Dagur - 07.04.1993, Side 14

Dagur - 07.04.1993, Side 14
14 - DAGUR - Miðvikudagur 7. apríl 1993 „Fjarlögin“ sungin í Sumar- búðunum við Vestmannsvatn Helgina 16.-18. apríl nk. verður haldið námskeið í Sumarbúðun- um við Vestmannsvatn, þar sem gömlu, góðu ættjarðarlögin verða kennd og æfð í fjórradda söng. Leiðbeinendur verða Mar- grét Bóasdóttir, söngkona, og Jón Stefánsson, organisti Lang- holtskirkju. Þetta er annað námskeiðið þessarar gerðar sem þau frænd- systkinin halda í Suður-Þingeyj- arsýslu, en fyrir ári síðan mættu um 100 manns til söngs að Vest- mannsvatni. Námskeið sem þessi hafa orðið vinsæl og m.a. verið haldin í Borgarfirði, á Raufar- höfn og í Biskupstungum. Þau eru ætluð söngáhugafólki á öllum aldri, jafnt kórafólki sem þeim er sjaldnar syngja. Fyrirkomulag verður með líku sniði og áður; sungin verða lög úr sérstökum söngheftum sem út- búin hafa verið fyrir námskeiðin, æft verður á föstudagskvöldi til sunnudags, en námskeiðinu lýkur með almennri söngskemmtun á Breiðumýri í Reykjadal. Fólk þarf að láta skrá sig til þátttöku, einkum vegna skipu- lagningar máltfða, en einnig er hægt að taka hluta námskeiðs- ins, og verður kostnaði stillt í hóf. Skráning verður nánar auglýst síðar en upplýsingar veita stjórn- arkonur í Kvennakórnum Lissý. (Fréttatilkynning) Borgarbíó á fóstudaginn: Opínn hátíðarftmdur tíl kynningar á AA-samtökunum Opinn fundur til kynningar á AA-samtökunum verður hald- inn í Borgarbíói á Akureyri föstudaginn langa, 9. apríl kl. 21.00. Anddyri hússins verður opnað kl. 20. Þetta er um leið sérstakur hátíðarfundur í tilefni af 20 ára afmæli AA- samtakanna á Akureyri. Fyrsti opni AA-fundurinn á Akureyri var haldinn á síðasta ári og þótti takast það vel að stefnt er að því að gera þetta að árleg- um viðburði, eins og segir í til- kynningu frá samtökunum. Þessi fundur verður veglegri en ella í tilefni afmælisins og verður boðið upp á kaffiveitingar í AA-húsinu að fundinum loknum. Á fundinum verður kynning á AA (alkóhólistar), Al-Anon (að- standendur alkóhólista), FBA (fullorðin börn alkóhólista) og NA (eiturlyfjaneytendur). Fólk kemur víða að og lýsir reynslu sinni og vinur samtakanna talar og þá mun kór syngja nokkur lög. Fundurinn er öllum opinn. SS Sýning Önnu G. Torfadóttur á Súlnabergi: Framlengd út þennan mánuð Myndlistarsýning Önnu G. Torfadóttur á vegum Menn- ingarsamtaka Norðlendinga á Súlnabergi „Teríunni“ og í Byggðastofnun, sem staðið hefur yfír að undanförnu verð- ur framlengd og mun standa út þennan mánuð. Á sýningunni eru klippimyndir „collage" þar sem Anna notar stækkaðar ljósmyndir sem grunn- inn að myndsköpun sinni. Síðan notar hún málningu til að tengja saman og skerpa hinar ýmsu myndir og móta hinn endanlega myndflöt. Myndirnar sem sýndar eru á Súlnabergi eru allar stórar en minni myndirnar eru til sýnis í Byggðastofnun í húsi Búnaðar- bankans við Geislagötu. Sem fyrr segir stendur sýning Önnu G. Torfadóttir út þennan mánuð. Þ1 