Dagur - 27.03.1993, Síða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 27. mars 1993
í bæjarstjórn Sauðárkróks eru
þrjár konur, hver úr sínum
flokki. Ein þeirra, Anna Kristín
Gunnarsdóttir, er jafnframt
eini fulltrúi síns flokks,
Alþýðubandalagsins og situr nú
sitt annað kjörtímabil í
bæjarstjórninni. Það er
áberandi fyrir áhorfanda og
hlustanda á bæjarstjórnarfund-
um að málflutningur þessarar
konu kallar oft á mjög sterk
viðbrögð, bæði fulltrúa meiri-
og minnihlutans. Það er þó
aldrei að sjá að henni bregði í
brún, þótt oft hvessi verulega.
Þetta vakti forvitni mína og
löngun til að skyggnast bak við
þetta rólega yfirborð.
Anna Kristín Gunnarsdóttir er
fædd og uppalin á Sauðárkróki
og foreldrar hennar eru báðir
Skagfirðingar. Faðir hennar,
Gunnar Þórðarson, fyrrum bifreiðaeftirlits-
maður, er frá Lóni í Viðvíkursveit, en móð-
ir hennar Jófríður Björnsdóttir, verkstjóri
hjá Saumastofunni Ylrúnu, er frá Bæ á
Höfðaströnd. Ein af formæðrum Önnu
Kristínar er Sigurlaug Gunnarsdóttir í Ási í
Hegranesi, mikill félagsmálafrömuður á
sinni tíð, ekki síður en afkomandinn. Anna
Kristín á eina yngri systur, Birnu Þóru, sem
einnig er búsett á Króknum og er ljósmóðir
á Sjúkrahúsinu.
Ánna Kristín tók stúdentspróf frá M.A.
og lauk því árið 1972. Þá fór hún á flakk um
Evrópu ásamt fjórum vinkonum. Þær ferð-
uðust á bíialeigubíl í einn og hálfan mánuð
og fóru ótrúlega víða. Anna Kristín fór á
svipað flakk tveimur árum síðar og hún hef-
ur einnig ferðast mikið bæði innanlands og
utan með eiginmanni sínum, Sigurði Jóns-
syni. Árið 1973 hélt hún til Frakklands og
var þar í eitt og hálft ár sem au pair og við
frönskunám í háskóla. Hún stundaði nám í
Kennaraháskólanum árin 1976-79 og fluttist
þá aftur norður á Sauðárkrók ásamt manni
sínum. t>au eiga fjögur börn, Fríði Finnu 12
ára, Gunnar 10 ára, Kristínu Unu 5 ára og
Sigyn Björk 3 ára. Frá því að þau hjónin
fluttust norður hafa þau starfað við kennslu,
en Anna Kristín minnkaði við sig þegar hún
fór í bæjarstjórnina og hætti alveg þegar
yngsta barnið fæddist.
Pólitísk strax í menntaskóla
- Ertu hugsjónamanneskja Anna Kristín?
„Það vona ég. Það er stundum talað um
að flokkar séu í kreppu, línur séu óskýrar
og erfitt að vita hvar flokkarnir standa. Mér
finnst mjög skýrt t.d. fyrir hvað Sjálfstæðis-
flokkurinn og Alþýðubandalagið standa og
mér finnast verkin tala sínu máli. Þó að
Sjálfstæðisflokkurinn reyni að lyfta sér upp
á tali um framtak einstaklingsins og að ein-
staklingurinn eigi að fá að njóta sín, þá lít
ég á það sem blekkingu handa litla mannin-
um. Það fær ekki hvaða einstaklingur sem
er að njóta sín þar, það eru þeir sem eiga
peninga eða hafa eitthvað á bak við sig frá
fornu fari. Alþýðubandalagið er félags-
hyggjuflokkur og einstaklingurinn á ekkert
erfiðara að njóta sín hjá honum nema síður
væri.“
- Ólst þú upp við stjórnmálaumræðu?
