Dagur - 20.05.1993, Síða 14

Dagur - 20.05.1993, Síða 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 20. maí 1993 Minning A Odda Margrét Júlíusdóttir Fædd 18. febrúar 1951 - Dáin 11. maí 1993 Við fengum þá sorgarfregn mið- vikudaginn 12. maí, aö fyrrver- andi kennari okkar, Odda Margrét Júlíusdóttir, hefði dáið aðfaranótt 11. maí. Við vorum mjög lánsamar að fá að kynnast henni þegar hún byrjaði að kenna okkur veturinn 1987 í Lundarskóla, og kenndi hún okkur í tvö ár. Odda var ekki bara kennari heldur var hún einnig góður vinur. Þegar eitthvað bját- aði á gátum við komið til hennar og rætt málin. Við viljum bara meó örfáum orðum kveðja þig, Odda okkar, og við vitum að þegar vió munum hugsa til þín munu hjörtu okkar fyllast hlýju og kærleika. Við vottum aðstandendum samúð okkar og Guð blessi þig, elsku Odda. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé loffyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tegatárin stríð. Far þú ífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk jyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði„ Guð þér núfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Hólmfríður, Kolbrún, Sigríður Ósk og Nanna María. Hið Himneska, vœngjaða vor, það vitjar nú barna sinna. Á allt, sem erfagurt, það andar, - á allt, sem er gott, vill það minna. Það kemur með sólskin í svip og suðrœna dýrð á brá, - með eldinn í elskandi hjarta og œskunnar dýpstu þrá. (Jóhannes úr Kötlum) Þetta fagra vorljóó vorum við að lesa, þegar okkur barst sú harma- fregn að hún Odda Margrét okkar væri dáin. Okkur fannst eins og þetta ljóð væri kveðja frá henni. Hún sem unni fögrum ljóðum, vori og sól. Odda Margrét byrjaði að kenna okkur þegr við vorum 6 ára, sum okkar höfðu þegar kynnst henni í leikskóla og hún kenndi okkur næstu fjögur ár. Við minnumst sérstaklega allra skemmtilegu ferðanna niður að Andapolli í 6 ára bekk. Hún var mikill barna- vinur og okkur leið vel hjá henni. I vetur kom hún í heimsókn í bekkinn okkar ásamt nokkrum bömum úr leikskólanum Holta- koti. Þaó var yndisleg stund sem við áttum þá saman í 6. bekk í 29. stofu, við kertaljós og kökur. Odda Margrét var góð mann- eskja og við erum þakklát fyrir aó hafa fengið að kynnast henni. Við söknum hennar mikið og munum geyma minningamar um hana eins og skínandi perlur. Nemendur 6. bekk 29. stofu, Lundarskóla veturinn 1992-’93. Fráfall þess sem er manni kær kemur alltaf jafn mikið á óvart þó séð væri að hverju stefndi. Minn- ingarnar streyma fram og verða að dýrmætum sjóói. Falleg tólf ára stúlka ræðst sem bamfóstra hjá íþróttakennara sín- um. Það var engin tilviljun að ég sóttist eftir að Odda Margrét gætti tveggja ára sonar míns og ekki brást hún traustinu, hvorki þá né endranær. Rúmur áratugur líður, þá verður hún bekkjarkennari ann- ars sonar míns og endumýjast þá gömul vinátta. Síöan liggja leiðir okkar saman viö kennslu í Lund- arskóla um sjö ára skeiö og er ég nú umsjónarkennari fyrrverandi nemenda hennar. A síðasta ári var Odda Margrét fóstra á leikskólan- um Holtakoti og gætti þá tveggja ára sonardóttur minnar, af sömu trúmennsku og fyrr. Fyrir allt þetta og miklu meira vil ég þakka að leióarlokum. Odda Margrét kunni þá