Dagur - 07.04.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 07.04.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 7. apríl 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFTKR. 1200ÁMÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DRÉÍFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 íslensk atviimustefiia Orsökum þess vanda er nú herjar á þjóðarbúskap íslend- inga má skipta í þrjá megin þætti. í fyrsta lagi er þeirra að leita í mikilli fjárfestingu í atvinnulífi þjóðarinnar á undanförnum árum auk sífellt vaxandi neyslu er birst hefur með margvíslegu móti í hinu daglega lífi. í öðru lagi hefur orðið umtalsverður samdráttur í verðmætasköpun, sem orsakast af minnkandi sjávarafla og verðsveiflum á mörkuðum. í þriðja lagi býr þjóðin við stjómarfar þar sem ráðamenn telja það utan síns verksviðs að skapa atvinnu- lífinu nauðsynleg rekstrarskilyrði og stuðla að lausn á vanda margra atvinnufyrirtækja. Slík iðja falli hreinlega ekki að þeim pólitísku ismum er hún gmndvallar stjóm- málastefnu sína á. Afleiðingar þessa hafa komið með margvíslegum hætti við h'f landsmanna að undanförnu. Atvinnufyrirtæki hafa tugum saman komist í þrot. Afskriftir útlána valda bankakerfinu ákveðnum erfiðleikum og atvinna hefur dregist saman. Tekjumöguleikar er sköpuðust af stöðug- um skorti á vinnuafli hafa stórlega minnkað og fólk á mun erfiðara með að láta yfirvinnutekjur leysa neysluþarfir og margvíslegar fjárskuldbindingar. Viðvarandi atvinnu- leysi hefur einnig haldið innreið sína - meira en áður hef- ur þekkst. Félagslegur vandi eykst dag frá degi og margir sjá ekki annað framundan en svartnætti þess að hafa ekkert að starfa og lítið fyrir sig að leggja. Því fólki er hyggur á langskólanám fækkar og vandséð er hvað marg- ir þeirra er ekki treysta sér til framhaldsnáms að óbreytt- um aðstæðum koma til með að leggja fyrir sig í framtíð- inni. Ekki er unnt að segja að sú mynd er við blasir sé fögur eða útlitið bjart. Engu að síður þarf að bregðast við því með ákveðnum hætti og reyna að leysa vanda atvinnu- lífsins og landsmanna lið fyrir lið. í fyrstu verður að hyggja að sjávarútveginum - undirstöðuatvinnuvegi landsmanna og losa hann úr klemmu offjárfestingar undangenginna ára. Fækka þarf fiskiskipum og einnig verður að samnýta þá framleiðslumöguleika er fyrir eru í tengdum byggðarlögum. Við þá skipulagningu sem fram- undan er í sjávarútvegi skiptir samgöngukerfið höfuð- máli. Greiðar samgöngur geta einar sætt íbúana á strönd landsins við þær breytingar sem óumflýjanlegar eru og tryggt byggð á sem flestum stöðum. íslensk atvinnustefna verður að byggjast á því að með lækkun tilkostnaðar og aukinni framleiðni í öflun og vinnslu sjávarafurða megi vinna á móti sveiflum á mörkuðum og tryggja meiri stöðugleika í efnahagslífi þjóðarinnar en verið hefur. Aðrar stjórnvaldsaðgerðir verða einnig að koma til og þar brennur lækkun vaxta fyrst á öllu atvinnulífi. Gerð kjarasamninga þar sem reynt verður tryggja afkomumöguleika miðað við aðstæður er einnig nauðsyn. Takist að tryggja endurreisn sjávarút- vegsins og auka verðmætasköpun hans munu opnast leiðir til að hefja nauðsynlega nýsköpun í atvinnulífi og vinna þjóðina aftur til þeirra lífskjara er hún hafði náð að mynda. En landsmenn verða einnig að læra af reynslu liðins tíma og miða fjárfestingar framtíðarinnar við arðsemis- möguleika en ekki verðbólguhugarfarið gamla, að tíminn og tilviljanirnar láti skuldirnar hverfa. íslensk atvinnu- stefna verður einnig að byggjast á raunveruleika en ekki pólitískum ismum sem aldrei geta hentað í hinu fámenna íslenska samfélagi. ÞI Frímerki Heimskautarefur Fjallarefur eða Heimskautarefur. Finnsku frímerkin. Þau eru mörg nöfnin sem refur- inn, eða tófan hefir fengið í ís- lensku máli. „Lágfóta lék sér við sauðinn", þekkjum við úr gamalli barnagælu. Þá er hann einnig