„Já, en ekki á þessari línu. Föðurættin
eins og hún leggur sig er Framsóknarmenn,
en móðurættin Sjálfstæðismenn. Ég býst við
að það að vilja taka afstöðu og hafa skoðun
hafi eitthvað með persónuna að gera. Ég
var búin að mynda mér pólitíska skoðun í
menntaskóla og tók þá þátt í baráttunni
gegn Víetnamstríðinu. Það eru fyrstu virku
afskiptin af pólitík, en eftir að ég kem aftur
hingað norður var ég beðin að taka sæti á
lista fyrir Alþýðubandalagið. Ég var ekki
flokksbundin, en ég var búin að ákveða að
þetta væri minn flokkur. Ég hugsaði auðvit-
að málið, þetta er ákvörðun sem snerti fleiri
en mig eina. Ég ræddi málin við manninn
minn og þetta varð niðurstaðan."
Ekki jafn áberandi á fyrra
kjörtímabili
Anna Kristín sat í skólanefnd á árunum
1982-6 og var í fyrsta sæti á lista Alþýðu-
bandalagsins í kosningum 1986. Hún hefur
setið í bæjarstjórn síðan og lýkur öðru
kjörtímabili hennar næsta vor, 1994. Ég
spurði hana hvort hún væri ánægð með
fyrirkomulag starfsins. „í flestum tilfellum
hafa menn þetta að aukastarfi, en ef að vel
á að vera þarf að eyða í þetta geysimiklum
tíma. Það þarf að bæta kjörin til að fólk sjái
sér fjárhagslega fært að taka þátt í þessu. Ef
manneskja er í bæjarstjórn, bæjarráði og
héraðsráði, jafnvel í fleiri nefndum, þá þýð-
ir það marga fundi á viku. Þegar ég byrjaði
í þessu þá sagði ég upp einum þriðja af
kennarastarfinu. Þetta er sambærilega mikil
vinna og ég er þó bara í bæjarstjórn og
áheyrnarfulltrúi í bæjarráði.“
- Varstu jafn virk á fyrra kjörtímabili og
því síðara?
„Ég var ekki jafn áberandi. Ástæður þess
að ekki heyrðist eins mikið í mér á fyrra
kjörtímabili voru þær að það var ekki
útvarpað frá bæjarstjórnarfundum og ekki
fjölmiðlun eins og nú. En fyrst og fremst að
ég var óreynd og auðveldara að ná sam-
komulagi við mig. Ég lét skoðanir mínar
fremur í ljós á bæjarráðsfundum og gerði
mér ekki ljóst hvað var mikilvægt að koma
þeim á framfæri annars staðar líka. Skoðan-
ir mínar komu því lítið fram á þessu kjör-
tímabili og þóttu ekki merkilegar nema í
flugvallarmálinu, þar var ég á öndverðum
meiði við aðra bæjarfulltrúa hérna.
Það voru uppi hugmyndir um lengingu á
vellinum í samvinnu við NATO. Ég er
algerlega á móti öllu sem tengist herflug-
völlum og hernaðarbandalögum, auk þess
var Sauðárkrókur að skipuleggja flugvöll
inn á land sem hann átti ekki og í öðru sveit-
arfélagi. Það var því óraunhæft að tala um
þessa lengingu á sama tíma og vitað var að
Íandeigendur vildu alls ekki selja land undir
hana. Aðstæður breyttust síðan og NATO
missti áhugann held ég.“
Félagsmálin eru hagsmunir allra
- Eru konur nógu atkvæðamiklar í bæjar-
málum?
