- ar undir umsóknir til Evrópu- sjóða þá er það ákveðinn gæða- stimpill. Við reiknum því með að þegar verður farið út í Fljótalax, verði það með stuðningi frá Evrópusjóðum og beinlínis við það miðað. Ég held að þetta sé pólitískt raunhæft og reyni á gildi Evrópusamvinnu fyrir okkur. Langtímamarkmiðið með þessu er að fá vísindamenn til að starfa hér á Skagafjarðarsvæðinu og rannsaka auðlindir sem hér eru geysilegar. Jarðhiti finnst mjög víða í Skagafirði. Við fór- um með Frakkana á Hóla og þeir voru mjög hrifnir af starfseminni þar og ég hef rætt við dr. Skúla Skúlason um samstarf í framtíð- inni. Ég vona að við fáum hingað öfluga starfsemi, það verði kjarni vísindamanna á svæðinu sem eru í alþjóðlegum tengslum, sem geri okkur kleift í framtíðinni að gera nýja landvinninga í auðlindanýt- ingu til lands og sjávar. Þannig að þetta fyrirtæki verði til mikilla hagsbóta fyrir íslenskt dreifbýli í framtíðinni." sþ Tonlistarskolinn á Akureyri: Fjórir söngnemendur halda þrenna tónleika Þær stöllur Dagný Pétursdótt- ir, sópran, Elma Atladóttir, sópran, Svana Halldórsdóttir, mezzosópran og Hildur Tryggva- dóttir, sópran, sem allar stunda söngnám við Tónlistar- skólann á Akureyri, halda þrenna tónleika á Norðurlandi í næstu viku. Fyrstu tónleikarnir verða kl. 21 miðvikudaginn 31. mars á Breiðumýri í Reykjadal, fimmtu- daginn 1. apríl kl. 20.30 verða tónleikar í sal Tónlistarskólans á Akureyri og þriðju og síðustu tónleikarnir verða á Dalvík laug- ardaginn 3. apríl. Tímasetning þeirra verður auglýst síðar. Dagný Pétursdóttir er Austur- Húnvetningur, en býr á Akur- eyri. Hún er komin lengst í söng- náminu, er á sjöunda stigi. Þær Elma, Svana og Hildur eru allar á sjötta stigi. Elma og Hildur eru Þingeyingar, Hildur býr í Fremsta- felli í Kinn en Elma á Akur- eyri. Svana býr á Melum í Svarf- aðardal. í samtali við blaðamann sögðu þær söngkonur að liður í námi hvers og eins nemanda við söng- deild Tónlistarskólans væri að halda tónleika og þær hefðu ákveðið að stilla saman strengi og halda sameiginlega tónleika í Reykjadal, á Akureyri og Dalvík. Allar sögðust þær hafa sungið einsöng áður, en þetta væru fyrstu sjálfstæðu tónleikar þeirra. Þær sögðust ekki neita því að stressið væri þegar farið að gera vart við sig og það ætti eftir að aukast þegar nær tónleikunum drægi. Eins og áður segir sækja þær Hildur og Svana námið langt að. Þær láta sér ekki muna um að fara til Akureyrar á hverjum þriðjudegi til þess að þenja radd- böndin og segja að allt erfiði sem því óneitanlega oft fylgi, sé vel þess virði. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir bæði íslenska og erlenda höfunda. Má þar nefna Mozart, Bach, Fauré, Grieg og Emil Thoroddsen. Þá syngja þær Dagný og Elma dúett úr Brúð- kaupi Fígarós og Svana og Hildur syngja dúett eftir Mendelsohn. Undirleikari á tónleikunum verð- ur Guðrún A. Kristinsdóttir. óþh Söngkonurnar fjórar. Efst er Dagný Pétursdóttir, þá Svana Halldórsdóttir (t.v.) og Hildur Tryggvadóttir og næst myndavélinni er Elma Atladóttir. Mynd: Robyn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.