list að tala jafnt vió böm og fullorðna og laða fram það besta í hverri sál. Það gerði hún með þeirri hógværð og hlýju sem ekki gleymist. Astvinum hennar öllum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Minning um trausta heilsteypta konu lifir. Margrét Rögnvaldsdóttir og fjölskylda. Fyrir hönd 6. bekkjar í 32. stofu í Lundarskóla veturinn 1985-1986 langar mig til að minnast einstakr- ar konu, sem eftir langvarandi veikindi hefur nú kvatt okkur í þessum heimi. Þær eru margar, minningamar, sem koma upp í hugann þegar minnst er á Lundarskóla. Mest var þó lært í 6. bekk. Þann vetur kynntist ég frábærri konu sem kenndi mér, henni Oddu Margréti. Það var ekki eingöngu að henni tækist vel upp að kenna okkur á bókina. Henni lét vel að vinna með bömum og fá okkur til að vinna með sér. Hún fékk þama erfiðan hóp með ólíkum einstak- lingum, en eftir fáar vikur hafði hún náð góðu valdi á okkur með lagni sinni, hún var í senn ljúf og hörð. Hún var mikill mannþekkj- ari og meðhöndlaði hvert okkar um sig sem einstakling, virti okk- ur og leiðbeindi. Hún hjálpaði mér á einstakan hátt til þess að skilja sjálfa mig og fá traust á sjálfa mig, en það var ekki mikið fyrir. Hún talaði einhvem veginn í mig kjark. Oddu á ég mikið að þakka. Hún beindi okkur öllum á rétta braut. Hún hafði mikinn áhuga á því sem við vorum að gera og hvatti okkur til dáða. Odda vildi líka vita hvað okkur fannst um það sem var að gerast í skólanum, heiminum og í lífinu sjálfu, og hún fékk ^kkur til að sjá lífið í nýju ljósi. I þessum umræðum var hún líka virkur þátttakandi, Odda var ein af okkur. I lok vetrarins var hún orðin góð vinkona mín og ég minnist hennar sem slíkrar. Ef ég hitti gamla kennarann minn á götu var Odda alltaf full áhuga á að vita hvað ég væri að gera og hvemig mér fyndist lífið. Já, enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég veit að þessi orð mín eru fátækleg, en minningin um Oddu Margréti mun ylja mér og okkur öllum um ókomna tíö, og vió skulum muna aó „þú grætur vegna þess, sem var gleði þín“. Kæru Jón og Vala, ég votta ykkur innilega samúð mína. Fyrir hönd bekkjarins, Aðalheiður Sigursveinsdóttir. En eins og blómin spretta úr moldinni þannig hefur orð þitt vaxið í brjósti mínu. (Matthías Johannessen). Odda Margrét kenndi okkur margt. Hún var kennari sem leit á okkur sem einstaklinga en ekki bara hóp. Við fundum að henni þótti vænt um okkur og þess vegna þótti okkur vænt um hana. Minningin um Oddu mun ætíð lifa. Við sendum Jónsa, Völu og öllum þeim sem syrgja hana okkar dýpstu samúðarkveðjur. Hrönn og Þrúður. „Eg skil ekki upphafið ég skil ekki ástina ég skil ekki dauðann. Óverðskuldað er þetta þrennl. “ (Sigfús Daðason) Enginn má sköpum renna. Dauð- inn, hinn endanlegi og óumflýjan- legi ofjarl lífsins, hefur lagt að velli sómakonu á besta aldri. Odda Margrét Júlíusdóttir var fædd á Akureyri þann 18. febrúar 1951, og var því aðeins 42ja ára, er hún lést. Hún var dóttir hjónanna Júlíus- ar Oddssonar og Valgerðar Krist- jánsdóttur. Júlíus var fæddur 10. janúar 1913, og lést 4. október 1977. Hann var Eyfirðingur að ætt og uppruna og átti rætur aó rekja til Dagverðareyrar og Glæsibæjar. Júlíus starfaði lengst af sem