Dagur - 07.04.1993, Side 15

Dagur - 07.04.1993, Side 15
Miðvikudagur 7. apríl 1993 - DAGUR - 15 IÞRÓTTIR Halldór Arinbjarnarson Norðurlandameistaramót fatlaðra í sundi: Frábær árangur hjá Rut í Gautaborg Um helgina var Norðurlanda- meistaramót fatlaðra í sundi haldið í Gautaborg í Svíþjóð. íslenska sundfólkið vann 12 gullverðlaun, 11 silfur og 11 brons. Tvö íslandsmet voru sett en stjarna mótsins var Rut Sverrisdóttir frá Akureyri sem vann til 5 gullverðlauna á mót- inu. Árangur Rutar kom skemmti- lega á óvart en, hún er frábær íþróttakona. Það hefur hún marg sýnt. í Gautaborg vann hún sigur Sveitaglíma íslands: Fjórtándi sigur HSÞ í röð - HSK vann Fyrsti hluti sveitaglímu íslands var haldinn á Laugum í Reykja- dal sl. Iaugardag. Keppt var í fullorðinsflokki og flokki 10-12 ára hjá strákum. Þingeyingar unnu sigur í fullorðinsflokki, 14. árið í röð, sem verður að teljast einstakur árangur og met sem án efa verður erfitt að slá. í fullorðinsflokki stóð baráttan um sigurinn milli HSÞ og KR. Þingeyingar reyndust sterkari og Arngeir Friðriksson vann það frækilega afrek að leggja Ólaf Hauk KR-ing og margfaldan glímumeistara. Því fór enginn keppenda taplaus heim. Keppt er í 5 manna sveitum og sigursveit HSÞ skipuðu Arngeir Friðriks- son, Eyþór Pétursson, Pétur Yngvason, Kristján Yngvason og Yngvi Ragnar Kristjánsson. í 3. sæti varð sveit HSK. Skarphéðinsmenn reyndust sterkari en HSÞ í flokki 10-12 ára, en aðeins þessar tvær sveitir mættu til leiks. Eftir er að keppa í 2 flokkum karla og 3 flokkum kvenna. flokk 10-12 ára Þeir Pétur Yngvason og Eyþór Pét- ursson voru samherjar en ekki and- stæðingar um helgina. í 400 m skriðsundi, 100 m bak- sundi, 100 m flugsundi, 100 m skriðsundi og 200 m fjórsundi. Auk þessa krækti hún í ein silfur- verðlaun. Sigrún Huld Hrafns- dóttir vann til þriggja gullverð- launa og Gunnar Þ. Gunnarsson, Kristín Rós Hákonardóttir, Bára B. Erlingsdóttir og Guðrún Ólafsdóttir ein gullverðlaun hver. Von var á Rut heim í dag. Rut Sverrisdóttir bætti enn við stórt verðlaunasafn sitt um helgina. Fimmti fl. Þórs var á dögunum valið prúðasta liðið á einu af fjölliðamótum íslandsmótsins og fékk bikar fyrir. Neðri röð frá vinstri: Kári Þorleifsson, Arnar I. Einarsson, Kristján Guðmundsson, Hörður Rúnarsson, Andri Albcrtsson, Gunnar B. Arason, Hlynur Jónsson, Gunnar Þ. Jónsson og Ragnar Konráðsson. Efri röð: Gunnar Óli Kristjánsson, Haukur Jóhanns- son, Arnar Elíasson, Rúnar Jónsson, Ingólfur Samúelsson þjálfari, Stein- grímur Sigurðsson, Stefán Guðmundsson og Brynjar Vatnsdal. Mynd: ha Skíðaveisla í Hlíðarfjalli um helgina: Tvær göngukeppnir fvrir almenning - keppt í samhliðasvigi og stórsvigi á brettum Samkvæmt venju verður mikið um að vera í Hlíðarfjalli fyrir skíðafólk um páskana. Hæst íslandsmótið í handknattleik, 1. deild: Úrslitin í deildiuni ráðast um helsina - Þórsarar í fallhættu0 komast KA menn í úrslitakeppnina? fyrir Þór. Síðasti leikur KA er gegn Haukum á útivelli nk. laug- ardag. Knattspyrna: Ísland-USA Ásgeir Elíasson, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, hefur nú valið landsliðið sem Ieika mun vináttuieik við Bandaríkja- menn þann 17. þ.m. í liðinu er m.a. Hlynur Birgisson úr Þór. Aðrir leikmenn eru: Birkir Kristinsson Fram Ólafur Gottskálksson KR Nú um helgina fara fram síð- ustu leikirnir í deildarkeppni 1. deildar Islandsmótsins í hand- bolta. KA-menn eiga mjög mikilvægan leik fyrir höndum í kvöld er þeir fá ÍBV í heim- sókn í KA-húsið og Þórsara bíður hörð fallbarátta. Leikur KA og ÍBV hefst kl. 20.00. Þórsarar leika við ÍR fyrir sunnan í kvöld og á laugardaginn eiga þeir heimaleik við íslands- meistara FH. HK og Fram eigast við í síðustu umferð og það er leikur sem gæti ráðið úrslitum Staðan Valur 2011-6- 3 478:428 28 FH 20 13-2- 5 524:486 28 Stjarnan 2012-4- 4 490:463 28 Haukar 2011-1- 8 534:486 23 Víkingur 20 10-1- 9 530:498 21 Selfoss 20 9-3- 8 510:499 21 ÍR 20 8-4- 8 476:«478 20 KA 20 8-3- 9 465:471 19 ÍBV 20 7-3-10 468:493 17 Þór 20 5-3-12 475:521 13 HK 20 4-3-13 463:51911 Fram 20 4-3-13 