Dagur - 27.03.1993, Qupperneq 12
12 - DAGUR - Laugardagur 27. mars 1993
Leiklist_______________
„Hassið hennar
mömmu“
Sunnudaginn 21. mars frumsýndi
Leikfélag Sauðárkróks Sæluviku-
verkefni sitt á þessu ári. Leik-
verkið, sem upp hefur verið sett,
er Hassið hennar mömmu eftir
hinn fræga gamanleikjahöfund
og þjóðfélagsgagnrýnanda Dario
Fo. Þýðing verksins er eftir Stef-
án Baldursson og leikstjóri upp-
setningarinnar er Jón Júlíusson.
Á yfirborði sínu er Hassið
hennar mömmu eindreginn ærsla-
leikur og mjög í anda þeirra
orða, sem höfð eru eftir höfundi
verksins í leikskrá: „Leikhús á
fyrst og fremst að vera skemmti-
legt. Þaö má vera fáránlegt,
þrælpólitískt, þar á að beita
sprelli, leik og söng, en aldrei að
vera leiðinlegt.“
Þessi leikhúspólitíska stefnu-
yfirlýsing Darios Fos er góð yfir-
skrift yfir Hassið hennar
mömmu. í verkinu er höfundur-
inn að deila á handabakaleg
vinnubrögð ráðamanna, lögreglu
og annarra í viðfanginu við þau
samfélagsmein, sem við höfum
fyrir augunum nú á tímum, þegar
fjölskyldan er að rofna, þegar
firð hefur skapast á milli jafnvel
náskyldra einstaklinga, eins og
foreldra og barna, og menn tala
ekki lengur um vanda sinn eða
reyna að leysa hann, heldur flýja
á náðir óminnis í drykkjuskap,
vímuefnum eða hörðum, ávana-
bindandi og seigdrepandi eitur-
lyfjum.
Vissulega virðist á stundum
nokkuð djúpt á ádeilunni í öllum
ærslunum á sviðinu í Bifröst í
flutningi ieikfélagsins á Sauðár-
króki á Hassinu hennar mömmu.
Pó má ætíð sjá hana á ýmsum
stigum sínum, svo sem í fálka-
legu látbragði leikenda, heimsku-
legum tiltektum þeirra og fávísi
um þau málefni, sem þeir, sem í
hlut eiga, ættu að hafa vit á. í til
dæmis þessum þáttum felst bitur
gagnrýni á ýmsa umsýslu opin-
berra aðila í málum, sem þeim
heyra, en sem á er tekið af fávísi
og eindregnum klaufaskap. Slíkt
þekkist vissulega hér á Iandi ekki
síður en sunnar í Evrópu. Hér
eru því atriði, sem eiga við
okkur, ef við viljum skilja, ekki
síður en þau, sem lúta að eitur-
lyfjavandanum, sem því miður
hefur verið að sækja okkur heim
af sívaxandi þunga. Hér getum
við því þekkt svolítið af sjálfum
okkur í því, sem sagt er og sýnt,
svo enn sé vitnað til orða höfund-
arins, Darios Fos.
Flutningur Hassins hennai
mömmu í uppsetningu Leikfélags
Sauðárkróks er lipur og hraður.
Hann er fullur af fjöri og vekur
iðulega léttan hlátur áhorfenda,
eins og líka að er stefnt. Þar eiga
allir leikarar hlut að máli, en ekki
síst leikstjórinn, sem hefur
greinilega tekist vel að halda uppi
hraða' sýninguna svo til á enda og
skapa í túlkunina verulegan brag
ítalsks hita og fass. Þrátt fyrir
mikinn fyrirgang á sviðinu ganga
Fjárveiting úr
Samkvæmt lögum um breytingu á
verkaskiptingu ríkis og sveitar-
félaga nr. 78/1989 veitir Alþingi
árlega fé í íþróttasjóð.
Framlög úr íþróttasjóði skal
veita til sérstakra verkefna á veg-
um íþróttafélaga eða íþróttasam-
taka í þvf skyni að bæta aðstöðu
til íþróttaiðkana sbr. Reglugerð
um íþróttasjóð nr. 609/1989.