nefndur fjallarefur og fleira og síður virðulegt, eins og dýrbítur. Hann er af hundaætt og er stund- um heiðraður með því að gefa út mynd hans á frímerki. Þetta var gert á íslandi árið 1980 og nú eru Finnar að heiðra Heimskautaref- inn, með því að gefa út fjögur mismunandi frímerki með mynd hans. Hið latneska heiti heim- skautarefsins er Alopex Lago- pus. Þessi fjögur frímerki sýna mismunandi stellingar refa og á mismunandi árstíma. Refurinn, það er að segja heimskautarefur- inn, getur skipt um lit. Er hann þá alveg hvítur á vetrum, en brúnleitur á sumrin. Þó sagði Páll Hersteinsson, veiðistjóri, í útvarpi um daginn, að ekki skiptu allir refir um lit. Sumir væru hvítir allan ársins hring. Hins vegar gætu báðar tegundir afkvæmi hvor með annarri. Von- andi án þess að undan þeim komi skoffín eða skuggabaldrar. Ann- ars var víst skuggabaldur afkom- andi kattar og tófu og var þá fressið faðir, hins vegar var refur- inn faðir ef undan kom skoffín. Hvort tveggja voru talin þjóð- söguleg dýr, nánast illir andar. Af þessu má sjá hvern hug menn báru til rebba hér áður fyrr. Mel- rakki var líka kallaður og kven- dýrið var nefnt grenlægja, en greni gerði hann sér í urð eða melum. íslensk orðabók nefnir hann rándýr af hundaætt og kall- ar hann á latínu canis=hundaætt. lagopus. Þá hafa brögðóttum mönnum verið valin ýms refa- nöfn í gegnum tíðina. Það er enn ein útgáfan með merki WWF sem hér er um að ræða, undir vernd og stjórn Filip- usar hertoga, eða prins. í tilkynn- ingu finnsku póststjórnarinnar segir að hér sé um að ræða frí- merki gefin út í fjórblokkum og með 16 frímerkjum í hverri örk. Eru þetta arkir með randprenti og einnig með svokölluðum gutt- erpörum á milli hverra tveggja arka. Eru þetta miðar með áprentunum eða jafnvel hvítir. Þessi millipör, því að ávallt eru tveir miðar hlið við hlið í miðj- unni, geta verið með útgáfunúm- eri, útgáfudegi frímerkjanna, merkjum póstsins, striki og/eða hvers konar annarri prentun. Oftast eru frímerkin sitt hvoru megin við millipörin andstæð, það heitir á tæknimáli „téte- beche“. Þá er einnig tekið fram, að verðgildi frímerkjanna sé 2,30 mörk, eða lægsta burðargjald fyr- ir bréf og kort innanlands og inn- an Norðurlanda og í Baltnesku löndunum eða burðargjalda- flokkur 1. Það er gaman að sjá að Finnar hafa enn sama burðargjald innan allra Norðurlandanna og þeir nota innanlands. Við höfum sagt skilið við hin Norðurlöndin að því er burðargjald varðar, en Finnar bæta Baltísku Iöndunum við í hópinn. Þetta stafar ef til vill af því að við ætlum ekki að sækja um aðild að FB. Það er Pirko Valtonen, sem hefir hannað þessi frímerki með refunum og hefir þá eins og áður er greint bæði í sumar- og vetrar- búningi. Eru tvö merki af hvorri gerð, hvíta refnum og einnig brúna refnum. Eðlilega er gren- lægjan með yrðlingana í sumar- búningi. Frímerki þessi komu út þann 19. mars og þá eru einnig gefin út fjögur Maximkort með myndefni frímerkjanna. Svona rétt til gamans set ég hérna með tvær myndir af refnum, eins og gerð var tillaga um að hann liti út á íslensku frímerkjunum árið 1980. Þessar myndir voru hins vegar ekki sam- þykktar. Sigurður H. Þorsteinsson. Samþykkt stjórnar SSNV: Sveitarfélög taki við rekstri Fast- eignamats ríkisins Á stjórnarfundi Samtaka sveit- arfélaga á Norðurlandi vestra sem haldinn var á Siglufirði sl. mánudag, voru málefni Fast- eignamats ríksins tekin til umræðu. Á fundinum lagði Magnús B. Jónsson fram eftirfarandi tillögu, sem samþykkt var samhljóða: „Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra skorar á stjórn Sambands íslenska sveitar- félaga að taka upp viðræður við ríkisvaldið um að sveitarfélög taki við rekstri Fasteignamats ríksins." -KK Heimskautarefurinn, tillaga að íslenskum frímerkjum frá árinu 1980. Önnur tillaga að sama frímerki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.