474:51011 Guðni Bergsson Kristján Jónsson Ólafur Þórðarson Baldur Bragason Haraldur Ingólfsson Þorvaldur Örlygsson Rúnar Kristinsson Arnar Grétarsson Ágúst Gylfason Hlynur Stefánsson Eyjólfur Sverrisson Arnór Guðjónsen Arnar Guðlaugsson Tottenham Fram ÍA Val ÍA Nott. For. KR UBK Val Örebro Stuttgart Hacken Feyenoord ber tvær göngukeppnir sem báðar eru kjörnar fyrir almenning, Skíðastaðatrimmið og Flugleiðatrimmið og á laug- ardaginn verður brettakeppni og samhliðasvig. Jafnt stórir sem smáir ættu að draga fram gönguskíðin um helgina. Skíðaveislan hefst á föstudag með Skíðastaðatrimminu sem er hluti af íslandsgöngunni. Fresta þurfti göngunni 6. mars sl. vegna veðurs, en nú verður reynt aftur. Gangan hefst við Strýtu kl. 14 með hópstarti. Velja má um tvær vegalengdir, 8 eða 20 km. Trimmbrautin endar við hús göngumanna og þar verður boðið upp á hressingu. Allir fá sérstaka viðurkenningu fyrir þátttökuna og veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í flokki karla og kvenna. Skráning er í síma 96- 22722 og 96-22280. Þátttökugjald er 300 kr. en ókeypis fyrir 12 ára og yngri. Keppendur verða fluttir með lyftum upp að Strýtu án endurgjalds. Skíðastaðatrimmið er liður í íslandsgöngunni sem er röð trimmmóta sem ætluð eru almenningi. Gönguleiðin er létt og við allra hæfi, jafnt byrjenda og þeirra sem lengra eru komnir. Á laugardaginn verður keppt í samhliðasvigi 12 ára og yngri kl. 11. Þetta er keppni sem án efa verður gaman að fyigjast með fyrir áhorfendur. Síðar um dag- inn verður efnt til stórsvigs- keppni á brettum. Skíðabretti hafa mjög verið að ryðja sér til rúms að undanförnu og hafa sumir náð mikilli leikni á þessari nýju tegund „skíða.“ Hið árlega Flugleiðatrimm fer fram á páskadag og hefst kl. 14. Þar verður boðið upp á 2 vega- lengdir, 4 og 8 km. Þátttaka er ókeypis en vegleg verðlaun í boði. Veitt verða verðlaun fyrir 1.-3. sæti en auk þess verður dregið um farseðla frá Flugleið- um sem allir geta hreppt. Þetta er tækifæri fyrir alla sem á annað borð geta komist yfir gönguskíði, að drífa sig upp í Fjall á páskadag og njóta hollrar útiveru. Ekki mun af veita eftir páskaeggjaátið um morguninn. Almenningshlaup Laugardaginn 10. apríl verður boðið upp á almenningshlaup á Akureyri. Hægt verður að hlaupa 3 eða 6 km. Hlaupið verður frá Dynheim- um og keppendur ræstir kl. 11. Skráning er við Dynheima sama dag kl. 10.30. Skráningargjald er 300 kr. Sund: Góður árangur Þorgerðar íKanada Þorgerður Benediktsdóttir, sui idkona úr Óðni, dvelur nú í Kanada og stundar æfíngar þar. Þorgerður hefur sýnt veruiegar framfarir og sett fjöl- mörg Akureyrarmet í súlkna- og kvennaflokki á sundmótum vestra. Hún hefur bætt eigin met í 50 m skriðsundi (29,12) og 400 m fjórsundi (5:17,2). Hún náði einu Akureyrarmeti af Birnu Björns- dóttur, í 200 m fjórsundi (2:34,00) og tveimur af Birnu Sigurjóns- dóttur. Það var í 400 m skrið- sundi (4:41,66) og 800 m skrið- sundi (9:35,21). Þessi glæsilegi árangur er afrakstur erfiðra æfinga vestra, en tíminn í 200 m fjórsundi er bæting á gömlu meti frá 1987 og bendir allt til þess að Þorgerður geti gert góða hluti er hún kemur heim f sumar. Þess má geta sumir þessara góðu tíma hefðu nægt henni í úrslit á Innanhússmeist- aramóti íslands fyrir skömmu og jafnvel á verðlaunapall. FRÍ2000: Tvo nom vantaoi I síðustu viku var birtur listi yfir þá Norðlendinga sem komust í úrvalshóp FRÍ, svo- kallaðan FRÍ 2000 hóp. Þar vantaði nöfn tveggja HSÞ- manna. Þetta eru þeir Jón Þór Ólason frá Einarsstöðum í Reykjahverfi sem keppir í þrístökki og Sigur- björn Árni Arngrímsson frá Skútustöðum í Mývatnssveit, en hann keppir í 800 m hlaupi. Iþróttir um páskahelgina FRJÁLSÍÞRÓTTIR: Laugardagur: Páskamót UMSH Hrafnagili kl. 14-16 Almenningshlaup við Dynheima kl. 11 HANDBOLTI: 1. deild karla: l.augardagur: Þór-FH kl. 16.30 Haukar-KA kl. 16.30 SKÍÐI: Fösludagur: Skíðastaðatrimm kl. 14 Laugardagur: Samhliðasvig 12 ára o.y. kl. 11 Brettakeppni - stórsvig kl. 14 Páskadagur: Flugleiðagangan kl. 14

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.