lager- maður í Vélsmiðjunni Odda á Ak- ureyri. Hann var öðlingur og hon- um var margt til lista lagt. I ára- tugi var hann einn af máttarstólp- um Leikfélags Akureyrar og dýrk- aði hann Þalíu allt fram undir and- látió. Valgerður, móðir Oddu, var fædd 19. mars 1917, og lést langt um aldur fram þann 16. desember 1972. Hún var af skagfirsku bergi brotin en foreldrar hennar fluttu sig um set og bjuggu í Öxnadal. Valgerður var traust kona og börnum sínum stoð og stytta. Júlí- us og Valgeróur eignuðust þrjú börn en auk Oddu eru þaö Rósa Kristín, fædd 1945, myndlistar- maður og kennari vió Myndlista- skólann á Akureyri, gift Nick Car- iglia lækni á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri, og Guðmundur Amar, fæddur 1954, vélstjóri á Súlunni EA, búsettur á Akureyri og kvæntur Siggerði Bjarnadóttur fiskmatsmanni. Odda ólst upp á Eyrinni og gekk í Oddeyrarskólann, síóan í Gagnfræðaskóla Akureyrar og Menntaskólann á Akureyri. Hún brautskráðist stúdent vorið 1971. Síðan lá leiðin suður yfir heiðar í Fósturskóla íslands. Þann 27. nóv- ember 1972, gekk hún að eiga Jón Laxdal Halldórsson frá Akureyri og bekkjarfélaga úr M.A. Jón var þá skáldspíra og heimspekinemi vió Háskóla Islands. Giftinguna bar brátt að en kom þó ekki alls kostar á óvart þeirn er best þekktu til. Valgerður, móðir Oddu, lá þá banaleguna norður á Akureyri og hafði hún að orði, að sér litist vel á ráðahaginn. Enda kom það á daginn, að þau hjón voru samhent um það sem máli skipti og bættu hvort annað upp, svo ólík sem þau voru að upplagi. Þau eignuðust eina dóttur, Valgerói Dögg, fædda 1973, sem nú er nemandi í M.A. Odda útskrifaðist úr Fóstur- skólanum árið 1973 og fluttist þá til Akureyrar. Þar voru rætumar, þar vildi hún vera og hún þreifst ekki annars staðar. Uppeldi og umönnun smábarna varö ekki ævistarf hennar, þrátt fyrir mennt- unina, heldur kennsla. Hún var bamakennari allar götur frá 1973 og fram til 1992, ef undan er skil- inn einn vetur, 1976-77, er hún lagði stund á leikhúsfræði við Há- skólann í Arósum. Fyrst kenndi hún við Barnaskóla Akureyrar og síðan við Lundarskóla. A sumrin sinnti hún fóstrustörfum. Sumir virðast fæddir kennarar og kenna af list og tilfinningu; aðrir leggja nótt við nýtan dag í ástundun kennslufræða en verða þó aldrei nema miðlungs hand- verksmenn. Odda hafði aldrei formleg réttindi til kennslu en hún hafði hæfileika, dugnað og metn- að og lagói sálu sína í starfió. Hún gaf af sjálfri sér og slíkt skynjar smáfólkið. Þess vegna uppskar hún ríkulega í sínu mannræktar- starfi. Akureyri er fagur bær en stund- um er eins og fjallafaðmur byrgi útsýn og fásinni hamli þroska hugarfarsins. A slíkum stöðum er sá sem bindur bagga sína öðrum hnútum en samferóamennirnir oft á tíðum litinn homauga. Jón, mað- ur Oddu, hefur stundað myndlist, skáldskap og útgáfustörf á Akur- eyri í hart nær tuttugu ár og einatt verið umdeildur. En þegar á móti blés, þá studdi Odda við bakið á bónda sínum. Því gladdi þaó hana óumræðanlega rétt fyrir andlátió, þegar Akureyrarbær veitti Jóni uppreisn æru og útnefndi hann bæjarlistamann næsta árið. Odda var geðrík kona og það gustaði af henni. Hún var hrein- skilin og sagði skoðanir sínar um- búðalaust. En