Dagur - 09.12.1993, Blaðsíða 9

Dagur - 09.12.1993, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 9. desember 1993 - DAGUR - 9 veróa þau eflaust besta kynningin fyrir Háskólann á Akureyri. Magister, félag kennaranema, var stofnaó í haust. Þaö er ungt fé- lag í mótun. Gjaldkeri félagsins, María Hjaltalín, segir aó starfsemi félagsins sé öll á hugmyndastigi ennþá. Aðstaða stúdenta við Háskólann á Akureyri Kennsla vió Háskólann á Akur- eyri fer fram á þremur stöðum í bænum. Hjúkrunarfræóin er í hús- næöi háskólans á horni Þingvalla- strætis og Þórunnarstrætis. Þar er líka bókasafn fyrir alla stúdenta innan Háskólans, tölvu- og lcs- stola. Sjávarútvegs- og rekstrar- dcildin er úti í Glerárgötu 36. Þar er einnig lcs- og tölvuherbergi auk tveggja vinnuherbcrgja fyrir hópa. Yngsta deildin innan Háskólans, kennaradeildin, hefur aðstöðu í húsnæöi KA í vetur. Þingvallastrætið Húsnæði hjúkrunarfræöinnar er kallað Þingvallastræti í daglegu tali nemenda. Húsió er á þremur hæðum. I kjallara eru, auk skrif- stofu FSHA, kaffistofa og bók- sala. Bóksalan er í nánu samstarfi vió Bóksölu stúdenta í Reykjavík og allar pantanir fara í gegnum hana. Þannig geta stúdcntar hér notiö samninga sem Bóksala stúd- enta fyrir sunnan hcfur náö í gegnum margra ára viðskipti vió sömu fyrirtæki erlendis. Bóksalan í kjallara Þingvallastrætis er inngangurinn er, er bókasafn sem er opið frá klukkan 8 á morgnana til 6 á kvöldin. Þar eru líka skrif- stolur Háskólans og lesstofa fyrir stúdenta. Tölvustofa er á þrióju hæö. Þar hafa stúdcntar aðgang að pc-tölv- um meö margs konar hugbúnaði í „windows-umhverfmu“ auk Ieysi- prentara. Almennar kennslustofur eru einnig á annarri og þriöju hæö. A efstu hæó eru skrifstofur kennara auk fundarsalar. Glerárgatan Húsnæði rekstrar- og sjávarút- vegsdeildar er í Glerárgötunni og er þaö líka á Ijórum hæöum. A jaröhæð hafa sjávarútvegsfræöi- ncmar aðgang að tilraunastofum Rannsóknarstofnunar fiskiónaðar- ins. Þar er ein kennslustofa. Kaffistofa og aögangur að ljós- ritunarvél er á annarri hæó auk kcnnslustofa. Skrifstofa og kennslustofur eru á þrióju hæð einnig hafa nokkrir kennarar aðstöóu sína þar. Efst eru skrifstofur kennara, tölvustofa, lestofa og tvö herbergi; sem henta vel undir hópverkefni. I stærra herberginu geta stúdcntar auðveldlega komið sér upp að- stöðu fyrir lokaverkefni. Félagsstofnun stúdenta A fjórðu hæð er líka starfsemi Fé- lagstofnunar stúdcnta á Akureyri. Framkvæmdastjóri Félagsstofnun- ar stúdenta á Akureyri er Valtýr Hreiöarsson, sem jafnframt er Kristín S. Bjarnadóttir, varaformaður Félags stúdcnta við H.A.: „...Við að- stoðuni stúdcnta líka við að koma hugmyndum sínum á framfæri.“ Mynd: R.S. Rakel Sígurgeirsdóttir erfædd 17. september 1961. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1984 og hefur stundaö nám x íslensku og fjölmiölafræðí viö Háskóla íslands sl. þxjú ár. Hún er nú nemandi í hagnýtri fjölmíölun viö sama skóla. Undanfarin sumur hefur Rakel unniö hjá Sparisjóðí vélstjóra í ___________Reykjavík.___________ vcnjulega bara opin fyrir hádcgi. Eingöngu námsbækur eru þar í boði. Þaó cr Félagsstofnun stúd- cnta á Akureyri sem annast rekst- ur bóksölunnar. I kjallaranum er líka stol'a fyrir verklega kennslu í hjúkrunarfræði. A annarri hæð, eða þeiiri hæð sem lektor við Háskólann. Félagsstofn- un rekur kaffistofur skólans og bóksöluna. I tillögum að skipu- lagsskrá stofnunarinnar kemur fram að megintilgangur hennar sé að eiga og rcka námsmannaíbúðir. Nú þegar hafa risið stúdentagaróar á tveim stöðum í bænunt. Við Skarðshlíð 46 er Útsteinn, sem var tekinn í noktun haustið 1989. Útsteinn er blandaður garð- ur. Onnur og þriója hæð er skipt til helminga í einstaklingsherbergi annars vegar og para- og tveggja herbergja íbúðir hins vegar. A hvorri hæð er sameiginlegt cldhús fyrir einstaklingsherbergin og setustofa. Nióri eru tvær stærri íbúðir, leiksalur, geymslur, þvottahús og skrifstofa húsvarðar. Við Klettastíg cru þrjú hús fyrir námsmenn. I tveim húsanna eru misstórar íbúðir en í því þriðja eru einstaklingsherbergi. I öllum hús- unum eru sameiginleg þvottaher- bcrgi auk leikhcrbergja nenia á