Dagur - 27.03.1993, Page 11
Laugardagur 27. mars 1993 - DAGUR - 11
íslenskunámið var
mitt tómstundagaman
- segir dr. Owe Gustavs, sem túlkaði í samningaviðræðum
um kaup ÚA á 60% í Mecklenburger Hochseefisherei
Oft heyrist að fá tungumál séu
erfiðari viðfangs en íslenskan.
Þjóðverjinn dr. Owe Gustavs,
sem er 54 ára gamall, gerir hins
vegar lítið úr erfiðleikum við
að að læra íslenskuna. Hann
taiar hreint ótrúlega góða
íslensku, málfræðin er á sínum
stað og framburður og orða-
forði með ólíkindum. Blaða-
maður hitti hann í vikunni í
húsakynnum Útgerðarfélags
Akureyringa, en hann var
túlkur í samningaviðræðum
forsvarsmanna ÚA um kaup
fyrirtækisins á 60% í þýska
útgerðarfyrirtækinu Mecklen-
burger Hochseefisherei.
Dr. Owe Gustavs, sem reynd-
ar var nefndur Ófeigur meðal
starfsfólks Útgerðarfélagsins, var
í sendinefnd frá Þýskalandi, sem
heimsótti Akureyri á föstudag í
fyrri viku. Dr. Owe var boðið að
dvelja á Akureyri í nokkra daga í
viðbót, sem hann þáði með
þökkum, og fór hann síðan aftur
til Þýskalands í vikunni.
Rússneskukennari
að mennt
„Ég er frá Rostock og hef búið
þar í áratugi. Sem stendur bý ég
skammt frá borginni,“ sagði Ówe
í upphafi saíntalsins.
„Eg hef alltaf haft mikinn
áhuga á tungumálum og hafði
einsett mér að læra eitthvert sér-
stakt tungumál. íslenskan varð
fyrir valinu og hana lærði ég fyrst
og frernst af því að lesa blöð og
bækur. Ég er rússneskukennari
að mennt og að loknu rússnesku-
námi árið 1963 fór ég í ásamt
öðru að læra íslenskuna og þegar
upp er staðið hafði ég skrifað
doktorsritgerð um íslenska setn-
ingarfræði. En þetta gerði ég allt
upp á eigin spýtur. íslenskunám-
ið var mitt tómstundagaman."
- Fannst þér íslenskan ekki
erfið viðfangs?
„Nei. Sjáðu til, íslenskan er
ekki svo erfið fyrir Þjóðverja.
Mér skilst að hún sé öllu erfiðari
fyrir t.d. Englendinga og Dani.
Én íslenska málkerfið er ekki
eins ólíkt þýsku málkerfi og
halda mætti. Hafi maður tilfinn-
ingu fyrir tungumálum, þá geng-
ur þetta.“
- Hvað finnst þér sérstakt við
íslenskuna?
„Eins og þú veist er íslenska
málkerfið mjög fornlegt. Mér
fannst áhugavert og sérstakt að
þarna skyldi vera fólk sem talar
fornlegt mál, en er þó þjóð með
nútíma þjóðskipulag.“
Þjóðviljinn eina íslenska
dagblaðið sem fékk
grænt Ijós
Dr. Gustavs segist hafa fengið
sendar íslenskar bækur til Rostock
og sömuleiðis hafi hann lesið
Þjóðviljann mikið á þeim árum,
en það var af skiljanlegum ástæð-
um eina íslenska dagblaðið sem
austur-þýsk stjórnvöld gáfu
grænt ljós á! Hann sagði að
Magnús heitinn Kjartansson,
fyrrverandi ráðherra, hafi verið
fastur pennahöfundur í Þjóðvilj-
anum og pistlar hans hafi verið
skrifaðir á sérlega kjarngóðri
íslensku.
Meðal bóka sem dr. Gustavs
hefur lesið eru íslendingasögur
og bækur Halldórs Laxness og
Þórbergs Þórðarsonar. Þá sagðist
hann hafa þýtt tvær af bókum
Dr. Owe Gustavs: „Mér fannst
áhugavert og sérstakt að þarna
skyldi vera fólk sem talar fornlegt
mál, en er þó þjóð með nútímalegt
þjóðskipulag.“ Mynd: Robyn
Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, Lit-
brigði jarðarinnar og Bréf séra
Böðvars, en þær komu út á þýsku
í einu bindi.
