Dagur - 07.04.1993, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 7. apríl 1993
Spurning VIKUNNAR
Hver eru í þínum huga
fyrstu ummerki vorsins?
(Spurt á Sauðárkróki)
Hulda Björnsdóttir.
Þegar ég heyri í lóunni.
Elísabet Elíasdóttir.
Þegar snjórinn fer, auðvitað.
Elsa Jónsdóttir.
Það er loftið. Þú finnur það á
andrúmsloftinu, þú kemur út á
morgnana og loftið er öðruvísi.
Eyrún Ósk Þorvarðardóttir.
Þegar lóan er komin.
Uppgræðslufundur Húsgulls á Húsavík:
Tilraunir með slóg til
áburðar geta haft ómælda
þýðingu á landsvísu
- segir Einar Njálsson bæjarstjóri
Húsgull, húsvísk samtök um
gróðurvernd, umhverfi, land-
græðslu og landvernd hélt
nýlega fund á Húsavík, en
samtökin hafa haldið þrjár
stórar ráðstefnur um upp-
græðslu, skógrækt og endur-
heimt landkosta, hina fyrstu
1989 þegar samtökin voru
stofnuð. Margt athyglisvert
kom fram á fundinum en þar
töluðu: Einar Njálsson, bæjar-
stjóri á Húsavík, Jón Loftsson,
skógræktarsjóri, Andrés Arn-
alds landgræðslufulltrúi,
Gunnar Einarsson bóndi á
Daðastöðum, Þröstur Eysteins-
son forstöðumaður héraðsmið-
stöðvar Skógræktar og Land-
græðslu og Atli Vigfússon
bóndi á Laxamýri.
Andrés Arnalds sagði að fimm
milljarðar tonna af jarðvegi
glötuðust á ári og jarðvegseyð-
ingin væri mesta vá jarðarbúa,
32% minna af jarðvegi yrði fyrir
hvern jarðarbúa um aldamótin
en var árið 1980.
Einar Njálsson bæjarstjóri
fjallaði um hugmyndir að endur-
heimt landgæða í Húsavíkur-
landi, starf á vegum landgræðslu-
skóga á Húsavík og almennt um
hlutverk sveitarfélaga í endur-
heimt landgæða í fróðlegu erindi.
Einar velti upp þeirri spurningu
hvers virði gróðurfar væri ef fólk
yrði að flytja burt úr landinu svo
það fengi þrifist. Hann sagði:
„Áhugasvið manna til landnotk-
unar er eins mismunandi á Húsa-
vík og í öllum öðrum sveitarfé-
lögum. Menn vilja stunda íþóttir
- skíði, golf, gönguferðir, útivist
- ferðamennsku á bílum og vél-
sleðum - búfjárhald, sauðfé,
hestar - og síðast en ekki síst
vilja menn stunda skógrækt og
landgræðslu hverskonar, svo
einhver dæmi séu nefnd um notk-
un í frístundum. Þessu til viðbót-
ar er íbúðarbyggð, notkun í
atvinnuskyni, samgöngumann-
virki og fleira og fleira - nú ekki
skal því gleymt að mörg sveitar-
félög nota land til urðunar á úr-
gangi.
Sveitarfélögin eru það stjórn-
vald hér á landi sem næst er íbú-
unum, sem íbúarnir geta með
beinustum hætti haft áhrif á. Þau
hafa því þýðingarmiklu hlutverki
að gegna í sínum skipulagsmál-
um að finna samnefnara sem ger-
ir sem flestum kleift að sinna sín-
um áhugamálum án þess að hvað
rekist á annars horn. Þetta er
ekki einfalt mál en grundvallar-
atriði eigi að síður. Og verður að
vinnast innan þess ramma sem
heildar landnýtingaráætlun fyrir
landið allt setur. En aðkallandi er
að gerð slíkrar áætlunar hefjist."
Hálf milljón trjáplantna
gróðursett
Bæjarstjóri sagði frá stofnun
Húsgulls og að eftir það hefjist
með skipulögðum hætti þátttaka
Húsavíkurkaupstaðar í gróður-
verndar- og landgræðslustarfi.
Skógræktarfélag Húsavíkur hafði
verið styrkt til starfsemi og aðrir
áhugamenn látið til sín taka.
Einna hæst bar átak Lionsmanna
við uppgræðslu Húsavíkurfjalls.
