Dagur - 07.04.1993, Side 16
Ferðaskrifstofan Nonni:
Dagsferðir frá Bretlandi
Ferðaskrifstofan Nonni
Akureyri hefur tekið að sér að
skipuleggja dagsferðir frá
Bretlandseyjum til íslands og
er lent í Keflavík.
Helena Dejak, hjá Ferðaskrif-
stofunni Nonna, segir að hún hafi
undirbúið þessar ferðir síðastlið-
ið hálft annað ár og árangurinn sé
að koma í ljós. Þegar hafa þrjár
vélar komið til landsins, víðsveg-
ar að af Bretlandseyjum, samtals
um 600 manns. Komið er til
íslands kl. 9 að morgni og farið
um kl. 19 heim aftur. í apríl eru
væntanlegar fjórar vélar og
nokkrar í maí.
í þessum stuttu ferðum er fólki
boðið upp á skoðunarferð, m.a.
farið í Bláa lónið. „Fólk hefur
verið mjög ánægt með þessar
ferðir,“ sagði Helena.
Helena sagðist vonast til þess
að á næsta ári tækist að fá beint
flug frá Bretlandi til Akureyrar,
að því sé markvisst unnið. óþh
Norðurland vestra:
Atviimulausum fækkar
milli mánaða
Atvinnulausum á Norðurlandi
vestra hefur heldur fækkað
milli mánaða þegar bornar eru
saman tölur þar að lútandi fyr-
ir marsmánuð annars vegar og
febrúarmánuð hins vegar. Hjá
Verkalýðsfélagi A.-Húna-
vatnssýslu voru alls 65 á skrá
sem atvinnulausir í marsmán-
uði, 31 karl og 34 konur, en í
lok mánaðarins var talan kom-
in niður í 51 og samtals voru
Kísiliðjumálið:
„Stóridómur11 ráð-
herranna í dag
I dag tilkynna iðnaðarráðherra
og umhverfisráðherra forsvars-
mönnum Kísiliðjunnar og
sveitarstjórn Skútustaða-
hrepps formlega ákvarðanir
varðandi áframhaldandi kísil-
gúrnám Kísiliðjunnar hf. í
Mývatni.
Ráðherrarnir eiga fundi með
heimamönnum á Hótel Reyni-
hlíð fyrir hádegi og að þeim lokn-
um efna þeir til fundar með
fréttamönnum þar sem ákvörð-
unin verður tilkynnt opinberlega.
Ákvörðunar ráðherranna er
beðið með mikilli eftirvæntingu.
Eins og fram hefur komið vilja
forsvarsmenn Kísiliðjunnar hf.
heimila kísilgúrnám í Syðri-Flóa
í Mývatni, en andstæðingar Kísil-
iðjunnar vilja loka verksmiðjunni
strax, enda hafi hún valdið hruni
á lífríki í vatninu. óþh
þetta 1217 dagar.
í febrúarmánuði voru jafn-
margir á skrá, eða 65, og kyn-
skiptingin keimlík eða 32 karlar
og 33 konur. Þess ber að geta að
tölur Verkalýðsfélags A.-Húna-
vatnssýslu ná yfir alla sýsluna að
undanskildri Skagaströnd og
Skagahreppi.
Á Siglufirði voru 59 á atvinnu-
leysisskrá í lok marsmánaðar, 35
karlar og 24 konur, en í febrú-
armánuði var fjöldi atvinnulausra
54, 36 karlar og 18 konur. Nýlega
var hafin vaktavinna hjá rækju-
verksmiðju Þormóðs ramma hf.
þar sem 11-12 eru á vakt en um
helmingur þess hóps kom úr öðr-
um störfum. Auk þess munu allt
að 10 manns koma inn á skrána
seinna í þessum mánuði en það
eru lausráðnir starfsmenn loðnu-
verksmiðju Síldarverksmiðja
ríkisins. Það eru því líkur á því
að atvinnulausum muni fjölga á
Siglufirði í þessum mánuði nema
til komi eftirspurn eftir starfs-
fólki vegna hefðbundinna sumar-
starfa.
Á Sauðárkróki voru 44 skráðir
atvinnulausir í marsmánuði, 22
karlar og 22 konur, en það er
nokkur fækkun frá því í febrú-
armánuði en þá voru á skrá 27
karlar og 25 konur, eða alls 52. í
marsmánuði voru skráðir at-
vinnuleysisdagar 957 á móti 1250
í febrúar. í mars byrjaði auka-
vakt hjá Fiskiðju Sauðárkróks
sem fækkaði nokkuð atvinnu-
lausum og eins hafa einstaka
verktakar ráðið til sín starfsmenn
í störf sem flokkast undir hefð-
bundin sumarstörf. GG
íþróttafélagið Þór stóð fyrir ungbarnaieikfimi í vetur, þar sem börn frá 3ja til 6 ára aldri stunduðu leikfimi af miklum
móð í íþróttahúsi Glerárskóla. Var mikill áhugi meðal barnanna og tóku foreldrar virkan þátt með börnum sínum.
Mynd: Kobyn
Greiða skal vörug'öld
af afurðum frystitogara
- að mati samgönguráðuneytisins
Samgönguráðuneytið hefur úr-
skurðað að óheimilt sé að inn-
heimta ekki vörugjöld af út-
fluttum afurðum frystitogara.
Reykjavíkurhöfn hefur ekki
innheimt slík vörugjöld, þegar
aflanum er landað í Reykjavík,
heldur aðeins aflagjöld, en
innheimt þau þegar aflanum er
landað annars staðar en skipað
út í Reykjavík.