einstaklingsgörðunum cins og gef- ur að skilja. Hjólreiða- og rusla- geymslur eru í timburskúrum á lóðinni. A báðum stúdentagörðunum cru 28 íbúðir og 26 einstaklings- hcrbcrgi alls. Allir sem stunda reglulegt nám við Háskólann á Akureyri geta sótt um garðvist. Umsóknarfrestur er til 20. júní ár hvert. Ibúóunum er úthlutað eftir sérstökum reglum eða svokölluðu punktakerfi. Starlsmaður Félagsstofnunar fer yfir umsóknirnar og gefur um- sækjendjum viðeigandi punkta- fjölda. Úthlutunarnefnd, sem í sit- ur einn fulltrúi frá hvorum garói, einn skipaður af stúdentum og starfsmaður Félagsstofnunar, sér síðan um úthlutun. Valtýr segir að starfsemi Fé- lagsstofnunar stúdenta á Akureyri sé svo lítil ennþá að ekkert mál sé að sinna framkvæmdastjórastöð- unni meö starfi lcktors. Svar hans við spurningunni hvort stúdentar hel'óu eitthvaó um störf hans sem framkvæmdastjóra að segja cr á þessa leið: „Eg hef umboð frá stjórn Félagsstofnunar til að stýra þessu fyrirtæki. Að sjálfsögðu ber ég öll grundvallaratriði undir hana. Stjórnin er skipuð tveim fulltrúum stúdcnta, tveim frá Há- skólanum og einum frá bænum.“ Einn íbúi garðanna segir: „Það væri æskilegt að annar fulltrúi stúdenta í stjórn væri jafnframt íbúi garðanna." Hann segir að það séu fyrst og fremst hagsmunamál garðsbúa sem snúi að Félagsstofn- un enn sem komiðér og því óeóli- legt að þeir hafi ekki atkvæöisrétt í stjórn hennar. Almennt er aðstaóan í íbúðun- um og húsunum góð þó alltaf megi benda á eitthvað sem betur megi fara. íbúarnir, sem teknir voru tali, voru yfirleitt sammála um að leigan væri há. Einn íbú- anna benti á að skólafélagar henn- ar, sem leigðu einstaklingsher- bergi úti í bæ, borguðu mun lægri lcigu en gerðist á görðunum. Ibúar á Útsteini kvörtuóu und- an fjarlægðinni í skólann. Enda er Útsteinn úti í Þorpi en bæói hjúkr- unarfræðin og kennarardeildin uppi á Brekku og sjávarútvegs- dcildin sunnan Glerár. Einn íbú- anna bcnti á að þeim stúdcntum sem væru nýfiuttir í bæinn og að hefja nám við Háskólann veitti ckkcrt af leiðbciningabæklingi um Akureyri. I honum mætti koma fram strætisvagnaáætlun, opnun- artíma verslana og sitthvað fieira scm bæði varðaði Háskólann og það að búa á Akureyri. Þýðing Háskólans fyrir bæinn Kristín Bjarnadóttir er á öðru ári í hjúkrun. Þegar hún segir fólki hvaða nám hún stundar, er ekki óalgengt að heyra það segja: „Já, já, er það kennt í Verkmennta- skólanum?“ Hún segir að líka hafi verið algengt að fólk héldi aö hún þyrfti suður til að ljúka náminu. Hvað varðar afstöðu cldra fólks til þess að konur scm eru í sambúð og/eóa með barn séu í námi, segir Kristín að hún verði ekki vör við nein leiðindi í því sambandi. Margar cldri konur hafa aftur á móti sagt að þær hefðu nýtt sér þetta tækifæri til náms hefði það verið fyrir hendi þegar þær voru ungar. Háskólinn kemur sér ekki bara vel fyrir íbúana sem vilja stunda þar nám. Fólk í nágrannabyggðun- um og jafnvel lengra aö fiyst hingað, sumt með tjölskyldur sín- ar. Sumir setjast hér að til fram- búóar. Fleiri íbúar þýða aukin um- svif. Að minnsta kosti hafa bæst við ýmsar verslanir og kaffihús á allra síðustu árum, hver sem fram- tíð þcirra vcrður... Kristín og Unnsteinn segjast bæói verða mjög mikið vör viö velvilja fyrirtækja á Akureyri í garð Háskólans sem stafaði ef til vill af því að stjórnendu'r fyrir- tækja skyldu best hve mikla þýð- ingu Háskólinn á Akureyri hefur fyrir byggðarlagið. Rakel Sigurgeirsdóttir. Höfundur er nemi í hugnýtri fjölmiólun vió Há- skóla íslunds. MARGT SMÁTT GERIR EITT STÓRT. FRAMLAG ÞITT ER MIKILS VIRÐI. <Sír hjálparstofnun \~\Tj KIRKJUNNAR - með þinni hjálp Starfsmannafélög og félagasamtök Föstudags- og laugardagskvöld Hljómveit Ceinmwdar Mýssonar IMiðaverð kr. 900 • llúsið opnað kl. 23.30 laugardagskxöld Snyrtilegur klæðnaður • 18 ára aldurstakmark • Nafnskírteini iiiM M 'M MW ME f Fimmtud., föstud. og laugardagur Omar llhnsson trúbador 18 ára aldurstakmark - Nafnskírteini i SmÍNN r 6/óda Æa/uan á ö//u/? t tí/c//H u/j/c á /f///'etjf//tíj(/ /yó/tíftíf/'S'fzv/u/ ^ oj /étt 'SÁetíunt/cit/'/á~/ ? ? ? íAoö/dj/uwntuifqyJ 20.30 ? ? ? ?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.