Dagur - 09.12.1993, Blaðsíða 1
76. árg. Akureyri, fímmtudagur 9. desember 1993 235. tölublað
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Bæjarstjórn Akureyrar:
ÚlMdur Rögnvalds-
dóttir hyggst hætta í vor
Úlfhildur Rögn-
valdsdóttir, bæj-
arfulltrúi, hefur
ákveðið að gefa
ekki kost á sér til
setu í Bæjar-
stjórn Akureyr-
ar að þessu kjör-
tímabili loknu en
hún skipaði fyrsta sæti á lista
Frainsóknarflokksins í síðustu
kosningum. Hún kvaðst í sam-
tali við Dag hafi gegnt störfum í
bæjarstjórninni um tólf ára
skeið, sem væri hæfilegur tími í
stjórnmálum - ekkert síður á
sviði sveitarstjórnarmála en í
landsmálunum.
Úllhildur kvaó það hafa legið
fyrir um nokkurn tíma í huga sín-
um að draga sig í hlé á þessum
vettvangi og snúa sér að öðrum
viðfangsefnum, en hún mun bráð-
lcga taka vió fullu starfi hjá ný-
lega stofnuðum Lífeyrissjóði
Norðurlands. Astæða þess að hún
kjósi að skýra frá þessu nú, þótt
cnn scu nokkrir mánuðir til kosn-
inga, væri sú að nú væru stjórn-
málaflokkarnir farnir að huga aó
skipun framboðslista fyrir vorið.
„Eg mun eftir sem áöur taka þátt í
störfum Framsóknarflokksins og
lcggja mitt lóð á vogarskálar í því
cfni þótt ég dragi mig í hlé sem
bæjarfulltrúi.“
Úlfhildur sagði að sá tími sem
hún hafi sinnt bæjarmálum á Ak-
ureyri hafi á margan hátt verið
ánæjulegur. Hún hafi alla tíð haft
mikinn áhuga á sínu nánasta um-
hverfi og með þátttöku í störfum
bæjarstjórnar hafi sér gefist kostur
aö vinna að framgangi ýmissa
mála til hagsbóta fyrir bæjarfélag-
iö. Störf bæjarfulltrúa séu allviða-
mikil - viðameiri en fólk geri sér
almennt grein fyrir, einkum þegar
cinnig sé um setu í bæjarráði aó
ræða.
Úlfhildur sagói að þótt margt
hafi áunnist á þeim árum sem hún
hafi átt sæti í bæjarstjórn hafi
ákveðinn skuggi einnig hvílt yfir
þessu tímabili. Síðastliðinn áratug
hafi atvinnuástand stöóugt farið
versnandi á Akureyri og nú sé at-
vinnuleysi meira en áður hafi ver-
ið. Störf bæjarstjórnar hafi því aó
nokkru leyti snúist um á hvern
hátt unnt væri að bregðast vió
þessum vanda, en í þeim efnum
væru engar töfralausnir til fremur
en í mörgum öórum málaflokkum.
Úlfhildur kvaðst mjög ánægð
meó að hætta þátttöku í bæjar-
stjórn á þessum tíma, þegar staða
Framsóknarflokksins væri sterk,
en hann hefur nú fjórum bæjar-
fulltrúum á að skipa. Hún kvaðst
ennfremur vera þakklát fyrir þau
tækifæri sem hún hafi fengið til að
vinna að málefnum Akureyrarbæj-
ar. ÞI
Jafnréttisncfnd og jafnfréttisfulltrúi kynntu nýja jafnrcttisáætlun Akureyrarbæjar á fundi í gær. í cfri röð frá
vinstri cru nefndarfulltrúarnir Gunnhildur Þórhallsdóttir, María Sigurbjörnsdóttir og Sigurlaug Þ. Gunnarsdóttir.