Ferskar fréttir með morgunkaffinu Áskriftar’SST 96-24222 Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstudaginn 16. aprfl 1993 kl. 10.00, á eftirfarandi eignum: Brekkuhús 7 (Björnshús), Hjalteyri, þingl. eig. Inga Guðmundsdóttir og Einar Helgason, gerðarbeiðendur innheimtumaður ríkissjóðs, Lands- banki (slands og Vátryggingafélag íslands. Gamla Búð, Svalbarðseyri, þinal. eig. Ytra hf., gerðarbeiðandi Is- landsbanki hf. Hjallalundur 5 e, Akureyri, þingl. eig. Helgi Kristinsson, gerðarbeið- andi íslandsbanki hf. Hringtún 5, Dalvik, þingl. eig. Magn- ús I. Guðmundsson, gerðarbeið- andi sýslumaðurinn á Akureyri. Hvammshlíð 2, neðri hæð, Akur- eyri, þingl. eig. Jón A. Pálmason, gerðarbeiðandi Varmi hf. Múlasíða 5f, Akureyri, þingl. eig. Stjórn Verkamannabústaða, gerð- arbeiðendur Búnaðarbanki íslands og Kaupfélag Eyfirðinga. Múlasíða 5 h, hluti, Akureyri, þingl. Eig. Hjördís Henriksen, gerðarbeið- andi Vátryggingafélag (slands hf. Reynilundur 3, Akureyri, þingl. eig. Guðmundur Sigurðsson, gerðar- beiðandi Lífeyrissjóður verslunar- manna. Sandskeið 10-12, Dalvík, þingl. eig. Hallgrímur Antonsson, gerðarbeið- andi Sjóvá-Almennar hf. Sunnuhlíð 12, Þ-hluti, Akureyri, þingl. eig. Skúli Torfason, gerðar- beiðandi Veðdeild (slandsbanka hf. Tröllagil 14, íb. 001, Akureyri, þingl. eig. Örn Ragnarsson, gerðarbeið- andi Teppahúsið hf. Ægissíða 14, Grenivík, þingl. eig. Sigurveig Þórlaugsdóttir, gerðar- beiðendur Húsnæðisstofnun ríkis- ins, Lifeyrissjóðurinn Sameining, Tryggingastofnun rfkisins og Örkin hans Nóa hf. Sýslumaðurinn á Akureyri 5. apríl 1993. Íþróttir Rögnvaldur Ingþórsson: Mun einbeita sér að æfingum á næstunni - stefnir á að bæta árangur sinn verulega og slá íslandsmet Skíöagöngumaðurinn Rögn- valdur Ingþórsson frá Akur- eyri var meðal keppenda á Skíðamóti íslands um síðustu helgi. Rögnvaldur býr í Sví- þjóð en hefur lítið getað æft í vetur vegna veikinda en fór þó á fullt fyrir um mánuði síðan. Rögnvaldur er einnig í fremstu röð íslenskra frjálsíþrótta- manna og var valinn í úrvals- hóp FRÍ 2000. Hann hefur nú uppi áform um að einbeita sér að æfíngum og keppni á næst- unni og freista þess að bæta árangur sinn verulega. „Það hefur marg sýnt sig að eina leiðin til að ná árangri er að einbeita sér að æfingum. Það er mjög erfitt að sameina skóla eða vinnu og æfingar. Því hef ég ákveðið að gera ekkert nema æfa á næstunni, ef svo má segja.“ í sumar ætlar Rögnvaldur að ein- beita sér að hlaupunum og hefur sett stefnuna á að slá einhver íslandsmet. Sérgrein hans til þessa hefur verið 3000 m hindr- unarhlaup einnig hefur hann ver- ið liðtækur í fleiri vegalengdum, bæði styttri og lengri. Hann sagði nauðsynlegt að æfa í minnst 700 klukkutíma á ári ef toppárangur á að nást. „Það er stórt stökk frá því að æfa 400 klukkutíma á ári, eins og margir gera og í 600 eða 700 tíma. Þeir sem æfa svo mikið hafa í raun ekki tíma fyrir neitt annað.