Tekið skal fram að ekkert ligg-
ur fyrir um fjárveitingar til sjóðs-
ins 1994, en þær eru ákveðnar í
hreyfingar að jafnaði vel upp, þó
að reyndar hendi, að smáárekstr-
ar verði og fyrir bregði hreyfing-
um, sem ekki falla svo eðlilega,
sem æskilegt hefði verið.
Afann leikur Ásgrímur Ingi
Arngrímsson. Hann hefur tals-
vert gott vald á hlutverkinu og er
vel samfelldur allt til enda.
Rosettu leikur Elsa Jónsdóttir.
Hún hefur góð tök á hlutverki
sínu og heldur vel ýktu ítölsku
fasi með miklum fyrirgangi og
hávaða.
Luigi, sonur Rosettu, er leik-
inn af Stefáni Steindórssyni. Stef-
án á að mörgu leyti góðan leik,
en hann er þó heldur einhæfur í
hreyfingum, ekki síst framan af,
og auk þess lítils háttar staður á
sviðinu samanborið við mót-
leikara sína.
Vinur er leikinn af Steini Frið-
rikssyni. Steinn gerir talsvert vel í
upphafsatriði sínu, en það ástand
hans bráir heldur hratt af honum.
Væntanlega er hér að einhverju
leyti persónusköpun höfundar
um að kenna, en þó hefði mátt
gera heldur meira úr þessari per-
sónu í seinni atriðum hennar í
verkinu.
Camella er leikin af Katrínu
Maríu Andrésdóttur. Þetta hlut-
verk er smátt í verkinu og býður
ekki upp á ýkja mikið í túlkun
eða persónusköpun. Katrínu
Maríu tekst bærilega að koma
hlutverkinu til skila en þó virðist,
að heldur betur hefði mátt vinna
úr persónunni.
Ántonio er í höndum Árna
Benediktssonar. Persónan er frá
hendi höfundar fáránleg skop-
stæling og Árna tekst lipurlega að
gæða hana þeim brag, sem við á.
Prestur er leikinn af Pálma
Ragnarssyni. Hlutverkið er smátt
og kemst Pálmi allvel frá því. Þó
er talandi hans heldur óskýr og
stingur það nokkuð í stúf við
framsögn annarra leikenda, sem
var jafnan skýr og greinileg.
Hassinu hennar mömmu lýkur
á nokkurs konar eftirmála, sem
kemur umbúðalaust aftan á ærsl-
in og skopið. Þar má segja að
höfundur skýri út satíru sína.
Þessi eftirmáli er nokkuð vand-
meðfarinn, ef hann á ekki að
verka eins og spennufall. í upp-
setningu gerir hann það talsvert
og hefði að skaðlausu mátt liggja
heldur meira yfir þessu lokaatriði
verksins.
Verk Darios Fos hafa verið
sett upp víða um álfur. Það er að
vonum. Þau eru einhver æsileg-
ustu ærslastykki síðari áratuga og
vel til þess fallinn að skemmta
fólki jafnframt því, sem þau eru
engan veginn efnislaus. Leikhús-
gestir á Sæluviku þurfa því ekki
að óttast það, að þeim muni leið-
ast á sýningum Leikfélags Sauð-
árkróks að þessu sinni, heldur
munu þeir vafalítið hafa gaman
af samvistum við glaðværan
hamagangshópinn á sviðinu í
Bifröst.
Haukur Ágústsson.
íþróttasjóði
fjárlögum hverju sinni til eins árs í
senn. Felur árleg fjárveiting
þannig ekki í sér skuldbindingar
um frekari styrkveitingar.
Umsókn um stuðning úr
íþróttasjóði vegna fjárveitinga
ársins 1994 þurfa að berast fyrir
1. maí nk. íþróttanefnd ríkisins,
menntamálaráðuneytinu, Sölv-
hólsgötu 4, 150 Reykjavík, á þar
til gerðum eyðublöðum ásamt
greinargerð um fyrirhuguð verk-
efni.