Islenskulektor í eitt ár
í ár er dr. Gustavs lektor í
íslensku í háskólabæ suðvestur af
Rostock. „Þar er elsta norrænu-
stofnun í Þýskalandi og ég leysi
af íslenskulektorinn, sem er í árs-
leyfi í Ameríku, í eitt ár. Ég hef
átta 'nemendur. 5>umir þeirra eru
áhugasamir, til dæmis er einn
þeirra mjög duglegur og ég von-
ast til þess að hann haldi áfram
íslenskunámi."
Dr. Gustvas var í sinni þriðju
heimsókn til íslands. Hann kom
fyrst árið 1980 í tengslum við
áðurnefnda þýðingu á verkum
Ólafs Jóhanns Sigurðssonar og
árið 1991 kom hann á þýðenda-
þing á vegum Stofnunar Sigurðar
Nordal.
Frá því að viðræður hófust um
kaup ÚA á hlut í Mecklenburger
Hochseefisherei hefur dr. Gustavs
kornið þar við sögu. Hann segist
aldrei áður hafa komið nærri
slíkri vinnu, en þetta hafi verið
einkar spennandi vinna. „Frá
mínum sjónarhóli var þetta afar
flókið. Samningar eru á lögfræð-
ingamáli og allir hlutir þurfa að
vera nákvæmir. Mér fannst mjög
gaman að takast á við þetta.“
Ferðafrelsi og atvinnuleysi
Miklar breytingar hafa vitanlega
orðið á daglegu lífi í Rostock í
kjölfar sameiningar þýsku ríkj-
anna. „Sú breyting sem er hvað
mest áberandi er ferðafrelsið,
sem fólk nýtur núna. En aftur á
móti er helsti neikvæði þátturinn
sá að atvinnuleysi hefur stórauk-
ist. Á sumum stöðum er allt að
40% atvinnuleysi og verður fólk
á mínum aldri, sem komið er yfir
fimmtugt, verst úti. í Rostck
unnu um 4000 manns á sínum
tíma við útgerð, en á undanförn-
um árum hefur hún dregist gífur-
lega saman og hefðu ekki tekist
samningar um kaup ÚA á 60% í
Mecklenburger Hochseefisherei
er líklegt að útgerð hefði algjör-
lega lagst þar af,“ sagði dr. Ówe
Gustavs.
Fljóð og kargaþýfi
Því er við þetta viðtal að bæta að
Gunnar Ragnars, framkvæmda-
stjóri Útgerðarfélags Akureyr-
inga hf., sagði blaðamanni þá
sögu að einhvern tímann hafi
hann sagt við dr. Gustavs að sér
hafi fundist það undarlegt, þegar
hann lærði þýsku á sínum tíma í
Menntaskólanum á Akureyri, að
á þýsku væri „stúlka" hvorug-
kynsorð, þ.e. „das madchen“. Þá
sagði Gunnar að dr. Gustavs hafi
sagt án þess að hugsa sig um:
„Þetta er svona eiginlega á öllum
tungumálum. Þið segið til dæmis
„það fljóðið“!
Annað dæmi nefndi Gunnar
Ragnars um ótrúlega færni og
orðaforða dr. Gustvas. Þeir
höfðu verið á gönguferð á Akur-
eyri sl. sunnudag og fóru yfir þýft
land. Þá hefði dr.-Gustavs sagt að
þetta væri hið mesta „kargaþýfi“!
óþh
Markaðsstemmni ng
á Bólumarkaðnum
Eiðsvallagötu 6,
laugardaginn 27. mars, opið frá kl. 11-15.
Fjölbreytt vöruúrval.
Margir söluaðilar bjóða
norðlenskan heimilisiðnað.
Tækifærisgjafir + Brauð + Kökur + Matur
+ Varningur fyrir safnara.
Það borgar sig að versla á Bólumarkaði.
8 vikna
STÍFT FITUBRENNSL UNAMSKEIÐ
FYRIR KARLA
HEFST ÞRIÐJUDAGINN 6. APRÍL
* Fitumæling og vigtun
* Ráðgjöf varðandi mataræði
* Matarlistar -
Spennandi mataruppskriftir
+ Fyrirlestrar um megrun
og mataræði
Sigríður Eysteinsdóttir
næringarfræðingur
* Þjálfun og hreyfing 5
sinnum í viku
Verð 9.800
Eina varanlega leiðin að lækkaðri líkams-
þyngd er aukin hreyfing og rétt mataræði.
Láttu okkur hjálpa þér að losna við auka-
kílóin og halda þeim frá fyrir full og allt.
Skráning hefst
mánudaginn 29. mars
Hringdu strax
Takmarkaður fjöldi
Sími 26211
HEILSURÆKT
KA-heimilið við Dalsbraut