Dagur - 17.04.1993, Síða 4

Dagur - 17.04.1993, Síða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 17. apríl 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍDUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. UÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Fjölskyldan - homreka en ekki homsteinn í stefnuskrám allra stjórnmála- flokka landsins er að finna sér- stakan kafla um fjölskyldumál. Þar er því lýst afar fjálglega að fjölskyldan sé hornsteinn sam- félagsins og að henni beri að veita aðhlynningu í samræmi við það. En hér sem oftar sann- ast hið fornkveðna, að auðveld- ara er um að tala en í að komast. Líklega treysta fáir sér til að færa rök fyrir því að íslenskir stjórnmálamenn hafi fylgt yfir- lýstri stefnu flokka sinna í málefnum fjölskyldunnar. Þeir hafa starfað í þeim anda að halda mætti að í stefnuskrán- um stæði: „Fjölskyldan er hornreka í samfélaginu og því látum við okkur málefni hennar litlu varða.“ Staðreyndin er sú að fjölskyldur þessa lands eiga langflestar í miklum og vaxandi erfiðleikum. í fyrsta lagi hafa lífskjör þeirra verið skert aftur og aftur með markvissum stjórnvaldsaðgerðum. Má þar m.a. nefna að skattar hafa verið hækkaðir margsinnis, auk þess sem nýir skattar og margs kon- ar þjónustugjöld hafa komið til sögunnar síðustu árin. Þá hafa óskynsamlegar og á stundum glórulausar fjárfestingar lands- feðranna átt sinn þátt í að skerða lífskjörin, að ekki sé tal- að um ómarkvissa stjórn á öðr- um sviðum efnahagsmála. í öðru lagi hefur atvinnuleysi aukist jafnt og þétt og nú er svo komið að 5-7% atvinnuleysi er viðvarandi hér á landi. Marg- ar fjölskyldur hafa af þessum sökum neyðst til að leita á náð- ir hins opinbera. í þriðja lagi eru skuldir heimilanna sífellt að aukast og eru löngu komnar yfir æskileg og skynsamleg mörk. Þær hafa aukist um hvorki meira né minna en 166 þúsund milljónir króna síðustu tíu árin, eða um tæpa 17 millj- arða króna á ári! Stjórnvöld hafa stuðlað að þessari hrika- legu skuldaaukningu með því meðal annars að lögleiða okur- vexti. Síðast en ekki síst hafa þau grafið undan fjölskyldulífi með því að búa þannig um hnútana að hagkvæmara er fyr- ir einstaklinga að búa saman í óvígðri sambúð en að stofna til hjónabands. Stjórnvöld hvetja einnig til þess að báðir foreldr- ar vinni utan heimilis, fremur en að fyrirvinnan sé ein og hinn aðilinn geti þá gætt bús og barna. Þetta gera þau með því að skerða persónuafslátt sambýlinga eða hjóna ef aðeins annar aðilinn vinnur utan heimilisins. Þessi óskiljanlega stjórnvaldsaðgerð stuðlar beinlínis að aukinni sundrungu á fjölmörgum heimilum. Þannig mætti lengi telja en hér verður látið staðar numið að sinni. Það harðnar stöðugt í ári hjá fjölskyldum þess lands, án þess að stjórnmálamennirnir sjái ástæðu til að sporna við fótum. Þess í stað halda þeir uppteknum hætti og herða tök- in enn frekar. Vert er að minna á að komandi ár, árið 1994, verður sérstaklega tileinkað fjölskyldum um heim allan. Þá munu íslenskir stjórnmála- menn væntanlega dusta rykið af stefnuskrám flokkanna og fara fjálglegum orðum um „hornsteina samfélagsins “. Hornrekunum mun sennilega finnast gæta hræsni í þeim ræðum. BB. Frá andaglasi til ofstækis Mig rámar í það að hafa farið í andaglas þegar ég var smápatti og ég man ekki betur en að glas- ið hafi stigið trylltan dans á borðinu og jafnvel þeyst fram af því. Þetta var undarlegur galdur og við strákarnir urðum skít- hræddir. Ég held að ég hafi látið mér þetta eina skipti að kenn- ingu verða en foreldrarnir urðu albrjálaðir þegar þeir fréttu af kukli barnanna. Draugasögur voru vinsælar í skammdeginu. Það var margt óhreint á kreiki á þessum árum. Ég þóttist þokkalega sterkur á svellinu í þessum málum og var meira í því að hræða aðra með draugum en að hræðast þá sjálfur. Sennilega ótuktarlegt af mér á köflum, að minnsta kosti sá ég eftir því þegar ég hræddi líftóruna úr strák á Hólavatni. Ekki mjög kristilegt athæfi það. í skíðahótelinu var magnað að hlýða á draugasögur, enda viðurkennt draugabæli. Einu sinni fór bekkurinn úr Barna- skóla Akureyrar upp í skíða- hótel og það minnisstæðasta úr þeirri ferð var draugasaga sem Kári Árnason sagði okkur krökkunum. Reyndar man ég ekkert eftir sögunni sjálfri. Hitt man ég að það var