“ Það kom vel í ljós á Skíðamóti íslands hversu mikið aðstæðurn- ar hafa að segja. Daníel Jakobs- son er sá eini af skíðagöngu- mönnunum sem styrktur er af SKÍ og getur því einbeitt sér að Rögnvaldur Ingþórsson verður í hlaupaskónum í sumar en tekur skíðin fram með haustinu. Mynd: Robyn. æfingum, enda árangurinn sam- kvæmt því. Rögnvaldur er þó síður en svo hættur á skíðunum. „Ég stefni enn á næstu Ólympíu- leika og vona að hlaupin fleyti mér áfram til þess. Maður hefur aldrei verið nógu vel þjálfaður eftir sumarið, en nú vonandi breytist það.“ Peningamál eru eitt af því sem óhjákvæmilega ber á góma í þessu sambandi. Ljóst er að varla er að vænta hárra upphæða í styrki frá félögum eða sérsam- böndum en Rögnvaldur kvaðst þó bjartsýnn á að dæmið gengi upp, en sagði íslensk fyrirtæki oft ekki átta sig á hversu ódýr aug- lýsing það gæti verið að styrkja einhvern íþróttamann. Verður spennadi að fylgjast með fram- göngu Rögnvaldar á hlaupa- brautinni í sumar og á skíðunum næsta vetur. Ljóst er að hann hefur lagt mikið undir og því er von á góðum árangri. Jón M. Jónsson: Gaf bikar fyrir bestan Vilhelm Þorsteinsson tekur við bikarnum úr hendi Jóns M. Jónssonar. Mynd: HA Íshokkí, afmælismót SR: Lið frá SA sigursæl Á lokahófí Skíðamóts íslands á sunnudaginn var afhentur sérstakur bikar fyrir besta brautartíma í svigi karla. Bikarinn hlaut Vilhelm Þor- steinsson en gefandinn var Jón M. Jónsson, stofnandi Jón M. Jónsson hf., betur þekkt sem JMJ herrafataverslun. Þetta framtak Jóns er ákaflega skemmtilegt og tilefnið sérstakt. Jón gaf samskonar bikar fyrir 38 árum og ákvað að gera það aftur núna í tilefni þess að 50 ár voru liðin frá því að hann komst í A-flokk á skíðum, en þá var not- ast við flokkakerfi sem menn unnu sig upp í gegnum. Jón var sjálfur keppnismaður á skíðum á sínum yngri árum og á að baki þó nokkra íslandsmeistaratitla, bæði á skíðum og í frjálsum íþróttum. „Ég er ættaður úr Ólafsfirði og er af sömu ætt og Kristinn Björns- son skíðamaður ársins. Mér telst til að af þessari ætt séu einir 5-6 íslandsmeistarar í hinum ýmsu greinum. Ég keppti lengst af fyrir KR, bæði á skíðum og í frjálsum," sagði Jón. Hann kvaðst alltaf fylgjast mikið með íþróttum. „Ætli megi ekki segja að ég sé íþróttafíkill, enda fæ ég stundum bágt fyrir þennan áhuga minn frá konunni." Framtak Jóns er lofs- vert og til þess fallið að lífga upp á skíaðíþróttina. Um helgina var haldið íshokkí- mót fyrir yngri flokka í Reykja- vík. Mótið var afmælismót SR, en félagið er 100 ára um þessar mundir. Sem fyrr voru Akureyringar sigursælir og unnu sigur í 3 flokk- um af 4. í flokki 9 ára og yngri voru tvö lið, SA og SR og unnu Akureyringar öruggan sigur. Björninn vann flokk 10-12 ára, enda með sterkt lið þar. SA vann síðan sigur í tveimur elstu flokk- unum, 13-15 ára og 16-17 ára. Skautavertíðinni fer nú senn að ljúka en opið verður á kvöldin hjá Skautafélagi Akureyrar, fram yfir páskahelgina.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.