Dagur


Dagur - 07.04.1993, Qupperneq 3

Dagur - 07.04.1993, Qupperneq 3
Miðvikudagur 7. apríl 1993 - DAGUR - 3 Fréttir Engar umræður við Ólafsfirðinga um sameiningarmál sparisjóða: „Sameining eyflrsku sparisjóðanna er fagnaðarefiif - segir Baldvin Tryggvason, formaður Sambands íslenskra sparisjóða Starfsemi sparisjóðanna á Dalvík, Arskógsströnd og Hrísey verður sameinuð frá og með 1. maí nk. eins og getið hefur verið um. Sameiginleg innlán og verðbréf sjóðanna voru um sl. áramót 792,8 millj- ónir króna og höfðu aukist um 12% milli ára, mest á Arskógs- strönd, eða 21,5%, í Hrísey um 20,6% og á Dalvík um 9,4% en 78% af innlánunum eru þar. Með sameiningunni verður þessi nýi sparisjóður sá stærsti á Norðurlandi sé miðað við innlán, næstir koma Spari- sjóður Ólafsfjarðar, Sparisjóð- ur V.-Húnavatnssýslu og Sparisjóður Siglufjarðar. Þorsteinn Þorvaldsson spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Ólafsfjarð- ar segir engar umræður hafa ver- ið í gangi um það að Ólafsfirðing- ar yrðu með í umræddri samein- ingu en hins vegar sé mjög gott samstarf milli sparisjóðanna á Ólafsfirði og Dalvík. Hann sé hins vegar þeirrar skoðunar að allir sparisjóðir á Norðurlandi frá Hvammstanga austur á Þórshöfn eigi að sameinast. Heildarinnlán þessara sparisjóða voru í árslok 12.893,4 milljónir króna og yrði Norðlenskir hestadagar í Reiðhöllinni: „Kynbótahrossin aldrei verið betri“ - segir Ármann Ólafsson, bóndi í Litla-Garði Norðlenskir hestadagar fara fram í Reiðhöllinni í Víðidal í Reykjavík dagana 16., 17. og 18. apríl. Að sýningunni standa norðlenskir félagar í Hagsmunafélagi hrossabænda. Að sögn Ármanns Ólafssonar, bónda að Litla-Garði í Eyjafjarð- arsveit, starfa fjórar nefndir að undirbúningi hestadaganna auk aðalstjórnar. Þessar nefndir eru Samherji hf.: Margrét EA með dágóðan afla Þrír togarar Samherja hf. eru nú til löndunar. Margrét EA er á Akureyri, en Víðir EA og Oddeyrin EA eru í Reykjavík. Margrét EA var að rækjuveið- um og kom með dágóðan afla til Akureyrar að aflaverðmæti um 30 milljónir króna. Oddeyrin EA er gerð út á frystingu. Uppi- staða aflans er þorskur að afla- verðmæti 19,3 milljónir króna. Aflaverðmæti Víðis er um 36 milljónir króna og uppistaða afl- ans er karfi. kynbótanefnd, gæðinga og sýn- inganefnd, unglinganefnd og fjáröflunarnefnd. Norðlenskir hestadagar í fyrra skiluðu ágóða og því er nú lagt upp til sýningar- halds með sjóð, sem ekki var fyr- ir ári. Kynbótanefnd sem eftirtaldir skipa, Indriði Karlsson, Víkingur Guðmundsson, Páll Bjarki Páls- son, Ármann Ólafsson og Her- mann Ingason, hefur gert víðreist um Norðlendingafjórðung til að velja kynbótahross til sýningar- innar í Reiðhöllinni. „Við útilokuðum strax þau hross sem áður hafa komið til sýningar á Norðlenskum hestadög- um. Fjögurra vetra hross eru einnig útilokuð og fimm vetra hross eru innan strangra marka. Búð er að velja 12 til 14 hryssur og klárhryssur eru í minnihluta. Þess ber þó að geta að margar þeirra alhliða hryssna, sem til sýningar koma, hafa mjög góðan klárgang, þannig að við erum mjög vel settir. Sex til átta stóð- hestar fara til sýningarinnar og við hefðum viljað að hópurinn væri stærri sem valið var úr. Fjórðungsmót verður í Skaga- firði í sumar. Bændur og hesteig- endur hafa í vetur undirbúið sig fyrir átökin og við búm að því. Mér segir svo hugur, að kynbóta- hross á Norðlenskum hestadög- um hafi aldrei verið betri, og við getum enn bætt við,“ segir Ár- mann Ólafsson. ój Umferðaróhapp á Dalvík: „Grín byggt á misskilningi“ segir lögreglan Líðan stúlkunnar sem varð fyr- ir bifreið á mótum Hafnar- brautar og Sognstúns á Dalvík á flmmtudag í síðustu viku er eftir atvikum góð. Haft var eftir lögreglu að ástæða óhappsins hafi ekki verið óað- gæsla ökumanns heldur það að stúlkan gekk eftir