Andlit birtist í margbrotnum
mvndflcti - leitandi andlit
með spurn í svip. Að baki rís
stjörnukrans sem iistamaður-
inn notar til þess að mynda
útlínur verksins og gefa því
aukna vídd, sem einungis er
unnt að jgera í gleri. Þannig
birtist „Oður til sólarinnar,“
eitt nýrra verka Ingu Elínar
Kristinsdóttur áhorfandanum
en hún hefur að undanförnu
sýnd verk sín í Galleríi Sævars
Karls í Reykjavík. Sýninguna
nefndi hún „Með hækkandi
sól,“ sem er í raun táknrænt
fyrir listsköpun hennar því hún
hefur kosið sér glerið að við-
fangsefni. Inga Elín er fjölhæf-
ur myndlistarmaður og hikar
ekki við að fara ótroðnar
brautir. Hún er einnig lærður
hönnuður „formgiver“ og bera
sum verka hennar yfirbragð
þess raunsæis sem býr að baki
hönnun nytjahluta. I list sinni
sameinar hún gjarnan nota-
gildið og myndsköpunina og
vinnur jafnframt myndverkum
sínum ýmsa nytjahluti úr
myndskreyttu gleri. Akureyr-
ingum og íbúum nágrennis
gefst nú kostur á að sjá verk
þessarar frumlegu en jafnframt
Inga Elín Kristinsdóttir.
Sol og gler í myndlist
- Inga Elín Kristinsdóttir opnar myndlistarsýningu
í Gallerí AllraHanda í Listagili í dag
raunsæu listakonu því hún
opnar myndlistarsýningu í
Gallerí AllraHanda í Listagili í
dag - Iaugardaginn 27. mars
kl. 15.00.
Sýningin á Akureyri er 5ta
einkasýning Ingu Elínar en hún
hefur áður haldið sýningar í
versluninni Epal í Reykjavík
1989, í Gallerí List 1991, í öall-
erie Oriel í London 1992 og síð-
ast hjá Sævari Karli í Bankastræt-
inu í Reykjavík. Auk einkasýn-
inga hefur hún tekið þátt í nokkr-
um samsýningum heima og
erlendis. Inga Elín stundaði nám
við Myndlistaskóla Reykjavíkur
árin 1972 til 1974 og síðan við
Myndlista- og handíðaskóla
íslands til 1978, þar af tvö síðari
árin í kennaradeild skólans. Eftir
þriggja ára kennslustörf hér
heima hélt hún til Danmerkur
þar sem hún stundað nám við
Skolen for Brugskunst í keramik-
og glerdeild næstu fimm árin.
Eftir heimkomuna frá Danmörku
ákvað hún að snúa sér alfarið að
list sinni og hefur einkum fengist
við glerlistina síðan.
Stóðst inntökupróf 15 ára
- þá var ekki aftur snúið
Það var snjór og ekki mjög vor-
legt við gömlu Álafosshúsin í
Mosfellsbæ þegar fundum okkar
Ingu Elínar bar saman á vinnu-
stofu hennar um síðustu helgi.
Hún hefur starfað í þessari
nýlendu, þar sem áður var unnið
úr ull en hýsir nú vinnustofur
listamanna, um tveggja ára skeið
en starfaði áður á verkstæði, sem
hún stofnaði við Laugaveginn.
Þrátt fyrir vetrarríkið í Mos-
fellsdal þennan laugardag bar
allt yfirbragð innan dyra viðmót
hækkandi sólar. Glerverk á
veggjum - sum á vinnslustigi -
önnur tilbúinn og biðu sýningar.
Inga Elín vinnur verk sín á þann
hátt að bræða gler yfir myndflöt-
inn þegar hún hefur lokið við
myndverkið og innsiglar það
þannig á milli glerja. Listakonan
var að störfum og eftir að hafa
þegið bolla af kaffi bað ég hana
að líta til baka og rifja örlítið upp
aðdragandann að því að hún
gerðist myndlistarmaður.
„Ég byrjaði snemma að teikna.
Hafði mjög gaman af því og gekk
vel. Teikningin var eiginlega það
skemmtilegasta sem ég gerði í
skólanum. Móðir mín veitti
þessu athygli og þegar ég var 13
ára þá gaf hún mér fyrir nám-
skeiði í Myndlistaskóla Reykja-
víkur. Tveimur árum síðar tók ég
inntökupróf í Myndlista- og
handíðaskólann og stóðst það
aðeins 15 ára gömul. Eftii1 það
var framtíðin ráðin og ekkert
annað hvarflaði að mér en fást
við myndlist. En til að vera
praktíst og tryggja mér atvinnu-
öryggi þá fór ég í kennaradeild-
ina til að geta kennt að námi
loknu. Og ég kenndi í þrjú ár
áður en ég hélt til Danmerkur til
framhaldsnáms."