Sitjandi f.v.: Valgcrður Bjarnadóttir, jafnréttis- og fræðslufulltrúi, og Hugrún Sigmundsdóttir, formaður jafnréttis-
ncfndar. Anna Björg Björnsdóttir, ncfndarfulltrúi, komst ckki á fundinn. Mynd: Robyn
Akureyrarbær:
Ný og framsækin jafnréttisáætluii
- nokkrar endurbætur í ljósi reynslunnar
í gær var jafnréttisáætlun Ak-
ureyrarbæjar 1993-1997 kynnt
á fundi með jafnréttisnefnd og
jafnréttis- og fræðslufulltrúa.
Jafnframt kom út handhægur
bæklingur um áætlunina sem
ætlaður er til daglegra nota fyr-
ir atvinnurekendur, stjórnmála-
menn, starfsfólk verkalýðsfélaga
og aðra sem eru í náinni snert-
ingu við jafnréttismál.
Hugrún Sigmundsdóttir, for-
maður jafnréttisnefndar, sagði að
nýja jafnréttisáætlunin væri tölu-
vert frábrugðin fyrri áætlun og
framsæknari að hennar mati. Sem
kunnugt er varð Akureyrarbær
fyrsta bæjarfélagið til að sam-
þykkja jafnréttisáætlun árió 1989
og ráóa sérstakan jafnréttisfull-
trúa. Þessi stefna færói bænum
fyrstu jafnréttisviðurkenningu
Jafnréttisráðs 1992 og í síðasta
mánuói var ný jafnréttisáætlun
samþykkt í bæjarstjórn.
Valgeróur Bjarnadóttir, jafn-
réttis- og fræðslufulltrúi, rifjaði
upp reynsluna af fyrri jafnréttis-
áætlun og sagði aó nýja áætlunin
hefði verió endurbætt í Ijósi
þeirrar reynslu. Hún sagöi að við-
horf til jafnréttismála hefóu breyst
mikið á undanförnum fjórum ár-
um og margt hefði áunnist, þótt
vissulega mætti alltaf gera betur,
en reynslan af fyrri áætlun geröi
Stór verðkönnun Neytendafélags Akureyrar og nágrennis
á matvörumarkaðmim á Akureyri:
Bónus lægst en Hagkaup hæst
- „könnunin strax orðin úrelt vegna lækkana samkeppis-
aðilanna,“ segir formaður Neytendafélagsins
Neytendafélag Akureyrar og ná-
grennis lauk í gærkvöld úr-
vinnslu á verðkönnun sem gerð
var í fjórum stærstu matvöru-
verslunum á Akureyri í fyrra-
dag, 7. desember. Þetta er
stærsta verðkönnun sem gerð
hefur verið hjá Neytendafélag-
inu en hún tók til 250 vöruteg-
unda og jafnframt er þetta
fyrsta könnun félagsins eftir til-
komu Bónuss norður yfir heið-
ar. Niðurstaða könnunarinnar
sýnir að þcnnan dag var vöru-
verð að meðaltali 5% lægra í
Bónus en KEA-Nettó, næst kom
KEA-Hrísalundi og loks Hag-
kaup. Á þeim munaði 2%.
Vilhjálmur Ingi Árnason, formað-
ur Neytendafélagsins, leggur
áherslu á að könnun sýni ástandió
þennan umrædda dag en hún sé
strax orðin úrelt þar sem breytt
hafi verið verðum tugum vöruteg-
unda hjá helstu samkeppnisaðilun-
um síöan hún var gerð.
Af þeim 250 tegundum sem
voru inni í könnuninni fengust
177 í Bónus, 188 í KEA-Nettó,
235 í KEA-Hrísalundi og 235 í
Hagkaup. Verðstuðull Bónus í
könnuninni var 85 en 90 í KEA-
Nettó. Vöruverð í hinum verslun-
unum tveimur reyndist nokkru
hærra því verðstuðull í KEA-
Hrísalundi var 109 og 111 í Hag-
kaup.
