Dagur - 09.12.1993, Blaðsíða 16

Dagur - 09.12.1993, Blaðsíða 16
Akureyri, fimmtudagur 9. desember 1993 m REGNBOGA fií;na 'hrífltf /Jr FRAMKOLLUN Hafnarstræti 106 • Sími 27422 l < jyiz) Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi sýna loðnubræðslum áhuga: Sala á SR-mjöli hf. virðist í burðarKðnum breiðast út á hendur eða fætur. „í flestum tilfellum fylgja engin veikindi með þessu,“ sagði Ingvar Þóroddsson, heilslugæslulæknir á Akureyri. Hann tók fram að nú væri farið að bólusetja ungabörn gegn rauðum hundum. Mikill faraldur árin 1978 og 1979 „Þaó er ástæða til að undirstrika að rauðir hundar eru ekki vara- samir nema gagnvart ófrískum konum og þær eiga að vera bólu- settar nú þegar,“ sagði Ingvar. Vírusinn sem veldur rauðum hundum, getur komist í fóstur, sérstaklega á fyrstu 12 vikum meðgöngu, og kann að valda skemmdum á þeim líffærum sem þá hafa helst vaxió og þroskast, fyrst og fremst heyrnar- og sjón- líffærum. í þeim tilfellum sem rauðir hundar hafa valdið skaða, er um að ræða heyrnartap og sjón- skerðingu eða blindu. Að sögn Magnúsar Stefánsson- ar, barnalæknis á Fjóröungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, var stærsti landsfaraldur rauðra hunda á síðari árum árin 1978 og 1979 og þá var tilkynnt um sem næst Læknar á heilsugæslustöðinni á Ak- urcyri hafa spurnir af óvenju mörg- um tilfcilum af rauðum hundum. Verksmiðjuhús SR-mjöls hf. á Siglu- firði. Þangað hafa borist 92 þúsund tonn af loðnu á vertíðinni, svo enn vantar nokkuð á að spá forseta bæjar- stjórnar um afla til áramóta rætist. Hann sagði aflann verða 108.452 tonn. Læknar á heilsugæslustöðinni á Akureyri hafa spurnir af óvenju mörgum tilfellum af rauðum hundum á Akureyri og virðist sem um sé að ræða mesta far- aldur í bænum og raunar á landinu síðan 1978. Þessi faraldur, sem hófst á Ak- ureyri sumarið 1992, stakk sér aft- ur niður á Akureyri á liðnu vori, þegar knattspymudrengir í KA veiktust í stórum stíl, og síóan aft- ur nú. Langflestir sem veikjast eru á aldrinum 3ja til 10 ára. Einkenni rauðra hunda eru rauðleit útbrot, ekki upphleypt, sem byrja gjarnan annað hvort á maga eða baki og 500 tilfelli á Eyjafjarðarsvæðinu. Síðan var lítill faraldur árin 1982 og 1983, en rauðra hunda varð síðan ekki vart á þessu svæói fyrr en á sl. ári. Ofrískar konur ekki í hættu Margrét Guðnadóttir, á veirudeild Landspítalans, þekkir vel til út- breióslu rauðra hunda. Hún var spuró um þá hlió veirunnar sem snýr að ófrískum konum. „Kvenfólk á Eyjafjarðarsvæð- inu er mjög vel varið gegn þessu. Allar þær konur sem hafa verið mótefnalausar á undangengnum árum, hafa verið bólusettar. Eg hef fylgst vel með þessu svæði og það er næstum hver einasta kona af því sem á hér gamla mælingu og góða bólusetningu. Allt síðan faraldurinn kom upp 1978 höfum við verið í því að finna konur um allt land eftir þjóðskrá, mæla þær og bólusetja þær mótefnalausu. Eyjafjörðurinn er alveg sérstak- lega vel settur hvað þetta varðar. Hitt er það að þegar svona gengur yfir er ástæða til að ófrísk- ar konur hafi fyrr en síóar sam- band vió sína lækna, bara til að ganga úr skugga um að sé allt í lagi með þær. Þegar konur vita aö þær eru þungaðar, þá skaðar ekki að láta fietta því upp hvernig „rauðuhundabúskapurinn“ er hjá þeim,“ sagði Margrét. Að sögn Margrétar er meðgöngutími rauðra hunda lang- ur. Hún segir að yfirleitt líði hálf- ur mánuóur til þrjár vikur frá því að viðkontandi „er útsettur fyrir smiti“ þar til hann veikist. „Þaó er töluvcrt mikið um að fólk taki þessa veiru án þess að verða veikt. Þess vegna cru miklu fleiri með mótefni en þeir sem vita af því að hafa fengið rauða hunda.