götunni sem er að vísu rétt en glannaskapur ökumanns átti þar stærstan hlut að máli. Hið rétta er að þegar bifreiðin, sem ekið var norður Hafnar- braut, var komin á móts við stúlkuna var henni skyndilega sveigt í áttina að henni og taldi stúlkan að ökumaður hyggðist aka upp Sognstúnið og stökk frá bifreiðinni og út á götuna. Bif- reiðin hélt þá hins vegar áfram för norður Hafnarbraut og lenti á stúlkunni. Ungir ökumenn gera sér það oft að leik að gantast með þessum hætti við vegfarendur sem þeir vita einhver deili á, sér- staklega ef þeir eru af gagnstæðu kyni en gamanið kann þá að snú- ast upp í andhverfu sína. GG Föstudaginn 2. apríl sl. fór fram fyrsta útförin í hinu nýja kirkjuskipi Glerárkirkju en |>á var jarösungin Guðrún Jóhannesdóttir. Myndin er frá athöfninni. Mynd: Robyn það því ein stærsta bankastofnun landsins. „Sparisjóðirnir yrðu hins vegar að halda sínum séreinkennum og sinna sinni heimabyggð en sam- einaðir yrðu þeir mun betur í stakk búnir til að takast á við stærri verkefni tengdu atvinnulíf- inu,“ sagði Þorsteinn Þorvalds- son. Til viðmiðunar við aðrar bankastofnanir á Norðurlandi má geta þess að innlán Landsbank- ans á Akureyri voru um sl. ára- mót 3.988 milljónir, hjá íslands- banka á Akureyri 2.209 milljón- ir, hjá Búnaðarbankanum á Sauðárkróki 2.291 millj. og hjá Búnaðarbankanum á Blönduósi 1.548 milljónir króna. Samband íslenskra sparisjóða hefur verið með í ráðum um sam- einingu sjóðanna varðandi lög- fræðileg efni, bókhald og ráðgjöf af ýmsu tagi og eins til þess að leggja hlutlaust mat á ýmsa þætti málsins. Baldvin Tryggvason, spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavík- ur og formaður stjórnar Sam- bands íslenskra sparisjóða, segir að þessi sameining sé liður í þró- un sem æskilegt er að fleiri spari- sjóðir taki til gaumgæfilegrar athugunar og átti sig á því að er á allan máta eðlileg í nútíma þjóð- félagi. Þörfin fyrir sameiningu er fyrst og fremst sú að sjóðirnir eru of smáir og geta ekki veitt það fé til atvinnulífsins sem nauðsynlegt er vegna þess að lánveitingar mega ekki fara fram úr ákveðnu hlutfalli af eigin fé en með sam- einingu eykst það ráðstöfunarfé umfram það sem sjóðirnir höfðu til ráðstöfunar einir og sér. Að undanförnu hafa einnig farið fram viðræður milli sparisjóð- anna á Flateyri, Suðureyri, Bol- ungarvík og Súðavík um samein- ingu. „Það væri mjög ánægjulegt að sem flestir sparisjóðir sæju sér það fært að sameinast en það verður fyrst og fremst að vera að eigin frumkvæði, enda er þeim stjórnað af heimamönnum og við viljum ekki með neinum hætti hafa áhrif á frekari gang samein- ingarmála, það gengur hreinlega ekki upp. Fyrir þremur árum sameinuðust þrír sparisjóðir í Suður-Þingeyjarsýslu og hefur starfsemi þessa nýja sparisjóðs gengið framúrskarandi vel. Þessi sameining þriggja sparisjóða við Eyjafjörð er fagnaðarefni," sagði Baldvin Tryggvason. ö KEA Byggðavegi 98 jp s ^ ^$ Léttreyktur lambahryggur. 699 kr. kg Bayonneskinka/bógur...... 998 kr. kg Léttreyktur svínabógur...1.199 kr. kg Bayonneskinka/læri......1.199 kr. kg Londonlamb/læri.........1.099 kr. kg Londonlamb/framp.......... 799 kr. kg Coca cola 2 lítrar................149 kr. Fanta 2 lítrar.............. 99 kr. Pepsi cola..................125 kr. Vínber blá.............269 kr. kg Vínbergræn.............299 kr. kg Camenbert ostur.............229 kr. stk. Tilboð á páskaeggjum Toblerone 100 g...............142 kr. stk. Ajax Ultra....................461 kr. pk. Ajax Color....................461 kr. pk. KJ 2x V2 dós bl. grænmeti.165 kr. Afgreiðslutími um páskana: Fimmtudagur 8. apríl kl. 10-20 Föstudagur 9. apríl LOKAÐ Laugardagur 10. apríl kl. 10-20 Sunnudagur 11. apríl LOKAÐ Mánudagur 12. apríl. kl. 10-20

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.