Dagur - 07.04.1993, Page 1

Dagur - 07.04.1993, Page 1
Stefiiir í innflutnmg á kartöflum um miðjan maí AUt bcndir til þess að ísienskar kartöflur verði á þrotum um miðjan maí og þá þurfi að koma til innflutnings. Líklegt er að flytja þurti inn á þriðja þúsund tonn af kartöflum. dal að óvenju mikil eftirspurn hafi verið eftir útsæðiskartöflum úr Eyjafirði að undanförnu. Þar færu fremstir í flokki stórir kart- öfluframleiðendur úr Þykkva- bænum. óþh Ökutækjaþvottur. Mynd: Robyn Mokveiði af rækju á Húnaflóa: Meleyri hf. hefiir unnið 530 tonn af rækju á árinu - 450 tonn af skelfiski á vertíðinni Mokveiði hefur verið hjá þeim bátum sem hafa verið á inn- fjarðarrækju á Húnaflóa að sögn Konráðs Einarssonar yfirverkstjóra hjá Meleyri hf. á Hvammstanga. Kvótinn, alls 2.000 tonn, er nú á þrotum og verður eitthvað uppihald hjá bátunum þegar veiðum lýkur. Eftir smá hlé munu einhverjir bátanna fjögurra sem landað hafa hjá Meleyri hf. fara á línu og jafnvel á net. Rækjuverksmiðjan á í frystum birgðum um 200 tonn, sem nægja til að halda uppi vinnu í verk- smiðjunni í rúmlega mánuð. Þrír djúprækjubátar landa einnig hjá verksmiðjunni og hefur afli verið allgóður, um 20 tonn í túr og einnig hefur rækjan sem þeir koma með flokkast vel. Tveir þeirra ísa rækjuna og landa viku- lega en á þriðja bátnum er stærsta rækjan unnin um borð og send á Japansmarkað en um 80% hráefnisins er undir stærðar- mörkum þeim sem japönsku kaupendurnir setja og því unnin á Hvammstanga. Á þessu ári hafa verið unnin 530 tonn af rækju en ekkert var unnið í janú- armánuði vegna breytinga, end- urbóta og lagfæringa á verk- smiðjunni. í verksmiðjunni vinna að jafnaði 35 til 40 manns og er atvinnuástand nokkuð gott á Hvammstanga, um 15 manns eru á atvinnuleysisskrá í dag. Konráð Einarsson bjóst við að vinnslan yrði aukin þegar lengra kæmi fram á vorið, en nú er unnið í 10 tíma frá sex á morgnana til sjö á kvöldin en síðan hefjast nætur- vaktir og þá verður unnið á tví- eða jafnvel þrískiptum vöktum. Þá munu einhverjir þeirra sem eru atvinnulausir fá atvinnu auk skólafólks þegar fastráðið starfs- fólk tekur sitt sumarfrí. Skelfiskvinnslunni lauk fyrir viku síðan og voru unnin um 450 tonn hjá Meleyri hf. á skelfisk- vertíðinni sem hófst í septem- sem bermánuði sl. GG Sveinberg Laxdal, kartöflu- bóndi í Túnsbergi á Svalbarðs- strönd, sagði að eyfirskar kartöfl- ur væru að verða búnar og þær myndu vart endast lengur en fram í maí. Undir þetta tók Kol- beinn Ágústsson, sölumaður hjá Sölufélagi garðyrkjumanna í Reykjavík. Hann sagði að Sölu- félagið keypti að stærstum hluta kartöflur frá bændum austur í Hreppum og birgðir þeirra myndu væntanlega duga fram í miðjan maí. Eftir það tæki ekk- ert annað við en innflutningur. Kolbeinn sagði að ef sumarið yrði gott mætti vænta þess að fyrstu íslensku kartöflurnar kæmu á markaðinn um 25. júlí og samkvæmt því mætti gera ráð fyr- ir kartöfluinnflutningi í tvo mán- uði, í það minnsta tvö þúsund tonnum. Kolbeinn sagði að mikið fram- boð væri á kartöflum víða erlend- is, en Sölufélagið myndi væntan- lega kaupa mest frá Hollandi og Belgíu. Hann bætti við að leyft hafi verið að flytja inn bökunar- kartöflur síðan í júní í fyrra. Fram kom hjá Sveinberg Lax- Dalvík: Brotíst inn í Krílakot - málið upplýst sem innbrot fyrri nátta Aðfaranótt þriðjudagsins var brotist inn í barnaheimilið Krflakot á Dalvík. Peningum var stolið og nú hefur fimmtán ára piltur viðurkennt verknað- inn, sem og tvö innbrot í sól- stofuna Sunnu, einnig á Dal- vík. Bróðurpartur rannsóknarlög- reglumanna á Akureyri var að störfum á Dalvík í gær til að freista þess að upplýsa innbrot undangenginna daga og nátta. Undir kvöld í gær hafði piltur, sem