Bæjarstjóri sagði samstarf Hús-
gulls og Húsavíkurbæjar jafnan
hafa verið mjög gott og 1990 hafi
verið reist fyrra af tveimur gróð-
urhúsum sem rekin eru í sam-
starfi. Annað húsanna eyðilagð-
ist að vísu í óveðri í vetur en
verður endurbyggt. Héðinn
Helgason starfsmaður bæjarins
vinnur við gróðurhúsin en í þeim
báðum væri hægt að rækta 12-15
þúsund trjáplöntur árlega.
Einar segir í ræðu sinni: „Með
sérstökum samningi við Skóg-
ræktarfélag íslands, hafa verið
gróðursettar í land Húsavíkur
u.þ.b. 500 trjáplöntur, aðallega
frá átaki um Landgræðsluskóga
en þar eru Húsvíkingar stærstu
þiggjendur með um Va af fram-
leiðslunni. Við gróðursetninguna
hafa sumpart áhugamenn verið
að verki, starfsmenn fyrirtækja
eða félagasamtaka sem hafa
skipulagt verkið, sumpart ungl-
ingar í Vinnuskóla Húsavíkur
undir verkstjórn frá áhaldahúsi
bæjarins. Á síðasta sumri var
eins og kunnugt er brotið blað í
atvinnumálum þegar Húsavíkur-
bæ tókst í góðu samstarfi við
Verkalýðsfélag Húsavíkur að ná
samkomulagi við Atvinnuleysis-
tryggingasjóð um atvinnuskap-
andi verkefni sem að stærstum
hluta var landgræðsla. í þessu
verkefni störfuðu 12-19 manns í
tvo mánuði. Eins og menn vita
hefur þetta skapað mjög gott
fordæmi víða um land. Hér á
Húsavík verður framhald á kom-
andi sumri.“
Bæjarstjóri sagði að samstarf
við Landgræðsluna um að friða
og græða upp land í eigu kaup-
staðarins hafi gengið með mikl-
um ágætum. Landið var girt fjár-
heldri rafmagnsgirðingu sumarið
’89 og greiddi bærinn efniskostn-
að en Landgræðslan kostaði upp-
setningu. Bærinn sér um viðhald,
að búfé komist ekki inn á land-
græðslusvæðið og heldur öllum
nytjum af landinu.
Slóg reynt við landgræðslu
Úrvinnsla lífræns áburðar úr
fiskslógi er samstarfsverkefni
sem bæjarstjórinn sagðist binda
miklar vonir við: „Slógverkefnið
er samstarfsverkefni Rannsókna-
stofnunar fiskiðnaðarins, Land-
græðslu ríkisins, Húsavíkur-
kaupstaðar, Rannsóknastofn-
unar landbúnaðarins og Aflanýt-
ingarnefndar. Markmið verkefn-
isins er að mæla og reikna út
áburðaráhrif slógs í landgræðslu.
Mæla að hve miklu leyti áburðar-
áhrifa gætir lengur en ef notuð
eru áburðarsölt. Nýta fiskúrgang
sem nú er hent, eða urðaður með
ærnum tilkostnaði. Meta kostnað
við framleiðslu slógáburðar,
flutnings- og dreifingarkostnað.
Verkefnið getur haft ómælda
þýðingu á landsvísu ef vel tekst
til.“
Uppgræðsla sjávarbakkanna
við suðurbæinn á Húsavík sagði
bæjarstjóri lýsandi dæmi um upp-
græðslu sem vel hefði tekist til
við. Bakkarnir norðan Þorvalds-
staðaár eru að gróa upp en sunn-
an árinnar þoka bakkarnir sífellt
undan ágangi vatns og vinda.
„Nú er komið að því að stíga
stærra skref,“ sagði bæjarstjóri í
ræðu sinni. „Komið hefur fram
sú hugmynd að gera áætlun um
endurheimt jarðvegs á öllu landi
Húsavíkur með uppgræðslu. Fyr-
ir frumkvæði bæjarráðs er nú
unnið að víðtæku samkomulagi
Fjáreigendafélags Húsavikur,
Hestamannafélags Húsavíkur,
Umhverfismálaráðs Húsavíkur,
Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavik í ræðustól á fundi Húsgulls, samtaka um gróðurvernd, umhverfi, landgræðslu
Og landvernd. Myndir: IM