Dagur - 07.04.1993, Side 7

Dagur - 07.04.1993, Side 7
Miðvikudagur 7. apríl 1993 - DAGUR - 7 Hvað er að gerast? Tvö mót hjá Skákfélaginu Skákfélag Akureyrar stendur fyrir tveim skákmótum um páskana. Fyrra mótið, svokallað Bikarmót, verður haldið í kvöld, miðviku- dag, kl. 20. Síðara mótið, Páska- hraðskákmót, verður á annan páskadag kl. 14. Mótið er öllum opið og verða páskaegg í verð- laun. Að venju verður teflt í húsa- kynnum Skákfélagsins við Þing- vallastræti. Sundlaug Akureyr- ar opin þrjá daga um páskana Sundlaug Akureyrar verður opin í þrjá daga um páskana. Opnunar- tíminn verður sem hér segir: Skír- dagur kl. 8-16, laugardagur 10. apríl kl. 8-16 og annar dagur páska kl. 8-16. Lokað verður á föstudaginn langa og páskadag. Nonnahús verður opið um páska Nonnahús á Akureyri verður opið um páskana sem hér segir: Skír- dag kl. 15-18, föstudaginn langa kl. 15-18 og laugardaginn 10. apríl kl. 15-18. Aðgangseyrir er 200 krónur fyrir fullorðna, en frítt fyrir 14 ára og yngri. Todmobile á Hvammstanga Miðvikudaginn 14. apríl kl. 21 mun hljómsveitin Todmobile halda tónleika í Félagsheimilinu Hvammstanga á vegum Tónlistar- félags Vestur-Húnvetninga. Þetta eru fyrstu tónleikar hljómsveitar- innar á þessu ári, en síðast hélt hún tónleika í Óperunni í Reykja- vík í desember. Todmobile skipa Andrea Gylfadóttir, söngur, Eyþór Amalds, selló og söngur, Þorvald- ur Bjami Þorvaldsson, gítar og söngur, Eiður Amarson, bassi, Matthías Hemstock, trommur og Kjartan Valdimarsson, hljómborð. Á tónleikunum á Hvammstanga mun Todmobile leggja mesta áherslu á að flytja nýlegt efni og jafnframt að spila tvö ný lög sem eru væntanleg á diski innan skamms og í sumar, en einnig mun sveitin spila eldra efni. Spilagosinn ‘93 í Sjallanum Síðastliðið fimmtudagskvöld var í Kjallaranum fyrsta forkeppnin í Spilagosanum ‘93 þar sem fyrir- tæki í bænum takast á í ýmsum þrautum og leikjum. Til leiks mættu fulltrúar frá íslandsbanka og Kjamafæði og svöruðu spum- ingum úr Trivial Pursuit, teiknuðu myndir úr Pictionary og léku í Actionary og Twister. Margar skemmtilegar myndir voru teikn- aðar og ótrúleg leikræn túlkun á orðum eins og Reykjavíkurtjöm og vetrardekk sáust í Actionary. Starfsfólk Islandsbanka sigraði og mætir því í undanúrslitum sem verða í maí. I kvöld verða það Flugleiðir og DNG sem takast á í Spilagosanum ‘93. Evita og Svartur pipar í Sjallanum I kvöld verður söngleikurinn Evita í Sjallanum og hljómsveitin Svart- ur pipar leikur fyrir dansi. Hægt er að kaupa sig inn á sýninguna og dansleikinn og sleppa kvöldverði. Sýningin hefst kl. 22. Eins og kemur fram annars staðar á síð- unni verður önnur forkeppnin í Spilagosamir ‘93 í Kjallaranum í kvöld. Ný dönsk verður í Sjallan- um að kvöldi páskadags. Húsið verður opnað kl. 24. Geirmundur á Hótel KEA Skagfirska sveiflan tekur völdin á Hótel KEA á Akureyri í kvöld þegar Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi. í kvöld býður Hótel KEA upp á leikhúsmatseðil og er verð á mat og dansleik kr. 2.500. Jóndi í Safnahúsinu um páska Jóndi, Jón Kristinsson frá Lamb- ey, sýnir um þessar mundir list sína í Safnahúsinu á Húsavík. Á sýningunni eru 60 verk. Sýningin eropin kl. 15-22 