grunur féll strax á, játað stuld á tuttugu þúsund krónum á Krílakoti og tvö innbrot í sól- stofuna Sunnu. Eftir stendur óupplýst innbrot í gæsluvallar- hús. ój Mikil eftirspurn eftir sumarhúsum um páskana: Fyrstu fyrirspurnimar um Dluga- staði bárust fyrir jól - bókað í öll þau hús sem eru til útleigu ✓ Eigendur matvælafyrirtækis ins Kjarnafæðis hf. á Akur- eyri hafa ákveðið að flytja grófvinnslu fyrirtækisins síðar á þessu ári frá Akureyri til Svalbarðseyrar, í húsnæði sem Kjarnafæði hefur keypt af Landsbanka íslands. Eiður Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Kjarnafæðis og annar eigenda fyrirtækisins, sagði að reglugerð um kælingu á vinnustað, sem tók gildi um síð- ustu áramót, hafi knúið for- svarsmenn fyrirtækisins til að koma grófvinnslunni í annað húsnæði. Eftir ítarlcga skoðun hafi verið ákveðið að kaupa húsnæðið á Svalbarðseyri, þar sem áður var kjötvinnsla Kaup- félags Svalbarðseyrar. „Til Svalbarðseyrar munum við flytja úrbciningu, niðursögun, söltun og reykingu. Eftir sern áður verður öil fínvinnsla á Akureyri," sagði Eiður. Hjá Kjarnafæði hf., sern Eið- ur og Hreinn Gunnlaugssynir, stofnuðu árið 1985, eru um 65 manns á launaskrá og sagði Eið- ur að gert væri ráð fyrir að um 20 manns myndu vinna við gróf- vinnsluna á Svalbarðseyri, þar af 10 af núverandi starfsmönn- um Kjarnafæðis. óþh Mikil aðsókn er í sumarhús verkalýðsfélaganna við Illuga- staði í Fnjóskadal um páskana og segir Jón Óskarsson staðar- haldari að fyrir nokkru síðan hafi verið bókað í öll þau hús sem eru nú til útleigu, alls 13 talsins og fyrst hafi verið farið að spyrjast fyrir um leigu fyrir sl. áramót. Eftirspurnin nú er meiri en fyrir undanfarna páska og því hefði verið hægt að leigja út fleiri hús um hátíð- ina og eru beiðnir um hús enn að berast. Sá hængur er hins vegar á því að öll eldri húsin að Illugastöðum eru bæði vatnslaus og rafmagns- laus yfir vetrarmánuðina. Full útleiga hefst hins vegar um hvíta- sunnuna sem í ár ber upp á 30. maí. Að Hrísum í Eyjafirði er 5 sumarhús sem hafa verið til leigu í allan vetur og eru þau öll full- bókuð um páskana. I vetur hefur verið vaxandi aðsókn í húsin um helgar en Sveinbjörn Halldórs- son segir að veðurfar ráði miklu um aðsóknina. Það njóti hins vegar mikilla vinsælda hjá þeim sem vilja fara að heiman t.d. vegna afmælis eða annars við- burðar að dvelja í húsunum, þó oftast ekki nema yfir helgi og því standa þau oft auð á virkum dög- um yfir vetrarmánuðina. GG íslenska útvarpsfélagið hf.: Keypti öll hlutabréf Ey- firska sjónvarpsfélagsins Islenska útvarpsfélagið hf. hef- ur keypt öll hlutabréf Eyfirska sjónvarpsfélagsins hf. á Akur- eyri. Þetta þýðir að öll starf- semi Eyfirska sjónvarpsfélags- ins mun falla beint undir íslenska útvarpsfélagið, bæði dreifikerfið og innheimta áskriftargjalda fyrir Stöð 2. Innheimta áskriftargjalda verður áfram í formi gíróseðils sem hægt er að borga í bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Þeir sem hins vegar eru seinir fyrir að borga og hafa fengið ný lykil- númer á skrifstofu Eyfirska sjón- varpsfélagsins, geta nú fengið svipaða þjónustu hjá íslands- banka á Ákureyri, á venjulegum afgreiðslutíma bankans. Starfsmenn Eyfirska sjón- varpsfélagsins hafa verið tveir en við þessa breytingu fækkar þeim um einn, um leið og skrifstofa fyrir áskriftir leggst af hjá félag- inu. Ekki hefur verið tekin frek- ari ákvörðun um rekstur Eyfirska sjónvarpsfélagsins í framtíðinni. íslenska útvarpsfélagið hefur verið að taka yfir dreifikerfi Stöðvar 2 og innheimtu áskriftar- gjalda víðs vegar um landið og eru kaupin á Eyfirska sjónvarps- félaginu einn liður í því. -KK

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.