Dagur - 09.12.1993, Blaðsíða 6

Dagur - 09.12.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 9. desember 1993 6............ 1..........^-- -------- Opnunartími verslana umfram venju Laugardaginn.........ll.desember 10-18 Laugardaginn.........18.desember 10-22 Sunnudaginn........... 19. desember 12-17 Miövikudaginn .......22. desember 9-22 Fimmtudaginn .........23. desember 9-23 Aðfangadag ...........24. desember 9-12 Kaupmannafélag Akureyrar. © Mýjar vörur - vandaðar vörur Kaupmannafólag Akuroyrar Gítartónleikar í Deiglunni í kvöld Klassískir gítartónleikar veröa Deiglunni í kvöld og hefjast klukkan 20.30. Þar flytja Fjórir gítarleikarar og vinir verk frá ár- unum 1750 til 1850; meðal annars verk eftir Paganini, Fernando Sor, M. Guiiani, M. Caracassc og marga fleiri. Fyrir tónleikunum standa; Lýöur Olafsson, Elma Dröfn Jónasdóttir, Sölvi Antons- son og Tryggvi Már Gunnarsson, gítarleikarar, Rut Ingólfsdóttir, llóluleikari, Sigríður Rut Franz- dóttir, þverllautuleikari og Elma Atladóttir, söngkona. Á tónleikum um síóustu jól var eingöngu flutt nútímatónlist. Nú verður tekið fyr- ir klassíska tímabil gítarsins en öll verkin sem flutt verða á tónleikun- um eru sérstaklega samin fyrir gít- ar. Þess má geta aó aðgangur að tónleikunum er ókeypis. „Notalegt“ á Akureyri: Öm Ingi sýnir nytjalistaverk í síðasta mánuði hélt Örn Ingi nytjalistasýningu í Listhúsinu í Reykjavík undir yfírskriftinni „Notalegt“. Á sýningunni voru nytjalistaverk unnin úr tré og málmum og naut Örn Ingi að- stoðar Svavars Sverrissonar, járnsmiðs, við útfærslu hug- myndanna. Nú fá Akureyringar líka að líta á gripina. Að sögn Arnar Inga vakti sýn- ingin töluverða athygli í Reykjavík og hann fékk mjög jákvæð vió- brögð. Honum fannst því uppiagt að gefa Akureyringum einnig kost á aó sjá verkin, enda fékk hann að- stoðarmann úr átaksverkefni bæj- arins við vinnslu þeirra. Þama er um að ræða ýmsa nýtilega muni og suma býsna frumlega og list- ræna, en notagildið er í fyrirrúmi. Ekki verður um formlega sýn- ingu aö ræða heldur ætlar Örn Ingi aó hafa verkin uppi á vinnustofu sinni í Klettagerói 6 frá kl. 14-18 alla daga fram aö jólum. Allir eru velkomnir og eru verkin til sölu á vinnustofuverói. Fólk getur einnig lagt inn pantanir. SS ___--tý’O ‘D’ □□ ■□“ □ ■^-~ “ * • a a a LOKAÐIR KVENNATÍMAR mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 19.00. Sími12080 Nuddpottur, vatnsgufubaó og Ijósabekkir. Hér kemur áttundi hluti jólagetraunarinnar okkar en hún er alls í tíu hlutum Þegar þú hefur svarað spurningunni hér að neðan skaltu klippa seðilinn út °g geyma hann á vísum stað þar til allir hlutarnir tíu hafa birst Jólafastan eða aðventan hefst á sunnudagi, nánar tiltekiðg eg □ Fjórða sunnudag fyrir jóSdag □ Þrettánda sunnudag fyri^jóladag □ Síðasta sunnudag fyrir j^rdag Veitt verða tíu giœsileg verðlaun fyrir rétt svör. Um er að rœða vöruúttekt í KEA Hrísalundi fyrír alls Jcr. 90.000 1. verðlaun: Vöruúttekt að verðmæti kr. 30.000 2. verðlaun: Vöruúttekt að verðmæti kr. 15.000 3. verðlaun: Vöruúttekt að verðmæti kr. 10.000 0. verðlaun: Vöruúttekt að verðmæti kr. 5.000 9. og næstsíðasti hluti jólagetraunarinnar verður birtur í blaðinu á morgun Munið að senda skal inn seðlana tíu í einu umslagi í lokin Hrísalundi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.