„Ja, mér finnst það nú ekki. Konurnar í
bæjarstjórn eru í félagsmálaráði, umhverfis-
nefnd og ferðamálaráði. Ég hugsa að bæði
hafi þær áhuga á þessum málefnum, en ekki
síður að karlarnir hafa ekki áhuga. Það lítur
a.m.k. út fyrir að það sé auðveldara að fá
konur til að taka sæti í félagsmálaráði. Þetta
er dapurlegt, því félagsmálin eru hags-
munamál beggja kynja. Ég held að ég geti
fullyrt að kona hafi aldrei átt sæti í hafnar-
stjórn og veitustjórn. Þær hafa átt sæti í
félagsmálaráði, skólanefnd, íþróttaráði, en
þar eru þær í miklum minnihluta."
- Hver eru þín helstu áhugamál í bæjar-
pólitíkinni?
„Ég legg mikla áherslu á atvinnumál og
félagslega þjónustu. Þessi tími sem við erum
að upplifa núna gerir félagslega þjónustu,
þetta öryggisnet okkar, svo miklu mikilvæg-
ara en áður. Þetta er í fyrsta sinn sem fólk á
mínum aldri upplifir margt sem eldra fólk
hefur reynt, t.d. atvinnuleysi og öryggisleysi
sjúkra og aldraðra. Málefni foreldra og
barna hafa átt hug minn alla tíð. Ég hef allt-
af lagt á það áherslu í bæjarstjórn að það
þurfi að búa betur en nú er gert að ungum
börnum hér á Sauðárkróki. Þá er ég að tala
um börn á fyrstu árunum í barnaskóla. Ég
álít að við séum að ávísa á komandi kyn-
slóðir ef við búum ekki vel að börnunum
okkar.
Ég lagði fram tillögu ásamt framsóknar-
mönnum um stofnun og uppbyggingu skóla-
bókasafna á fyrra kjörtímabili. Það tókst að
fá fjárveitingu til skólasafna við báða grunn-
skólana þrjú ár í röð og því var reyndar lof-
að þegar þetta var sett fram fyrst að fram-
lagið yrði veglegra næst. Sem varð reyndar
ekki, heldur lélegra. Þetta var svo skorið af
í fyrra. Mér finnst það merkilegt að það hafi
komið í minn hlut að halda þessu uppi á
hverju ári, þegar tveir skólastjórar eru í
bæjarstjórninni."
Ekki á móti íþróttum
- Þú hefur verið gagnrýnd fyrir málflutning
þinn varðandi íþróttamál, ertu á móti
íþróttum?
„Nei, ég er alls ekki á móti íþróttum. Ég
geri mér fulla grein fyrir að íþróttaiðkun er
mikilvæg. Hins vegar er það staðreynd að
það eru ekki allir sem hafa áhuga á íþróttum
og það er eðlilegt og ákjósanlegt að fólk hafi
fjölbreytt áhugamál - hollt fyrir samfélagið
og einstaklingana. íþróttafólkið hefurhlotið
miklu meiri athygli og stuðning af hálfu
bæjarins en aðrir hópar og ástæðan er sú að
það eru mjög kröftugir einstaklingar sem
standa að íþróttafélaginu. En ég er að
benda á að það þarf að sinna þessum rúm-
lega 30% sem hafa ekki áhuga á að stunda
íþróttir. Ég bendi líka á það að fólk sem
ekki stundar íþróttir eða önnur áhugamál er
í meiri hættu að lenda á villigötum en þeir
sem hafa eitthvað til að fást við. Þannig að
skyldan og þörfin er ótvíræð. Auk þess er
ekki sama hvernig íþróttamálum er sinnt.
Það þarf að skoða hvort á að beina kröftun-
um í að ala upp afreksmenn eða hvort á að
reyna að fá sem flesta til þátttöku og þá ekk-
ert endilega með keppni í huga.
Það er æskilegt að fá sem flesta með, en
við megum ekki gleyma hinum sem hafa
ekki áhuga. Það eru mjög margir sem hætta
í íþróttum einmitt á þeim aldri sem fólki er
allra nauðsynlegast að eiga áhugamál, þ.e. í
efri bekkjum grunnskóla.“
- Heldurðu að það drepi niður áhuga
barna ef þau finna að þau eiga ekki mögu-
leika á keppnisþátttöku?