sakir hjartahlýju og góðsemdar átti hún sér fáa eða enga óvildarmenn; að henni er sjónarsviptir. Enginn maður skilur annan mann nokkum tímann til fulls, sagði heimspekingurinn Spren Kierkegaard, og sérstaklega gildir það um sorgina, þar sem andlag hennar ætíð er svo bundið hinum einstaka. Harmur Jóns og Völu er mikill og samúð er fátækt orð. Aðeins tíminn og endurminningin munu huggun veita. Sigurður Ólafsson. Kynni okkar Oddu Margrétar hóf- ust í Barnaskóla Akureyrar haust- ið 1973 er við kenndum þar báðar. Ég man alltaf það augnablik þegar við hittumst fyrst. Ég sat á kenn- arastofunni og inn gekk falleg, grönn og glaðleg ung kona í grá- um samfestingi. Það var Odda Margrét. Síðar lá leið okkar beggja í Lundarskóla þar sem við kennd- um báöar í nokkur ár. Það var gott að hafa Oddu Margréti í kennara- hópnum. Henni gekk afar vel að vinna með nemendum sínum; hún var góður kennari. Þaó fylgdi henni svo mikil hlýja og léttleiki. A þessum árum opnaði Odda Margrét heimili sitt fyrir mér, að- komukennaranum. Það var mér mikils virði. Þegar ég lít til baka var hún ein af fyrstu Akureyring- unum sem myndaói varanleg vin- áttutengsl vió mig. Ánægjustundir okkar urðu margar. Það var óvenjulegt að fylgjast með hve samhentar systumar Rósa Kristín og Odda Margrét voru, hve samband þeirra og fjöl- skyldnanna var óvenju sterkt og gott. I hugann koma margar ynd- islegar samverustundir í Dalsgerð- inu en þar bjuggu fjölskyldumar saman um tíma. Oft urðu umræó- umar um uppeldismál, matreiðslu, listir og stjómmál heitar og heill- andi. Þegar ég hætti aó kenna í Lundarskóla rofnuðu tengsl okkar um tíma en mynduðust á ný í erf- iðleikum okkar beggja. Hún var svo gefandi, gaf mér styrk og hlýju sem byggó var á raunveru- legum skilningi og óttaleysi þess sem þekkir þjáninguna, hörfar ekki frammi fyrir erfíðleikum annarra. Eitt sinn í vetur sem leið, er Odda Margrét var nýkomin heim eftir erfiða sjúkrahúsdvöl, fengum við sonur minn og ég boð um að koma í heimsókn. Þá var hún búin að prjóna fallega, munstraða húfu á son minn. Þrátt fyrir mikil veik- indi hugsaði hún um aðra og gerði sitt til að gleðja. Nokkur kvöld í mars og apríl síðastliðnum sátum við Odda Margrét saman á bútasaumsnám- skeiði í Myndlistaskólanum hjá Rósu Kristínu. Þá leyndi sér ekki hve alvarleg veikindi Oddu Margrétar voru. Mér eru ofarlega í huga orðin hennar: „Nú ætla ég að læra bútasaum, mig hefur lengi langað til þess en aldrei látió verða af því.“ Hún lærði það sem hún ætlaði sér og saumaði meira en ég. I minningunni geymi ég mynd af yndislegri konu sem bæði gaf og kenndi mér mikið. Fyrir það er ég afar þakklát. Blessuð sé minn- ing Oddu Margrétar Júlíusdóttur. Við Karl sendum Jóni Laxdal, Völu Dögg og ástvinum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð aó styrkja þau í þeirra miklu sorg. Búdapest 13. maí 1993, Ingibjörg Auðunsdóttir, Karl Guðmundsson. Til sölu á Flateyri einbýlishús, 4ra herb. meö bílskúr, samtals 138 mJ. Skipti á eign á Akureyri koma til greina. Góð lán fylgja. Allar upplýsingar veittar á Fasteignasölunni Brekkugötu 4, símar 21744 og 21820. Fasteignasalan = Brekkugötu 4 • Sími 21744

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.