Ágreiningur var í stjórn Hafna-
samSands sveitarfélaga vegna
þeirrar ákvörðunar Reykjavíkur-
hafnar að innheimta ekki vöru-
gjöld af afurðum frystitogara og
var málinu vísað til samgöngu-
ráðuneytisins. í framhaldi af
úrskurði ráðuneytisins, beinir
stjórn Hafnasambandsins því til
hafnastjórna að ekki verið hvik-
að frá þeirri túlkun, að vörugjöld
Enn reytingsaíli af loðnu vestur af Jökli:
Liðlega 120 þús. tonn enn
óveidd af kvótanum
Þeir loðnubátar sem enn eru á
loðnuveiðum hafa verið að fá
reytingsafla vestur af Jökli og
landa þeir hjá verksmiðjunum
Kaupfélag Pingeyinga:
Nýlenduvörur í gámi
- beinn innflutningur frá Danmörku
Kaupfélag Þingeyinga fékk
gám með matvörum og hrein-
lætisvörum sl. sunnudag. Um
VEÐRIÐ
( dag verður norðaustan kaldi
á miðum fyrir Norðurlandi. Til
landsins verður’ann mun
hægari með rigningu eða
slyddu. Er líður á nóttina
gengur í hæga austanátt og
úrkoma verður lítil.
er að ræða beinan innflutning
frá Danmörku á 100 tegundum
af vörum, þar af 30 með
merkjum sem neytendur á
Húsavík hafa ekki séð þar á
boðstólum fyrr.
Pétur Jónsson viðskiptafulltrúi
hjá KÞ sagði að kaupfélagið
hefði áður flutt beint inn en slík-
ur gámainnflutningur tíðkaðist í
auknum mæli í matvöruverslun á
íslandi. Fyrirtæki sem bolmagn
hefðu til að flytja inn á þennan
hátt gætu boðið vörurnar á mjög
góðu verði. Fyrir þremur vikum
var staðgreiðsluafslætti í Matbæ
KÞ hætt og vöruverð almennt
lækkað sem því nam. Sagði Pétur
að vöruverð í versluninni hefði
lækkað allt að 10% vegna inn-
flutnings og hagkvæmari inn-
kaupa. Þetta væri til hagsbóta
fyrir viðskiptavini.
Pétur sagði að framhald yrði á
þessum innflutningi þar sem vel
hefði tekist til með fyrstu send-
inguna og greinilega væri hægt að
bjóða ýmsar vörur á mjög góðu
verði með þessu móti. IM
á Akranesi, Grindavík, Þor-
lákshöfn, Reykjavík og Vest-
mannaeyjum. Frá 31. mars til
5. aprfl var landað 8.181 tonni
af loðnu og er nú heildaraflinn
kominn í 696 þúsund tonn og
eftirstöðvar því enn um 123
þúsund tonn eða 15% af heild-
arloðnukvótanum.
Langhæsta löndunarhöfnin er
nú Vestmannaeyjar með 89.453
tonn, en síðan koma Seyðisfjörð-
ur með 60.746 tonn, Eskifjörður
með 48.896 tonn og Siglufjörður
með 41.742 tonn. Norðlenskir
loðnubátar eru allir hættir veið-
um og eru flestir komnir á rækju-
veiðar. Afli Bjargar Jónsdóttur
ÞH-321 var 15.662 tonn á vertíð-
inni og verður báturinn á rækju-
veiðum fram að næstu loðnu- eða
síldarvertíð og landar til vinnslu
hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur
hf. Báturinn hefur einnig 1.600
tonna síidarkvóta en nánast allur
síldarafli á síðustu vertíð fór til
vinnslu, aðallega frystingar, hjá
Hraðfrystistöð Þórshafnar hf.
GG
skuli greiða af afurðum frystitog-
ara.
Samkvæmt gjaldskrá eru
flokkar vörugjaldsins fjórir. í 2.
flokki eru sjávarafurðir og vegna
lestunar og losunar á þeim ber að
greiða kr. 221,- pr. tonn. í 4.
flokki er aflagjald, sem er 1,0%
gjald af sjávarafla sem lagður er á
land eða í skip á hafnarsvæðinu
til vinnslu eða brottflutnings. Af
frystum afla frystitogara reiknast
gjaldið af helmingi fob-verðs.
Þá hefur því verið haldið fram
að ákvæðum hafnalaga sem fjalla
um samræmda gjaldskrá hafna
landsins hafi verið vikið til hliðar
með nýsamþykktum Samkeppn-
islögum, þar sem yngri lög gangi
framar eldri lögum ef ákvæði
þeirra eru ekki samrýmanleg. Að
mati Samkeppnisstofnunar er
miðað við að samkeppnislög hafi
ekki áhrif á sérlög sem gilda um
ákveðin samkeppnissvið og að
samkeppnislög breyti engu um
gjaldskrár sem fjallað er um í
ákvæðum sérlaga og staðfestar
eru af viðkomandi ráðherra.
Samkvæmt hafnalögum er gert
ráð fyrir að Hafnaráð skuli, að
fengnum tillögum Hafnasam-
bands sveitarfélaga, gera tillögur
til samgönguráðuneytisins um
gjaldskrá hafna. Gjaldskráin skal
staðfest af samgönguráðherra og
gilda fyrir allar hafnir sem hafna-
lögin ná til. Gjaldskráin skal við
það miðuð að tekjur hafnasjóð-
anna standi almennt undir rekstri
og hæfilegu fjármagni til nýbygg-
inga.
Hins vegar er við það miðað
við nánari útfærslu gjaldskrárinn-
ar, að samgönguráðherra geti
heimilað einstökum hafnastjórn-
um frávik frá gjaldskránni og þá
skal hafnarstjórn senda Hafna-
ráði rökstudda beiðni þar að lút-
andi. Hafnaráð leggur síðan til-
lögur fyrir ráðherra sem ákveður
hvort frávik skuli leyfð.