dimmt, vind- urinn vældi úti og það brakaði í veggjum hótelsins. Kári gerði sig djúpraddaðan, nánast hvísl- aði. Þegar hann kom að há- punkti sögunnar rak hann upp hræðilegt óp svo krakkarnir spruttu upp hljóðandi af skelf- ingu. Ég man að mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds og ég leit þennan geðþekka leik- fimikennara öðrum augum lengi á eftir. Meira fjör og ferskari straumar Allt frá því um siðaskipti hafa íslendingar verið fremur friðsamir í trúmálum og flestir tilbeðið sama guðinn, án þess að rífast heiftarlega eða berast á banaspjótum svo sem tíðkast í mörgum ríkjum. Það má lengi drepa í nafni trúarinnar og eins og dæmin sanna geta mismun- andi trúarbrögð og skoðanir leitt af sér styrjaldir. Ef mig misminnir ekki höfum við sára- fáa deytt í nafni trúarinnar síð- ustu aldirnar en reyndar voru menn á tímabili að fikta við að komast í samband við Kölska og urðu einhverjir skammlífir í galdraofsóknunum. Það eru alltaf einhverjir sem vilja ekki feta hinn þrönga veg þjóðkirkjunnar og stíga ýmis hliðarspor. Trúfélögum hefur fjölgað hér á landi og sumum þeirra vaxið fiskur um hrygg. Fólk er á kafi í dulspeki og kukli og í sambandi við ýmis öfl og anda. Tískubólur skjóta upp kollinum, en þrátt fyrir þessar hræringar virðist meginþorri fólks viðhalda trúnni á guð bernskunnar, þennan góðlega með hvíta skeggið, og fordæmir þá sem ekki fylgja línunni. En sumum finnst þjóðkirkjan gam- aldags og daufleg stofnun og vilja meira „fjör“ og ferskari strauma. Ófullnægð trúarþörf eða nýjungagirni? Sértrúarsöfnuðirnir, sem svo eru nefndir, hafa ekki haft mikil áhrif á íslenskt þjóðlíf. Yfirleitt eru þetta fámennir söfnuðir með erlendar rætur sem túlka guðs orð á annan hátt en hinir lútersku þegnar þjóðkirkjunn- ar. Aðrir söfnuðir verða til kringum innblásna prédikara sem vilja hrista upp í bænahaldi og lofgjörð. Enn aðrir virðast komast á fót fyrir tilstilli vímu- efnaneytenda sem hafa frelsast. Þannig lítur þetta að minnsta kosti út í mínum augum. Varla gera þessir söfnuðir nokkuð illt og ekki hefur orðið svo mjög vart við ofstæki, þótt nýleg eld- messa Snorra Þórissonar hjá Betel söfnuðinum í Vestmanna- eyjum hafi reyndar verið í safa- ríkari kantinum og kallað á hörð viðbrögð. Sjálfsagt hafa íslendingar ekki mikla trúarþörf, þótt þeir sæki kirkju á tyllidögum og þeg- ar þeir neyðast til þess. Þeir hafa löngum trúað á mátt sinn og megin og helst leitað til guðs þegar í óefni er komið. En ein- hver þörf, hvort sem það er ófullnægð trúarþörf eða hrein nýjungagirni, rekur landann til að taka alls kyns dulrænu opn- um örmum, eins og töluvert hefur verið fjallað um í fjöl- miðlum síðustu mánuði og ár. Ég held að þetta eigi ekkert skylt við trú, frekar spennuþörf og ótta við hið óþekkta, líkt og þegar ég fór í andaglas forðum. Á sýrutríppi og í dulspeki Sextíu og átta kynslóðin fór á sýrutripp og leitaði að guði í veröld ofskynjunarlyfja. Er fólk ekki nánast að gera það sama í dag í dulrænunni, bara án sýr- unnar? Á menntaskólaárunum mínum fiktuðu menn dálítið við hass og klíka myndaðist í kring- um mann sem hélt fræðum spekingsins Martinusar á lofti. Var þetta trúarþörf? Alls kyns loddarar vaða uppi í þjóðfélaginu í dag og boða nýjar aðferðir til að öðlast hug- arró, sálarstyrk og innri frið. Fólk flykkist á námskeið í hin- um og þessum fræðum sem ég kann ekki að nefna. Vonandi er hér aðeins um að ræða áður- nefnda spennuþörf, þörf fyrir tilbreytingu frá hversdags- leikanum og áhuga á hinu óþekkta. Ég get ekki hugsað mér að ísland eigi eftir að skiptast í heita trúarhópa sem deila og drottna og gegnsýra þjóðfélag- ið. Það er kappnóg að hafa stjórnmálaflokkana í þessu hlutverki, en stjórnmál á flokkslínu eru á vissan hátt trú- arbrögð. Flokksbundinn maður veit að hann skal aðeins einn guð hafa. En líkt og í heimi trúarsafnaða og nýaldarhópa eru fylgismenn flokkanna ósköp spakir og menn eru ekki drepnir fyrir stjórnmálaskoðanir frekar en trúarskoðanir. Við íslend- ingar megum heppnir heita að hafa ekki lent í slíkum vítahring því hann getur sett mark á þjóð- lífið í áratugi og kostað mörg mannslíf, eins og Norður-írar þekkja vel. Meðan ofstækinu er haldið í skefjum þurfum við varla að hafa áhyggjur.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.