“ Margrét sagðist ekki geta spáð unt hversu lengi þetta tímabil rauðra hunda standi yfir, en hún sagði að ekki þyrfti að koma á óvart þótt þeir gerðu vart við sig langt fram á næsta ár. óþh 25% afsláttur af umhverfisvænni mnimálninsu Tölvublöndum þúsundir lita Gæði - Góð þjónusta KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, simi 23565 - íslenskt og gott Byggðavegi 98 Opið til kl. 22.00 alla daga Slippstöðin-Oddi hf.: „Alltof lítið að gera“ - segir Guðmundur Túliníus, forstjóri „Það er alltof lítið að gera,“ sagði Guðmundur Túliníus, for- stjóri Slippstöðvarinnar- Odda hf. á Akureyri, um verkefna- stöðuna hjá fyrirtækinu þessa dagana. Margir af starfsmönn- Norðlendingar mega búast vió áframhaldandi vetrar- veóráttu. Ekki er þó að vænta mikillar úrkomu held- ur má fyrst og fremst búast við frosti, sérstaklega í inn- sveitum. Vindur verður norö- austlægur og herðir vind þegar líður á daginn. Jafn- framt gætu orðió hríðarél á stöku stað síðdegis um stöðvarinnar eru nú á at- vinnuleysisbótum vegna verk- efnaskorts fyrirtækisins. Sem fyrr reynist vetrartíminn erílður Slippstöðinni-Odda hf. Vonast hafði verið eftir aukningu á verkefnum í kringum jólin þegar skipin taka hlé frá veiðum en Guðmundur segir að lítil viðbrögð hafi komió frá útgerðunum. „Við höfum verið að leita eftir hjá útgerðarmönnum hvað þeir geri um jólin en fáum ákaflega lít- il viðbrögó vió því. Menn halda auósjáanlega að sér höndum með allan kostnað og það bitnar á okk- ur sem þjónustufyrirtæki fyrir flotann," sagói Guðmundur. Hann segir þessa lægð háða því hvernig gangi hjá útgerðinni en óttast sé að þetta ástand vari fram á næsta ár. í það minnsta bendi fátt til breytinga nú. JÓH VEÐRIÐ - 3,4 milljóna rekstrarhagnaður fyrstu sjö mánuði ársins Hlutabréf í SR-mjöli hf. eru tii sölu og segir Arndís Steinþórs- dóttir, stjórnarformaður fyrir- tækisins, að nokkrir aðilar hafi sýnt áhuga á kaupum á félaginu en það var auglýst til sölu 20. nóvember sl. Fyrirtækið rekur loðnu- og síldarverksmiðjur í Reykjavík, á Reyðafirði, Seyðis- firði, Raufarhöfn og Siglufirði og á auk þess iitia beinaverk- smiðju á Skagaströnd. Nafnverð hlutabréfa í SR-mjöli hf. eru 650 milljónir króna en velta verksmiðjanna var 2,3 millj- aróar króna á árinu 1992. Rekstr- arhagnaður var fyrir fjármagns- gjöld og afskriftir 362 milljónir króna en 48 milljóna króna tap þegar tekið er tillit til fjármagns- gjalda, afskrifta og misvægis gengis og verðlags. Fyrstu sjö mánuði ársins er veltan orðin 1,7 milljarðar króna og rekstrarhagn- aóur fyrir fjármagnsgjöld og af- skriftir 293 milljónir króna. Hagn- aður er af rekstrinum fyrstu sjö mánuði ársins að upphæð kr. 3.387.977,- Fastir starfsmenn eru um 60 talsins en þeim fjölgar mjög þegar vertíðin er í fullum gangi. A mánudag fór bréf frá fyrirtækinu til þeirra aðila sem sýnt hafa áhuga á kaupum og eru þaó loðnuútgerðamenn sem ekki eiga bræóslur og líka aóilar sem störf- uöu í öðrum þáttum sjávarútvegs- ins. Beðið er um upplýsingar um þá sem standi að baki þeim aðil- um sem sýnt hafa kaupum á fyrir- tækinu áhuga, m.a. fjárhagslega stöðu þeirra og þurfa þær upplýs- ingar að Iiggja fyrir mánudaginn 13. desember nk. Aö fengnum þeim upplýsingum verða útboðs- gögn afhent en tilboðuin skal skila fyrir 29. desember nk. GG Það ríkti mikil stemmning á áhorfcndapöllum íþróttahallarinnar á Húsavík sl. þriðjudagskvöld, er handknattleikslið Vöisungs skoraði 21 mark gegn Selfyssingum í bikarleik. Siggi Sveins var umkringdur ungum Völsungum í leikslok og vildu þeir allir cignast eiginhandar- áritun. Krökkunum fannst Siggi skemmtilegur og liðinu hans tókst að skora 29 mörk gegn Völsungum. Mynd: im. Rauðir hundar gera vart við sig í töluvert miklum mæli á Akureyri: Mesti faraldur síðan 1978

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.