„Mér þætti það mjög líklegt. Segjum að'
tólf manna hópur æfi keppnisíþrótt og átta
taki þátt í keppni. Ef reglurnar eru þannig
að aðeins þeir átta bestu, að mati þjálfar-
ans, fá að fara með í keppnisferðalög og
burtséð frá því hvernig þeir sækja æfingar
°g leggja sig fram, þá fyndist mér ekkert
óeðlilegt að þeir sem aldrei fengju að fara
með í ferðir misstu áhugann. Eg held að
stefnumótunin sé í raun svona, þeir bestu fá
að keppa en hinir verða að bíða. Þeir mega
vera með á æfingum en ekki öðru.
Stelpur hafa ekki notið sömu athygli og
strákar og ekki staðið til boða sömu hlutir.
Strákunum í 4. fl. fótboltans hefur t.d. stað-
ið til boða utanlandsferð annað hvert ár, en
stelpur fá ekki að fara. Tímatafla stelpn-
anna í íþróttahúsinu var líka verri.“
- Hvaða ástæður heldurðu að liggi að
baki því að svona dyggilega er stutt við
íþróttafélögin?
„Hér á árum áður voru Ungmennafélags-
hreyfingin og ákveðnar pólitískar línur eig-
inlega eitt og hið sama. Það er áberandi að
íþróttafélögin eiga marga stjórnmálamenn í
sínu forystuliði. Þeir eiga sterk pólitísk
ítök.“
Óheppilegt að stóru flokkarnir
ráði of miklu
- Er ekki hætta á að þú fallir út við næstu
kosningar eftir þá breytingu sem samþykkt
var nýlega í bæjarstjórn, um fækkun full-
trúa.
„Það er ekki gott að segja. Ef úrslitin
yrðu svipuð og áður en var fjölgað fyrir um
16 árum, þá hefði hvorki Alþýðubandalagið
né K-listinn fulltrúa. Fylgi Alþýðubanda-
lagsins hefur farið heldur niður á við og það
þarf stórkostlega fylgisaukningu til að halda
manni inni. Framsókn og Sjálfstæðisflokk-
ur, hafa mjög stöðugt fylgi, sérstaklega
Framsóknarflokkurinn. Það munaði ekki
miklu að Framsókn næði inn fjórða manni
síðast. Litlu flokkarnir hafa svona lafað
inni.
Auðvitað vonar maður að fylgið sé ekki
algerlega fast. Betri fréttaflutningur, bæði
með tilkomu fréttamanns útvarps, Dags og
Feykis og sérstaklega útvarps frá fundum
gefur fólki færi á að fylgjast með og meta
starf bæjarfulltrúanna. Ég vona að það hafi
áhrif á mat fólks, því það er auðvitað óeðli-
legt að fólk meti flokka og framboð bara
síðustu dagana fyrir kosningar. Slíkt mat á
að byggjast á miklu lengri tíma. Mér finnst
að það eigi að gera meiri kröfur til bæjar-
fulltrúa um vönduð vinnubrögð."
- Telurðu að starfið verði skilvirkara og
markvissara við þessa breytingu?
„Ég held að þetta skipti ekki nokkru máli
í því sambandi. Ég er hins vegar sammála
því að bæjarfulltrúar eigi að fjalla miklu
markvissar um mál heldur en þeir hafa gert.
Mér hefur stundum fundist áberandi að
menn tala mjög langt mál um hluti sem
koma dagskránni ekkert við. Þetta er spurn-
ing um vinnubrögð og hvernig menn koma
undirbúnir á fundi.“
- Þú hefur sagt að hætta sé á að þetta
þýði tveggja flokka kerfi, eru einhver rök
fyrir því?
