Dagur - 26.03.1993, Blaðsíða 2

Dagur - 26.03.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 26. mars 1993 HHHHHMHHHHMHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH Fréttir Þungur róðiu* en erbjartsýnn - segir Bjarni Jónasson, framkvæmdastjóri íslensks skinnaiðnaðar hf. . 11.-27. | I mars l H M H H H H H H HHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH Á aðalfundi íslensks skinna- iðnaðar hf. (en hluthafar þess eru Sambandið með 90% hlut auk smærri hluta nokkurra sláturleyfíshafa), sem haldinn var sl. miðvikudag, kom fram að tekjur hefðu dregist saman um 4% á árinu og þær miklu sviptingar sem urðu á gengis- málum Evrópulanda síðari hluta árs 1992 rýrðu tekjur Á Norðlenskum dögum í ij Sprengitilboð (Meðan birgðir endast) Sunnudagur Kjúklingarhlutar lausfr. 398 kr.kg Lambahryggur 499 kr. kg Kaffi 400g 49 kr. vfnarbiti brúnn 199 kr. Vanillustangirfrá Emmess 199 kr. pk. P.S. Föstudag og laugardag Vörukynningar og fl. á Norðlenskum dögum Opið: Mánudag til föstudag 12.00-18.30 Laugardag kl. 10.00-16.00 Sunnudag kl. 13.00-17.00 Sjáumst í r,rT fj Allra hagur Óseyri 1 fyrirtækisins verulega en um 80% þeirra eru í ítölskum lír- um og breskum pundum. Bjarni Jónasson framkvæmda- stjóri segir að stöðugt sé Ieitað að nýjum mörkuðum og ekki síst nú þegar gengi lírunnar og pundsins séu jafn óhagstæð og raun ber vitni og stöðugt sé hugað að því að dreifa áhætt- unni eins og kostur er. „Líran hefur fallið um 16% síðan í ágústmánuði 1992 en pundið hefur verið meira í umræðunni því það er sá gjald- miðill sem þjóðarbúið skiptir Iang mest við, sérstaklega í við- skiptum með rækju. 60% af tekj- um íslensks skinnaiðnaðar hafa hins vegar verið í ítölskum lírum og um 20% í pundurn," segir Bjarni Jónasson Sala á helstu útflutningsvörum fyrirtækisins dróst saman um 6,6% á síðasta ári. En má alfarið rekja þann samdrátt til erfiðrar efnahagsstöðu í helstu viðskipta- löndunum? „Samdrátturinn er fyrst og fremst á seinni hluta ársins en hins vegar er það venjan á undanförnum árum að söltutopp- urinn sé um miðbik ársins en minni sala í byrjun og lok alman- aksársins, sem rekja má til þess hvers konar vöru við erum að framleiða. Okkar kaupendur vilja fá vöruna um miðbik ársins sem þeir sauma síðan flíkur úr og senda í verslanir að hausti og fram á vetur. Af þeirri ástæðu er salan nokkuð sveiflukennd og verður það einnig á þessu ári.“ Nú er rætt um aukna hagræð- ingu í rekstri. í hverju eru hún fólgin? „Við erum alltaf að reyna að gera hlutina betur og þá er fyrst og fremst einblínt á gæðaþáttinn og þá aðra þætti sem gætu orðið tekjuaukandi og gjaldasparandi, en frá árinu 1989 höfum við með hagræðingu náð að bæta nýtingu og auka gæði framleiðslunnar sem gæti numið á síðasta ári um 100 milljónum króna. Það er hins vegar svo stórar breytingar að gerast í okkar ytra umhverfi að við verðum að einhverju leyti að breyta okkar áherslupunktum í aukinni hagræðingu í rekstrinum. Við sjáum fram á allt að 13% skerðingu á tekjum eingöngu vegna gengisskráningar og það krefst mjög ítarlegrar skoðunar.