Glerið - margbreytilegt
en viðkvæmt efni
En Inga Elín tók ekki aftur til við
kennslu að lokinni Danmerkur-
dvöl. „Nei þá ákvað ég að fást
eingöngu við það sem ég hafði
verið að læra. Kennsla krefst
mikils af manni og þá vaknar
spurningin um hvaða orku maður
á eftir til að sinna listsköpuninni.
Þarna varð ég að velja og hafna.
Þetta var erfitt í fyrstu en mér
gengur ágætlega í dag og starfa í
fullri vinnu á vinnustofu minni.
Glerlistin krefst einnig mikils -
hún reynir meira á mann en önn-
ur listform en er einnig virkilega
skemmtileg við að glíma. Glerið
er mjög margbreytilegt efni er
tekur til sín alla liti litrófsins og
varpar þeim á umhverfi sitt.
Þannig veitir það manni ótæm-
andi möguleika til að ná því
óvænta fram. Það er einnig við-
kvæmt og getur sprungið í þús-
undir mola sé ekki rétt að farið.“
Mikill áfangi að ná tækni
á glerinu
Inga Elín segir það mikinn
áfanga fyrir listamann þegar
hann hefur náð tökum á formun
glersins og unnið með öll þau til-
brigði sem það veitir. Og hún
nýtir sér þessa tækni í verkum
sínum þar sem skiptast á litrík
myndverk, sem taka sífelldum
breytingum eftir því hvernig þau
brjóta geisla sólarinnar og
skreyttir nytjahlutir - til dæmis
diskar og föt þar sem litameð-
ferðin nær að skapa margvísleg-
ar myndir. Dæmi um þau tök sem
Inga Elín hefur náð á list sinni
má finna í myndinni „Óður til
sólarinnar,“ sem getið er í upp-
hafi þessa spjalls. Um þá mynd
sagði Eiríkur Þorláksson í gagn-
rýni í Morgunblaðinu að hún
bókstaflega geisli af fjöri.
I hönnunarverk fyrir
Hadeland
Inga Elín hefur komið víða við.
Um það leyti sem hún var að
ljúka prófi úr keramik- og gler-
deildum við Skolen for Brugs-
kunst var hún valin til að hanna
nýja framleiðslu fyrir hina
þekktu verksmiðju Hadeland í
Noregi, og starfaði hún fyrir
verksmiðjuna um skeið. Inga
Elín var einnig í hópi 24 listiðn-
aðarmanna, sem hlutu viður-
kenninguna „Kunsthaandværke-
prisen af 1879,“ ásamt sænskri
skólasystur sinni, Brittu
Berglund, sem síðar flutti til
íslands ásamt Ingu Elínu og hófu
þær saman rekstur keramikverk-
stæðis við Laugaveginn í Reykja-
vík. Þrátt fyrir velgengni í námi
og viðurkenningar kærði Inga
Elín sig ekki um að ílendast í
Danmörku. Kvað atvinnumögu-
leika ótrygga og oft litla fyrir
listamenn og margir þeirra færu á
atvinnuleysisbætur strax að námi
loknu.
„Atvinnuleysisbæturnar hefta
alla listsköpun þar sem listamenn
mega ekki sýna eigi þeir að halda
þeim. Margir efnilegir listamenn
koðna því niður og lítið verður úr
hæfileikum þeirra og námi. Ég
gat ekki hugsað mér að fara þá
leið svo ég hélt heim til íslands
nokkrum mánuðum eftir að ég
lauk námi og hef starfað að list
minni síðan.“
Inga Elín Kristinsdóttir var á
meðal þeirra sem Dagblaðið/Vís-
ir tilnefndi til menningarverð-
launa í listhönnun fyrr í vetur.
Þótt önnur mæt kona hafi hlotið
verðlaunin að þessu sinni er til-
nefningin ákveðin viðurkenning
fyrir störf á listabrautinni. Inga
Elín er vel að henni komin og
forvitnilegt verður að sjá hvað
hún býður norðlenskum sýning-
argestum að horfa á Gallerí
AllraHanda næstu tvær vikur. ÞI