„Fækkun bæjarfulltrúa skapar hættu á að
stóru flokkarnir ráði meiru en raunverulegt
kjörfylgi segir til um, þar sem atkvæði minni
framboða nýtast verr en hinna stærri. Það er
um þriðjungur kjósenda sem fylgir litlu
flokkunum og hætta á að stór hluti þess fylg-
is eigi ekki fulltrúa í bæjarstjórn eftir næstu
kosningar. Ég tel það mjög óheppilegt að
stóru flokkarnir verði of ráðandi.
Það hefur verið landlægt hér að skipta
ýmsum fyrirtækjum milli Framsóknab og
Sjálfstæðisflokks og því fylgt ótrúleg þröng-
sýni sem hefur skaðað fyrirtækin og byggð-
arlagið. Sumir telja það hlutverk ákveðinna
flokka að verja hagsmuni tiltekinna fyrir-
tækja umfram annarra og setja jafnframt
samasemmerki á milli hagsmuna fyrirtækj-
anna og stjórnmálaflokka. Þetta er fárán-
legt og hættulegt.
Sem dæmi má nefna Skjaldarmálið þar
sem það var unnið til að selja utanhéraðs-
mönnum yfirráð veiða og vinnslu til að
koma í veg fyrir sameiningu þessa „Sjálf-
stæðisfyrirtækis" og Fiskiðjunnar/Skagfirð-
ings, sem ásamt Kaupfélaginu eru, af Sjálf-
stæðismönnum, eignuð Framsókn. í áranna
rás hafa margir bæjarfulltrúar verið starfs-
menn Kaupfélagsins og flestir yfirmenn þess
yfirlýstir Framsóknarmenn. Það orð hefur
legið á að Kaupfélagið og Framsókn séu eitt
og það orð þarf Kaupfélagið að hreinsa af
sér, því það er fyrirtækinu og byggðarlaginu
skaðlegt eins og fyrrnefnt dæmi sýnir.“
Hörð viöbrögö
„Ég skar mig úr í veigamiklum málum strax
í upphafi þessa kjörtímabils. Ballið byrjaði
þó fyrst með sölu á meirihluta í útgerðarfé-
laginu Skildi hf. til Siglufjarðar. Þá tók ég
forystu í gagnrýni á störf meirihlutans, þar
sém oddviti Framsóknar átti reyndar hluta
að niðurstöðunni þegar til kom. Ég var síð-
an eini bæjarfulltrúinn sem var á móti því
tilboði sem Skarðs- og Staðarhreppi var gert
um hitaveitu sem þeir höfðu óskað eftir. Til-
boð bæjarins gerði að skilyrði að Skarðs-
hreppur sameinaðist Sauðárkróki, en hafði í
för með sér óheyrilegan kostnað fyrir
bæinn, fyrir utan að margt var óljóst og allt-
of margir lausir endar. Eg taldi þetta frum-
hlaup og tímasetninguna fáránlega, þegar
tekið er tillit til þess að bænum stendur til
boða byggingarland úr Skarðshreppi og
stjórnvöld stefna að sameiningu sveitarfé-
laga á landsvísu. Orkumál hljóta að verða
tekin til gagngerrar endurskoðunar í því
samhengi. Þarna voru bæjarfulltrúar á hál-
um ís gagnvart umbjóðendum sínum og það
held ég að þeir hafi fundið sjálfir og því hafi
viðbrögðin við gagnrýni minni verið svo
sterk í það skiptið.
í fyrravetur flutti ég svo tillögu um ráðn-
ingu félagsráðgjafa til bæjarins. Ég undirbjó
tillöguna mjög vel, fékk m.a. umsögn hjá
sýslumanni, heilsugæslustöð, Fjölbrauta-
skólanum og Svæðisskrifstofu fatlaðra, auk
þess sem ég var með bréf frá félagsráðgjafa