„í raun er ekkert að marka
þessa könnun þegar hún kemur út
því strax í gær, daginn eftir aó hún
var gerð, voru menn að lækka
verð á vörum í tugatali. Verðstríó-
inu er því ckki lokið, spurningin
er aðeins sú hver borgi stríðs-
kostnaðinn að lokum,“ sagói Vil-
hjálmur Ingi.
Hann segir Ncytendafélagið
stefna að gerö nýrrar könnunar á
næstu misscrum til að sannreyna
hvort verslanirnar standi við þau
verð sem voru á vörunum í þessari
könnun. „En Akureyri gctur státað
sig af því aó vera með lægsta mat-
vöruverð á landinu í dag. Þaó cr
klárt,“ sagði Vilhjálmur Ingi.
Könnun Neytendafélags Akur-
eyrar og nágrennis veróur birt í
heild sinni í Degi á morgun. JÓH
það að verkum að hægt væri að
afmarka viófangsefnin betur.
„Fyrri áætlun fjallaði fyrst og
fremst um bæjarkerfið og starfs-
mannastefnu bæjarins, en þessi
gengur lengra að því leyti að hún
tekur bæói á jafnrétti innan bæjar-
kerfisins, en einnig í bæjarfélag-
inu í heild og lífi bæjarbúa,“ sagði
Valgerður.
Meðal nýmæla í áætluninni má
nefna að nú á hver deild Akureyr-
arbæjar aó gera starfsáætlun í
jafnréttismálum í upphafi hvers
árs. Þar er bæði átti vió starfs-
mannastefnu hverrar deildar og
starfsemi. Þá er í áætluninni
fjallað um fræðslu, skólamál, at-
vinnumál, fjölskyldumál, sjálfs-
styrkingu, stjórnmál og fleira sem
nánar veróur greint frá í blaðinu
síðar. SS
inn. Það var í fimm togum, hvert
5-10 mín.
Eg á ekki von á að veiðarnar
glæóist aftur. Bjarti tíminn er svo
stuttur og rækjan svo viðkvæm
fyrir myrkrinu. I fyrra datt botninn
alveg úr veiðunum yfir jólin og
fór ekki að lagast aftur fyrr en í
febrúar, þá var orðið gott,“ sagði
Óskar skipstjóri. IM
Húsavík:
Rækjan á flakk í brælunni
„Þetta hefur ekkert gengið, það
er alltaf bræla. Við fórum út um
hádegi og fengum eitt hal, 6-700
kg. Aron fór aöeins á undan
okkur og er búinn að fá ein Qög-
ur tonn,“ sagði Óskar Karlsson,
skipstjóri á Guðrúnu Björgu
ÞH, er hann var við rækjuveið-
ar á Skjálfandaflóa.
Þrír rækjubátar frá Húsavík
fengu metveiði rétt utan við bæinn
í síóustu viku, eins og greint var
frá í Degi. Þeir voru þrjá daga við
veióarnar, en urðu þá hreinlega aó
hætta þar sem Rækjuvinnslan
hafði ekki undan að vinna aflann.
Síðan hefur verió bræla, bát-
arnir fóru út á mánudag en fengu
ekki neitt fyrr en í gær. „Rækjan
er búin aó færa sig hér vestur und-
ir fjöllin, bara út af látunum og
grugginu í sjónum el'tir veórið.
Rækjan tollir ekki kyrr á svona
grunnu vatni, en fiskifræðingar
telja að hún sé til staðar, bara uppi
í sjó, ofan við gruggið og þar nær
enginn í hana,“ sagði Óskar.
„Ég held að þaó megi leita
lengi til aó finna einhvern sem
hefur fengið meira en við um dag-
inn. Vió fengum mest 3,5 tonn
eftir 10 mín. tog á mióvikudaginn.
Þá fengum við 11,5 tonn yfir dag-
dagar
til jóla