sýningardagana. Kristinn G. í List- húsinu Þingi Kristinn G. Jóhannsson, myndlist- armaður á Akureyri, sýnir 30 olíu- málverk í Listhúsinu Þingi á Akureyri, þar sem áður var kristniboðshúsið Zion. Sýninguna nefnir Kristinn „Málverk um lang- holt og lyngmó“. Sýning Kristins stendur til 18. apríl nk. og er opin daglega kl. 16-19 en kl. 14-19 um helgar. Myndhópurinn í Gamla Lundi Á morgun, skírdag, verður opnuð sýning í Gamla Lundi á Akureyri á verkum félaga í Myndhópnum. Sýningin verður opin daglega kl. 14-20 fram á annan dag páska. Á sýningunni verða verk eftir Aðal- stein Vestmann (vatnslitir og ak- rýl), Alice Sigurðsson (vatnslitir), Bemharð Steingrímsson (olía), Guðrúnu Lóu Leonardsdóttur (vatnslitir), Hörð Jörundsson (vatnslitir) og Iðunni Ágústsdóttur (olía og pastel). Fjórar sýningar á Leðurblökunni Leikfélag Akureyrar verður með fjórar sýningar á óperettunni vin- sælu Leðurblökunni eftir Johann Strauss um páskana. Sýnt verður í kvöld, annað kvöld, laugardags- kvöld kl. 20.30 og kl. 17 á annan dag páska. Sýningin hefur hlotið mjög góðar viðtökur og hafa bor- ist pantanir á sýningar langt fram í maí. Sími í miðasölu er 96-24073. Frumsýnt í Frey- vangi í kvöld Freyvangsleikhúsið frumsýnir í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit í kvöld, miðvikudag, kl. 20.30 leik- ritið Ljón í síðbuxum eftir Bjöm Th. Bjömsson, listfræðing. Leik- stjóri er María Sigurðardóttir. Önnur sýning verður á laugar- dagskvöld kl. 20.30 og þriðja sýn- ing nk. þriðjudagskvöld, 13. apríl, kl. 20.30. Upplýsingar og miða- pantanir í síma 96-31196. Strompleikur á Dalvík Leikfélag Dalvíkur verður með tvær sýningar fyrir páska á Strompleiknum eftir Halldór Lax- ness. Fyrri sýningin verður í Ungó á Dalvík í kvöld, miðvikudags- kvöld, kl. 21 og sú síðari á laugar- dagskvöld, 10. apríl, kl. 21. Miða- pantanir í síma 61034. Kaffihlaðborð á Engimýri Um páskana, frá og með skírdegi til annars í páskum, verður boðið upp á kaffíhlaðborð á gistiheimil- inu Engimýri í Öxnadal. Minnt er á að alltaf er opið fyrir gistingu á Engimýri og þar er góð aðstaða fyrir fundi og fjölskyldusam- kvæmi. Síðasti móhíkaninn í Borgarbíói Páskamyndir Borgarbíós á Akur- eyri eru þrjár; Síðasti móhíkaninn, Aleinn heima II og Bodyguard. Síðasti móhíkaninn verður sýnd kl. 21 og 23 í kvöld, annað kvöld kl. 21, kl. 17 og 21 á laugardag, kl. 21 og 23 á annan dag páska og kl. 21 þriðjudaginn 13. apríl. Al- einn heima II verður sýnd kl. 21 í kvöld, kl. 21 annað kvöld, kl. 17 á laugardag, kl. 15 og 21 á annan dag páska og kl. 21 þriðjudaginn 13. apríl. Bodyguard verður sýnd kl. 23 í kvöld, kl. 21 á laugardag og kl. 23 á annan páskadag. Á morgun, skírdag, kl. 15 verða bamasýningar á Tomma og Jenna og Fríðu og dýrinu. Síðamefnda myndin verður sömuleiðis sýnd á annan dag páska kl. 15. MS DOS 6.0 Microsoft DOS 6.0 er nú komið til okkar. margir, þ.á m: diskrými á hörðu meðhöndlun á minn' förn Auðveld öryggisafritui .. 5 f|| g lf | . ■ Tilboðsverð kr. 6.942 prenturum, tölvuleikjum og mörgu öðru. Styðjið við bakið á norðlenskri verslun og verslið hjá Okkur. EST hf. Glerárgötu 30 Akureyri Sími 12290

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.