“ Hefur fyrirtækið fengið nægj- anlegt magn af gærum til vinnslu? „Ef horft er til lengri tíma þá er það okkur ákveðið áhyggju- efni því framboð á gærum hefur minnkað sem er eðlilegt miðað við breytta búskaparhætti í land- inu, en hingað til hafa endar náð saman og við miðað okkar starf- semi við það magn sem fáanlegt er. Á síðasta voru fullunnin tæp- lega 580 þúsund skinn en af hálfu þessa fyrirtækis hefur ekki verið mörkuð sú stefna að fullvinna frekar þessa vöru, en við mund- um taka þvf fagnandi ef einhver innlendur aðili mundi fara út í slíka framleiðslu. Hvort íslensk- ur skinnaiðnaður hf. tæki þátt í slíkri starfsemi með einhverjum hætti er ekki hægt að svara, það hefur ekki verið mörkuð nein stefna í því máli. Af okkar fram- leiðslu fer nánast ekkert á innan- landsmarkað, en þrátt fyrir það eru starfandi nokkrir aðilar við fatasaum sem kaupa skinn frá íslenskum skinnaiðnaði hf. og einnig eru nokkrir aðilar að sauma ýmsar smávörur eins og lúffur, vettlinga og inniskó." Ertu þokkalega bjartsýnn þrátt fyrir 94 milljóna króna rekstrar- tap á árinu 1992? „Ég er alltaf bjartsýnn en hins vegar er ljóst að róðurinn er þungur og þetta er lakari útkoma en maður vildi sjá og er gjörsam- lega óviðunandi. Við sáum hvert stefndi þegar komið var undir lok síðasta árs, þegar áhrif gengis- breytinganna voru ljós. Ég vil aftur á móti benda á að hverfandi aukning er á birgðum milli ára. GG Mun fleiri huga að skreiðarverkun á þessu vori en áður: Allt að 300 tonn af skreið og hausum til Nígeríu fyrir páska Engin kaup hafa verið að undanförnu hjá fískmiðlun Norðurlands á svokölluðum „Rússaþorski“ af rússneskum togurum sem eru á veiðum í Barentshafí, en töluverður útflutningur hefur hins vegar verið á skreið og þurrkuðum hausum til Nígeríu og hafa ver- ið tíðar afskipanir þangað að undanförnu. Fyrir páska er áætlað að senda þangað allt að 25 gáma og fara um 13 tonn í gám þannig að hér um að ræða liðlega 300 tonn víðs vegar af landinu. Stærsti hluti skreiðarinnar og hausanna kemur frá Norðurlandi enda er þetta jafnbesta svæði landsins til þurrkunar. Vaxandi líkur eru á að meira verði hengt upp í hjalla nú í vor af fiski til skreiðarverkunar en undanfarin ár, enda fer eftirspurn eftir skreið til Nigeríu stöðugt vaxandi en heldur hefur verið þyngra fyrir fæti með sölu á Ítalíumarkað. Þar ræður mestu að Norðmenn hafa verið með lægra verð en íslend- ingar en ekki hefur verið um aukningu á magni að ræða hjá þeim. Afstaða bankanna undan- farin ár hefur ráðið nokkru hér um, en þeir hafa verið tregir að veita afurðalán til skreiðarverk- unar vegna sölutregðu sem orsakast af ákveðinni markaðs- mettun, en verið því mun viljugri til að lána til verkunar á þorsk- hausum. Verulegur verðmunur er á þeirri skreið sem selst hefur að undanförnu á Ítalíu annars vegar og Nígeríu hins vegar, eða allt að 50%. Fiskmiðlun Norður- lands hf. hefur verið að selja skreið m.a. til Ástralíu og Bandaríkjanna ■ auk Ítalíu og Nígeríu og segist Ásgeir Arn- grímsson vera frekar bjartsýnn á sölu þeirrar skreiðar sem kemur úr skreiðarhjöllum á haustmán- uðum. Mjög lítið magn hefur verið á fiskmarkaði Fiskmiðlunarinnar á þessu ári en m.a. er verið að athuga þann möguleika að út- vega bátum kvóta og munu þeir þá selja afla sinn á markaðinum. Líkur eru á að fyrsti báturinn sem þannig fær kvóta muni landa á Húsavík um næstu helgi og verður aflinn þá strax boðinn upp. GG Bílasala Bílaskipti 2S»« i K 4 D U Toyota Fourrunner árg. 91. Ekinn 25.000. Verð 2.400.000 Willys CJ 5 árg. 74. Upph. 35" dekk. Jeppaskoðun o.fl. Verð 650.000 Ford Bronco XLT árg. 88. Ekinn 70.000. Verð 1.350.000 Suzuki Fox árg. 85. Langur 410. Ekinn 120.000. Verð 400.000 stgr. Suzuki Samurai árg. 88. Ekinn 75.000. Verð 740.000 Daihatsu Charede árg. 90. Ekinn 40.000. Verð 530.000 MMC Lancer GLXI árg. 91. Ekinn 32.000. Verð 900.000 stgr. Mazda 323 GLXárg.9l. Ekinn 21.000. Verð 950.000 Úrval af vélsleðum rÍIASALINN Möldur hf. BÍLASALA við Hvannavelii Símar 24119 og 24170

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.